Þjóðviljinn - 10.02.1989, Qupperneq 19
ið hafa atvinnu
Björn Grétar Sveinsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins Jökuls á Höfn í
Hornafirði: Minni slagkraftur nú en fyrir síðustu kjarasamninga. Áherslan á verndun
kaupmáttarins, hækkun lágmarkslauna, j afnari tekj uskiptingu og lækkun vaxta.
menn. Fiskverð hefur aðeins
hækkað um tæp 5% á 18 mánaða
tímabili sem nær auðvitað engri
átt og mjög brýnt að fiskverð
hækki nú á næstunni. Sjómenn
hér á Höfn og annars staðar sem
búa við verðlagsráðsverð njóta
ekki nálægðarinnar við fiskmark-
aðina og úr því verður að bæta
með hærra fiskverði.
- Ég tel að svigrúm sé til að
hækka verð á stóra fiskinum sem
verkaður er í salt, en hinu verður
ekki mótmælt að frystingin stend-
ur afar illa að vígi eins og er. En
ég tel engu að síður að við séum
núna að sigla upp úr þeim öldudal
sem við höfum verið í í sjávarút-
veginum.
- Að sjálfsögðu er urgur í sjó-
mönnum út af þessu öllu saman
en það hefur líka komið mér á
óvart hvað þeir hafa sýnt mikla
biðlund og þolinmæði í sínum
málum. Þá má ekki gleyma að
með minnkandi kvóta er jafn-
framt verið að skerða kjör sjó-
mannsins og fiskvinnslufólks og
koma í veg fyrir að þessir hópar
geti bætt stöðu sína. Til þessa hef-
ur andsvar sjómanna verið í út-
flutningi gámafisks sem ég tel
vonda og varhugaverða þróun.
Sérstaklega þegar verið er að
flytja út fisk í eins miklum mæli
og verið hefur.
Verkalýðshreyfing-
in er að hressast
- Starfsemi hins almenna fé-
Iaga í verkalýðshreyfingunni
gengur í bylgjum en í heildina séð
held ég að hreyfingunni sé að
vaxa fiskur um hrygg. Hér á Höfn
er ég á launum hjá verkafólkinu
og tel það ófrávíkjanlega reglu að
heimsækja vinnustaði og hlusta á
hvað það hefur fram að færa. Og
það þurfa forystumenn launþega
að gera mun meira en þeir hafa
gert til þessa.
- Fyrir síðustu kjarasamninga
starfaði hér hópur fískvinnslu-
fólks í 8 mánuði við að móta kröf-
ur og fara í saumana á kröfugerð-
inni. Að sjálfsögðu var þetta
mikið starf en það skildi líka
mikið eftir sig. Þegar við síðan
náðum ákveðnum lagfæringum í
Akureyrarsamningunum fyrir
fískvinnslufólkið kom bakslag í
seglin sem kom ekkert á óvart
eftir allt það sem á undan var
gengið. Við vorum líka þokka-
lega ánægð með árangurinn eftir
atvikum eins og alltaf.
Það vill nefnilega oft gleymast í
hreyfíngunni að verkalýðsfélögin
eru bara fólkið á viðkomandi
stöðum og ekkert annað. Menn
veljast til forystu til að takast á
við vandamálin og kýla á lausn
þeirra en ekki til þess eins að
hygla sjálfum sér og láta sér líða
vel á bak við skrifborð. Þó skal
því ekki neitað að menn geta
staðnað í forystunni og gleymt
sínum uppruna. Til að koma í veg
fyrir það verða þeir að gera sem
mest af því að vera í sem nánust-
um tengslum við sitt félagsfólk, fá
næringu beint í æð úr rótinni sem
er hið almenna verkafólk. Það
hef ég reynt að gera af fremsta
megni.
- En að hinu leytinu er ekki
sjálfgefíð að það fari saman að
vera lengi í forystu verkalýðsfé-
lags og staðna. Það vildi mér til
happs þegar ég var að byrja að
kynnast Kolbeini Friðbjarnar-
syni þáverandi formanni
Verkalýðs- og sjómannafélagsins
Vöku á Siglufírði rétt áður en
hann hætti afskiptum af verka-
lýðsmálum. Hann var búinn að
vera lengi í bransanum, en að
mínu mati enn ferskur og frjór og
alltaf trúr sinni sannfæringu.
