Þjóðviljinn - 10.02.1989, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 10.02.1989, Qupperneq 6
Menningarinnrás fjölþjóða sjónvarpsrása í gegnum gervitungl. Hvernig bregst sagnaþjóðin við? Framtíðin hefur þegar knúið dyra og heimamenn opnað gáttir; hikandi þó þar sem þeir óttast gestinn. Þeir eru hræddir um að gesturinn geri sig of heima- kominn og taki að lokum völdin af íbúunum. Þeir vita samt að dyr- unum verður ekki lokað aftur; vita að ekkert þýðir að byggja múra utan um íslenska menn- ingu. Hinsvegar beri að hlúa að henni í samkeppninni við fjöl- þjóða menningarflaum sem fjar- skiptahnettir láta rigna yfir landið. Nú reynir á þolrifin í íslenskri menningu. Fram til þessa hefur einangrunin norður í Ballarhafi varðveitt tungu og hugsun þjóð- arinnar en sú einangrun hefur nú verið rofin og eðlilega óttast menn afleiðingar þess. Við viljum íslenskt Ekki eru þó allir jafn svartsýnir á framtíðina. Menntamálaráð- herra skipaði nefnd til þess að endurskoða útvarpslögin og er Ögmundur Jónasson formaður nefndarinnar. Hann segir að því beri að fagna að við komumst í samband við umheiminn. „Á hitt ber að líta að tilvera íslensku þjóðarinnar er tungan og henni megum við ekki tapa.“ Ögmundur sagði að við hlytum að verða að mæta þessari sam- keppni erlendis frá með því að leggja aukna áherslu á fram- leiðslu íslensks dagskrárefnis. „Stóra málið er að efla inn- lenda dagskrárgerð. íslendingar vilja íslenskt efni. Við getum keypt inn öil heimsins áramóta- skaup en ef íslendingar ættu að velja um að horfa á þau eða inn- lent áramótaskaup þá efa ég ekki að nær undantekningarlaust, myndi fólk velja það íslenska. Málið snýst því um það hvernig við stuðlum að sem vandaðastri og mestri framleiðslu á íslensku dagskrárefni.“ að með þessari reglu sé verið að gera fólki erfiðara fyrir og auk þess sé þetta umhverfismál því varla geti diskarnir kallast um- hverfisprýði. Gústaf Arnar benti á að þegar rætt væri um Eutelsat og Astra þá væri verið að ræða um fjarskipta- hnetti og því giltu þessar reglur. Hinsvegar væri tæknin komin á það stig að einkaaðilar gætu tekið á móti sendingunum beint. Upp- hafleg hugsun með gervihnatta- sendingum var að kapalkerfi sæju um að dreifa dagskránni og þann- ig fengju sjónvarpsstöðvarnar af- notagjald. Tækniþróunin hefur hinsvegar verið örari en menn bjuggust við þannig að á megin- landinu nægir að nota disk sem er 60 sm að þvermáli og kostar svip- að og afruglari fyrir Stöð 2. Því hafa sumar sjónvarpsstöðvanna gripið til þess að senda út ruglaða dagskrá og innheimta afnota- gjöld á svipaðan hátt og Jón Ótt- ar. „Ef menn brengla ekki útsend- ingar líta margir svo á að hver sem er geti notið þeirrar dag- skrár, en þrátt fyrir það eru í gildi ákveðnar reglur, einsog 36 íbúða reglan hér á landi,“ sagði Gústaf Amar. Reglurnar eru mjög mismun- andi eftir löndum og Svíar eru t.d. ekki með neina löggjöf sem bannar móttöku gervitungla- sendinga. Nú er tilbúin sameigin- leg löggjöf fyrir Evrópulöndin en hún hefur ekki verið undirrituð enn. Kapalkerfin Víða um land hefur verið kom- ið upp kapalkerfum. Þannig eru sumsstaðar heilu bæjarfélögin kapalvædd, t.d. á Skagaströnd, Höfn, Seltjarnarnesi, Ólafsvík, Ólafsfirði og víðar. Annarsstaðar eru heilu íbúðahverfin kapal- vædd, einsog t.d. nýju hverfin í Hafnarfirði; Hvammarnir, Set- bergið og á Holtinu. Um þessi kerfi væri auðveldlega hægt að Múrar Fleiri sem rætt var við tóku í sama streng. j „Ég tel að við verðum að horf- ast í augu við staðreyndirnm-. Gervitunglasjónvarpið er komíð til að vera,“ sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri. „Það væri í sjálfu sér hægt að hlaða upp múra, sem þekkjast hvefgi. Meira að segja austantjaldsþjóð- irnar eru farnar að leyfa vestræn- um