Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Ég vil kvalræði af hvalveiðum Éq, Skaöi, ætla að taka það fram strax svo ekkert fari á milli stóla, að ég er hlynntur hvalveiöum. Ég vil hafa hvalveiðar og engar refjar. Og Grænfriðungar geta étið það sem úti frýs fyrir mér. Oq af því ég er alltaf hreinskilinn og einarður og segi það sem mer býr í brjósti, þá tilkynnti ég þetta strax þeim Villu litlu frænku minm og Guðjóni frænda mínum þegar þau komu í heimsókn um daginn og drukku bara te því að þetta unga fólk er orðið svo meinlætafullt aö þaö drekkur ekki kaffi, hvað þá brennivín. það reykir ekki það etur ekki hanqikjöt, ekki smér, ekki saltfisk og mér skilst á öllu að braðum hætti það að gera hitt. Og til hvers lifir fólk þá? Mér er bara spurn. Já, ég er með hvalveiðum, sagði ég. Það hlaut að vera, sagði Villa litla úr Kvennó, Þú hefur alltaf verio qrimmt karlfól og villt stinga þínum fleini í allt kvikt hold og drepa það eins og skutullinn ristir sundur hvalinn, þessa miklu og kvenlegu og góðu skepnu sem lifir í friði við allt líf og syngur í djupinu og er svo qreindur að manneskjan má fara að vara sig. ........ Ef hvalurinn væri greindur, sagði ég, þá hefði hann fyrir longu komið sér upp úr sjónum á þróunarbrautinni og upp á þurrlendið þar sem hæqt er að skrifa í blöð eða gera eitthvað annað merkilegt sagði eg. Iss sagði Villa. Það var þá iðjan að skrifa. Veist þú ekki að ritlistin er línulaga karlremba og afturför frá því sæla og vota og lifmagnandi ástandi þegar móðir og barn bylta sér í hringlaga tima eins og hvalkyr með sinn kálf í sjónum? Nú var Guðjón búinn af fá nóg af þessu kvennarausi og vildi bersyni- leqa fá að komast að. Svona er allt okkar líf: við erum alltaf að biða eftir því að komast að með okkar sannleika og svo er það alls ekki vist að einhver hlusti þegar að okkur kemur. Ég gaf Guðjóni oröið meö vinsamlegri handahreyfingu. Maður þart svosem ekki alltaf að tala til að skiljast. Éq vil hætta hvalveiðum, sagði Guðjón, Fínt hjá þér Guðjón, sagði Villa. Enn eru til sumir og ýmsir karlar sem skilja rök lífkeðjunnar jafnvel áður en þeir eru lamdir í hausinn með henni. . Guðjón baðst undan þeim heiðri, þótt skömm se fra að segja. Ég er á móti hvalveiðum, sagði hann, barasta af því að eg er á moti því sem ekki borgar sig. Menn eiga að hætta því sem ekki borgar sig. Viðbjóðslegur hagvaxtartrantur, sagði Villa og sneri upp a sig. Ekki borgar sig, sagði ég. Það er nú eins og það er. Það borgar sig ekki að reka þetta fyrirtæki Island, það er í mínus. Eigum við þá að fara héðan eða hvað? Það borgar sig ekki einu sinni að veiða fisk segja þeir hjá útgerðinni. Það er meira tap á sumu en öðru, sagði Guðjón og setti upp hagfræðisvipinn sinn. En þú Skaði, sagöi Villa. Af hverju vilt þú veiða hvali? Etur þu hval. Ert þú að springa úr vísindalegri forvitni um tímgun hvala? Ertu á leið inn í Framsóknarflokkinn hans Halldórs Nei, sagði ég. Hvað þá? spurðu þau. Ég VIL hafa það hvalræði sem verður okkur nauðsynlegt kvalræoi tn að sameina þjóðina og efla hennar reisn. Ha? sögðu þau Villa og Guðjón og það seig á þeim neðri kjamminn. Já sagði ég. Sú þjóð sem ekki á sér óvin, hún verður sjalfri ser