Þjóðviljinn - 10.02.1989, Page 23

Þjóðviljinn - 10.02.1989, Page 23
Táknmyndir Halldórs Ásgeirs- sonar færa okkur á vit þjóðsög- unnar. miðla goðsögninni á fagurfræði- legan hátt og leiða okkur þannig inn í þessa duldu veröld. Skúlptúrarnir og hlutirnir eru hins vegar of persónulegir til þess að hafa víðari skírskotun, nema fyrir þá sem eru innvígðir í goð- sagnaheim Halldórs. En þeir hæfa vel sem hluti af umhverfi, sem innrétting í veröldina og staðfesting eigin sjálfs. Þessi sýn- ing Halldórs er sú sterkasta sem frá honum hefur komið til þessa og ætti að vera listunnendum kærkomin upplyfting í skamm- deginu. -ólg. Dr. Hallgrímur Helgason skrifar sem innilegt barnsins bros, hins- vegar sem dýpsta dauðans sorg. Fjölhyggja eða plúralismi post- módernismans endurmetur öll gildi. Gömul gildi eru afskrifuð og ný sett í þeirra stað. Eitt þeirra er listin. Þar er gildisrýrnunin auðsæ. Dans- og dægur-músík fá listarheiti, enda þótt þesskonar kúltúr-iðnaður nútímans sé að- eins grunnfærnisleg afþreying massa-framleiðslu á fjölmiðla- færibandi. Gott dæmi þessa er grein Gests Guðmundssonar (GG): Telst dægurtónlist til menningar? Nú er menningarmála umræða býsna sjaldgæft fyrirbæri í íslenzku Bunulækur blár og tær Guðbjörg Lindjónsdóttir opnar málverkasýningu í Gallerí Nýhöfn á morgun að eru fossar og lækir í öllum málverkunum sem Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýnir á sýningu sinni í Gallerí Nýhöfn, sem verð- ur opnuð á morgun. Fossar sem falla af hengjum og dimmbláum klettahömrum, bunulækir sem falla stall af stalli og í sumum myndunum eru borð eða dýr sem verða fyrir rennandi vatninu. Þessar myndir eru í bláum og gráum litaskala og málaðir af til- finningu fyrir lit og formi. Við spurðum Guðbjörgu hvað það væri við vatnsföllin, sem sækti svona á hana í málverkinu. - Ég á erfitt með að koma orð- um að því, oft veit maður ekki fyrr en löngu seinna hvers vegna ákveðið viðfangsefni sækir á mann. En það er líklega bæði formið, hreyfingin og hljóðið og allt það sem fylgir fallandi vatni sem liggur á bak við þetta. Fyrst málaði ég mikið dýramyndir, síð- an þróaðist það yfir í að ég fór að mála borð, eða hluti sem voru bæði borð og dýr. Svo tóku foss- arnir við, fyrst sem viðbót við borðin og svo sem sjálfstætt við- fangsefni. Guðbjörg Lind er aðeins 28 ára gömul, fædd á ísafirði 1961. Hún lauk námi hjá Myndlista og hand- íðaskólanum 1985. Þar naut hún meðal annars tilsagnar Kristjáns Davíðssonar, sem hún segir að hafi haft mótandi áhrif á viðhorf sitt til málverksins. Þess sér líka vott í sumum verka hennar ef vel er að gáð. Þetta er þriðja einkasýning Guðbjargar, en hún sýndi fyrst í heimabæ sínum, ísafirði, 1985. Þá sýndi hún einnig í Gallerí ts- lensk list 1986 og á samsýningu á Kjarvalsstöðum á síðasta ári. Sýningin í Gallerí Nýhöfn í Hafn- arstræti verður opin 11.-22. fe- brúar kl. 10-18 virka daga og 14- 18 um helgar. Fljótaskrift, olíumálverk eftir Guöbjörgu Lind Jónsdóttur. samfélagi. Alþingi hefir ekkert slíkt allsherjar uppgjör á dag- skrá, og árlegir listamannastyrkir nema í úthlutun aðeins sölu- skattstekjum af einni metsölubók á jólavertíð. Sjónir GG beinast einvörð- ungu að plötumarkaði fyrir popp- músík. Til er þó mikið af plötum með íslenzkum einsöngvurum, píanistum, organistum og kór- um, sem flytja innlend og erlend verk. Geigar því samanburður á plötukaupendum og bóka- kaupendum (minna selst af listmúsík enpoppmúsík). Stærst- ur neytendahópur á plötumark- azi fyrir poppmúsík eru