sjónvarpsstöðvum að sjón- varpa austur fyrir járntjald. Það skyti því skökku við ef við ætluð- um að fara að banna fólki að taka á móti sjónvarpsefni utan úr geimnum." Samt sem áður hafa stjórnvöld sett ákveðnar reglur sem torvelda móttöku gervitunglasendinga og einsog géfur að skilja eru þær um- deildar. Annarsvegar er um að ræða 36 íbúða regluna svoköll- uðu. 36 reglan Töluvert er um að íbúar fjöl- býlishúsa hafi tekið sig saman og keypt einn móttökudisk fyrir allt húsið. í gildi er þó sú regla að einungis 36 íbúðir megi taka á móti sjónvarpsefni frá einni jarð- stöð. Þar sem fjölbýlishús eru mjög misstór og sum með fleiri en 36 íbúðum er verið að mismuna tbúunum að mati margra. Gústaf Arnar, yfirverkfræð- ingur hjá Pósti og síma, segir að einhversstaðar hafi þurft að draga mörkin en viðurkennir að kannski hefði verið eðlilegra að miða bara við íbúðir undir sama þaki, þannig að íbúum í fjölbýlis- húsum væri ekki mismunað eftir fjölda íbúðanna. Ögmundur Jónasson segist ef- ast um að þessi regla standist en tekur fram að það sé sín einka- skoðun því nefndin hafi ekki enn fjallað um þetta. Hann bendir á Verðum betri en tiinir „Það eru miklar breytingar framundan í fjölmiðlaheiminum. Það er viðbúið að við getum náð á okkar sjónvarpstæki 20 til 30 rás- um án mikils aukabúnaðar. Þetta er mál sem verður ætt í nefndinni sem skipuð var til þess að endur- skoða útvarpslögin, en Ögmund- ur Jónasson er formaður henn- ar,“ sagði Svavar Gestsson menntamálaráðherra þegar Nýja Helgarblaðið spurði hann hver voru viðbrögð stjórnvalda við gervitunglasendingunum. „Menn vilja reyna að setja reglur um að texta eða þýða með tali sem stærstan hluta sjónvarps- efnis og ganga eins langt í því og hægt er. Mér er það hinsvegar fullkomlega ljóst að tækninni eru Svavar Gestsson menntamála- ráðherra: Vörnin felst í því að efla innlenda dagskrárgerð. takmörk sett í þeim efnum, auk þess sem því fylgir verulegur kostnaður að texta eða talsetja allt efni og sumstaðar er það tæknilega óframkvæmanlegt þeg- ar um viðstöðulausar sendingar er að ræða. Þá er ekkert annað til varnar í þessu efni en að efla svo íslenskt sjónvarpsefni að fólk taki ís- lenska sjónvarpið framyfir þessar sendingar. Það gerist ekki nema með því að þessar sjónvarps- stöðvar sem við rekum auki stór- kostlega framboð á aðgengilegu innlendu dagskrárefni. Efni sem fólk upplifir sem spegilmynd síns eigin lífs og sæki frekar í en er- lenda efnið. Vörnin er semsagt bara ein: að vera betri en hinir.“ 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. febrúar 1989 senda dagskrárefni sem væri tekið á móti með einum móttöku- diski en 36 íbúða reglan gerir slíkt ólöglegt. Búast má við auknum þrýstingi frá þeim sem hafa að- gang að kapalkerfum um að þessi regla verði numin úr gildi. Póstur og sími hefur undanfar- ið unnið að því að leggja ljós- leiðara um landið, auk þess sem stofnunin hefur tekið að sér að leggja slíka leiðara fyrir herinn á Keflavíkurflugvelli, og fastlega er búist við því að stofnunin fái það verkefni að tengja ratsjár- stöðvar hersins saman með ljós- leiðarakerfi. Verði það úr mun stofnunin samtímis leggja ljós- leiðara til almennra nota hring- inn í kringum landið. Gústaf Arnar sagði að þessir ljósleiðarar væru fyrst og fremst hugsaðir fyrir fjarskipti en vissu- lega opnuðust með þessu mögu- leikar á að senda sjónvarpsefni á milli landshluta. Á hitt ber að líta að það er ekki nóg að senda efnið á milli landshluta, heldur verður að dreifa því um byggðarlögin og lagning kapalkerfa er mjög dýr. Að sögn Gústafs Arnars hefur það verið rætt innan stofnunar- innar að dreifa efni frá gervi- tunglum og er það gert í litlum mæli nú þegar, til nokkurra hót- ela í Reykjavík. „Það er hinsveg- ar erfitt að