Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 25
Rokkárið 1988 gáfumannadeild Skúli Helgason segir okkur allt um það Að öðrum ólöstuðum hefur Skúli Helgason kynnt íslensk- um útvarpshlustendum meira af nýrri og spennandi rokktón- list en nokkur annar síðari ár. Hann er einn af elstu starfs- mönnum rásar 2 og því er ekki að neita að mörg nöfn tónlistarmannaog hljóm- sveitasem hann dregurfram í dagsljósið hljóma eins og grænlenska í eyrum manns. En Skúli hefur oft átíðum kynntfyrirhlustendumsínum rokktónlist mörgum mánuð- um og jafnvel árum áður en fréttir berast af henni hingað eftir hefðbundnum leiðum. Nýtt Helgarblað fékk Skúlatil að líta með sér yfir rokkárið 1988. Ef við byrjum á íslenskri plötuútgáfu á síðasta ári, hvað ber þá einna hæst að þínu viti? Það fyrsta sem hlýtur að koma upp í hugann er velgengni Syk- urmolanna og það sem maður man helst eftir er þeirra plata „Lifeá too good“. Þegar maður hugsar um árið í heild sinni þá standa plötur sem komu út um vorið upp úr, plötur sem komu út fyrstu 4-5 mánuðina. Ég veit ekki hvers vegna, kannski vegna þess að þá eru menn ekki að gefa út plötur sérstaklega fyrir jólin til að græða pening. Mér finnast þrjár plötur bera af. í fyrsta lagi plata sem átti að koma út í lok ársins 1987, „Goð“ með Svart/hvítum draumi, sem er ein af kröftugri íslenskum rokk- plötum sem komu út á síðasta ári. Hún er dálítið bresk þessi plata, ekki mjög lík því sem við eigum að venjast. Nú svo kom Mola- platan út í aprfl og í þriðja lagi plata sem fékk mjög litla, og al- veg fáránlega litla athygii að mínu mati, „Höfuðlausnir" með Megasi. Ég skil ekki alveg hvað varð um hana, hún fékk mjög litla spilun í útvarpi og kannski var fólk búið að fá of stóran skammt af Megasi eftir „Loft- mynd“ sem kom út um hálfu ári á undan „Höfuðlausnum“. En þessi plata er ekki síðri, þyngri reyndar en þetta er spennandi hljómur sem Megas notar þama. Hilmar Öm upptökustjóri gaf henni skemmtilega vídd og kannski sérstaklega söngkonum- ar sem hann notaði. Ég held að þetta séu gegnheil- ustu plötumar sem komu út á ár- inu, fyrir utan plötu Bubba og Megasar sem kom út rétt fyrir jól- in. Platan er mjög vönduð og skemmtilegt skref hjá þeim tveimur, töluvert ólíkt því sem þeir hafa gert áður, sérstaklega Bubbi. Daufft tónleikalíf Þú fylgist líka nokkuð með tónleikalífinu og heyrir í hfjóm- sveitum sem ekki eru komnar með plötu ennþá. Margir telja að tónlistarlífið sé með slappara móti um þessar mundir og hafa á þvf alls konar skýringar. Hvað segir þú um þessa hlið tónlistar- lífsins, var eitthvað spennandi að gerast þar? Þar kemur í raun bara eitt nafn upp í hugann, og það finnst mér einmitt einkenna tónlistarárið, að þeir sem em að gera góða hluti em hljómsveitir eða listamenn sem hafa komið fram áður og maður í raun vissi af, þannig að það var í raun ekkert sem kom manni verulega á óvart á árinu nema Risaeðlan. Hún er eina hljómsveitin sem ber vott um ný- sköpun í íslensku rokki á árinu. Og það er grúppa sem hug- myndafræðilega virðist ekki ólík Sykurmolunum. Þótt tónlistin sé ef til vill ekki lík, þá er þetta fólk sem tekur sig mátulega hátíðlega og greinilega leyfir sér að hafa fyrst og fremst gaman af því sem það er að gera. Ég set þessa hljómsveit mjög ofarlega og vænti mikils af henni á þessu ári. Annars er merkilega lítið af nýjum íslenskum hljómsveitum sem maður hafði gaman að. Þú nefnir mjög fáa tónlistar- menn og hljómsveitir til sögunn- ar, en samt kemur