Þjóðviljinn - 20.01.1989, Síða 8

Þjóðviljinn - 20.01.1989, Síða 8
ERLENDAR FRETTIR Eistland Löggjöf til vemdar þjóötungu Æðstaráð (þing) Eistlands samþykkti á miðvikudag frum- Austur-Evrópa Skamm- dræg kjama- vopn burt Eduard Shevardnadze, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði í ræðu í Vínarborg í gær að Sovétmenn hefðu ákveðið að flytja sum þeirra skammdrægu kjarnavopna, sem þeir hafa í Austur-Þýskaiandi, Tékkósló- vakíu og Ungverjalandi, burt úr þessum löndum. Shevardnadze gaf einnig til kynna að Varsjár- bandalagið myndi innan skamms birta nákvæmar upplýsingar um heri sína í Evrópu og vopnabúnað þeirra. Kjarnavopn þessi verða flutt á brott um leið og þeir 50.000 so- vésku hermenn og 5000 skrið- drekar, sem Gorbatsjov Sovét- ríkjaforseti tilkynnti í des. s.l. að fluttir yrðu frá áðurnefndum þremur löndum. Shevardnadze, sem kom til Vínar í lok ráðstefnu Norður-Ameríku- og Evrópu- ríkja þar um öryggi og samvinnu í Evrópu, sagði af því tiiefni að járntjaldið gamalkunna væri nú allmjög tekið að ryðga og jafnvel orðið götótt. Reuter/-dþ. varp þess efnis, að allir embættis- menn, verksmiðjustjórar, af- greiðslumenn í verslunum og fleiri verði að geta tjáð sig bæði á eistnesku og rússnesku. Tilgang- urinn með löggjöf þessari er að tryggja að Eistir þurfi ekki að nota annað tungumál en eistnesku innan landamæra lýð- veldis síns, frekar en þeir vilji. Frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 204 þingmanna gegn 50, en sex sátu hjá. Þingmenn af rússneska þjóðernisminnihlutan- um andæfðu frumvarpinu, enda kunna margir Eistlands-Rússa ekki eistnesku, sem er mál óskylt rússnesku. í lögunum eru undan- þágur fyrir þau svæði, þar sem Rússar eru fjölmennastir, og eru sumir Eista óánægðir með það. í framkvæmd þýðir þetta að fjöldi Rússa í Eistlandi verður að læra þjóðtungu landsins, en hingað til hefur rússneska í framkvæmd haft forgang framyfir eistneskuna sem opinbert mál, þar eð fjöldi rússneskra embættismanna og opinberra starfsmanna í landinu kann ekki eistnesku. Samkvæmt lögunum fá menn fjögur ár til að tileinka sér þá tungumálakunn- áttu, sem ráð er fyrir gert í þeim. Löggjöf af þessu tagi er ekki Eistir á kröfufundi - Rússum þar í landi gert að læra þjóðtungu þess. fyrir hendi í neinu öðru sovétlýð- veldi. Reuter/-dþ. Sovétríkin Framlögtil hers lækkuð um 14.2% Fcekkað í herjum um 12% - dregið úr vopnaframleiðslu um 19.5% Tassfréttastofan sovéska hefur eftir Míkhafl Gorbatsjov, Sovét- ríkjaforseta, að sovéska stjórnin hafi ákveðið að lækka fjárfram- lög til hersins um 14.2 af hundr- aði, fækka í hernum um 12 af hundraði og draga úr vopnafram- leiðslu um 19.5 af hundraði. Að sögn Tass lét Gorbatsjov þetta uppi á miðvikudag í viðræðum við þá Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Valery Giscard d‘Estaing, fyrrum Frakklandsforseta og Yasuhiro Nakasone, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, en þeir voru þá í heimsókn í Moskvu. Áður höfðu Sovétmenn til- kynnt að til stæði að fækka í herj- um þeirra um hálfa miljón manna á næstu tveimur árum, og við áð- urnefnt tækifæri sagði Gorbat- sjov að þar af yrði fækkað í herj- unum við landamæri