Þjóðviljinn - 10.02.1989, Page 29

Þjóðviljinn - 10.02.1989, Page 29
MEÐ GESTS AUGUM GESTUR GUÐMUNDSSON Brúðkaup á elliheimili? { kjölfar fundaherferðar þeirra Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars hefur umræðan um hugsanlega sameiningu A-flokkanna tekið nokkurn kipp, enda var það ætl- unin. Opinber viðbrögð hafa þó flest verið af ættinni „ósjálfráðir fjörkippir“. Menn hafa notað tækifærið til að láta enn einu sinni í ljósi fyrri skoðanir með eða á móti sameiningu. Annars vegar hafa heyrst þær raddir að þessir flokkar séu og hafi alltaf verið svo ólíkir að þeir geti í hæsta lagi átt samleið af og til en alls ekki runnið saman. Hins vegar er því haldið fram að nýjar aðstæður hafi fært flokkana saman og ekkert skilji þá lengur að annað en gamall vani og for- dómar. Ég held nú að þessi sjónarmið hafi í senn bæði nokkuð til síns máls og horfi um leið fram hjá kjarna málsins. Vissulega hafa flokkarnir á ýmsan hátt færst nær hvor öðrum á síðustu misserum og vissulega ber enn margt á milli. Að mínu mati er þó kjarni málsins sá að báðir flokkar eiga í vanda. Þær baráttuleiðir sem þeir hafa farið undanfarin ár og ára- tugi duga einfaldlega ekki til að takast á við núverandi pólitískan vanda. f stað þess að fullyrða á víxl: sameining er komin á dagskrá eða sameining er ekki á dagskrá, ættu menn að reyna að horfa fordómalaust á þá pólitísku þró- un sem kallar á umræðu um sam- einingu sósíalista og jafnaðar- manna án þess þó að ryðja burt öllum hindrunum á vegi hennar. Ég vil freista þess að nefna nokk- ur lykilatriði. 1. Það er löngu kominn tími til að menn hætti að horfa á klofning verkalýðsaflanna sem sök annars aðilans. Þessi klofningur var eng- in söguleg nauðsyn, heldur afurð flókinnar sögulegrar atburðarás- ar í alþjóðlegri verkalýðshreyf- ingu, og frá sjónarhóli nútímans gerðu bæði kommúnistar og krat- ar afdrifarík mistök. Meiru varð- ar þó að baráttuleiðir beggja fylk- inga hafa reynst gallaðar og eru lítils nýtar gagnvart þeim aðstæð- um sem nú er við að etja. 2. Atvinnustefna beggja fylk- inga á íslandi hefur átt afgerandi þátt í að móta nútíma samfélag, fyrst og fremst til góðs en þó ekki án galla. Sósíalistar hafa hvað eftir annað haft forgöngu um að efla undirstöðuatvinnuvegina, en hafa um leið átt þátt í að efla ým- iss konar ríkisbákn og „pilsfalda- kapítalisma". Kratar áttu afger- andi þátt í að losa um hömlur í íslenska hagkerfinu í Við- reisnarstjórninni, en þær aðgerð- ir áttu þátt í að auka efnahagslegt misrétti. Það hefur sýnt sig að undanförnu að „markaðsfrelsið" eykur ekki einungis á misréttið, heldur tekur það líka á sig van- skapaða mynd í hinu litla hag- kerfi íslands. Flókinn haftabú- skapur og ríkisforsjá hafa líka margsýnt galla sína. A-flokkarnir þyrftu því að sameinast um nýja atvinnustefnu, þar sem markaður og ríkisafskipti blandast á allt annan hátt en hingað til. 3. Það er nöturleg staðreynd að þrátt fyrir töluverða uppbygg- ingu velferðarkerfis og talsverð áhrif verkalýðsflokka og verka- lýðshreyfingar í mótun íslenska samfélagsins, hefur efnahagslegt misrétti ekki minnkað, né heldur misrétti eftir búsetu, kynferði og fl. Þessar nöturlegu staðreyndir hljóta að kalla á endurmat allra baráttuleiða á sviði stjórnmála, launabaráttu og víðar. Það þarf nýja og ferska hugsun til að vinna gegn misrétti á okkar dögum. 