Efla ber ASÍ
- Ég vil efla veg Alþýðusam-
bands íslands á allan hátt og segi
það alveg hreint út að það eigi að
gera það að öflugu bákni. Ég fer
heldur ekki í grafgötur með þá
skoðun mína að skrifstofurnar,
hvort sem þær eru hjá ASÍ eða
VMSÍ, þurfa að vera í meiri
tengslum við hinn almenna
verkamann en þær eru nú. Sama
gildir um þá sem eru í forystu
hveriu sinni.
- I þessu sambandi er ég ekki
að deila á núverandi forystumenn
heldur segja hvað mér finnst
skorta í starfseminni á þessum
stöðum í dag. Ég er ekki í vafa um
að með því kæmi meiri kraftur í
starfsemina og verkafólkið
mundi öðlast meiri trú á heildar-
samtökin en mér virðist vera
núna. En til að svo megi verða
þarf að gefa td. forseta ASÍ, hver
sem hann er, tækifæri til að
heimsækja vinnustaði vítt og
breitt um landið. Hið sama á við
formenn einstakra heildarsam-
taka.
- Á síðasta ári var VMSÍ
deildskipt. Það er of snemmt að
kveða upp einhvern dóm, um
hvernig til hefur tekist þar sem
ekki hefur reynt á það enn þann
dag í dag.
í pólitík til
aö hafa áhrif
- Ég batt og bind miklar vonir
við núverandi ríkisstjórn og
studdi stjórnarþátttöku Alþýðu-
bandalagsins heiis hugar í haust.
Frá mínum bæjardyrum séð er
markmiðið með pólitíkinni að
komast til áhrifa í þjóðfélaginu
og hafa áhrif á þjóðfélagsgerð-
ina. f haust var ekki vanþörf á að
flokkurinn kæmist til valda eins
og þjóðfélagsgerðin var að þróast
á þeim tíma sem stjórnarmynd-
unarviðræðumar fóm fram. Og
það sem af er stjórnarsamstarfinu
er ég sáttur við það og þá stefnu
sem stjórnin hefur haldið fram.
- Að vísu geri ég mér grein
fyrir því að það hefur gert stjórn-
inni erfitt fyrir að hafa ekki meiri-
hluta á Alþingi og ég held að hún
hefði tekið öðmvísi á málum fyrir
jól ef hún hefði haft meirihluta í
báðum deildum þingsins, þó
þetta hafí bjargast með aðstoð
huldufólks og fólks af holdi og
blóði með góðar taugar. Að vísu
held ég að þetta huldufólk hafi
kannski ekki endilega verið til
þegar mest var um það talað. En
það er svo annað mál að reyndir
stjórnmálamenn kunna að leggja
saman tvo og tvo og fá út rétta
tölu. Og það mátti kannski segja
sér það að Aðalheiður Bjarn-
freðsdóttir, sú mikla baráttukona
úr verkalýðsstétt, færi ekki að
styðja íhaldið í ólátum.
Talsmaður
skatta
- Ég hika ekki við að segja að
ég sé skattamaður enda sé ég ekki
hvernig við eigum að geta haldið
úti velferðarþjóðfélagi hérlendis
með okkar heilbrigðis- og
menntakerfi án þess að leggja á
skatta. Og hvað á að gera þegar 7
miljarða halli er á fjárlögum
ríkisins? Það bil verður auðvitað
að brúa með skattahækkunum.
- Stjórnin hefur verið gagn-
rýnd fyrir skattahækkanir af
íhaldinu, en mín skoðun er sú og
mótast af því hvernig mínir um-
bjóðendur koma út úr því dæmi,
að hækkun beinu skattanna hafi
verið eins lítil og hægt var og eins
sársaukalaus og hægt var að
reikna með. Tilfellið er að fólk
með 70 þúsund krónur á mánuði
hækkar ekki í sköttum. Ef annar
aðilinn er með 100 þúsund krón-
ur í laun, sem oftast nær er karl-
maðurinn, og konan með innan
við 70 þúsund krónur í mánaðar-
laun, jafnast það út í skattbyrð-
inni.
- Þessi niðurstaða byggist á að
skoða skattadæmi félaga í verka-
lýðsfélaginu hér á Höfn án allra
meðaltaia, enda lítill hagfræðing-
ur í mér.