sjá hver þróun mála verður í þessu. Kostnaðurinn við lagningu ljósleiðara er geysilega mikill og óvíst hvort hann mun skila sér nema á löngum tíma með innheimtu áskriftargjalda. Þá yrði það mikið fyrirtæki að senda út allt það sjónvarpsefni sem berst hingað til lands frá gervitunglunum. Frá Eutelsat berast 20 rásir og 16 frá Astra. Því býst ég við að ef af þessu yrði þá myndum við velja jjær rásir sem væru vinsælastar hjá almenningi og dreifa þeim áfram. Hvenær það verður er hinsvegar óljóst en' þótt diskarnir séu að ryðja sér til rúms núna þá held ég að kapal- væðingin verði ofan á og því fylgj- umst við grannt með þróun mála til að finna rétta tímapunktinn til þess að ráðast í þetta." Þýðingarskyldan fslensku útvarpslögin gera ráð fyrir að allt efni sem sent er út í sjónvarpi sé þýtt. Eina undan- þágan frá því er þegar um er að ræða beinar útsendingar frá ein- hverjum fréttnæmum atburðum, en þá er gert ráð fyrir íslenskri endursögn. Gervihnattasjón- varpið er hinsvegar þess eðlis að það er ekki hægt að texta það. Markús Örn sagði að í umræð- unni um Nordsat, þar sem Norð- urlöndin ætluðu að sameinast um gervitunglasjónvarp, hefði aldrei verið talað um að sendingarnar yrðu textaðar, hann hefði því gengið út frá því að svo yrði ekki og það sama byggist hann við að myndi gilda um aðrar gervi- tunglasendingar, enda væri ekki hægt að koma þýðingum við beinar útsendingar. Allir sem rætt var við voru hinsvegar þeirrar skoðunar að innlendu sjónvarpsstöðvunum bæri að þýða það efni sem þær sendu út. Hinsvegar eru skiptar skoðanir um það hversu mikla áherslu ber að leggja á talsetn- ingu erlends efnis. Talsetning er í fyrsta lagi mjög dýr og auk þess er erfitt að standa þannig að henni að hún virki ekki kjánalega, einsog skýrast dæmi er um í þáttunum um Nonna og Manna. Talsetning barnaefnis þykir aftur á móti sjálfsagt mál. „Textun á skilyrðislaust að fara fram hjá innlendu stöðvunum," sagði Markús Örn. „Barnaefni á hinsvegar undantekningarlaust að talsetja og við höfum stefnt markvisst að því. Hvað talsetn- ingu kvikmynda og annars dag- skrárefnis fyrir fullorðna varðar, einsogt.d. ÞjóðverjarogFrakkar gera, þá teldi ég mjög miður ef við fetuðum í fótspor þeirra og talsettum allt dagskrárefni. Slíkt er ekkert annað en einangrunar- stefna. Þó svo að krakkarnir sletti ensku af og til þá tel ég það skárra en ef þau færu alfarið á mis við þá tungumálakennslu sem sjónvarp- ið í raun býður upp á. Góð tungu- málakunnátta er nauðsynleg fyrir smáþjóð einsog okkur.“ Menningar- sjóðsgjald „Við hljótum fyrst og fremst að huga að því hvernig við eigum að mæta þessari samkeppni," sagði Ögmundur Jónasson. „Eina leiðin til þess að mæta þessari samkeppni erlendis frá er með framleiðslu íslensks efnis. Það er því spurning hvort ekki á að setja menningarsjóðsgjald á sölu mót- tökudiska einsog gert er við auglýsingar. Ég sé ekkert athuga- vert við það að auglýsingar og þessi nýja tækni stuðli að fram- leiðslu innlends efnis.“ Markús Öm er sammála Ög- mundi um að við þessari nýju tækni verði að bregðast með því að leggja aukna áherslu á fram- leiðslu innlends dagskrárefnis. Að hans sögn er innlent efni nú um 40% af dagskrárefni Sjón- varpsins og stefnt er að því að innlend dagskrá verði um helm- ingur allrar útsendrar dagskrár Sjónvarpsins í lok ársins í árs. „Undanfarið höfum við verið að berjast við erfiða skuldastöðu sem við erum að ná okkur upp úr. Með hækkun afnotagjaldanna nú geri ég ráð fyrir að við getum náð því takmarki sem við höfum sett okkur; að helmingur allrar dag- skrár Sjónvarpsins verði inn- lendur.