Þjóðviljinn - 20.01.1989, Síða 16

Þjóðviljinn - 20.01.1989, Síða 16
Eitt meö öllu (nema maka) Það er að mörgu að hyggja þeg- ar á að pússa saman pilt og stúlku. Það þarf að sjá um að bjóða gestum, panta veislusal og veislumat, útvega brúðarkjól, hárgreiðslu, blómaskreytingu, myndatöku, prest, hljóðfæraleik, kirkju, innpakkaðan bíl o.s.frv. o.s.frv. Þar sem flestir eru önnum kafnir í daglegu amstri býður eitt fyrirtæki í Reykjavík upp á þá þjónustu að sjá um skipulagningu á brúðkaupinu. Þetta er fyrirtæk- ið Ár hf. sem Ármann Reynisson rekur. Hann var áður einn af tveimur eigendum Ávöxtunar sf sem fór á hausinn en nýja fyrir- tækið sér um að skipuleggja hverslags veislur og uppákomur. „Allt nema jarðarfarir." Ármann vildi ekkert ræða við blaðamann þegar haft var sam- band við hann. Sagðist vera kom- inn í fjölmiðlabindindi og að hann ætlaði sér að halda það. Samkvæmt upplýsingum Nýja Helgarblaðsins er fyrirtækið með ýmsar verslanir og þjónustuaðila á lista hjá sér og borga fyrirtækin ákveðna upphæð fyrir að fá að vera á listanum. Ekki tókst að fá upplýsingar um hvað fyrirtækið tekur fyrir sinn snúð en reikna má með að veisla sem Ármann skipuleggur fyrir hundrað manns kosti að minnsta kosti 150 þúsund krónur „og þarf þá að halda mjög vel á spöðunum,“ einsog heimild- armaður okkar sagði. í þeirri veislu er boðið upp á freyðivín, pinnamat og kransaköku, „eru ekki allir á „diet“ núna?“ Það er bara að vona að þau hjónabönd sem Ármann sér um að skipuleggja endi ekki jafn hrapallega og ávöxtunarævintýr- ið. Gjafirnar Nú erum við farin að fara ansi hratt yfir sögu því áður en að veislunni kemur er í mörg horn að líta. Giftingin þarf að spyrjast til væntanlegra veislugesta í tíma, svo þeim gefist tækifæri til þess að kaupa gjafirnar. Flottast þykir að senda boðskort með minnst hálfs mánaðar fyrirvara. Til að auðvelda væntanlegum veislugestum að velja gjafir handa brúðhjónunum bjóða nokkrar verslanir upp á þá þjón- ustu að vera með lista frammi þar sem brúðhjónin hafa valið hvaða gjafir þau vilja fá. Brúðhjónin heimsækja versl- unina, ganga um og velja sér gjaf- ir og afgreiðslumaðurinn skráir allt niður. Síðan koma gestirnir væntanlegu og fá listann hjá af- greiðslumanninum og kaupa gjöf eftir honum og merkt er við jafn- óðum hvað hefur verið keypt þannig að ekki sé hætta á að brúðhjónin fái t.d. eins vasa. „Með þess móti geta brúðhjón- in verið örugg um að fá það sem þau vilja og þurfa því ekki að vera að skipta gjöfunum,“ sagði af- greiðslustúlka í versluninni Heimsljós í Kringlunni. Hún sagði að margar verslanir væru komnar með þessa þjónustu og að þetta væri töluvert mikið notað, að minnsta kosti hefði það verið sl. sumar, en eitthvað hefði dregið úr því í vetur, enda giftir fólk sig fyrst og fremst á vorin og haustin og í kringum stórhátíðir. Að sögn þessarar afgreiðslu- stúlku gefa flestir gjafir sem kosta á bilinu þrjú til sex þúsund krón- ur. Þá er mjög algengt að hópur taki sig saman til þess að kaupa dýrari gjafir einsog t.d. borðsett sem kosta tugi þúsunda. „Það leynir sér ekki að það borgar sig að giftast í dag. Fólk er agndofa yfir hvað það fær mikið í brúðargjafir, enda var aðal ver- tíðin hjá okkur í brúðargjöfum sl. sumar,“ sagði afgreiðslustúlkan. Brúðarkjólar og kjólföt Næst skulum við huga að klæðnaði brúðhjónanna. Við höfðum samband við Katrínu Óskarsdóttur hjá Brúðarkjóla- leigunni. Katrín sagði að mikill meiri- hluti fólks leigði brúðarkjóla, en leigan á þeim kostar frá 3.200 krónum upp í 4.200 krónur. Katrín sagði að klassískir brúð- arkjólar gengju alltaf en þó væri alltaf eitthvað um nýjungar í þessu einsog öðru. Nú væru t.d. síðir hvítir íburðarmiklir kjólar með miklum