Þjóðviljinn - 20.01.1989, Page 21

Þjóðviljinn - 20.01.1989, Page 21
HTTT C * , ■ \r nrLi ^tix ivirLi^n^iii^n-riiTi Borgarieikhús í sumar? Viðtal við Hallmar Sigurðsson, leikhússtjóra Viö stefnum að því að flytja í Borgarleikhúsið nýja í ágúst í sumar og frumsýna á báðum sviðum undir lok október, segir Hallmar Sigurðsson leikhússstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Alíslenskt ár framundan Samþykkt var á fundi bygging- arnefndar sem í eru aðilar bæði frá borginni og leikfélaginu að leggja allt kapp á að Ijúka við húsið þó svo það þýði að skera verði niður eða fresta vissum verkþáttum. Það sem snýr að áhorfendum og öðrum gestum verður þó fullbúið. Komið hefur í ljós að kostnaðurinn við að full- gera húsið er hærri en reiknað var með, einkum vegna þess að fjár- hagsáætlunin var gömul og hafði ekki verið endurskoðuð fyrr en núna. Þess vegna er reynt að spara í öllum frágangi og forðast allt sem kallast getur bruðl. „En húsið á ekkert að verða síðra við það. Þetta breytir á engan hátt skilyrðum fyrir því að fremja góða list,“ sagði Hallmar. En hvað á að leika í nýju húsi? „Við stefnum að alíslensku ári, og til þess að svo gæti orðið efnd- um við til samkeppni um leikrit sem við erum að vinna úr núna. Þátttakan varð framar björtustu vonum, það bárust á 6. tug verka, sem veldur því að við verðum að fresta úrslitum. Við ætluðum að tilkynna þau fyrir miðjan janúar en það verður ekki fyrr en upp úr mánaðamótum.“ Fjárhagurinn óráðinn Nýtt hús í sumar og frumsýn- ingar á tveim sviðum í haust - eigið þið nóga peninga? „Nú stendur fyrir dyrum um- ræða um styrk frá borg og ríki, en það má hverjum vera ljóst að húsið kallar á miklu umsvifameiri starfsemi en hefur verið í Iðnó. Og þá verður um leið eðlilegt að rekstrarfé frá opinberum aðilum verði aukið. Mér finnst ekki ó- eðlilegt að aukningin verði hlut- fallslega meiri frá ríkinu. Ég er alls ekki óánægður með sam- skiptin við borgina en það er óheppilegt og óeðlilegt að rekst- urinn hvíli svona mikið á einum aðila. Það hefur aldrei verið mörkuð opinber stefna um fjárveitingar önnur en sú sem lesa má út úr leikhúslögum. Þar segir á þann veg um áhugaleikhús að stuðn- ingur bæjar- og sveitarfélaga skuli ekki vera minni en stuðn- ingur ríkisins. Þegar Ingvar Gíslason fyrrverandi mennta- málaráðherra stórjók framlag ríkisins til Leikfélags Akureyrar gerði hann að skilyrði að Akur- eyrarbær kæmi til jafns við ríkið, en hjá okkur stendur ríkið fyrir fjórðungi af því sem borgin leggur til. Nú hillir undir að húsinu verði lokið, þessu myndarlega fram- taki borgarinnar sem hefur staðið undir því að langmestu leyti ásamt Leikfélaginu. Ríkið hefur ekkert lagt fram til þess. Nú geri Hallmar Sigurðsson, leikhússtjóri. ég mér vonir um að ríkið sjái sóma sinn í að koma myndarlega til móts við borgina. Þetta verður auðvitað alltaf kallað Borgar- leikhús, en stór hluti af áhorfend- um okkar kemur alls staðar að af landinu." Ferðin á heimsenda Hvað er næst á verkefna- skránni? „Næsta frumsýning verður um miðjan febrúar á nýju barna- leikriti sem heitir Ferðin á heimsenda. Olga Guðrún Árna- dóttir