Þjóðviljinn - 20.01.1989, Síða 6

Þjóðviljinn - 20.01.1989, Síða 6
Fjármálaráðuneytið telur að það megi spara um tvo miljarða í bankakerfinu og þannig lækka vaxtabyrðina í landinu. lægri tala en Seðlabankinn hefur reiknað út með því að finna hlut- fallslegan vaxtamun. ísland er síðan borið saman við önnur lönd en tölur fyrir þau lönd ná yfir árin 1978-82. Þar sést að vaxtamunur viðskiptabanka í Bandaríkjunum er 3,52% í Noregi 3,24%, í Sví- þjóð 2,17%, í Danmörku 4,97%, í Finnlandi 2,31%, í Sviss 1,02% og Ítalíu 2,30%. ísland er vissu- lega í hærri kanntinum í þessum hópi en ekki er að sjá að hægt sé að staðhæfa að það skeri sig eitt úr með háan vaxtamun. Á hinn bóginn má setja spurnigarmerki við samanburð af þessu tagi, þó ekki væri út af öðru en að hér er um meðaltöl nokkurra ára að ræða og ekki sömu tímabil. En fleiri spurningarmerki má setja við vaxtasamanburð af þessu tagi. Samanburöur erfiöur Ragnar Hafliðason, viðskipta- fræðingur hjá Bankaeftirliti Seðl- abanka hefur mikla reynslu í út- reikningum af þessu tagi. Hann segir að ekki sé hægt að segja að af þessum tveimur aðferðum við útreikning á vaxtamun sé ein hinni fremri. Aðalatriðið sé að notasambærilegartölur. „En það er alltaf erfitt með samanburð á milli landa og jafnvel stofnana innanlands," segir Ragnar. „Það er spurning hvar hægt er að fínna nákvæmlega sambærilegar stofn- anir og eins geta verið reiknaðir ákveðnir liðir inn í vexti erlendis sem ekki eru teknir með í reikninginn hér og öfugt. Er- lendis er t.d. lántökugjöldum iðulega bætt við útlánsvexti en hér er sá þáttur ekki með við út- reikning á vaxtamun. Eins og gef- ur að skilja er vaxtamunur Landsbankans lægri af heildar- eignum en hjá minni bönkum, því Landsbankinn meðhöndlar svo mikið af heildsölufé eins og afurðalán, sem lítill vaxtamunur er á. En Jón Sigurðsson, viðskipt- aráðherra hefur einmitt skipað nefnd undir formennsku Birgis Árnasonar til að komast í botns í þessum málum,“ sagði Ragnar. Eölismunur á bönkum Yngvi Öm Kristinsson, for- stöðumaður peningadeildar Seðlabanka slær einnig varnagla við samanburði á vaxtamun hér og erlendis. „Ég tel afar ólíklegt að það sé hægt að fínna sambæri- legar tölur sem stafar út af sér- stöðu íslenska kerfísins. Það liggur fyrst og fremst í því að bankar á íslandi stunda mjög lítið stofnlánafyrirgreiðslur. íslenskir bankar hafa lengi aðallega lagt stund á rekstrarlánafyrirgreiðslur til fyrirtækja og eitthvað til heim- ila. Rfkið byggði upp við hlið bankana stofnalánakerfi eða fjárfestingalánasjóðakerfið sem hefur í höfuðatriðum verið geng- istryggt ogverðtryggt. Kostnaður við rekstur slíks kerfís er auðvit- að mun ódýrari en banka og væru þessir þættir inni í íslenska bank- akerfínu eins og er víðast erlendis þá væri vaxtamunur hér mun minni. Það er verulega ódýrara að reka lánastofnun sem tekur inn stór lán sem skipta kannski hundruðum miljóna og lánar síð- an út í fáum stórum skömmtum, heldur en að reka útibúakerfi um allt land og vera eltast við fáeinar krónur hjá hundrað þúsund manns. Húsnæðisstofnun þarf eitthvað nálægt 40 starfsmenn til að afgreiða ámóta upphæðir og Landsbankinn þarf 1200 starfs- menn til að anna. Stórir bankar t.d. í Svíþjóð og Danmörku blanda þessu tvennu saman og það þýðir að heildarvaxtamunur- inn er miklu lægri,“ sagði Yngvi Örn. Rekstrar- kostnaöur Seinna dæmið sem að Ólafur Ragnar og Már Guðmundsson hafa bent á sem dæmi um óráðsíu í íslenskri bankastarfsemi snýr að rekstrarkostnaði. Þeir benda á að rekstrarkostnaður íslenska bank- akerfisins sé um 4,7% af niður- stöðutölu efnahagsreiknings, en í nágrannalöndunum sé rekstrar- kostnaður um 3% af sambæri- legri tölu. Hér