Átökin
um vextina
- Síðan núverandi stjórn tók
við hefur ekki farið framhjá
neinum við hverja hún hefur ver-
ið að berjast frá byrjun. Þau átök
standa enn yfir við fjármagns-
valdið, hið ósýnilega vald sem
hefur verið að koma fram í dags-
ljósið. Við skulum ekkert fara í
grafgötur með það að fjármagns-
valdið hefur gert allt sem það get-
ur til að tortryggja og eyðileggja
öll markmið ríkisstjómarinnar til
lækkunar vaxta. Þjóðfélagið hef-
ur nánast logað í átökum vegna
rimmunnar á peningamarkaðn-
um.
- Átökin í vaxtamálunum hafa
ekki aðeins verið við bankakerfið
og stjórnarandstöðuna þar, held-
ur einnig náð inní raðir verka-
lýðshreyfingarinnar þar sem líf-
eyrissjóðirnir eru. Mín skoðun er
sú að verkalýðshreyfingin eigi að
taka afstöðu til þeirra verka sem
hún getur stutt ríkisstjórnina til
og í því sambandi skipta vaxta-
málin miklu máli. Sérstaklega í
tengslum við atvinnulífíð og
heimilin í landinu.
- Tregða lífeyrissjóðanna til
að viðurkenna skuldabréf At-
vinnutryggingarsjóðs kom mér á
óvart. Ég segi það bara hreint út
að málið snerist aldrei um það
hvort bréfín væru með ríkisá-
byrgð eða ekki. Þetta var bara
liður í þessum vaxtastríðsmálum.
Ósköp einfalt mál.
- Lykilatriðið er að lífeyris-
sjóðirnir gangi á undan með góðu
fordæmi og lækki vexti lífeyris-
sjóðanna samhliða sem ríkissjóð-
ur lækki vextina af sínum
skuldabréfum. Síðan skulum við
sjá hver vaxtastaðan verður á
eftir. f þessu sambandi er mjög
brýnt að lífeyrissjóðirnir brjóti
ísinn. Samkvæmt upplýsingum
frá lífeyrissjóðunum sjálfum eru
60 miljarðar í gangi í þjóðfé-
laginu.
- Verkalýðshreyfingin hefur
verið að mæla með 3,5% vöxtum
af lánum frá Húsnæðismálalán-
akerfinu og er það þá ekki sú
raunvaxtastærð sem hún vill sjá í
landinu? Það væri mjög gaman
að sjá hvernig lífeyrissjóðunum
hefur gengið í þeirri hávaxta-
stefnu sem hér hefur ríkt undan-
farin ár. Vextir vaxa ekki á trjá-
num og verða ekki til af engu.
Vextir eru leiga af fjármagni og
því hærri sem þeir eru því meira
verður undirstöðuatvinnugrein
landsmanna að greiða. Þessi þró-
un er vel þekkt meðal íbúa sjá-
varplássanna sem hafa orðið að
sjá eftir gríðarlega miklu fjár-
magni til banka- og iánastofnana.
Þetta er einföld hagfræðistað-
reynd og verður ekki breytt þó að
hagfræðingar og viðskiptafræð-
ingar haldi 20 þing um málefnið
og jafnmargar ef ekki fleiri ræður
um lánskjaravísitölu og annað í
þeim dúr. Við sem búum úti á
landi og lifum og hrærumst í þess-
um sjávarútvegi skiljum að 70%
þjóðartekna koma úr þessari
undirstöðuatvinnugrein lands-
manna og eftir því sem vaxtastig-
ið er hærra því meira er frá okkur
tekið. Einföld staðreynd og ein-
föld hagfræði. Þetta skiljum við
og þessu skal verða breytt.
Ekki veriö aö bjarga
einum né neinum
- Okurvaxtastefnan sem hér
hefur ríkt er þegar búin að ganga
svo nærri sjávarútvegsfyrirtækj-
um að eigið fé þeirra er nánast
uppurið. I dag er verið að tala um
að bjarga þessum fyrirtækjum
með aðstoð Atvinnutryggingar-
sjóðs og Hlutabréfasjóðs, þar
sem skuldum þeirra fyrirtækja
sem Atvinnutryggingarsjóður
telur ekki hafa rekstrargrundvöll
verði breytt í hlutafé. Bæði
Kvennalistinn og Sjálfstæðis-
flokkur hafa lýst yfir stuðningi
sínum við Hlutabréfasjóðinn og
því á ég von á að þjóðareining
náist um hann á þingi.
