Þjóðviljinn - 10.02.1989, Side 16
►
arkitektoniskur horror en nokk-
urn tíma hefur áður þekkzt á fs-
landi, og erum við þó ýmsu van-
ir.“
Guðjón Samúelsson húsa-
meistari ríkisins teiknaði húsið.
Hann kynnti sér gerð leik-
húsanna á Norðurlöndum og var
teikning hússins unnin með
stuðningi af þeim fyrirmyndum
og eins hugmyndum hans sjálfs
um að leikhúsið ætti að vera ts-
lensk álfaborg.
í upphafi var ekki gert ráð fyrir
því að nein smíðastarfsemi ætti
sér stað í húsinu, enda voru allar
leikmyndir málaðar í þá daga,
þ.e. máluð leiktjöld sem hægt var
að hífa upp og niður í heilu lagi
um rauf í gólfi málarasaiar
Formlist
Leikmynd, búningar og leik-
munir eru þeir þættir leiksýning-
arinnar sem hér á landi fá
minnstu umfjöllun. Hinn al-
menni leikhúsgestur sér aðeins
myndina sem fyrir augu ber, en
íhugar sjaldnast þá gífurlegu
vinnu og útsjónarsemi sem að
baki hennar liggur.
Hugvitsmenn og smíðameist-
arar starfa í stórum smíðasal og
eru þar jafnt smíðaðar hallar-
tröppur sem bárujárnskofar. Þar
sem lyfta hússins er svo lítil verð-
ur að útbúa leikmyndina þannig
að hægt sé að setja hana saman
þegar upp er komið. Leikmyndin
er því flutt í bútum til samsetning-
ar á sviðinu.
Á smíðaverkstæðinu starfa
tveir menn sem fylgt hafa starf-
seminni frá upphafi, það eru þeir
Kristinn Daníelsson og Bjarni
Stefánsson. Kristinn vann í fyrstu
við byggingu hússins og hefur í-
lenst þar.
Tildrög þess að Bjarni kom til
starfa í Þjóðleikhúsinu sem form-
listamaður voru þau að hann
vann við skreytingar og uppsetn-
ingar á þeim á Snorrahátíðinni
1947 í Reykholti. Guðlaugur
Rósinkranz verðandi Þjóð-
leikhússtjóri var framkvæmda-
stjóri hátíðarinnar og sá í Bjarna
listamann sem brýnt var fyrir
leikhúsið að fá til starfa.
Bjarni er formlistamaður,
myndlistarmenntaður hjá Jó-
hanni Briem og Finni Jónssyni
málara. í höndum hans verður
frauðplast að þungum marmara-
styttum og madonnulíkneskjum.
Bjarni fæst einnig við gnmugerð
og annan útskurð.
Að mati Bjarna er leiðinlegra
að gera tjöldin núna en hér áður
fyrr. „Það er alltof mikið smíðað,
það reynir svo lítið á málaralist-
ina. Smáatriði eru smíðuð, svo
sem listar og misfellingar, en er-
lendis eru málaðir skuggar. Mér
finnst að leikmyndahönnuðir
gætu séð til þess að meira væri
málað,“ segir Bjarni, og bætir við
hlæjandi, „en ég á náttúrlega
ekkert að vera að segja þetta, ég
er að hætta hérna“.
Bjarni hefur einnig áhyggjur af
flutningi smíðaverkstæðisins, þar
sem hann telur að það verði
endalausar keyrslur milli skemm-
unnar í Sundahöfn og Þjóðleik-
hússins. Við flutninginn er hætta
á því að bein tengsl milli aðstand-
enda sýningar og smíðaverkstæð-
is rofni.
Bætt aðstaða
í umfjöllun um Þjóðleikhúsið
Góðir félagar. Bjarni formlistamaður hallar sér upp að rómverskum sonum sínum, sem eru snilldarlega
skornir út í frauðplast.
gleymist oft að þar er einnig rek-
inn ballettskóli. Hann er ásamt
bókasafni, skrifstofum og litla
sviðinu til húsa í íþróttahúsi Jóns
Þorsteinssonar, en þó fara enn
fram æfingar í ballettsal í leikhús-
inu sjálfu.
Æfingasalurinn var upphaflega
ætlaður undir leikstarfsemi en sú
varð ekki raunin þar sem lofthæð
er ekki nægjanleg, reyndar er sal-
urinn ekki ákjósanlegur fyrir
ballettæfingar heldur, þar sem
ómögulegt er að stökkva þar.
Aðstaða fyrir förðun er góð.