unglingar á gelgjuskeiði, teenagers og twens', þroskað fólk, með meiri dómgreind, kýs sér annarskonar músík. Tíðrætt verður GG um popp- músík sem „skapandi dægurtón- list“, í henni býr „töluverð listræn sköpun og frumleiki“, og er grúppan Sykurmolarnir tekin sem sérstök fyrirmynd, „sem nú auglýsa íslenzka menningu víðar og betur en þau Thor, Linda og Jón Páll samanlagt“ (það er raun- ar nýlunda, að fríðleiki og vöðv- astyrkur teljist til menningar- framlags). En í hverju felast nú listsköpun, frumleiki og menn- ing? Víðlesið blað í Evrópu (upplag 2 miljónir og 200 þúsund) segir frá framkomu Sykurmolanna. Þar stendur m.a.: „Þegar álfa- mærin (= söngstúlka hópsins) sveif inn, voru þrír menn enn að nostra við að spenna gítarana, svo að hún og martröðin við hlið hennar gáfu frá sér skelfilegan víxlsöng með suður-þýzkum lagaforða (export-útgáfa), sem þau bersýnilega rétt á undan höfðu tileinkað sér í næsta ná- grenni á Reeperbahn, í „Bayrisch Zell“. Húmm-pa-húmm-pa. Að óþörfu bera þau fram minningar- kveðju til látna formannsins mikla og hefjast síðan handa, koma sér að fyrirheitnu verki. Og það þýðir að ræna. Þau sópa öllu með sér, sem þau hafa fengið í videoclip-músík frá New Wave til Heavy Metal, misgrípa sig í virðingarleysi á Frank Zappa og Led Zeppeíin, stela eins og hrafnsungar af sístæðum birgð- um. Það syngur og klingir í svækj - unni, tilfansað gambur, vissu- lega, en það gildir einu, um hvað þau syngja, um afturgöngur, drú- ída, tröll eða sóðaskap og klám.“ Breytingin frá prentuðum slögurum og dansmúsík er ótrú- lega mikil. Hvað hefir orsakað þessa gjörbreytingu? Frelsi! Ekki pólitískt frelsi, það er undirstaða allrar sköpunar; heldur annars eðlis, nefnilega frelsi, sem runnið er af mun hættulegri rótum: af tengslaleysi og ábyrgðarleysi. Frelsið er of oft svo herfilega mis- notað, að stundum virðist litlu skipa, hvort maðurinn lifi frjáls eða ófrjáls. Þegar í samfélagi ekki ríkja nein reglumyndandi boðorð, hvorki andleg, fagurfræðileg né siðferðileg, verða geðþótti og sjálfsvild að sköpunarlögmáli. Listamaðurinn, sem virkilega verðskuldar nafnið, reynir aðeins að varðveita neistann undir öskunni; og aska verður aldrei að listaverki. Egill Helgason Pólitísk geðvonska Snemma á fjórða áratugnum lét Komintern, alþjóðasamband kommúnista, þau boð út ganga að sósíaldemókratar væru versta fólk í heimi, sannkallað úrhrak auðvaldsskipulagsins. Þeir fengu viðurnefnið sósíalfasistar og voru af strangtrúuðum kommúnistum taldir sýnu verri en nasistarnir í Þýskalandi, eiginlega réttdræpir hvar sem í þá næðist. Þeir komm- únistar sem ekki vildu fallast á þessa kennisetningu voru reknir úr flokki eða skotnir. Þessi einstrengingslega fyrir- skipun, sem var upprunnin í höfði Jósefs Stalíns, hafði ótrúleg áhrif á sögu þjóða og alls heimsins. Hún gnæfði eins og Berlínarmúr í hjörtum fólks sem hafði lagt upp með þá fyrirætlun að gera heiminn ívið byggilegri. í staðinn lá þetta góða fólk í mannvonsku og gagnkvæmu hatri að hætti trúbrjálæðinga og ofstækismanna. Þegar fram liðu stundir fóru ýrnsir kommúnistar og kommún- istaflokkar að reyna að gleyma Kominternsamþykktinni um að sósíaldemókratar væru í raun úti- bú frá heimsfasismanum. Kann- ski var það vegna þess að þeir fundu að alþýða manna var orðin allsendis fráhverf kommúnism- anum, eða vegna þess að þeir sáu að lífið var ívið skaplegra í ríkjum sósíaldemókrata en þar sem flokksbræður þeirra sátu við völd. Líklega uppgötvuðu þeir þó bara með trega að í hjarta sér voru