skrifaði það í samvinnu við starfshóp sem var myndaður í fyrravetur hjá Leikfélaginu. Leikfélagið stóð þá fyrir leiksmiðju með börnum og upp- færslan núna er í beinu framhaldi af því starfi og að vissu leyti ár- angur af því. Staðreyndin er sú að leikhús- fólk hefur sinnt börnum og ung- lingum allt of lítið undanfarin ár. Leikfélag Reykjavíkur hefur haft þá afsökun að húsnæðið byði ekki upp á barnasýningar. Þá þarf að lækka miðaverð og við erum með svo fá sæti að við höf- um illa efni á því. Þrem systrum frestað Þannig er búið að rekstri okkar að eigið aflafé af miðasölu er helmingur af rekstrarfé. Það er hærra hlutfall en ég þekki til hjá sambærilegum leikhúsum annars staðar. Víðast í nágrannalöndun- um er hlutfallið 10 prósent hjá leikhúsum með reglulega styrki.“ Hvaða sýning tekur svo við? „Trúlega verður engin frum- sýning á okkar vegum í Iðnó eftir það. Við ætluðum að setja upp Þrjár systur eftir Tsjekov í vor en úr því getur ekki orðið. Fyrir þessu eru margar ástæður. í fyrsta lagi er aðsóknin að verkun- um sem eru á fjölunum núna svo mikil að horfur eru á að þrjár sýn- ingar yrðu í fullum gangi þegar Þrjár systur kæmu upp. Húsið býður ekki upp á að þrjár leik- myndir séu í notkun í einu, hvað þá fjórar. Síðan kemur það til að fjár- hagsstaðan leyfir ekki uppsetn- ingu á leikriti sem ekki yrði kost- ur á að leika nema fá kvöld. Við fengjum ekki nema lítið brot upp í stofnkostnað. Og í þriðja lagi er ástæðan sú að við stefnum að frumsýningum í nýja húsinu í haust, og til þess að það megi verða þarf margt af okkar starfsfólki að leggja sitt af mörkum í húsinu síðustu vikurn- ar og mánuðina við framkvæmd- ir, eftirlit og frágang á tæknibún- aði og fleira í þeim dúr. Starfslið- ið er fámennt og ekki til skipt- anna. Til dæmis eru líkur á að við þurfum að flytja til sumarfrí og stytta leikárið núna til að næsta leikár geti byrjað fyrr.“ Fáum við að sjá Þrjár systur? „Eflaust. Og vonandi verður þess ekki alltof langt að bíða. Þá verður vonandi líka hægt að gera ennþá meira spennandi sýningu en við getum hérna í Iðnó.“ Margar spennandi sýningar höfum við þó séð þar og þarf ekki alltaf flott húsnæði til að gera góðar sýningar. Þetta leiðir beint að næstu spurningu: Hvað verður um Iðnó? „Von mín er sú að Iðnó geti orðið eins konar félagsheimili þar sem leikhópar ættu möguleika á að komast inn með sýningar. Að það yrði jafnvel þannig að hópar kepptust um að fylla húsið af spennandi sýningum. Ég held að það ætti ekki að láta einn hóp, til dæmis Alþýðuleikhúsið, hafa húsið fyrir sig eingöngu, það væri eins og að búa til nýja stofnun. Margir leikhópar hafa á undan- förnum árum blásið nýju lífi í leiklistina, þeir hafa sýnt frum- kvæði og boðið upp á leiklist þar sem síst var von á henni. Þetta var ákveðin nýbreytni - til dæmis Skemman hjá Leikfélaginu, Hlaðvarpinn, ýmis háaloft og kjallarar. Það þarf að opna möguleika fyrir fleiri en einn leikhóp, en umfram allt á að halda áfram að leika í Iðnó.“ SA Starfsfólk L. R. skoðar Borgarleikhúsið á byggingarstigi. Föstudagur 20. janúv 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.