Eftir að hafa kúldrast í litlu bún-
ingsherbergi hefur „sminkið" nú
fengið viðunandi rými, þ.e. í suð-
vesturhlið þar sem áður voru
skrifstofur, bókasafn og búnings-
herbergi starfsfólks.
Með kórnum
frá upphafi
Svava Þorbjarnardóttir sem
starfar á skrifstofu Þjóðleikhúss-
ins, hefur verið söngkona með
kórnum frá upphafi. Ævintýri
Hoffmanns er fyrsta óperan sem
hún tekur ekki þátt í. Svava segist
sakna þess að léttir söngleikir og
óperettur séu ekki lengur á fjöl-
unum. „Það sem breyst hefur
mest, er að músíkinni er ekki gert
eins hátt undir höfði og hér áður
fyrr, lyftistöng leikhússins voru
söngleikirnir, ennú eru þeir
horfnir, það er skammarlegt,“
Minni sjarmi yf ir
leikhúslífinu
Halldór Ormsson hefur starfað
í Þjóðleikhúsinu frá því 1960,
fyrst við bakdyravörslu, en frá
1967 hefur hann stjórnað miða-
sölu. Að sögn Halldórs er ekki
eins mikill sjarmi yfir leikhúslíf-
inu og hér áður fyrr.
„Kannski gerir öll atvinnu-
mennskan að það er ekki sama
einlægnin. Fiðlarinn á þakinu er
eftirminnilegasta verkið, enda 92
sýningar. Við gerum alltof lítið af
því að ala upp leikhúsfólk. Regl-
ubundnum skólasýningum hefur
fækkað, og ef krökkum er ekki
haldið við efnið þá slitnar
leikhúshefðin," sagði Halldór.
Með tilkomu nýja sviðsins í
smíðaverkstæðinu er vonandi að
Þjóðleikhúsið endurveki skóla-
sýningar og sinni þar með upp-
eldisskyldu sinni gagnvart áhorf-
endum framtíðarinnar. _ eb
Ul U U~U U
±öi
iii
Þverskurðarmynd Gylfa Gísla-
sonar séð frá Lindargötu. Málar-
asalur efst til vinstri. Væntanlegt
leiksvið undir bílastæði.
16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. febrúar 1989
Föstudagur tO. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17
Ekki bara akstur
SagaHreyfils s.f. í 45 ár
Eins og áður er sagt hafði ég
oft gott út úr því að keyra fólk
sem aðrir vildu ekki flytja,
vegna þess að það var undir
áhrifum víns, kannski helst til
mikið, eða þekkt að því að
borga ekki eða vera þraut-
leiðinlegt, nema það hefði allt
þetta til að bera og jafnvel
fleira.
Eitt sinn er ég var á Hreyfli
kom lítil kona undir áhrifum víns
í dyrnar og kallaði yfir hópinn
hvort einhver vildi keyra sig vest-
ur í sólarlagið? Þetta var að nóttu
til, ekkert að gera og margir biðu
eftir túr. Enginn svaraði kon-
unni. Þá sagði ég: „Veldu bara úr
hópnum.“ Ég þurfti ekki vekja
meiri athygli á mér til þess að hún
rétti mér beinabera krækluna og
leiddi mig út. Þegar við höfðum
sest út í bíl spurði ég hvert ætti að
fara. „Vestur í sólarlagið," var
svarið. Ég hafði verið beðinn að
keyra þangað áður, þóttist vita að
það væri vestur í Ánanaust. Þeg-
ar þangað kom blasti sólin við
sem glóandi eldhnöttur, sígandi á
ósýnilegum hraða niður í hafið,
sem svaf spegilslétt í næturhúm-
inu. Konan skrúfaði niður hurð-
arrúðuna og horfði dreymandi
augnaráði á eldhnöttinn, fór svo
að tauta eitthvað. Ég slökkti á vél
bílsins til að spara bensínið, lét
fara vel um mig og bjó mig undir
að fá mér blund. Þá fór ég að
heyra orðaskil. Konan tók kók-
flösku upp úr ráptuðru sinni,
vafalaust með vínblöndu í, og rak
tunguna í innihaldið annað
slagið. Þá tók hún sígarettur,
Lucky Strike, upp úr tuðrunni,
kveikti í og spúði reyknum út um
gluggann, fór svo að tauta. Þá
heyrði ég ættjarðarljóð, gömul
og ný, dægurljóð og sálma, ásamt
lausavísum og mörgu fleiru. Ég
hætti við að sofna og fylgdist með
þeim fossi, sem steyptist úr þess-
um litla munni frá hafsjó minn-
inganna, bæði í bundnu og
óbundnu máli. Annað slagið
komu ævisögubrot, sennilega
hennar sjálfrar, þar sem maður-
inn hennar sálaði var nefndur
skýrt og tekið fram, að þá hefði
þessi spegilslétti hafflötur litið
öðru vísi út, en hann fórst í ein-
hverju mannskaðaveðri. Blessuð
sé minning hans, hugsaði ég. Þá
hrukku nokkur tár niður hrukk-
óttar kinnar, sem voru strokin af
með gömlum kræklóttum fingr-
um, síðustu dreggjarnar tottaðar
úr flöskunni og henni þeytt út um
gluggann. Þessi litli líkami féll
máttlaus að sætisbakinu og þung
mæðustuna leið frá brjóstinu. Þá
voru nær tveir klt. liðnir og sólin
að síga hægum skrefum niðrí
hafflötinn.
