Þjóðviljinn - 20.01.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 20.01.1989, Blaðsíða 17
kaupa fer fram í mjög miklu lát- leysi. Veislan Nú er komið að dýrasta liðnum við brúðkaupið, sjálfri veislunni. Veislurnar eru þó mjög misdýrar og mismikið í þær borið. Þær geta verið einföld kökuboð með kam- pavíni á undan, pinnamatur með freyðivíni, kalt borð, heitur matur, þrí- og upp í sexréttaður, með freyðivíni eða öðrum vín- föngum eða þá hlaðborð með heitum og köldum mat. Veislugestir við vegleg brúð- kaup nú til dags eru á bilinu 50 til 150 manns að sögn þeirra sem við ræddum við. Við skulum halda okkur við Viðey, en þeir sem gifta sig þar halda nær undantekningarlaust veisluna í Viðeyjarstofu. Það er Hótel Óðinsvé sem sér um veisluföng í Viðeyjarstofu. Gísli Thoroddsen, yfirkokkur á Hótel Óðinsvéum varð fyrir svörum. Hann sagði að veiting- arnar færu eftir því hvenær dags athöfnin ætti sér stað. Fari at- höfnin fram snemma dags er yfir- leitt látið nægja að vera með freyðivín, kaffi og kökur en gifti fólk sig um fimmleytið kostar það yfirleitt matarveislur. Matarveislurnar eru margs- konar. Gísli sagði að það væri vinsælt núna að bjóða upp á kampavín eða freyðivín og pinna- mat. Það kostaði mest um þús- und krónur á mann. Sagði hann að yfir slíkum veislum væri mun léttara heldur en matarveislum, því fólk stæði yfirleitt þegar boð- ið væri upp á pinnamat en sæti ekki við borð. „Miklar matar- veislur eiga það oft til að verða hálf leiðinlegar vegna þess að til brúðkaups kemur fólk sitt úr hverri áttinni sem þekkist ekki innbyrðis. Fjölskylda brúðgu- mans og fjölskylda brúðarinnar hefur kannski aldrei hist áður.“ Matarboðin kosta frá 2.000 í 2.500 krónur á mann fyrir utan vín. Það má reikna með um 800 krónum á mann í vínföngum, en þá er gert ráð fyrir freyðivíni á undan og rauðvíni með matnum. Meðalverðið verður því um 3.000 krónur á mann og séu um 100 gestir í veislunni kostar hún 300 þúsund krónur. Við höfðum einnig samband við Glæsibæ og Þórskaffi og feng- um upp kostnað hjá þeim og kostnaður virtist svipaður á öllum stöðunum, pinnamatur frá 730 krónum á mann og matur allt upp í 3.000 krónur. Gísli hefur verið kokkur í ein 20 ár. Hann var ekki þeirrar skoðunar að íburður í brúð- kaupsveislum hefði aukist. Þá sagði hann að það færi ekki eftir efnahag fjölskyldunnar hversu mikill íburðurinn væri, oft væru stærstu veislurnar hjá fólki sem hefði ekki efni á þeim. Ekki leita þó allir til veitinga- staða heldur hjálpast fjölskylda brúðarinnar oft að við að útbúa veisluföngin og verður kostnaður þá mun minni en ella. Brúðarsvítan Frá veislunni halda brúðhjónin heim til sín eða á hótel og eyða þá nóttinni í brúðarsvítum þeirra. Nokkur hótel í Reykjavík bjóða upp á brúðarsvítur, t.d. Hótel Oðinsvé og Hótel Saga. Brúðarsvítan á Hótel Óðinsvé- um kostar 6.200 krónur yfir nótt- ina og er þá innifalið kampavín og morgunverður. Að sögn hót- elhaldara er svítan töluvert notuð af brúðhjónum, bæði utan af landi og einnig fólki af höfuð- borgarsvæðinu. Að meðaltali eyða tvenn brúðhjón brúð- kaupsnóttinni í svítunni á mán- uði. Á Hótel Sögu eru tvær brúðar- svítur og kostar nóttin þar 9.072 krónur. Innifalið í því verði er kampavín, blóm, ávextir og morgunverður. Að sögn hótel- haldara þar er ásókn brúðhjóna í svíturnar mjög misjöfn eftir ár- stímum, mest á vorin og seinni hluta sumars. Eftir jól eru svít- urnar hinsvegar lítið notaðar af brúðhjónum. Á næstu mánuðum hafa þó fern brúðhjón pantað svítu á Sögu. Kostnaðurinn Inní þetta brúðkaupsdæmi hér hefur ekki verið tekin brúð- kaupsferð, en eitthvað er um að nýgift fólk skelli sér til útlanda eftir að prestur er búinn að pússa þau saman. Þetta mun þó ekki mjög algengt heldur blasir grár hversdagurinn við flestum í upp- hafi