hellingur út af plötum út árinu. Hvað finnst þér um afganginn, er hægt að flokka hann á einn veg? Á yfirborðinu virkar sá hópur ólíkur. En það sem er að koma út hjá afgangnum eru yfirleitt hlutir sem falla þægilega inn í þetta poppmynstur sem er spilað dag- inn út og inn á útvarpsstöðvun- um. Ég get auðvitað nefnt eina og eina plötu sem mér þótti góðra gjalda verð, eins og til dæmis „Síðan skein sól“, kannski helst hún. Plata Valgeirs er að mörgu leyti í góðu lagi líka, en ekki margar fleiri. Svart/hvítur draumur kom reyndar út með aðra plötu fyrir jólin, „Bless“, og Sogblettir komu með plötu rétt á síðustu dögum ársins sem virkar ágætlega við fyrstu áheym. Hvernig var sfðasta ár, var það gott eða slæmt rokkár miðað við fyrri ár, bæði á innlendum og er- lendum vettvangi? Mér fannst 1988 nokkuð gott > ár að því leyti að það kom mikið út af sterkum plötum, kannski vegna þess að ég fylgdist öðruvísi með því en oft áður, meira kerfis- bundið og skoðaði fleiri svið en ég hef gert. Ég myndi segja að DÆGURMÁL HEIMIR PÉTURSSON það hafi sjaldan komið út eins mikið af sterkri tónlist og eins mikið af góðum plötúm á ólíkum sviðum. Hins vegar varð engin bylting frekar en undanfarin ár, ekkert magnað sem kom fram á sjónarsviðið. Það sem helst skar sig úr var þessi „house-tónlist“, danstón- listin breska sem reyndar kom inn á suma dansstaði hér seinni - hluta ársins og er ásamt „hiphop" með nýjustu tónlistarformunum sem fram hafa komið á síðustu árum. Það er margt ágætt í „ho- use“ og „acid house“ sem fylgdi í kjölfarið. En ég held að flestir séu sammála um að þetta sé ekki tónlist sem færi okkur eitthvað nýtt til að hlusta á, þetta er aðal- lega danstónlist. Þetta er endur- vinnsla á formum sem við þekkj- um nú þegar, bæði „soul“-tón- listinni, „funki“ og raunar þeirri tónlist sem blökkumenn hafa ver- ið að spila frá því að rokkið byrj- aði. Jú, árið í heildina er mjög spennandi og kannski aðallega vegna þess sem kom frá Banda- ríkjunum. Ég held að Kaninn hafi verið öllu sterkari í ár en Bretinn. Þá er ég að hugsa um hljómsveitir eins og Sonic Youth og Hugo Largo, sem er reyndar ný hljómsveit sem kom fram á árinu og var undir verndarvæng söngvarans í Rem, Michael Stipe. Pixies frá Boston eru hráir en melódískir í bland. Rem gaf út góða plötu á árinu og er hljóm- sveit sem er búin að vinna sér sess án þess að vera komin út í sölu- mennsku, þó þeir hafi gert samn- ing við eitt stærsta útgáfufyrir- tækið, Warner Brothers, á árinu. í „hiphop" er plata með Public Enemy sem er enn betri en platan sem þeir gáfu út árið þar áður og fékk frábærar viðtökur. Nú önnur hreyfing sem er kölluð „Black rock coalition,“ sem eru blökkumenn sem hafa ákveðið að taka sinn skerf af rokkkökunni aftur. Ýmsir segja blökkumenn eiga soultónlistina, funkið, diskóið og blúsinn en rokkið sé hvítt. Þetta er í rauninni della því rokkið byrjaði á sjötta áratugnum með körlum eins og Chuck Berry sem síðan var undan- fari manna eins og Little Ric- hard. Hér eru bönd eins og Liv- ing Color sem notaði rokkið á svolítið nýjan hátt. Fishbone er líka í þessum hópi og er einna efnilegust þessara hljómsveita. Hún blandar rokki við Ska- tónlist eins og Madness, Specials og fleiri gerðu í upphafi þessa áratugar. Ég var líka mjög hrifinn af mörgu því sem þeir „gömlu“ voru að gera í Bandaríkjunum. Neil Young var með eina sína bestu plötu í mörg ár. Iggy Pop var með reffilega skífu, með þungarokks- töktum og afturhvarfi til þeirra