þeir orðnir hálfgerðir sósíal- istar; af löngum samskiptum við lýðræðið voru þeir orðnir svo ger- spilltir að þeir fengu ekki varist þeirri tilhugsun að sennilega væri kommúnisminn hálfgert óráð, sósíaldemókratisminn skárri. Sumir brugðu á það ráð að reyna að hætta að kalla sig kommúnista, heldur urðu þeir evró-kommúnistar eða sósíalistar upp á gamla móðinn. Kommún- istar á Ítalíu tóku að vingast við þann sósíaldemókratisma sem tíðkaðist í flokki Brandts í Þýska- landi og flokki Palmes í Svíþjóð og vilja núorðið ekki lengur sitja með kommúnistum á Evrópu- þinginu í Strasbourg. En þeim kommúnistaflokkum sem enn ríghalda í samþykktir Kominternþingamáhelst líkjavið ákveðnar skepnur sem stundum verða vitstola af tortímingarhvöt og hlaupa á haf út. Á íslandi hafði samþykkt Kominterns þau áhrif að Sjálf- stæðisflokkurinn varð málsvari verkalýðsins og alþýðunnar og sat óskorað við völd í marga áratugi. Sósíaldemókratarnir í Alþýðuflokknum týndust í mörg- um eyðimörkum, en kommúnist- arnir í Sósíalistaflokknum og síð- ar Alþýðubandalaginu fengu aldrei að ráða neinu. í grein í Þjóðviljanum útskýrir kona sem hefur verið lengi í Al- þýðubandalaginu hvers vegna menn séu í slíkum flokki en ekki einhverjum öðrum. Hún tekur fram að sannir Alþýðubanda- lagsmenn hafi ekki villst á „sósí- alismanum og kratismanum", enda sé fólk sósíalistar eftir sem áður „þó flokkurinn sé vondur“. Þvínæst skilgreinir hún eigin- leika hins sósíalíska flokks: „í sósíalískan flokk skipamennsér vegna sameiginlegrar lífssýnar, ekki til að verja þrönga eigin- hagsmuni, heldur til að útrýma óréttlæti og efla bræðralag manna. Skapa nýjan heim þar sem alþýða manna, en ekki fjármagnið stjórnar eigin lífi og landi, auðlindum og atvinnufyrir- tækjum." Fyrir nú utan það að vera á móti hernum og Nató; þeim Al- þýðubandalagsmanni sem lætur sér detta í hug að ræða um að hægt sé að ræða um að hnika til þeim hornsteini í stefnu flokksins er undantekningarlaust brigslað um svik. Svona flokki fer náttúrlega best að vera nógu lítill og harðsví- raður og heppilegast að hann hafi mátulega lítið fylgi meðal kjós- enda. Ég er smátt og smátt að komast að því að í raun hef ég aldrei haft almennilega skoðun á neinum hlut. Ég sit í limbói skoðanaleysis á einhverri miðju sem einn rit- stjóri Þjóðviljans álítur verra en að hafa vonda skoðun. Hins veg- ar þykist ég taka eftir því að það fólk sem lengst hefur hampað stórum skoðunum, til hægri eða vinstri, er stöðugt að færast nær mér og þessari miðju skoðana- og afstöðuleysis. Sem er kannski ekki furða í landi þar sem pólitík virðist fyrst og fremst snúast um tæknilega út- færslu á fiskveiðikvótum og vísi- tölum. Mér þykir sennilegt að þannig sé pólitfkin í Færeyjum líka í laginu. En stórvitur maður sagði mér um daginn að í Færeyjum væru fjórar stjórnmálafylkingar og átta flokksbrot sem öll lægju í úlfúð og sundurlyndi að hætti vill- iþjóða. Allir eru í raun sammála um flestallt sem skiptir máli, en slíkt er hatrið og heiftin þarna í nábýlinu að enginn getur unnið með neinum. Svona pólitík er náttúrlega ekkert annað en geð- vonska; ekki óskyld þeirri geð- vonsku sem greip um sig þegar menn fóru að tala um að þrátt fyrir gamlar Kominternsam- þykktir væru Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag ekki ólíkari flokkar en svo að hugsanlega mætti slá þeim saman. íslensk pólitík er nefnilega líka geðvonska og mest er geðvonsk- an á vinstrikantinum. Föstudagur 10. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.