Þjóðviljinn - 20.01.1989, Síða 12
Félagsmálastyrkir
Evrópuráðs
Evrópuráöið veitir starfsmönnum stofnana og
samtaka sem veita félagslega þjönustu styrki til
kynnisdvalar í aðildarríkjum ráðsins á árinu 1990.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í félags-
málaráðuneytinu, Hafnarhúsinu við Tryggva-
götu.
Umsóknarfrestur er til 16. febrúar nk.
Félagsmálaráðuneytið,
16. janúar 1989
Frá Heimspekiskólanum
Samræðu- og rökleikninámskeið fyrir 10-15 ára
krakka hefjast 30. janúar. Innritun í síma 688083
frá kl. 16-22.
Lyfsöluleyfi
er forseti íslands veitir
Lyfsöluleyfi Sauðárkróksumdæmis (Sauðár-
króks Apótek) er auglýst laust til umsóknar.
Fráfarandi lyfsala er heimilað að neyta ákvæða
11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982, varð-
andi birgðir, áhöld og innréttingar.
Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar
1. júlí 1989.
Umsóknir um ofangreint lyfsöluleyfi skulu hafa
borist ráðuneytinu fyrir 19. febrúar n.k.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
18. janúar 1989
c
LANDSVIRKJUN
Samkeppni um gerð
útilistaverks við stjórn-
stöð Landsvirkjunar
Landsvirkjun býðurtil samkeppni um gerð útilist-
averks við stjórnstöð Landsvirkjunar, Bústaða-
vegi 7, Reykjavík.
Allir íslenskir listamenn hafa heimild til þátttöku.
Heildarverðlaunaupphæð er allt að kr. 500.000.-
Þar af verða 1. verðlaun ekki lægri en kr.
300.000,-
í dómnefnd eru:
Dr. Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Lands-
virkjunar
Guðmundur Kr. Kristinsson arkitekt
Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar
Halldór B. Runólfsson listfræðingur og
Þór Vigfússon myndhöggvari.
Keppnisgögn verða afhent af trúnaðarmönnum
dómnefndar, Jóhönnu S. Einarsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Sambands íslenskra myndlistar-
manna, Ásmundarsal, Freyjugötu 41, Reykjavík,
alla virka daga kl. 12:00-15:00 og Ólafi Jenssyni,
framkvæmdastjóra Byggingaþjónustunnar,
Hallveigarstíg 1, Reykjavík, frá og með mánu-
deginum 23. janúar 1989. Skilatrygging er kr.
1.000.-
Skila skal tillögum til annars hvors trúnaðar-
mannanna fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 21. mars
1989.
Reykjavík, 20. janúar 1989
LANDSVIRKJUN
ÍÞRÓTTIR
ÞORFINNUR
ÓMARSSON
Bima í Höllinni
Sovéski björninn er að þessu sinni kvenkyns og leikurgegn
Fram um helgina. Hver verður eftirmaður Bogdans?
íþróttaviðburður heigarinnar
er án efa leikir Fram og sovésku
meistaranna í kvennahandbolta,
Spartak Kiev. Leikirnir eru í 16-
liða úrsiitum Evrópukeppni
meistaraliða og fáum við íslend-
ingar nú að sjá handbolta eins og
hann gerist bestur hjá konum í
heiminum. Báðir ieikirnir verða
háðir í Höllinni, sá fyrri á föstu-
dag kl. 20 og sá síðari á sama tíma
á sunnudag.
Ofjarlar
Framstúlkna
Enda þótt Fram hafi verið yfir-
burðalið í kvennahandbolta hér á
landi um langt skeið munu þær
eiga erfitt uppdráttar gegn þessu
sigursæla liði. Sovésku birnurnar
hafa nefnilega unnið til allra
þeirra verðláuna sem mögulegt
er, s.s. 20 meistaratitla og 11 Evr-
ópumeistaratitla. Spartak Kiev
er nánast sovéska landsliðið en í
liðinu eru 10 landsliðskonur og
voru 9 þeirra á síðustu Ólympíu-
leikum. Par hafnaði lið þeirra
öllum á óvart „aðeins“ í þriðja
sæti.