- En Drottinn minn dýri! Það
er aðeins verið að skila því til
baka sem búið er að taka frá þess-
um fyrirtækjum í formi okur-
vaxta. Það er ekki verið að bjarga
einum né neinum. Ég vil eindreg-
ið mótmæla þeim fullyrðingum
að svo sé. Það er búið að færa
alveg gríðarlegt fjármagn frá
landsbyggðinni í gegnum banka-
og sjóðakerfið og nú er aðeins
verið að skila hluta af því til baka.
- Að ekki sé minnst á erlend
lán sem hafa verið tekin til víðátt-
uvitlausra fjárfestinga á höfuð-
borgarsvæðinu. Hver borgar þau
á endanum nema undirstöðuat-
vinnugrein landsmanna, sjávar-
útvegurinn? Auðvitað enginn
annar.
Á Rauöu Ijósi
- Ég er þeirrar skoðunar að
æskilegt væri að félagshyggjufólk
tvinni sig meira saman en verið
hefur, til að verða meira afl í
pjóðfélaginu, hvort sem það er
einhver framtíðarsýn sem verður
eða ekki. Að hinu leytinu er það
ekki ný bóla að félagshyggju-
menn leiti leiða til meiri sam-
vinnu sín á milli. Ég man ekki
betur en að Alþýðubandalagið
hafi verið stofnað til þess arna á
sínum tíma.
- Síðan geta menn deilt um
það hvort formenn A - flokkanna
eigi að fara fram á rauðu ljósi eða
ekki. Að mínu mati er hið góða
við þetta að mun meira er talað
um pólitík en áður og þá er til
einhvers unnið. En hitt skulu vin-
ir mínir og félagar í Alþýðu-
flokknum vita að Alþýðubanda-
lagið gengur aldrei inní Alþýðufl-
okkinn og ég ætlast heldur ekki til
þess að Alþýðuflokkurinn gangi
inní Alþýðubandalagið.
- Sé hins vegar vilji til
breiðfylkingar eiga menn að setj-
ast niður og brjóta sín mál til
mergjar. í því sambandi hljóta
menn að geta náð saman í dæg-
urmálunum sem menn spila á á
hverjum degi.
Alþýöubandalagiö
höfuöóvinurinn
- í síðustu kosningabaráttu
hreykti íhaldið sér eins og frægt
er orðið yfír því að Alþýðubanda-
lagið væri úr leik. Þegar núver-
andi félagshyggjustjórn var
mynduð var vitað að Sjálfstæðis-
flokkurinn og peningaöflin í
landinu myndu tryllast sem og
þau hafa gert. Bara sjálft orðið -
félagshyggja - nægir til að trylla
stuttbuxnadeild íhaldsins upp úr
skónum og það er gott. Því
villtari stríðsdans sem þeir dansa
og því meira sem þeir bölva okk-
ur, þeim mun réttri leið hljótum
við að vera á. Sérstaklega þegar
Alþýðubandalagið er orðið höf-
uðóvinurinn. Það er það besta að
mínu mati.
Á Alþingi
- Nú sem stendur sit ég á þingi
sem varaþingmaður í fjarveru
Hjörleifs Guttormssonar á með-
an hann dvelur erlendis. Þing-
maðurinn í mér er lítill og í þenn-
an stutta tíma sem ég mun dvelja
þar innan veggja breyti ég ekki
þjóðfélaginu. En hinu er ekki að
leyna að það verður gaman að
starfa þar og kynnast innviðum
þingsins. Sérstaklega þegar mað-
ur er búinn að standa í allskyns
félagsmálavafstri í gegnum tíð-
ina.
- Á morgun verðum við Ög-
mundur Jónasson formaður
BSRB gestir spjallfundarins Pó-
litík á laugardegi sem haldinn er á
efstu hæð að Hverfisgötu 105
klukkan 11 - 14 og að sjálfsögðu
eru allir vinstri menn boðnir vel-
komnir á fundinn.
-grh
Föstudagur 10. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19