tíma þegar hann var að byrja. Randy Newman var með mjög góða plötu og sömuleiðis T Bone Bumette. Og Talking Heads gerðu sína langbestu plötu síðan 1980. Þetta er fyrsta platan frá þeim tíma sem þeir gera og skiptir einhverju máli. Þeir hafa verið að dútla í poppi á undan- fömum ámm. Pere Ubu platan var líka mjög góð. Söngkonurnar áberandi En var ekkert spennandi að gerast i Bretlandi? Jú, jú, en Bretar vom meira að fylgja eftir straumum frá Banda- ríkjunum, td. í „hiphop“ og „ho- use“ tónlistinni. Þar em þó nokk- ur nöfn sem ég myndi vilja til- greina eins og My Bloody Valent- ine, sem hljómar dálítið eins og Jesus and Mary Chain við fyrstu hlustun; hráir og nota „feed- back“ og slíkt í gítarleiknum. AR Kane komu fram með tónlist sem einhverjir kölluðu „drauma- popp,“ þetta er frekar seiðandi tónlist og alls ekki aðgengileg, sérstök. Og Happy Monday frá Manchester gaf út trausta plötu í nóvember. En maður getur ekki bent á neitt nýtt og ferskt frá Bretlandi í dag. Þó þar séu líka gamlir heiðursmenn eins og Graham Parker, sem var með stórgóða plötu, og Wire sem eins og Pere Ubu var langt á undan sinni samtíð á sínum tíma og hefur síð- an byrjað aftur eftir að hafa hætt fyrir mörgum árum. Annar sem kom aftur var Howard Devoto fyrrum söngvari í Magazine. Hann kom fram með nýja hljóm- sveit sem virðist hafa gleymst í áramótauppgjörinu, Luxuria heitir hljómsveitin. Frá Kanada er Leonard Cohen auðvitað framarlega í flokki og söngkonan Jane Siberry, sem kom mér einna mest á óvart af því sem ég heyrði á síðasta ári. Hún minnir á Laurie Anderson og Kate Bush. Mjög spennandi tón- listarmaður. Mary Margaret O'Hara er líka eftirminnileg og eiginlega má segja að eitt megin- einkenni ársins hafi verið hvað söngkonur voru áberandi og auðvitað kemur Tracy Chapman þá fram í hugann, sem sló eftir- minnilega í gegn á Nelson Mandela-tónleikunum. Og margar aðrar, td. Tanita Tikaram og Enya hin írska. Að lokum Skúli, hversu hátt getur ísland hreykt sér í hinni al- þjóðlegu rokkflóru? Eru það bara Sykurmolarnir og er vel- gengni þeirra kannski bara tilvflj- un? Þeir eru auðvitað ekki tilvilj- un. Þeir hafa einhvem ferskleika og lífskraft sem gerir þá þrátt fyrir allt mjög íslenska. Sykur- molamir eru ef til vill okkar nýju náttúruskáld, þeir em mynd- birting alls þess tæra og ferska sem býr í íslandi, sem landi hreinnar náttúm og hrikalegs landslags. Þau búa yfir fmmstæð- um krafti sem vantar f megnið af íslenskri tónlist. Það er allt of mikið verið að eltast við formúlur að utan og of lítið pælt. Sérstak- lega í poppinu, þar semobbinn af þeirri tónlist sem var gefin út fyrir jólin hefði geta verið gerð af hvaða þriðja eða fjórða flokks hljómsveitum í Bretlandi, Bandaríkjunum eða á Norður- löndunum sem er. Ég held að það vantí að menn fylgist meira með þvf sem er að gerast sem er nauðsyriíegt til að ná áttum. Við emnt! yoðalega gamaldags. Það sem etf áð gerast úti berst seint hingað og þá er það orðið þreytt. Meirihlútinn er ódýrar eftirhermur. Þétta er bara eins og í bókmenntunúm. Skáld verða að lesa mikið og kynna sér það sem aðrir höfundar em að gera, ekki síst til að kynnast sjálf- um sér. Samtal dægurmálasíðunnar við Skúla Helgason var öllu lengra og þegar því lauk var greinilegt að hann var rétt búinn með inn- ganginn að árinu 1988. En svona er heimurinn ævinlega; allur í tímaþröng og plássleysí. -hmp Föstudagur 6. janúar 1989 NYTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.