næstu viku. En skoðum dæmið nánar og sleppum úr því brúð- kaupsreisunni, enda kostnaður við slík ferðalög misjafn eftir því hvert farið er og hversu lengi er dvalist á erlendri grund. Siðurinn er sá að foreldrar brúðarinnar beri kostnað af veislunni en þó hefur það færst í vöxt að foreldrar brúðgumans taka þátt í honum. Oft er það samt svo að foreldrar brúðarinn- ar vilja bera kostnaðinn einir þó svo að foreldrar brúðgumans bjóði aðstoð. Hafi fólk hinsveuaj verið lengi í sambúð áður en.j m lætur prest blessa hana stendtrti það yfirleitt sjálft undir kostriáijjv inum. %■***' Meðalverð á brúðkaupsveislu er um 300 þúsund krónur og ofan á það bætist ýmis kostnaður eins- og fram hefur komið. Veislan getur þó verið mun ódýrari og einnig mun dýrari. Allur pakkinn gæti kostað á bilinu 200-400 þús- und krónur og þá er reiknað með um 100 manns í veislunni. Á móti koma svo gjafirnar en fram hefur komið að það tíðkast að gefa gjafir sem kosta frá 3.000-6.000 krónur. Ekki er rétt að reikna með að brúðhjónin fái 100 gjafir þótt gestir séu 100 tals- ins því hjón eða pör gefa bara eina gjöf. Við skulum þó reikna með að hluti veislugesta séu ein- hleypir þannig að 60 aðilar gefi gjafir og að meðalverð hverrar gjafar sé um 4.000 krónur. Brúð- hjónin fá þá gjafir fyrir um 240.000 krónur. Samkvæmt þessu var halli á ævintýrinu. Erlendir siðir Að lokum skulum við hverfa aftur til upphafs þessarar umfjöll- unar um nútímabrúðkaupið og beina augum örlítið að þeim er- lendu siðum sem hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum. Það að draga baug á fingur undir giftingarathöfninni er inn- fluttur siður að sögn séra Braga Friðrikssonar. Hann sagði að það hefði aukist mikið á undanföm- um árum að fólk léti helga hring- ana og taldi hann það áhrif frá bandarískum bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Sömu sögu væri að segja um skreytingu á bíl- um, en það væri greinilega inn- fluttur siður og áhrifin komin frá Bandaríkjunum. Þá hefur það færst í vöxt að kirkjugestir hendi hrísgrjónum eða öðrum kornmat yfir brúð- hjónin þegar þau ganga frá kirkju. „Mér leiðast þessir erlendu frjósemissiðir, að henda hrís- grjónum yfir brúðhjón, þótt ég láti þá afskiptalausa,“ sagði séra Þórir Stephensen. Af þessu hlýst mikill sóðaskapur og jafnvel hætta í bleytu og ég veit að kir- kjuvörðum er illa við þetta, enda lendir það á þeim að þrífa stéttina eftir að gestir eru horfnir á braut. Ég hitti mann um daginn sem sagðist hafa tekið þátt í því að henda Cheerios-hringjum yfir brúðhjón." -En er það ekki gott fyrir smá- fuglana? „Ég held að það sé ekki holl fæða fyrir þá. Ég man ekki betur en að Sólskríkjusjóðurinn hafi verið að vara fólk við að gefa smáfuglunum haframjöl nýlega. Smáfuglarnir geta orðið mjög veikir af þessu og jafnvel dáið.“ -Sáf Brúðhjónin Bjarni Már Bjarnason og Margrét Einarsdóttir. Bjarni Már keypti sér smók- ingfyrirgiftingunaen Margrét leigði sér brúðarkjól. Þegardótt- ir þeirra sem er á öðru árihittimóðursínaí kirkjunni þekkti hún hana ekki. Myndin var tekináljósmynda- stofu eftirgiftinguna. ROMANTÍSK OG SKEMMTILEG ■ Bjarni Már Bjarnason og I ■■ MargrétEinarsdóttirgiftu sig í Strandarkirkju 3. desember sl. Áður höfðu þau verið í óvígðri sambúð í fjögur og hálft ár og eiga dóttur á öðru ári „Þetta var mjög rómantískt og skemmtilegt,“ sögðu þau Mar- grét Einarsdóttir næturvörður og Bjarni Már Bjarnason sjúkra- liði, um giftingu sína en þau létu vígja sig í heilagt hjónaband í Strandarkirkju 3. desember sl. Þau Margrét og Bjarni höfðu búið saman í fjögur og hálft ár áður en þau tóku þá ákvörðun að láta prest vígja sambúðina. Þau eiga eina dóttur saman sem er á öðru ári og hjá þeim býr einnig fjórtán ára sonur Bjarna Más. „Það hafði aldrei hvarflað að okkur að giftast, það var ekkert inni í dæminu hjá okkur,“ sagði Margrét þegar hún var spurð hversvegna þau hefðu beðið svona lengi með giftinguna. „Við höfðum búið saman í rúm fjögur ár og stundum flögraði sú hugsun að manni að einhverntímann kæmi kannski að því að maður myndi giftast. Það einkennilega við þetta var að við fengum eigin- lega bæði þessa tilfinningu sam- tímis, að rétt væri að við gift- umst.