Eftir nokkrar sekúndur reis
konan upp, brá hönd fýrir augu
og virti fyrir sér haf og hauður og
sagði:
ísland farsælda frón
og hagsœlda, hrímhvíta móðir.
Hvar er þín fornaldar frœgð
frelsið og manndáðin best?
Smáþögn og svo:
Pá komu feðurnir frœgu
og frjálsrœðishetjurnar góðu
austan um hyldýpis haf
hingað í sœlunnar reit.
„Sér er nú hver sælan,“ bætti
hún við, kreisti tóman sígarettu-
pakkann saman og þeytti honum
út um gluggann, síðan var hurðin
opnuð og grönnum fótum rennt
út á fósturjörðina. Konan gekk
nokkur skref fram á fjörukamb-
inn, stóð þar og horfði á síðustu
geisla vorsólarinnar, sem slógu
dimmrauðu bliki á Esjuna. Þá
flutti hún hátt og snjallt þessa
vísu:
Ingólfur Jónsson frá Prestbakka
Alein stend ég út við höf
ystu við lendinguna.
Þér ég sendi í sumargjöf
sólskinshendinguna.
Þegar hún sneri sér við spegl-
uðust sólargeislar í augum henn-
ar og tveir litlir sólblettir nálguð-
ust bílinn. Svo settist hún inn og
bað mig að keyra sig heim. Þegar
þangað kom leit hún á gjaldmæl-
inn og raðaði þeim peningum,
sem mér bar að fá, í sætið, opnaði
hurðina, steig út og rétti mér
grönnu höndina sína. Ég kvaddi
hana með hlýju handtaki. Þá
kyssti hún hönd mína og bað guð
að fylgja mér. „Sömuleiðis,"
sagði ég, það var það eina, sem ég
þurfti að segja í allri þessari ferð,
og hurðin féll að stöfum.
Grannur líkami í brúnni kápu, á
völtum, berum fótum í brúnum
háhæluðum skóm hvarf fyrir hús-
hornið. - Svona farþegar, sem
enginn vildi keyra, höfðu djúp
áhrif á mig, og líða mér aldrei úr
minni. -Ég hélt að nýju út í hring-
iðu lífsins.
Sá, sem þessa sögu segir, er
Andrés Valberg, fyrrum bílstjóri
á Hreyfli. Og hún birtist í bókinni
Heyfilsmenn, sögu Samvinnufé-
lagsins Hreyfils frá stofnun þess
1943 til 1988, og er sýnishorn af
þeim margvíslegu manngerðum,
sem leigubílstjórar kynnast í
starfi sínu. Höfundur bókarinnar
er Ingólfur Jónsson frá Prests-
bakka og gerir hann það ekki
endasleppt við bílstjórana því
áður hefur hann skráð sögu
Vörubílstjórafélagsins Þróttar.
Þetta er tveggja binda rit,
hartnær 600 bls. með hundruðum
mynda. Ingólfur hóf að vinna
verkið í ágúst 1987. Með honum
störfuðu í ritnefnd Ólafur
Magnússon, form. Hreyfils,
Birgir Sigurðsson, varaformaður
og formaður ritnefndar, Óskar
Sigvaldason, sem sá um mynd-
efni, og Þorgrímur Kristinsson.
Auk þess lögðu drjúgt af mörk-
um þeir Einar Magnússon, Ing-
var Sigurðsson, Þórður Elíasson,
Torfi Jónsson og svo fram-
kvæmdastjóri og skrifstofustjóri
Hreyfils, þau Einar Geir Þor-
steinsson og Stefanía Guðmunds-
dóttir. Og miðað við þann stutta
tíma, sem söguritunin hefur
tekið, er Ijóst, að ekki hefur verið
slegið slöku við.
