Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 8
Lígatsjev og frú koma á kjörstað - íhaldssamari flokksleiðtogar fóru víða hrakfarir. Gorbatsjov og Raísa á kjörstað - talin vera sæmilega ánægð með úrslitin. Sögulegar sovétkosningar Miklir sigrar kerfisgagnrýnenda og grasrótarhreyfinga. Ósigrar íhaldssamari aðila innan kommúnistaflokksins. Margir telja stöðu Gorbatsjovs hafa styrkst AÐ UTAN DAGUR ÞORLEIFSSON Sovétfræðingar eiga ekki orð, sagði Bandaríkjamaður einn í þeirri starfsstétt eftir að úrslit so- vésku kosninganna á páskadag voru kunn. Og undrunin út af úrslitunum virðist vera almenn meðal vesturlandamanna þeirra, er sérhæfðir teljast í því að fylgj- ast með gangi mála í Sovétríkjun- um. Sérstaklega þcir íhalds- samari meðal þeirra virðast hafa tregðast við að trúa því að kosn- ingarnar yrðu nokkurnveginn frjálsar eða þá gert ráð fyrir að sovéski kommúnistaflokkurinn hefði það sterk tök á almenningi að úrslitin yrðu í stórum dráttum að óskum gamla „kerfisins.“ Einhverntíma hefur verið talað um tímamótamarkandi atburð af minna tilefni, þar eð kosningar þessar eru þær fyrstu frjálsu þar- Íendis frá því haustið 1917, er kosið var til stjórnlagaþings, sem bolsévíkar leystu upp er það reyndist þeim mótsnúið. Þessar kosningar urðu ekki heldur valdaflokknum að öllu leyti í hag og alls ekki íhaldssamari öflum innan hans. Sigur Jeltsíns Kommúnistaflokkurinn hafði að vísu fyrir kosningarnar tryggt sér drjúgan hluta þingsæta á hinu nýja 2250 fulltrúa þjóðþingi, þar eð þriðjungur fulltrúa á því er ekki þjóðkjörinn, heldur út- nefndur af samtökum ýmsum, einkum flokknum og samtökum honum tengdum. Þar að auki eru kjörstjórnir á vegum stjórnvalda sakaðar um að hafa sums staðar hindrað framboð kerfisgagnrýn- enda, en úrslitin benda til þess að það háttalag hafi víða komið í koll þeim frambjóðendum, sem það var ætlað til hjálpar. Það sýna best stórsigrar kerfis- gagnrýnenda víða. í einu kjör- dæmanna í Moskvu sigraði Boris Jeltsín, fyrrum aðalritari flokks- deildarinnar þar í borg, með nærri 90 af hundraði atkvæða. Hann er að vísu í flokknum, en hefur undanfarið verið í ónáð hjá valdhöfum hans, sem dyggilega studdu við bakið á mótframbjóð- anda hans í kosningabaráttunni. Þær staðreyndir, að Jeltsín tókst þrátt fyrir þetta að koma kosn-' ingaáróðri sínum á framfæri í op- inberum fjölmiðlum og að vinna slíkan yfirburðasigur sýna best hvílíkar breytingar hafa orðið þar eystra frá því að Gorbatsjov kom til valda. Jeltsín naut mikilla al- unar Gorbatsjovstjórnarinnar. Svipað er að segja frá Tékkóslóv- akíu, en þar bregður þó svo við að valdhafar ætla að íeyfa fleir- framboð í níu kjördæmum, sem aukakosningar fara fram í á næst- unni. Á þarlendan mælikvarða er það talsverð breyting, en að vísu verða allir frambjóðendurnir að vera á vegum kommúnistaflokks landsins eða samtaka sam- bræddra honum í Þjóðfylkingu svonefndri. í Póllandi og Ung- verjalandi, þarsem málin þróastí frjálsræðisátt, hefur síðustu frétt- um frá Sovétríkjunum verið vel tekið. f síðarnefnda landinu er verið að koma á fjölflokkakerfi og stendur til að kosið verði á grundvelli þess næsta ár. Jeltsín kvað hafa stungið upp á fjöl- flokkakerfi í Sovétríkjunum, og niðurstöður skoðanakönnunar gerðar rétt fyrir kosningarnar benda til að þarlendis sé fyrir hendi verulegur áhugi fyrir slíku kerfi. En það verður varla á dag- skrá þar í bráð, enda lítil hefð þar að baki í Rússlandssögu. Söguleg málamiölun um Austur-Evrópu? Bandaríkjastjórn Bush, sem leitast við að viðhafa varkárni í hverju máli, virðist líta á kosn- ingaúrslitin sem sigur fyrir Gor- batsjov heldur en hitt. James A. Baker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði í viðtali sem birt- ist í New York Times á þriðjudag að stjórn hans hefði til athugunar að stinga upp á viðræðum um Austur-Evrópu við Sovétmenn. Blaðið telur að markmiðið með þeim viðræðum yrði að fá Sovét- ríkin til að