Þjóðviljinn - 10.02.1989, Side 32
Fær Nýlista-
safnið hús?
Heyrst hefur að uppi séu um
það hugmyndir innan borgar-
innar að kaupa hús er hýst
gæti starfsemi Nýlistasafns-
ins, en húsið við Vatnsstíginn
verður nú að rýma þarsem Al-
þýðubankinn hyggst fara að
byggja við sig. Um er að ræða
húsnæði í vesturbænum, þar
sem Nýlistasafnið gæti fengið
tvo rúmgóða sýningarsali á
jarðhæð. Hefur menningar-
málanefnd borgarinnar sýnt
málinu áhuga að sögn, og er
þá fyrirhugað að tvær efri
hæðir hússins yrðu nýttar
sem gestavinnustofur fyrir
listamenn. Húsið sem hér um
ræðir mun vera samtals um
700 ferm. að flatarmáli, og er
málið nú í höndum borgar-
verkfræðings, sem mun
skoða húsið nánar áður en
ákvörðun verður tekin um
kaup. Ef af þessu yrði þá
mundi styrkur Reykjavíkur-
borgar til Nýlistasafnsins fel-
ast í ókeypis húsaleigu fram-
vegis. Hús Nýlistasafns var
ekki inni í fjárhagsáætlun
þeirri sem Reykjavíkurborg
samþykkti nýverið, þannig að
um aukafjárveitingu yrði að
ræða ef af verður á þessu ári.
Gestavinnustofur á efri
hæð hússins yrðu samkvæmt
þessum hugmyndum í eigu
borgarinnar og gætu komið
sýningarstarfi að Kjarvals-
stöðum að gagni, þar sem að-
staða gæti m.a. skapast fyrir
erlenda listamenn, sem hér
vildu sýna. Þá gætu slíkar
gestavinnustofur nýst sem
skiptivinnustofur fyrir íslenska
listamenn erlendis.B
Mjallhvít og dvergarnir sjö
Þjóðverjar, margir, hverjir,
viðurkenna að þjóðfélag þeirra
sé vinveittara bílum en börnum.
T.d. hafa hraðbrautir forgang
fram yfir flest. Þær liggja teinrétt-
ar gegnum holt og hæðir, skóga
og mýrlendi, hús og híbýli. Ef
leggja skal hraðveg frá a til f verð-
urað rífabogleggjaniðurc. Dog
e fá að standa fyrst um sinn.
Reglufesta krefst fórna.
Þótt bílarnir hafi forgang eru
göturnar samt fullar af fólki:
námsmönnum, verkamönnum,
fulltrúum, ellilífeyrisþegum og
hundum þeirra. Börn eru kann-
ski ekki beinlínis sjaldséð en sjást
sjaldan saman í knippum.
Svo komu Mjallhvít og dverg-
arnir sjö í heimsókn.
Og göturnar, sem voru yfirleitt
fullar af námsfólki, verka-
mönnunr, fulltrúum, ellilífeyris-
þegum og hundum þeirra, voru
nú þaktar börnum. Hver rútan af
annarri kom másandi með fullan
kviðinn og spariklæddir tvífæt-
lingar hossuðust út með brosandi
eftirvæntinguna í augunum.
Börnin voru sumsé til eftir allt
saman.
í fjólubláu leikhúsinu gerði
kunnugleg stemmning vart við
sig: tilfinning ættuð frá Þjóðleik-
húsinu á 7. áratugnum. Fiðringur
föndrar við magann innverðan.
Og börnin, sem lofuðu að vera
stillt, láta ekki að stjórn. Kliður-
inn eins og í 30 faðma fuglabjargi.
Um leið og Ijósin í salnum dofna
er eins og skrúfað niður í kvakinu
og að endingu einstaka hjáróma
roka - og seinast þögnin.
Ævintýrið um Mjallhvíti líður
sinn vanagang. Vonda drottning-
in er sannarlega vond. Og hún er
svo ljót að áhorfendur hljóta að
undrast að hún skuli þráspyrja
spegilinn hver sé fegurst. Mjaíl-
hvít er hins vegar eins og klippt út
úr teiknimyndaútgáfunni, sindr-
ar öll og gljáir.