Þessir 20 meistaratitlar sem
Spartak hefur unnið hafa allir
unnist á síðustu 30 árum, undir
stjórn sama þjálfarans! Hann
heitir ígor Túrtsjin og er enn
þjálfari liðsins. Hann var aðeins
24 ára þegar hann byrjaði með
liðið en eiginkona hans, Sínaída,
er aðstoðarþjálfari og dóttir
þeirra, Natassja, þykir nú efni-
legasta handknattleikskona sem
komið hefur fram í Sovétríkjun-
um.
ígor Túrtsjin þykir með af-
brigðum skapbráður maður en
hann er einnig þjálfari landsliðs
Sovétríkjanna. Besti leikmaður
liðsins, Tamfla Olegsjúk, lenti td.
í útistöðum við hann fyrir nokkr^
um árum og lék þá ekkert með
liðinu í um tvö ár. Hennar ferill er
ævintýri líkastur, því hún varð so-
véskur meistari aðeins 14 ára
gömul og hefur leikið á tvennum
Ólympíuleikum. Hún er nú að-
eins 22 ára og á því mikið eftir á
sínum íþróttaferli.
Þessi upptalning á afrekum
Spartak Kiev ætti að nægja til að
sjá hversu gott liðið í raun er.
Lang besta félagslið heims hlýtur
að vera ofjarlar Framliðsins því
þótt liðin eigi um margt svipaða
sögu innan eigins lands verður að
hafa í huga að sovéskur hand-
knattleikur kvenna stendur ís-
lenskum mun framar. En koma
þessa stórkostlega liðs hlýtur að
vekja áhuga almennings því ann-
að eins lið hefur aldrei rekið hing-
að.
Hver verður eftir-
maður Bogdans?
Þjálfaramál karlalandsliðsins
hafa verið í brennidepli þessa vik-
una því HSÍ hefur opinberað til-
raunir sínar til að ráða arftaka
Bogdans Kowalczyck. Efstur á
óskalistanum er A-Þjóðverjinn
Paul Tiedemann en hann hefur
náð frábærum árangri með lands-
lið þeirra undanfarin ár. Til vara
hefur HSÍ talað við Roger Carl-
son, fyrrum þjálfara Svía, og er
nokku víst að annar hvor þeirra
verði ráðinn.
Tiedemann hefur þegar verið
boðinn samningur til fjögurra ára
með mögulega framlengingu um
tvö ár í huga, en þá verður ein-
mitt heimsmeistarakeppnin hald-
in hér á landi. Stefnt er að því að
ráða þjálfara áður en landsliðið
heldur á B-keppnina í Frakklandi
Dagar Bodgand Kowalczyck sem þjálfara landsliðsins eru senn taldir
en óvíst er hver eftirmaður hans verður.
í næsta mánuði en auk þess á að
ráða íslenskan aðstoðarþjálfara.
Rætt var við sex þjálfara í því
sambandi sem eru Arni Indriða-
son, Gunnar Einarsson, Jóhann
Ingi Gunnarsson, Viggó Sigurðs-
son, Þorbjörn Jensson og Þor-
bergur Aðalsteinsson, sem á að
vísu ekki heimangengt og dettur
því út úr myndinni. Þessi þjálfari
á aðallega að sjá um þrekþjálfan-
ir og annað slíkt á meðan hins
útlenda nýtur ekki við. Sannar-
lega þarft framtak, og nú er bara
að veðja á réttan hest.
Mjög skiptar skoðanir eru um
hver eftirmaður Bogdans á að
vera. Margir eru þeirrar skoðun-
ar að best væri að kúvenda og
ráða Roger Carlson en aðferðir
hans eru mjög ólíkar því sem
menn eiga að venjast frá hendi
Bogdans. Á hinn bóginn gæti Ti-
edemann einfaldlega reynst kerf-
isbundnum handknattleik íslend-
inga betur, en eitt hefur Carlson
örugglega fram yfir Tiedemann:
Hann veit örugglega hvernig við
getum unnið sigur á Svíum!
Stjórnarráð Islands
Nýtt símanúmer
Frá mánudeginum 23. janúar 1989 hefur Stjórn-
arráð íslands símanúmerið
60 90 oo
12 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