ermum og víðum pilsum í tísku. Hún sagði að áður fyrr hefði töluvert verið um það að brúðir klæðist lituðum kjólum en slíkt væri á miklu undanhaldi og að nú vildu allar gifta sig í hvítu, jafnvel þótt brúðirnar væru búnar að eignast börn. Flestir gifta sig um helgar og fær þá brúðurin kjóiinn á hádegi á föstudegi og þarf ekki að skila honum aftur fyrr en seinnipart sunnudags eða á mánu- dagsmorgni. Katrín sagði að yfir- leitt þyrfti að breyta kjólunum og lagfæra þá töluvert í hvert skipti og þessvegna gengju þeir fljótt úr sér. Nú sagðist hún vera með um 10-15 kjóla sem hægt væri að velja um. En Brúðarkjólaleigan leigir einnig út fatnað á brúðgumann. Brúðguminn getur valið um smóking, sem kostar 2.500 krón- ur, eða kjólföt, en leigan á þeim kostar 3.500 krónur. Katrín sagði að það kæmi í bylgjum hvort herrarnir veldu smóking eða kjólföt. „Stundum velja allir smóking og stundum velja allir kjólföt." En það þarf ekki bara að „dressa“ upp brúðhjónin því það þykir hæfa að svaramenn og brúðarmeyjar séu í stfl. Katrín sagðist leigja út kjóla á ungar stúlkur fyrir þetta tækifæri en hún hefði hinsvegar ekki enn farið út í að leigja linda á unga drengi. Það er ekki bara ytra borðið sem skiptir máli því það sem undir býr er ekki síður mikilvægt. Silkinærföt eru mjög í tísku um þessar mundir og eigi að vera klassi á þessu þarf að minnsta kosti að klæða brúðina í slík plögg. Þau kosta frá 5000 kr. og uppúr. Hárgreiðsla, förðun og handsnyrting Brúðurin þarf vitaskuld hár- greiðslu fyrir athöfnina og við leituðum til Ólafar Ingólfsdóttur hjá Hári og snyrtingu til þess að fá upplýsingar um þann þátt í þessum tímamótum í lífi unga fólksins. Ólöf sagði að fyrirtækið byði brúðinni uppá greiðslu sem kost- aði frá 3.300 krónum. Greiðslan gæti þó orðið dýrari, en það færi eftir því hvort þau væru beðin um hárskraut eða brúðarslör. Hún sagði að mun meira væri borið í slíka greiðslu en venjulega hár- greiðslu. Ofan á þetta getur svo permanent og litun bæst. Þá er boðið upp á förðun sem brúðirnar þiggja yfirleitt og kost- ar hún 1.590 krónur. Einnig er vinsælt að fá sér handsnyrtingu en hún kostar 1.500 krónur. Greiðslan fer fram morguninn sem athöfnin á sér stað og koma brúðirnar oft með brúðarkjólana með sér og klæðast þeim á stof- unni. Stundum mætir brúðgum- inn og þau fara saman í mynda- töku áður en athöfnin á sér stað. Flestir fara þó í myndatöku eftir athöfnina og kostar hún frá 5.000 krónum upp í 12.000 eftir þvi hvar myndatakan fer fram. Samkvæmt upplýsingum hjá Skyggnu í Kringlunni fengum við þær upplýsingar að brúðkaups- myndir væru á kynningarverði hjá þeim núna og kostaði mynda- takan 4.900 krónur. Fyrir það verð fá brúðhjónin 10 litmyndir og tvær stækkanir. Puntaöur bíll Þa<? nægir ekki að brúðhjónin séu fínt puntuð heldur þarf að skrýða bflinn silkiborðum og rós- um. Baldur Sigurðsson, bflstjóri á Hreyfli, ekur um á stórum amer- ískum bfl sem mjög vinsælt er að nota við brúðkaup. Það þykir líka fínt að aka til og frá kirkju á gömlu lfmósínunni hans Bjarna Ben., en sumir láta þó nægja að skreyta eigin bfl. Baldur sagði að þessi siður væri ekki nýr hér á landi. Hann hefði ekið skreyttum bíl í fyrsta skipti árið 1973, en það var við brúð- kaup bróður hans. Það var hins- vegar ekki fyrr en 1981 að hann gerði þetta í fyrsta skipti fyrir borgun. Síðan hefur verið tölu- vert um þetta en á síðustu árum þykir þetta ómissandi þáttur við veglegt brúðkaup. Baldur sagðist yfirleitt aka-til kirkju með brúði eða brúðguma. Síðan biði hann við kirkjuna á meðan athöfnin færi fram. Frá kirkjunni ekur hann brúðhjónun- um í myndatöku og bíður þar meðan á myndatöku stendur. Þaðan er svo haldið í veisluna. Það kemur líka stundum fyrir að hann er beðinn að koma aftur seinna um kvöldið og ná í brúð- hjónin í veisluna og aka þeim heim eða í brúðarsvítuna. Að sögn Baldurs tekur hann venjulegan leigubflataxta fyrir þetta en brúðhjónin sjá um að borga skreytinguna, sem yfirleitt er gerð af blómaverslun, en stundum hjálpar hann brúðhjón- unum við að hnýta slaufurnar ef þau vilja sjálf sjá um að skreyta bflinn. „Ég er orðinn mjög vanur þessu og kann því á þetta.