sé því um 1,7% mun að ræða og þar sem niður- stöðutala efnahagsreiknings inn- lánsstofnana hafi í lok októbers á síðasta ári numið tæpum 130 milj- örðum sé þessi munur í krónum talið um 2,2 miljarðar. Með öðr- um orðum, væri rekstrarkostnað- ur íslenskra innlánsstofnana sambærilegur við erlendar mætti spara hér 2,2 miljarða króna. Má spara um 45%? Rekstrarkostnaður viðskipta- banka og sparisjóða, sem saman eru um 98% innlánakerfisins var á árinu 1987 tæpir 4,9 miljarðar. Væri hægt að spara 2,2 miljarða í rekstri þessara stofnana þýðir það eðlilega að hægt ætti að vera að reka innlánsstofnanir fyrir 2,6 miljarða. Árið 1987 var rekstrar- kostnaður Búnaðarbanka og Landsbanka samtals um 2,7 milj- arðar en þessar innlánsstofnanir eru saman um 65% innlánakerf- isins. Með öðrum orðum að þýddi 2,2 miljarða sparnaður, ef hann er raunhæfur að hægt væri að reka alla 7 viðskiptabankana og 38 sparisjóðina fyrir minna fé en kostar í dag að reka Lands- banka og Búnaðarbanka. Stefán Pálsson telur slíkar stórbrotnar hugmyndir um sparnað ór- aunhæfar. Fækkum útibúum og fólki Stefán telur hins vegar að vel megi spara í bankakerfinu. „Það getur verið að bankarnir geti haldið uppi sömu þjónustu með minni tilkostnaði. Margir bankar hafa verið og eru að hagræða. Þegar leitað er leiða til að auka hagkvæmnina þarf að gera það á öllum sviðum, sameina banka, fækka útibúum og afgreiðslu- stöðum, fækka starfsfólki og minnka þjónustu. Við erum þeg- ar farnir að draga úr þjónustu eða veita hana með öðrum hætti. Búnáðarbanki og Iðnaðarbanki hafa t.d. hætt með síðdegisaf- greiðslu á fimmtudögum en á móti koma hraðbankar sem eru opnir allan sólarhringinn. Með meiri tæknivæðingu og hugsan- legri fækkun afgreiðslustaða hlýtur fólki að fækka í bönkum. Með aukinni tækni og breyttu vinnufyrirkomulagi má ná á- rangri, t.d. hefur starfsfólki í Búnaðarbanka ekki fjölgað frá 1986. Það má vera að sameining banka verði ofan á, en það má miklu hagræða í bönkum og það er verið að gera það,“ sagði Stef- án. f þessu sambandi má minnast þess að starfsmönnum viðskipta- bankana hefur fjölgað að meðal- tali um 137% frá 1972 til 1987 og starfsfólki sparisjóða hefur fjölg- að um 223% á sama tíma. Þó að launareikningar bankanna hafi þannig aukist verulega á síðustu árum kemur á móti að raunlaun íslenskra bankamanna hafa lækk- að um 16% á árunum 1982-88 á meðan raunlaun kollega þeirra á Norðurlöndum hafa alls staðar hækkað. Þórður Ólafsson, forstöðu- maður Bankaeftirlits Seðlabank- ans tekur undir að vissúlega megi spara í bankakerfinu. „Það þarf engar vísindalegar/ kúnstir til að sjá að bankakerfið er of dýrt, þó við höfum einnig gert ákveðna útreikninga ,á því. Bankaútibú eru of mörg og oft hlið við hlið og bankar erti of smáir, en með nú- tímatækni má fækka bönkum án þess að það gangi út yfir þjónust- umÞ Margir sparisjóða eru hins vegar svo smáir að sú þjónusta Sem þeir geta veitt er mjög tak- mörkuð. Með tilliti til öryggis- sjónarmiða að þá er nauðsyn á að leggja þá smæstu niður, ef þeir sameinst ekki öðrum áður,“ sagði Þórður. Dýrar bankavenjur Þegar rekstrarkostnaður ís- lenskra banka er skoðaður má minna á þá staðreynd að flestir þjónustuþættir eru dýrari á ís- landi en erlendis, strjálbýlis og mannfæðar vegna. Auk þess urðu ófáir viðmælendur blaðsins til að benda á bankasiði íslend- inga. Hér er nánst hver einasti fulltíða maður með einn eða fleiri bankareikning, tékkaviðskipti eru margfalt umfangsmeiri á hvern einstakling en þekkist ann- arsstaðar og sama gildir um greiðslukortaviðskipti. Hér skipta menn ávísun fyrir pulsu og kók og þykir eðlilegt og íslend- ingar eru mun tíðari gestir í bönkum og leysa