Þjóðviljinn - 20.01.1989, Síða 11

Þjóðviljinn - 20.01.1989, Síða 11
 Steinn Sigurðarson dregur úr réttum lausnum í verðiaunamyndagátunni. Mynd Þóm. Mikill fjöldi réttra lausna Mikill fjöldi réttra lausna á verðlaunamyndagátunni sem birtist í Nýja Helgarblaðinu 30. desember, barst inn á rit- stjórn. Steinn Sigurðarson, 5 ára piltur, dró úr réttum lausnum og það var starfsfólk Dagspítala, Hátúni 10 b í Reykjavík, sem hafði sent inn lausnina sem Steinn dró. Starfsfólkið fær sent bókina Minningarmörk í Hólavallakir- kjugarði eftir Björn Th. Björns- son. Rétta lausnin var: Forsetakjör var haft á íslandi síðastliðið sumar. Valið stóð bara milli tveggja kvenna og sem slíkt tím- anna tákn sýnir þá yfirburði sem konur hafa náð í þjóðfélagi okk- r ALLT AÐ 90% AFSLÁTTUR í 14 DAGA FRÁ 2I.JAN-4.FEB íslenskur verölaunahafi Islenskur sjúkraþjálf- ari við framhaldsnám í Astralíu hlýtur viðurkenningu NATIONAL AWARD FOR BONDISTUDENT • Bondi resident Maria Thorsteinsdottir is onc of only two post-graduate students in NSW to receite the Commonweahh Advanced Educa- tion Institution Awards (AED for 1988. Maria, who is completing a Master of Ap- plied Science Degree in Physiotherapy at Cumberiand College of Heaith Sciences, is par- ticularly thankful for the award since she has only recently arrived from Iceland and gained resident status. Now living in Bondi with her 14-year-o!d daughter, Maria says she doesn’t mind the long commute to the Coliege chmpus at Lidoombe, as she loves living by the sea. And the heat?” I love it,” she said. AQörur okkar rak á dögunum úrklippu úr áströlsku dag- blaði þar sem skýrt er frá því að íslensk kona, María Þor- steinsdóttir að nafni, hafi hreppt verðlaun úr Námssjóði breska samveldisins, annar tveggja í framhaldsnámi er þess heiðurs verður aðnjótandi. María leggur stund á fram- haldsnám í sjúkraþjálfun við Cumberlandháskóla í Nýju Suður-Wales og býr í Bondi- hverfi í Sidneyborg, drjúgan spöl frá skólanum, ásamt dóttur sinni. í viðtali við ásralskan blaða- manninn kveðst hún afar þakklát sjóðstjórninni og ekkert láta það á sig fá þótt hún þurfi að eyða drjúgum tíma í ferðir til og frá skóla. Það sé yndislegt að búa nærri ströndinni og hitinn sé alls ekki þrúgandi, þvert á móti! Steinn dró einnig verðlauna- hafa í jólakrossgátu Þjóðviljans sem birtist í blaðinu 24. desemb- er. Þar voru veitt þrenn bóka- verðlaun og þær heppnu voru Rósa M. Steingrímsdóttir, Sól- heimum 23, Reykjavík, Kolbrún Viggósdóttir, Aratúni 26, Garða- bæ, og Sigríður Halldórsdóttir, Arkarholti 12, Mosfellsbæ. Þær fá sent sitt eintakið hvert af bók- inni Trúin, ástin og efinn, ævi- sögu séra Rögnvalds Finnboga- sonar, sem Guðbergur Bergsson skráði. Dýr sparnaður Ófarir yfirvalda í Garðabæ við byggingu nýja íþróttahússins hafa ekki riðið við einteyming. Eins og skýrt hefur verið frá í frétt- um eru allir tréburðarbitar í húsinu ónýtir. Það uppgötvaðist fyrr í vet- ur aö galli væri í límingu í þessum límtrésbitum sem keyptir voru frá Þýskalandi. Þrátt