Þótt allt komi kunnuglega fyrir
sjónir eru áherslur samt aðrar en
frónbúi á að venjast. Tvennt vek-
ur eftirtekt: Mjallhvít eigrar um
skóginn með úttroðinn malinn og
skógardýrin koma og þiggja af
henni bita af nestinu. Drjúgum
tíma er eytt í þetta atriði. Fyrst
Frímúrarar
á Tímanum?
Mál Þóris Stephensens
gegn Halli Magnússyni blað-
amanni áTímanum hefur vak-
ið ólitla athygli. Þórir og fé-
lagar í Viðeyjarframkvæmd-
unum höfðu látið slétta kirkju-
garðinn og látið duga að aug-
lýsa það í Lögbirtingablaðinu.
INGI
BOGI
SKRIFAR
FRÁ KIEL
þiggur björninn epli, síðan fær
úlfurinn brauð, kanínan fær gul-
rót o.s.frv. Svo eta allir í kór á
sviðinu meðan áhorfendur
sleikja út um. Hitt er ekki sfður
eftirtektarvert hve drjúgum tíma
dvergarnir eyða í að athuga hvort
skórnir þeirra séu ekki í réttri
röð, hvort mataráhöldum sé ekki
rétt raðað og hvort rúmin séu
ekki rétt umbúin.
Það var víst Gúnther Grass
sem sagði að reglusemi dverg-
anna sjö væri fyrirmyndin að
prússneskri nákvæmni - ná-
kvæmni sem krefst fórna.
Um þetta skrifaði Hallur grein
og var nokkuð heitt í hamsi,
og sagði meðal annars að
Þórir væri bæði óhæfur stað-
arhaldari og óhæfur dóm-
kirkjuprestur. Guðsmaðurinn
hefur nú fengið ríkissaksókn-
ara til að kæra Hall á þeim
forsendum að ráðist sé á op-
inberan starfsmann. Lögin
sem stuðst er við eru hálfrar
aldar gömul, og mætti senni-
lega dæma hálfa þjóðina í
fangelsi eftir þeim ef eftir væri
sótt, en hingað til hefur mál-
sókn einskorðast við grófar
móðganir eða líkamsárásir á
embættismenn að störfum.
Eitt það sérkennilegasta
við ákæruna er að ein máls-
greinin sem ákærð er fjallar
einmitt um þær kárínur sem
greinarhöfundurinn býst við:
„undirritaður veit að greinar-
korn þetta verður honum ekki
til framdráttar, allra síst þegar
Ijóst er að það kemur við
kaunin á háttsettum frímúr-
ara.“
Hér er sjálfsagt átt við séra
Þóri. EnauðvitaðerHallvarð-
ur Einvarðsson ríkissak-
sóknari líka frímúrari. Og
engu er líkara en að frímúrar-
arnir hafi puttana á æðstu
stöðum í ritstjórn Tímans.
Greinarhöfundurinn einn sæt-
ir ákærunni frá saksóknara,
en ábyrgðarmaður Tímans,
ritstjórinn Indriði G. Þor-
steinsson er hinsvegar látinn
alveg í friði. Indriði á góða vini
hátt og lágt í borgarkerfinu, -
er hann kannski frímúrari
líka?B
Þessi er
öðruvísi
enallir
hinir
Bónusreikningur gefur þér möguleika
sem ekki hafa þekkst áður á óbundnum
bankareikningi.
Þú færð hærri vexti
eftir því sem innstæðan vex. Vaxta-
þrepin eru 4 talsins: Að 50 þúsundum
kr., 50 - 200 þúsund kr., 200 - 500
þúsund kr. og upphæðir yfir 500
þúsund kr.
Þú f ærð alltaf betri kjörin
þegar verðtryggð og óverðtryggð kjör
hvers vaxtaþreps eru borin saman á 6
mánaða fresti.
Peningarnir eru alltaf lausir
hvenær sem þú þarft að grípa til þeirra.
Kostnaði við úttekt er haldið í lágmarki,
en vexti má taka út kostnaðarlaust.
Ellilífeyrisþegar fá vexti 2. þreps
strax þó upphæðin sé undir þeim
mörkum, sama gildir um hluthafa
bankans.
Þú færð afslátt
hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum
með því að framvísa Bónuskorti sem
fylgir reikningnum. Auk þess færðu
möppu fyrir pappíra reikningsins o.fl.
@lðnaðarbankínn
-rniPim fankl