4. Þótt báðir A-flokkarnir hafi gengið í gegnum ýmis skeið end- urnýjunar s.s. við stofnun Al- þýðubandalagsins, krossferð Vil- mundar í Alþýðuflokknum og kjör þeirra Jóns Baldvins og Olafs Ragnars til formennsku, er heildareinkennið á þróun þeirra samt sem áður uppdráttarsýki. Fylgistap segir aðeins hluta sög- unnar, heldur varðar jafnvel meiru að í hvorugum flokki er frjótt innra starf. Eg vil hins veg- ar fullyrða að fylgi lýðræðislegrar félagshyggju hafi síst minnkað. Nýjar kynslóðir eru áhugasamar um þjóðmál og vilja breytingar í átt til aukins jafnréttis en finna sér ekki farveg innan A- flokkanna. Stór hluti þessara „utangarðsstrauma" hefur fund- ið sér farveg innan Kvennalist- ans, aðrir eru enn á einskis- mannslandi. Þess vegna verður bandalag A-flokkanna til lítils, nema það nái til Kvennalistans og ýmissa utangarðsstrauma um leið. Annars yrði sameining lík- ust brúðkaupi á elliheimili. Elsk- endur sem var stíað sundur í æsku hittast aftur að leiðarlokum, ástir þeirra geta svosem verið hugn- æmar en þær verða aldrei lang- vinnar og skilja ekki eftir sig djúp spor. 5. Gjáin milli A-flokkanna hef- ur lengstaf verið dýpst í afstöðu- nni til svokallaðra „öryggismála“ og yfir þá gjá verður ekki mokað í einu vetfangi með tali um „nýja heimsmynd". Vissulega verða nú miklar breytingar á pólitísku og hernaðarlegu landakorti verald- ar, ekki síst í okkar heimshluta, en þau þurrka ekki út þann ágreining sem verið hefur. Alger stefnubreyting í öryggismálum íslendinga er ekki í sjónmáli, og afstaðan til hersetunnar og til NATO mun áfram skipta íslend- ingum í skoðanahópa. Hins vegar er hægt að stefna að fordóma- lausari umræðu en hingað til meðal allra þeirra sem vilja slíta af sér klakabönd kalda stríðsins. Einkum þarf að leita leiða til að minnka vægi bandaríska hersins í hagkerfi íslands og til þess að ís- land leggi á alþjóðavettvangi lóð sín á vogarskálar afvopnunar. Um þessa leit geta menn samein- ast þótt þá greini á um afstöðuna til NATO. Um leið er full ástæða til að ræða af alvöru hvort menn vilja breyta afstöðu sinni til NATO. Geta einhverjir NATO- sinnar eða NATO-andstæðingar sameinast um gagnrýnið starf innan NATO eða er sú viðleitni blekking ein? Þessa spurningu þurfa menn að geta rætt af for- dómaleysi. 6. Á öðrum vígstöðvum liggur samvinna mun beinna við. Að mati sívaxandi fjölda er próf- steininn á samstarfsvilja félags- hyggjuaflanna að finna í borgar- stjórn Reykjavíkur. Á næstu mánuðum mun reyna á það hvort hægt verður að umbreyta góðu samstarfi minnihlutaflokkanna í sameiginlegt framboð. Hér reynir á samstarfsvilja í verki án þess að það þurfi að leggja niður nokkur þeirra stjórnmálasam- taka, sem í hlut eiga. Á öðrum vígstöðvum reynir líka á slíkt samstarf: { verkalýðshreyfing- unni reynir á það hvort fylgis- menn A:flokkanna og annað fé- lagshyggjufólk getur sameinast um kjarabaráttu sem í senn jafn- ar kjörin og bætir stöðu launa- fólks almennt gagnvart atvinnu- rekendum. f ríkisstjórninni reynir auðvitað á þetta samstarf líka, en úrslitin verða þó ekki ráðin einungis hér. Við núverandi ástand getur allt tal um sameiningu A-flokkanna ekki verið annað en framtíðar- sýn, sem setur svipmót á gerðir manna í dag, og það er nauðsyn- legt að sú framtíðarsýn taki líka til Kvennalistans og fjölmargra pólitískra strauma sem eru utan þessara flokka. Þessi öfl verða ekki gefin saman í hjónaband á fáum mánuðum, hvað þá að sam- eining geti orðið með þvingaðri atburðarás eins og stjórnarsam- starf haustsins. Einungis í raun- hæfu samstarfi og sameiginlegri, leitandi umræðu á sem flestum sviðum er hæft að skapa skilyrði fyrir víðtækri sameiningu félags- hyggjuafla. KVIKMYNDIR Fjölskylda eða flökkulíf Ironweed (Járngresið), sýnd í Laugarásbíói. Bandarísk, árgerð 1987. Leikstjórn: Hector Babenco. Handrit: William Kennedy, eftir eigin skáldsogu. Framleiðendur: Keith Barish, Marcia Nasatir. Aðalhlut- verk: Jack Nicholson, Meryl