þar af hendi margvíslegri viðskipti en víðast hvar erlendis. Þessir siðir eru dýr- ir og hingað til hafa bankar ekki tekið þjónustugjöld fyrir margs- konar þjónustu til að hafa upp í kostnað og mætti kannski segja að þeir beri þar af leiðandi nokkra ábyrgð á því ástandi sem ríkir. Þeir vilja hins vegar meina að þar hafí þeir mætt andstöðu stjórnvalda. phh 50 mil Bandaríski herinn og NA TO leggja einn miljarð dollara eða um 50 miljarða íslenskra króna í hernaðaruppbyggingu á Islandi „Við erum ákaflega stoltir af því að eiga einhvern besta flugvélakost í heimi og ein- hverja vöskustu sveit flug- manna sem völ er á. Það sem á vantar er hins vegar að- staða og tæknileg þjónusta á landi og bættur aðbúnaður fyrir hermennina. Þess vegna ákváðu Nato og bandarísk stjórnvöld að leggja út í fjár- festingu hér á landi upp á einn miljarð bandaríkjadala." Þetta sagði Eric McWadon flotaforingi á Keflavíkurflugvelli á fundi með íslenskum frétta- mönnum nú í vikunni. Fjárfest- ingin sem hann átti við eru þær miklu framkvæmdir sem nú standa yfir við byggingu ratsjár- stöðva, stjórnstöðvar, flugskýla, olíuhafnar og olíubirgðastöðvar og íbúða fyrir hermenn. Ef allar framkvæmdir eru meðtaldar, þá er þessi upphæð frekar vanmetin en hitt, því auk þeirra fram- kvæmda sem þegar hafa verið ákveðnar, eru aðrar í bígerð eða á teikniborðinu. Þeirra á meðal er ný hliðarbraut við norður- suður brautina á Kefla- víkurflugvelli, sem á að geta gegnt hlutverki sem varaflug- braut og svo draumur Nato um nýjan varaflugvöll í Aðaldal í N- Þingeyjarsýslu. Tugir miljarða í flugvélum Þessar framkvæmdir eru þó ekki nema hluti þess vígbúnaðar sem hér er að finna. Nýlega hefur þotusveitin á Vellinum verið endurnýjuð með 18 F-15 herþot- um, sem eru að sögn einhverjar þær fullkomnustu sem um getur. Þær kosta um 25 miljónir dollara stykkið að sögn Friðþórs Eydal upplýsingafulltrúa hersins, en Orion P-3C flugvélarnar eru sérhæfðar í að leita uppi kafbéta og granda þeim. Þær miða út kafbáta með segulmælingum og með því að varpa niður hlustunarduflum. Á myndinni sést undir vænginn þar sem eru festingar fyrir stýriflaugar til að granda kafbátum. Ljósm. ólg. 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 20. janúar 1989 99 Inf-samningurinn hefur ekki áhrif í Norðurhöfum“ Samkomulag um eyðingu skammdrægra vopna og takmörkun vígbúnaðar hefur ekki haft merkjanleg áhrifá vígbúnað íN-Atlantshafi, segirEric McVadon, flotaforingi á Keflavíkurflugvelli Samningurinn um eyðingu skammdrægu vopnanna í Mið- Evrópu og bættar horfur um sam- skipti stórveldanna hafa ekki haft áhrif á viðbúnað okkar hér í N- Atlantshafi, sagði Eric McVa- don, flotaforingi á Keflavíkur- flugvelli á fundi með íslenskum fréttamönnum síðastliðinn þriðjudag. McVadon sagði að frá því að INF-samningurinn var undirrit- aður hafí eftirlitssveitir flotans í Keflavík orðið varar við nokkra aukningu á ferðum sovéskra Backfire-sprengjuþota, en ástæðan fyrir því væri trúlega sú að Sovétmenn væru að æfa notk- un nýrra langdrægra eldflauga, sem ætlaðar væru til árása á Bandaríkin, ísland eða Evrópu. Taldi flotaforinginn að þessar æfíngar væru innan eðlilegra marka. Þá sagði hann að einnig hefði orðið vart við lítilsháttar aukningu á ferðum svokallaðra „Yankee“-kafbáta sem ætlaðir væru til eldflaugaárása á Banda- Eric McWadon flotaforingi á Keflavík- urflugvelli: „Óbreytt ástand í norður- höfum. “ Ljósm. ólg ríkin, en sú aukning væri þó ekki til þess að gera veður út af. Hvað NATO varðaði, sagði McVadon að INF-samningurinn hefði ekki haft í för með sér neina breytingu á viðbúnaði hersins hér á landi. -ólg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.