Kína og í Mongólíu um 200.000 manns. Kfna og Japan hafa þegar lýst yfir ánægju sinni með það. Meðal annars verður allur flugher So- vétmanna í Mongólíu kallaður þaðan. Samkvæmt tölum í fjárlögum Sovétríkjanna vörðu þáu s.l. þrjú ár um 1000 miljörðum króna til hersins, en Sovétmenn viður- kenna sjálfir að þar sé ekki inni- falin ýmis framleiðsla til her- varna. Hafa vestrænir hermála- sérfræðingar haldið því fram, að í raun geti verið að fjárframlög So- vétríkjanna til hers þeirra séu meira en þrefalt hærri en látið er uppi í fjárlögum. Sovéskir emb- ættismenn hafa nú tilkynnt, að til standi að birta tæmandi upplýs- ingar um framlög til hersins. Sergej Akhromejev mar- skálkur, fyrrum herráðsformað- ur sovéska hersins, hefur látið þess getið í viðtali við blað að vera kunni að ekki séu allir innan hersins ánægðir með niðurskurð- inn á framlögum til hans. Reuter/-dþ. Deilt um herútgjöld Ríkisstjórn og þing Noregs hafa ákveðið að kostnaður við her landsins megi ekki aukast frá því sem nú er og að fækkað skuli í hernum um 1350 manns næstu fimm árin. í sparnaðarskyni er lagt til meðal annars að einingum loftvarnarliðs verði fækkað og sumar einingar stórskota- og fót- gönguliðs bræddar saman. Vig- leik Eide, herráðsformaður Norðmanna, hefur gagnrýnt þessar ráðstafanir og hefiir varn- armálaráðherrann, Johan Jgen Holst, lofað að taka athuga- semdir hans til athugunar. í norska hernum eru nú 325.000 manns. Vaxandi efnahagsörðug- leikar og batnandi samskipti „austurs" og „vesturs" eru ástæð- ur til þessara ákvarðana stjórnar 0gÞÍngS' Reuter/-dþ. Bandaríkin Bush tekur við Hendur hans verða allmjög bundnar í innanríkismálum og líkur benda til að í utanríkismálum verði stjórn hans ívið kuldalegri gagnvart Sovétríkjunum en Reagan hefur verið undanfarið r Idag um hádegisbilið, að stað- artíma, sver George Bush emb- ættiseið og verður þar með 41. forseti Bandaríkjanna. í frétta- miðlum ber nú margt á góma um forsetann nýja og hvað hann muni taka sér fyrir hendur við- víkjandi málum þeim margvís- Iegum, sem bíða hans jafnt á innan- sem utanríkisvettvangi. Varla er ástæða til að búast við miklum breytingum frá stefnu Reagansstjórnarinnar. Eitt af meginatriðunum í kosningaá- róðri Bush var að hann beitti sér ekki fyrir „breytingum“, heldur „framhaldi", þ.e.a.s. að haldið yrði áfram á braut stjórnar fyrir- renliarans. En stíllinn verður að líkindum nokkuð annar og til- þrifamrnni. Frá Bush og hans mönnum þarf varla að búast við dramatískum yfirlýsingum og sveiflum, þeir eru líklegri til að fjalla um málin af íhaldssamri gætni, kannski fullmikilli íhalds- semi að sumra mati. f innanríkismálum er Bush þröngur stakkur skorinn vegna mikils fjárlaga- og viðskiptahalla. Einn stjórnmálafræðingurinn tel- ur að sérstaklega fjárlagahallinn verði Bush svo erfiður þrándur í götu, að hann sé dæmdur því sem næst til aðgerðaleysis í innan- ríkismálum fyrsta árið. Hætt er því við að fyrsta kastið geti hann litlu komið í framkvæmd af þeim umbótum, sem hann lofaði í kosningabaráttunni, án þess að hækka skatta, og það lofaði hann að gera ekki. En hann getur í því sambandi huggað sig við niður- stöður skoðanakannana, sem