Upphaf bílaaldar
Full 84 ár eru nú liðin síðan
fyrsti bíllinn kom til landsins en
það var þann 20. júní 1904. Það
var bíll Titlevs Thomsens kaup-
manns og styrkti Alþingi kaupin.
En Thomsensbíllinn þótti nokk-
uð vanburða til átaka við mis-
hæðir þessa óslétta lands. Komst
hann t.d. ekki hjálparlaust upp
Bakarabrekkuna (Bankastræti).
Hann var því aðeins notaður hér
tvö sumur.
Magnús Sigurðsson, bóndi og
kaupmaður á Grund í Eyjafirði,
flutti inn næsta bílinn. Hann
reyndist einnig illa. En þótt svona
tækist til í byrjun varð þróunin
ekki stöðvuð þótt nokkur bið yrði
á komu næstu bílanna. En árið
1913 fluttu Brookers-bræður í
Hafnarfirði inn Austin-bíl og árið
eftir tvo aðra, sem gárungarnir
nefndu Tudda og Belju. Næst
komu við sögu Vestur-
íslendingarnir Sveinn Oddsson
og Jón Sigmundsson, sem kynnst
höfðu bílum vestra og höfðu nú
heim með sér fyrstu Ford-
bifreiðina. Þar með var ísinn
brotinn. Og nú er svo komið að
talið er að íslendingar eigi hlut-
fallslega fleiri bíla en nokkur
þjóð önnur.
Fjölþætt
starfsemi
Stofnfundur Hreyfils var hald-
inn í Baðstofu iðnaðarmanna 11.
nóv. 1943. Rituðu sig þá þegar 50
menn á stofnskrá. Formaður fé-
lagsins var kjörinn Bergsteinn
Guðjónsson.
Ég hefi orðið þess var, að ýmsir
halda að leigubílstjórar geri lítið
annað en aka bílum sínum. Það
er mikill misskilningur. Auðvitað
sinna þeir sinni atvinnu af ár-
vekni og dugnaði, en lífið er ekki
bara saltfiskur fyrir þeim frekar
en öðrum. Hreyfilsmenn stofn-
uðu t.d. innlánsdeild 1951 og
starfar hún enn. Bensínstöð hafa
þeir rekið síðan 1944. Þeir hafa
komið upp myndarlegu húsi yfir
starfsemi sína og eiga þar m.a.
sitt félagsheimili. Þeir ráku
pöntunarfélag um skeið. Þeir
stofnuðu byggingarsamvinnufé-
lag, lána- og lífeyrissjóð og þann-
ig mætti lengi telja.
En Hreyfilsmenn hafa engan
veginn takmarkað starfsemi sína
við þau mál, sem snerta efna-
hagsafkomu félagsmanna. Marg-
ir þeirra hafa reynst liðtækir
hestamenn. Þeir hafa lagt skóg-
ræktarmálum lið, gefið út blað,
efnt til fræðslu- og málfunda,
skemmtifunda, stofnað söngfé-
lög og meira að segja kvenfélag.
Á vegum þeirra starfa íþróttafé-
lag, briddsfélag og taflfélag, sem
tekið hefur þátt í skákmótum
bæði hér heima og erlendis. í
hópi Hreyfilsmanna hefur jafnan
mátt finna skáld og hagyrðinga,
leikara, myndlistarmenn, tón-
smiði, fræðimenn og ljósmynd-
ara, sem kom sér vel við saman-
tekt þessara bókar. Frá öllu þessu
er skilmerkilega greint í bókinni.
Þá er getið þeirra bílstjóra, sem
starfað hafa á Hreyfli, birtar
myndir af þeim og stutt æviágrip,
eftir því sem til hefur náðst.
Sömu skil eru starfsmönnum fé-
lagsins gerð.
Hreyfill hefur frá upphafi verið
rekinn sem samvinnufélag. Og
þó að nokkrar horfur séu nú áað
samvinnuhreyfingin ætli að
molna upp í allskonar hlutafélög,
þá hafa engar fregnir borist af því
að Hreyfill hyggist feta þá slóð.
Samvinnuformið hefur gefist fé-
laginu vel í 45 ár og naumast
ástæða til að ætla að annað
reyndist betra.
Magnús H. Gíslason
„Húmar að kvöldi" á stöðum reykvískra leigubílstjóra.