“ „Þetta var í nóvember," sagði Bjarni Már. „Við vorum voða rómantísk og vildum gera þetta virkilega skemmtilegt. Áður hafði mér aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að gifta mig í kirkju. Svo var þetta mjög gaman.“ „Kannski vegna þess að þetta varð svo óvænt,“ sagði Margrét. Að sögn þeirra Margrétar og Bjarna Más hefur afstaða samfé- lagsins til hjónabanda breyst mjög mikið á undanförnum árum. Hvorki samfélag né fjöl- skylda krefst þess að fólk sem býr saman láti gifta sig og í mörg- um tilfellum borgar það sig ekki fjárhagslega fyrir fólk að láta vígja sambúðina. „Við höfðum gengið í gegnum öll þau vandamál sem fólk gengur í gegnum þegar það fer að búa saman og allt í einu komumst við að því að við vildum virkilega gefa allt til þess að þroska þetta samband og þá ákváðum við að gifta okkur,“ sagði Margrét. Bjarni Már flutti heim til móð- ur sinnar fjórum dögum fyrir brúðkaupið og hitti Margréti ekki aftur fyrr en við giftinguna. Giftingin fór fram í Strandar- kirkju og prestur var séra Tómas Guðmundsson í Hveragerði. Um 70 manns voru við athöfnina „þó það væri eiginlega ófært úr bæn- um og athöfnin frestaðist því um hálftíma því allir komu of seint til kirkju.“ Við athöfnina var organisti, Föstudagur 20. janúar 1989 kór og flautuleikari, en séra Tómas sá um að útvega hljóð- færaleikara og söngvara. „Þetta var mjög hefðbundin at- höfn. Brúðguminn stóð á meðan gestir tíndust til kirkju. Þegar prestur gekk til kirkju settust gestir og organistinn hóf að leika brúðarmarsinn og Margrét og faðir hennar gengu inn kirkju- gólfið," sagði Bjarni Már. Eftir athöfnina var svo haldið aftur til Reykjavíkur og brúð- hjónin sátu í gamalli drossíu, sem hafði verið í eigu Bjarna Bene- diktssonar og verið sérstaklega skreytt fyrir athöfnina. Undir stýri sat kunningi þeirra sem var svaramaður við giftinguna. Fyrst var haldið í myndatöku sem kost- aði um 10 þúsund krónur og það- an í Skipholt 70 þar sem veislan var haldin í leigðum sal. Það voru foreldrar Margrétar sem sáu um veisluna. Um 80 manns ma'.ttu og á boðstólum voru snittur, brauðtertur, flat- brauð og kökur, sem fjölskylda Margrétar nafði útbúið. Á undan var drukkið kampavín en á eftir var boðið upp á bollu og kaffi. Salurinn kostaði um 12 þúsund krónur með borðbúnaði og öðru, þannig að dæmið varð ekki mjög dýrt. I veislunni spilaði vinnufé- lagi Bjarna á píanó. Eftir veisluna hélt nánasti kunningjahópur nýgiftu hjón- anna með þeim heim og þar skemmti fólk sér fram á miðnætti en þá fóru þau Bjarni Már og Margrét í svítuna á Hótel Sögu. „Þar var tekið mjög vel á móti okkur með blómum, kampavíni og ávaxtaskál. Þegar tappinn rauk úr kampavínsflöskunni tók ég eftir því að það voru um tut- tugu för eftir kampavínstappa í klæðningunni í loftinu," sagði Bjarni Már. Að lokum voru þau hjón spurð hvort samband þeirra hefði eitthvað breyst við það að þau létu gifta sig. „Að vissu leyti hefur það breyst,“ sagði Margrét. „Nú er ég miklu ákveðnari í því að þetta er það sem ég vil. Þó ég hafi alltaf viljað búa með Bjarna þá erum við núna búin að taka þessa ákvörðun.“ „Maður giftir sig ekki bara út af skemmtuninni," sagði Bjarni Már, „heldur vegna þess að við ætlum að búa saman og dýpka þetta samband okkar.“ „Þetta verður súpersamband,“ sagði Margrét að lokum. -Sáf NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.