“ Blóm Samkvæmt upplýsingum í blómabúðum er tiltölulega stutt síðan byrjað var að skreyta bfla fyrir brúðkaup hér, eða um þrjú til fjögur ár, og augljóst að fyrir- myndin kemur erlendis frá. Einföld skreyting á bfl kostar 2000 krónur hjá Blómum og á- vöxtum, en flestar blómaverslan- ir bjóða upp á þessa þjónustu. En það þarf að skreyta fleira en bílinn við athöfnina. Brúðurin verður að hafa brúðarvönd og blómaskreytingar þurfa að vera í kirkju og í veislunni. Vilji þeir sem að brúðkaupinu standa kaupa þetta allt á einu bretti kost- ar það um 18 þúsund krónur og þá er ekki miðað við mikinn íburð. Innifalið í þessum 18 þúsund krónum er bflskreyting, brúðar- vöndur, 4 blómavasar í kirkju og tvær blómaskreytingar í veisl- unni, önnur á háborði og hin á kökuborðinu. Kirkjan Viðeyjarkirkja er í tísku um í svítunni á Hótel Óðinsvéum bíður kampavín brúðhjónanna. þessar mundir en fleiri kirkjur koma einnig vel til greina ef menn mikla fýrir sér bátsferðina. Dómkirkjan hefur alltaf vissan klassa, einkum eftir að hún var gerð upp að innan, og Bessastað- akirkja þykir virðuleg. Þá var áður í tísku að láta gefa sig saman í gömlu kirkjunni í Árbæ. Það þykir líka spennandi að velja tor- fkirkjur úti á landi, en það er einkum ævintýrafólk sem ekki ætlar sér að hafa mikla veislu sem velur þann kostinn, nema það búi í nágrenni kirkjunnar. Við skulum halda okkur við kirkjuna í Viðey. Séra Þórir Step- hensen, staðarhaldari í Viðey, sagði að það hefði verið í tísku í sumar að láta gifta sig í Við- eyjarkirkju. Það hefði hinsvegar verið minna um það í vetur en þó hefði hann gift ein hjón í kirkj- unni í desember. Þá hefur kirkjan verið pöntuð í febrúar fyrir gift- ingu. Viðeyjarkirkja er næst elsta kirkja landsins en með elstu innréttinguna. Kirkjan í Viðey er lítil og tekur tæplega 70 manns í sæti. Þeir sem ekki komast fyrir í kirkjunni geta hinsvegar fylgst með athöfninni á loftinu í Viðeyjastofu því hægt er að „vídeóvarpa" athöfninni þangað. Að sögn Þóris sitja karlar yfir- leitt hægra megin í kirkjunni með brúðguma en konur vinstra megin. Faðir brúðarinnar bíður með dóttur sinni í Viðeyjarstofu þar til organistinn hefur hafið leik brúðarmarsins. Þá ganga þau frá stofu til kirkju. Sjálf athöfnin fer svo fram með hefðbundnum hætti. Kirkjan kostar ekkert en prest- urinn tekur 2.500 krónur fyrir at- höfnina, organistinn 3.000 krón- ur og kirkjuvörðurinn 1.250. Þá er algengt að fólk fái einsöngvara eða lítinn kór til þess að syngja við athöfnina og jafnvel auka hljóðfæraleik. Séra Bragi Friðriksson, prestur í Garðasókn, kannaðist ekki við að Bessastaðakirkja væri í tísku við brúðkaup. Á síðasta ári hefðu farið fram á annan tug giftinga í kirkjunni en mikill meirihluti þeirra hefði verið sóknarfólk í Bessastaðasókn. Það sem af er þessu ári hafa þrjú pör látið gifta sig í Bessastaðakirkju. Hann bar þó ekki á móti því að það þætti virðulegt að láta gifta sig á þess- um sögufræga stað. Að sögn séra Braga skiptir al- gjörlega í tvö horn með það hvort fólk vill mikla viðhöfn í kringum þetta. Um helmingur allra brúð- inn Yfir þröskuldinn og Hótel Óðinsvéum. svítuna á| 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 20. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.