benda til þess að mikill meirihluti íbúa Bandaríkjanna sé tiltölulega ánægður með sinn hag eins og er. í utanríkismálum verður oln- bogarými forsetans nýja stórum meira þegar frá byrjun, og það kemur hann til með að notfærai sér, að flestra áliti, bæði vegná þess hve lítið verður hægt að genf í iflnanríkismálum að minnsta ' kösti fyrst í stað og einnig vegna,, ■ þess, að hann er miklu fróðari um utanríkismál og hefur meiri áhuga á þeim en Reagan. Al- gengast hefur verið, að Banda- ríkjaforsetar hafi skipað nánustu virktavini sína í mikilvæg embætti á vettvangi innanríkismála, en Bush skipaði á hinn bóginn í embætti utanríkisráðherra James A. Baker þriðja, aldavin sinn í rúmlega þrjá áratugi og helsta ráðunaut sinn f stjórnmálum. Baker stjórnaði t.d. kosninga- baráttu Bush. Þar á ofan hefur Bush komið sér upp starfshópi vandlega valdra manna, sér og Baker til trausts og halds í utanríkismál- um. Þar í flokki eru sumir sér- fræðinga Reagans í þeim málum, menn frá þeirri tíð er Henry A. Kissinger mótaði stefnu Banda- ríkjanna út á við og vinir Bush með góð sambönd á þingi. í þeim hópi eru líklegir til mikilla áhrifa Brent A. Scowcroft, sem Bush hefur skipað þjóðaröryggisráð- unaut, og Lawrence S. Eaglebur- ger, sem verður aðstoðarutanrík- isráðherra. Þeir tveir eru perlu- . vinir og hafa báðir skólast í al- þjóðamálum undir handarjaðri Kissingers. Á . Þótt þessi hópur sé skiþaður í reyndum og kunnáttumiklúm 'mönnum eru ekki allir samtftála' um ágæti hans. Háttsettur banda- rískur embættismaður líkir hon- um við „upphitaða mjólk“ og bendir á að viðhorf manna þess- ara í alþjóðamálum séu mótuð af tímum, þegar þessi mál voru með öðrum hætti en nú er orðið. So- vétríkjastjórn Gorbatsjovs legg- ur megináherslu á bætt samskipti við Vesturlönd, fækkar í herjum og dregur úr vopnabúnaði og um- svifum Sovétríkjanna í ýmsum heimshlutum. Ekki eru allir jafnsannfærðir um, að Bush og Bush - ráðgjafar frá Kissingertímanum. hans menn bregðist í öllum tilfell- um nógu skynsamlega við þeim nýju aðstæðum, sem af þessu hafa leitt. Eftir -að hafa verið harður krossfari gegn kommún- ismanum gerðist Reagan tals- maður sátta og vináttu við So- vétríkin og samþykkti þannig fyrr í mánuðinum tiílögu Sovétmanna um að ráðstefna um mannrétt- indamál verði haldin í Moskvu. Ráðgjafar Bush létu ekki í ljós neina hrifningu á því. Reagan vill að Bandaríkin og Sovétríkin komist hið snarasta að samkomu- lagi um fækkun langdrægra kjarnaflauga, en Bush hefur fyr- irskipað endurskoðun á stefnu Bandaríkjanna í þejrn efnum. Hætt er við að það valdi töfum á því að viðræður risaveidanna um langdræg kjarnavopn verði tekn- ar upp að nýju. Það er sem sé ýmislegt sem bendir til þess, að Bushstjórnin verði ívið kulda- legri í viðmóti við Sovétmenn en Reagansstjórnin hefur verið upp á síðkastið. Þótt repúblíkanar séu nú í stjórn í Bandaríkjunum hafa demókratar meirihluta á þingi. Bush kemst því ekki hjá því að taka verulegt tillit til þeirra í stefnumótun sinni, bæði inn á við og í utanríkismálum. dþ. 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ jFöstudagur 20. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.