“ Sögurnar á ensk/ íslenskri mállýsku Reynsla nágrannalanda okkar af gervihnattasjónvarpi er mjög mismunandi. í Hollandi, þar sem kapalvæðingin hefur náð mjög langt, hefur komið í ljós að inn- lent efni nýtur yfirgnæfandi vin- sælda. Aðeins 5% horfa á gervi- hnattaefni. Reynslan frá Þýskalandi er önnur, þar nýtur gervihnattaefn- ið meiri vinsælda en í Hollandi, þótt það sé langt því frá jafn vin- sælt og dagskrár þýsku ríkis- stöðvanna. Þýskaland hefur þó þá sérstöðu miðað við Holland að töluvert framboð er á þýsku sjón- varpsefni um gervihnetti. Það hefur löngum sýnt sig að erfitt er að spá um hegðunarferli íslensku þjóðarinnar út frá öðr- um þjóðum. „Ég skal ekki segja um sér- stöðu okkar íslendinga. Hér varð mikil vídeóvæðing á skömmum tíma og Stöð 2 byggðist upp með miklum hraða á miklu skemmri tíma en búist var við. Það kann að segja eitthvað um áhuga íslend- inga á myndefni," sagði Markús Öm. íslendingar eru vissulega óút- reiknanlegir og það sama má segja um menningu þessarar þjóðar. Okkur tókst að varðveita tunguna í gegnum myrkviði mið- alda, í gegnum nýlendutímann þegar yfirstéttin talaði öll dönsku, í gegnum harðindi og náttúruhamfarir. En tekst okkur að varðveita hana í velmegun nú- tímans þegar fjölþjóðaafþrey- ingarefni rignir yfir okkur? Munu barnabörn okkar geta lesið ís- lendingasögurnar sér til yndis og ánægjuauka einsog kynslóðirnar hafa gert frá því að þær vom rit- aðar? Eða verður komin ný, stytt útgáfa á einhverri ensk/íslenskri mállýsku. -Sáf llUENSON Iheath ■ WSí I Þvermál þessa disks er um 60 sm og hann kostar svipað og af- ruglari fyrir Stöð 2. íslendingar þurfa þó mun stærri disk til þess að ná góðri mynd frá gervitungl- unum og verð þeirra er á annað hundrað þúsund krónur. Astra Sl. sunnudag hófust útsending- ar frá nýjum gervihnetti sem Bretar sendu á loft skömmu fyrir áramót. Hnöttur þessi heitir Astra og er hægt að senda út á 16 rásum. Fjölmiðlarisinn Rupert Murdoch hefur þegar tryggt sér afnot af sex af þessum rásum en auk þess hefur sænska útgáfu- og Qölmiðlasamsteypan Esselte tryggt sér tvær rásir. Þá hafa franskir og þýskir aðilar einnig kevpt afnotarétt af rásum Astra. Islendingar geta náð útsend- ingum þessum en áður gátum við náð útsendingum frá Eutelsat hnöttunúm séu menn með réttan útbúnað. Þeir sem hafa slíkan út- búnað geta valið á milli á fjórða tug sjónvarpsrása. Stöðvarnar sem eru á snærum Murdoch eru Ský Channel, sem er með afþreyingarefni, Sky Mo- vies, sem sýnir kvikmyndir, jafnt nýrri myndir sem eldri, en þessi stöð er rekin í samvinnu Við Disn- ey fyrirtækið, Eurosport, íþrótt- arás í samvinnu við sjónvarps- stöðvar á meginlandi Evrópu og Sky News, sem verður með fréttir og fréttatengt efni allan sólar- hringinn. Þá stefnir Murdoch að því að hefja útsendingar á tveimur rás- um seinna í ár. Annarsvegar er um að ræða rás með barnaefni, Disney Channel, í samvinnu við Disney fyrirtækið og hinsvegar rás sem nefnist Sky Arts, þar sem höfuðáhersla verður lögð á list- rænar myndir, óperur, ballett og annað menningarlegt efni. Ætlunin er að senda dagskrá Sky Movies og Disney Cannel út ruglaða en það verður þó ekki gert til þess að byrja með. Óljóst er hvort íslendingar munu geta gerst áskrifendur að þeim stöðv- um. Til þess að ná sendingum frá Astra fjarskiptahnettinum þurfa Bretar og íbúar meginlandsins litla móttökudiska (60 cm að um- máli). Hér er hægt að ná þokka- lega góðri mynd með disk sem er um 110 cm en til að myndin verði mjög góð þarf disk sem er um 150 cm að þvermáli. Slíkir diskar kosta 123.400 krónur í stað- greiðslu en með steríómóttakara og fjarstýringu kosta þeir 155 þúsund krónur. Að sögn starfsmanns hjá Radíó-búðinni hefur verið tölu- verð sala í þessum diskum og hef- ur hún stöðugt færst í aukana. „Þetta er sniðugt og í sjálfu sér ekki mjög dýrt ef miðað er við Stöð 2.“ -Sáf J Föstudagur 10. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.