sundurþykk og veslast upp í aumingjaskap og sællífi. Þetta er marg- sannað úr mannkynssögunni. Og á hvalurinn að verða sá óvinur? spurði Guðjón. Hann á að vera ávísun á óvin, sagði ég. Það skiptir ekki höfuömali hver óvinurinn er, bara hann finnist. Og er hann týndur núna? spurði Villa. , . Eiginlega, sagði ég. Hér í gamla daga þá áttum við yndislega ovini, Dani, sem sameinuðu okkur í þjóðlegri endurreisn og skáldskap. Við höfum eiginlega aldrei borið okkar barr sem þjóð síðan við misstum óvininn danska nema þessa stuttu stund þegar Bretar voru að abbast upp á varöskipin okkar í þorskastríðinu. Að vísu hafa Rússar dugað okkur dálítið sem óvinur sem hefur haldið okkur á mottunni rétt eins og kommarnir hafa hingað til lafað saman á Kanahatri sínu. En nu er hláka og glasnost og guð má vita hvað, kosningar hjá Rússum og hvaðeina og allir farnir að halda að kommúnisminn sé ekki einu sinm tM hvað þá að hann sé bæði illur og svartur. Þess vegna þurfum við hvalræði! Þess vegna þurfum við að veiða hval svo að Grænfriðungar allra landa sameinist gegn okkur og við verðum aftur ofsóttir og fáir og fátækir og smáir og fullir með samheldni og þrautsegju, reiðubunir til að þreyja þorrann og ríkisstjórnina, reiðubúnir til að taka a okkur kjaraskerðingu, bensínsparnað og annað það sem hollt er fyrir sálina, heilsuna og þjóðarstoltið. Sá sem hefur eyru, hann heyri! Staðan í kjaramálunum: Með traustri aðstoð fjármálaráðherrans hefur BHMR loksins tekist að vinna sér , allra samúð... II '1 a. ... ekki fyrir launin sem þeir vilja fá.. M ésA- RÐINUM MERK LÍFSREYNSLA Ég varð fyrir þeirri merkilegu reynslu hér um daginn að þurfa að eiga samskipti við flugfélag og ekki bara eitthvert flugfélag. Þetta voru semsagt Flugleiðir sjálfar eða öllu heldur starfsfólk þess ágæta fyrirtækis. Kjallaragrein Guðmundar Axelssonar ÍDV KURTEIST SMEKKFÓLK Það sem er mér minnisstætt af þessum samskiptum er hversu lítið var að marka þær upplýsing- ar sem mér voru gefnar. Eg var semsagt loginn fullur en það var gert af hinni mestu smekkvísi og kurteisi og þar að auki oft sama daginn. Frammhald sömu greinar í DV NEYÐIN KENNIR NAKTRI... Sparisjóði Súðavíkur bjargað fyrir horn með bílasölu Tíminn MARGT ER MANNANNA BÖLIÐ ...hún var fögur, upprennandi leikkona og karlmenn dáðust að henni, enda var hún kosin feg- urðardrottning í Costa Mesa í Kaliforníu. En það var eitt vandamál sem gerði lífið erfitt fyrir Lynn, - í raun- inni var hún ekki stúlka. Tíminn DÝR MYNDI BETTE ÖLL Bette lét hafa eftir sér að hún hefði eitt sinn orðið sér úti um póstvikt ti! að athuga nákvæm- lega hve þung brjóstin á sér væru. „Ég segi ykkur ekki hve þung þau voru en það hefði kost- að mig 87,50 dollara að senda þau til Brasilíu með skipapósti." Sjónvarpsvísir Stöbvar 2 ÞARFUR FRÓÐLEIKUR Það er ákaflega mismunandi hversu oft fólk hefur hægðir. Venjulegast er að hafa hægðir að minnsta kosti þrisvar í viku, en margir hafa hægðir á hverjum degi. Pressan HLÝÐIÐ KALLINU Starfsemi þarmanna er að mestu sjálfvirk, en þýðingarmikið er að fara á salerni þegar manni er mál. 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 31. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.