fyrir gallana sem komu í Ijós var haldið áfram að setja alla aðra bita á sinn stað. Nú er hins vegar komið í Ijós að þeir eru allir ónýtir. En þar með er sagan ekki öll sögð. Margir undr- ast hvers vegna ekki voru keypt límtré frá verksmiðjunni á Flúð- um, heldur frá Þýskalandi. Heim- ildir herma að ástæðan hafi verið sú að Þjóðverjar gátu afgreitt sína bita hálfum mánuði fyrr en þeir á Flúðum. Þegar bitarnir síðan komu, lágu þeir óhreyfðir á bygg- ingarstað í nær þrjá mánuði. Eftir að þeir voru settir upp kom í Ijós að þeir voru ónýtir og það mun tefja verkið trúlega um tvo mán- uði. Já, það getur stundum verið varasamt að spara sér tvær vikur sem síðan kosta tvo mánuði. Suðurnesjakratar sér á báti Fundaferðalag þeirra Ólafs Ragnars og Jóns Baldvins, á rauðu Ijósi, hefur gengið vel og húsfyllir verið á öllum fundarstöð- um. Umræður um aukna sam- vinnu A-flokkanna hafa farið fram víða síðustu vikur, á opnum og lokuðum fundum og almennt virð- ast flokksfélagar úr báðum flokk- um vera opnir fyrir slíkri umræðu. Þó skera alltaf einhverjir sig og úr þannig er farið með bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins í Keflavík sem sendu formanni sínum Jóni Bald- vin Hannibalssyni skeyti a dögun- um og þökkuðu kærlega fyrir að hann skyldi ekki ætla að hafa við- dvöl á Suðurnesjum á hringferð sinni með Ólafi Ragnari. NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11 GLÆSILEGRI OG GIRNILEGRI BÆKUR EN NOKKRU SINNI FYRR Hinn órlegi bókamarkaður okkar hefst ó morgun, laugardag kl. 10:00 í forlagsverslun okkar að Síðumúla 1 1. Þar verða ó boðstólnum mörg hundruð bókatitlar með allt að 90% afslætti. Af sumum titlanna eru aðeins til örfó eintök og því ekki eftir neinu a.ð bíða. Opið laugardaga frá kl. 10:00—16:00 Opið mánud.—föstud. kl. 9:00 — 18:00 ORN OG ÖRLYGUR SfÐUMULA 11 - SÍMI 84866 1 Svo er það sérstakt timabundið af- mælistilboð sem ekki verður endur- tekið. Við veitum 25% afslátt á takmörkuðu upplagi á nokkrum af okkar helstu verkum. Um þessar mundir eru liðin 25 ár síðan Ferðahandbókin 1964 kom út. Hún var í raun upphaf að útgáfu fyrirtækisins og mark- aði á margan hátt stefnu þess og störf. Við höfum ákveðið að minnast afmælisins með því að gefa fólki kost á að kaupa nokkur okkar helstu verka með 25% afslætti. Hér er þó um takarmað upplag að ræða eða 1 50 eintök af hverju verki. Landið þitt ísland e. Þorstein Jósepsson og Steindór Steindórsson sex bindi. Ensk-ísl. orðabók eftir Sören Sörensen. íslenskt þjóðlíf í 1000 ár e. Daniel Bruun tvö bindi. Ferðabók Sveins Pálssonar tvö bindi. Islenskir sögustaðir e. Kristian Kálund fjögur bindi. Minningar Huldu Stefánsdóttir fjögur bindi. íslandsmyndir Mayers e. Auguste Mayer tvö bindi. Hornstrendingabók eftir Þórleif Bjarnason þrjú bindi. íslenskar tónmenntir eftir Hallgrím Helgason. Goð og hetjur eftir Anders Bæksted. Ensk-íslensk skólaorðabók. Um viðreisn íslands eftir Pál Vídalín og Jón Eiríksson. P&Ó/SiA

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.