Þjóðviljinn - 10.02.1989, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 10.02.1989, Qupperneq 15
,■ i : \ í; , , , •', „ •x IHMiiiíO . "-V ....■- | Atvinnudansarar og elstu flokkar ballettskólans æfa í þessum sal, en veröa að neita sér um stökk- in til þess aö rekast ekki uþþundir. í framtíöinni Miklar breytingar eru í vænd- um í Þjóðleikhúsinu. Það eru ekki aðeins viðgerðir á lögnum, rörum og sprungum, heldur er einnig í bígerð að taka í notkun nýtt leiksvið. Þar sem smíðaverkstæðið er núna undir bílastæðinu Lind- argötumegin verður nýja neð- anjarðarleikhúsið. Smíða- verkstæðið á að flytjast í skemmu sem tekin hefur ver- ið á leigu, og þar verður einnig málarasalur. Málarasalnum núverandi verður breytt í saumastofu, enda löngu kom- inn tími til þess að saumakon- urfái olnbogarými, en þæreru nú í litlu herbergi á annarri hæð suðvestan megin í hús- inu. Innangengt er af saumastofu í helstu búningageymslu hússins. Þar er mjög þröngt og erfitt að athafna sig nema fyrir grennstu manneskjur. Allir búningar eru varðveittir, en engin sérstök skráning hefur farið fram á þeim. Þegar finna á búninga úr gömlum leikverkum er stuðst við myndir og minnis- nótur úr handritum. Gert er ráð Smíðaverkstæðið undir bílastæðinu Lindargötumegin. „Helsta geymsla leikmynda hafa verið haugarnir". Leikmyndin úr Ævintýri Hoffmanns sú fyrsta sem varðveitt verður í heild sinni. fyrir að efri hluti smíðaverkstæð- kjallara sem er núverandi kaffi- leikarar til þess að sötra kaffið sitt isins verði kaffistofa fyrir sýning- stofa fyrir starfsfólk er löngu orð- upp við vegg í þröngum gangi, argesti og sömuleiðis aðstaða in allt of lítil. sem er ekki bara þröngur heldur fyrir starfsfólk, en kytra sú niðri í Á stórum sýningum neyðast nær ekki fullri lofthæð. Þetta verður því kærkomin og nauðsynleg breyting. íslensk álfaborg Þegar leikhúsið tók til starfa 1950, voru liðin 27 ár frá því að lögin um Þjóðleikhús höfðu verið samþykkt frá Alþingi. Það stóð á sínum tíma mikill styr um þessa byggingu, verksvið hennar og staðsetningu og má segja að rauðglóandi pennar hafi slegist á síðum dagblaðanna um árabil svo heit voru skoðanaskiptin. Um deilur þessar má lesa í bók Jónasar frá Hriflu, Þjóðleikhús- ið, þættir tír byggingarsögu útg. ’53. Bjarni Guðmundsson sem síð- ar varð blaðafulltrúi í Stjórnar- ráðinu var frumkvöðull að skoðanaskiptum um þetta mál og hann ritar svo m.a. í Stúdenta- blaðinu 19! okt. 1929: „Ég hirði ekki að dæma teikninguna til neinnar hlítar, því að hún stendur jafnt langt að baki nútíma húsalist og íslenzku torf- bæirnir Péturskirkjunni í Róm“. Bjarni Guðmundsson fer nokkr- um viðurkennandi orðum um fegurð Landsbókasafnsins og bætir svo við: „Að skella leikhús- inu við hliðina á því væri meiri Föstudagur 10. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.