Streep, Tom Waits, Carroll Baker, Michael 0‘Keefe, Diane Verona. Það vakti mikla athygli á sínum tíma þegar argentínski kvik- myndaleikstjórinn Hector Ba- benco ákvað að kvikmynda verð- launaskáldsögu Williams Kenne- dys, Ironweed, eða Járngresið. Babenco var hinum engilsax- neska kvikmyndaheimi nánast ókunnur þar til hann gerði leikrit Manuels Puigs, Koss kónguló- arkonunnar, ógleymanlegt á hvíta tjaldinu og þótti mörgum þetta full djarflega teflt. Þótt Babenco sé fremur lítið um draumasmiðjuna á vestur- strönd Bandaríkjanna gefið réðst hann í að kvikmynda bandaríska skáldsögu með þarlendum stór- stjörnum án þess að vera vel máli farinn á ensku. Ennfremur hefur það einatt reynst erfitt viðfang- sefni að snara góðum skáldsögum yfir á filmu og því var Járngresis- ins beðið með eftirvæntingu. í sem skemmstu máli má segja að biðin hafi borgað sig gott bet- ur. Það er alveg með ólíkindum að maður frá gerólíkum menn- ingarheimi skuli fara með skáld- sögu sem þessa slíkum meistara- höndum. Skáldsögu sem skír- skotar til alls hins versta í banda- rísku samfélagi með öllum kvölum og þjáningum þeirra sem undir verða, og það sem meira er ÞORFINNUR ÓMARSSON um vert; myndin gerist á sama tíma og í sama rúmi og skáld- sagan, eða í New York-fylki á þriðja áratugnum. Meryl Streep og Jack Nicholson skapa sérlega eftirminnilegar persónur í Jámgresinu. Myndin segir í grófum dráttum frá Francis Phelan (Nicholson) og uppgjöri hans við fortíðina. Hann hefur lifað tímana tvenna og sokkið æ dýpra í eigin sjálfs- pýningarhvöt. Ymis atvik á lífs- leiðinni urðu til þess að hann varð að róna á götum bæjarins sem ekki gat horfst í augu við ískaldan veruleikann. Hann eignast svo þjáningarbróður í Helenu (Stre- ep) sem er á svipuðu róli. Minnugur samleiks Nicholsons og Streeps í lasburða mynd Mikes Nichols, Heartburn, er ekki ann- að hægt en að hrópa húrra fyrir frammistöðu þessara tveggja af mestu leikurum vestan hafs í ára- raðir. Ef einhver hefur haldið að Jack Nicholson væri búinn að skila sínum bestu hlutverkum sannfærist sá hinn sami um að hann er enn meðal þeirra fremstu í sterkri persónusköpun og skap- gerð. Og hafi einhver haldið því fram að Meryl Streep gæti ekki tekist á við annað en amerískar væluskjóður verður viðkomandi heldur betur hissa á þessari nýju Streep sem okkur er sýnd hér. En ekki má skilja við leikara- hópinn án þess að minnast á Tom Waits sem ekta róna í kunningja- hópi Phelans. Það er ekki loku fyrir það skotið að hér hjálpi tón- listamaðurinn Waits leikaranum Waits til að skapa einstaklega kenjótta og jafnvel súrrealíska fyllibyttu. Saman skapa þau þrjár ólíkar persónur sem þó eiga það sameiginlegt að hafa farið á mis við hina einu sönnu lífshamingju Bandaríkjanna. Enda þótt Jámgresi Babencos fari ekki út í viðkvæmustu þætti bandarísks samfélags verður rómantíkurinnar vart í söknuði aðalpersónanna og aukinheldur í áberandi skilum á bandarískri fjölskyldu og flökkulífi. Þau viðfangsefni hafa í raun verið Babenco huglæg þótt ekki hafi hann áður hætt sér út í annan menningarheim en sinn eigin. Áðumefndur Koss Kóngulóar- konunnar og ekki síður hin frá- bæra Pixote (1981) voru einmitt meira og minna um utangarðs- fólk og þann vanda sem það á við að glíma í samfélaginu. Sjálfsagt mjög eðlileg við- fangsefni listamanns frá Rómön- sku Ameríku en með Jámgresinu hefur Hector Babenco endanlega sannað sig sem mannlegur kvik- myndagerðarmaður innan um hið tæknivædda tómarúm sem skapast hefur í Bandaríkjunum í seinni tíð. Föstudagur 10. febrúar 1989 NYTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 29

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.