sleppa tökum á Austur-Evrópu gegn tryggingu af hálfu vesturveldanna þess efnis, að þau myndu ekki í staðinn sei- last þar til áhrifa. Þetta er mjög í anda tillagna, sem Kissinger kvað hafa lagt fyrir Bushstjórnina skömmu eftir að hún kom til valda. Hingað til hefur afstaða Bushstjórnarinnar til Sovétríkj- anna verið nokkuð biðstöðu- kennd, en sum fyrstu viðbragða ráðamanna í Washington við kosningaúrslitunum eystra benda til þess, að Gorbatsjov hafi vaxið í áliti hjá þeim við þau. Það gæti leitt til aukinnar virkni í sam- skiptum risaveldanna og jafn- framt vaxandi vinsemdar þeirra á milli. þýðuvinsælda, sem hann aflaði sér í höfuðborginni meðan hann var æðsti maður flokksins þar, og ávann sér aðdáun í kosningabar- áttunni með því að gagnrýna yfir- völd undanbragðalaust og að kynna sig sem fulltrúa „litla mannsins." Fall aðalritara Leníngrad- svæðis f iýðveldunum við Eystrasalt sópuðu frambjóðendur grasrót- arhreyfinga þarlendra, sem beita sér fyrir aukinni sjálfstjórn, um- hverfisvernd o.fl., að sér fylgi. Þar var útkoman best fyrir kommúnistaflokkinn í Eistlandi, sennilega vegna þess að ráða- menn hans þar hafa í stórum dráttum sömu stefnu og gras- rótarhreyfingin. Háttsettastur flokksmaður sem féll var Júrí Sol- ovjov, aðalritari flokksins á Leníngradsvæðinu. í Úkraínu féllu íhaldssamir flokksbroddar unnvörpum, þeirra á meðal borg- arstjórinn í Kíef og aðalritari flokksins þar. í Zhítomír var kos- in Alla Jarosjínskaja, ung blaða- kona sem ekki er í flokknum og hafði vakið reiði áhrifamanna í honum með harðri gagnrýni á ástandið í húsnæðismálum. Flokksbroddarnir reyndu að fá kjörstjórn til að stöðva framboð hennar en mistókst. Tækifæri fyrir Gorbatsjov í allmörgum kjördæmum var aðeins einn frambjóðandi í kjöri og gefa m.a. sovéskir fréttaskýr- endur í skyn, að flokksmaskínan hafi valdið einhverju þar um. En eins manns framboð þessi virðast víða hafa vakið reiði kjósenda, sem brugðust við í mörgum þess- ara kjördæma með því að fella frambjóðendur. (Samkvæmt kjörreglum urðu þeir að fá yfir helming greiddra atkvæða til að ná kjöri.) Þannig fór fyrir Solovj- ov í Leníngrad og allnokkrum háttsettum flokksforingjum í Úkraínu. í Armeníu, þar sem kjörsókn var hvað minnst, eða að sögn um 53 af hundraði í Jerevan, virðist það hafa stafað af óánægju kjósenda með skort á valkostum í kjörklefanum. Margskonar getum er að sjálf- sögðu leitt að því hvernig fram- haldið verður. Sumir fréttaskýr- Jeltsín, uppreisnarmaður gegn valdaflokknum, svarar spurningum fréttamanna eftir að nánast dæmalaus kosningasigur hans hafði verið gerður heyrinkunnur. endur telja að þótt Gorbatsjov sé varla með öllu ánægður með sigur Jeltsíns, sé hann sæmilega hress yfir úrslitunum í heild sinni. Þeir sem verst hafi farið út úr kosningunum séu íhaldssamari aðilar í kerfi flokks og ríkis, einn þeirra helsti oddviti er Jegor K. Lígatsjev, æðsti maður um land- búnaðarmál. Hann er ákafur andstæðingur Jeltsíns og hefur verið talinn óþægilegur keppi- nautur fyrir Gorbatsjov. Kosn- ingaúrslitin gætu orðið Gorbat- sjov tækifæri til að losa sig við marga úr íhaldsarmi flokksins og raunar hefur þegar verið gefið í skyn að svo verði gert, á þeim forsendum að ekki sé verjandi að menn, sem alþýðan hefur hafnað í kosningum, gegni áfram háum stöðum á vegum flokksins. Misjafnar undirtektir í Austur-Evrópu En þótt Gorbatsjov og frjáls- lyndari menn kommúnistaflokks- ins kunni að líta á úrslitin sem traustsyfirlýsingu við stefnu sína, má vera að þeir, sem vilja breytingar, hafi nú fengið slíkan vind í seglin að kröfur um að hlut- unum verði breytt meira og hraðar en Gorbatsjov líkar færist í vöxt. Slíkt gæti vakið skelfingu meðal íhaldssamari aðila í flokknum, er leitt gæti til skipu- lagðrar og hnitmiðaðrar and- stöðu þeirra við Gorbatsjov. Þjóðernismálin eru í þessu sam- bandi ofarlega á baugi, eins og kosningasigur grasrótarhreyfinga baltnesku landanna sýnir. Þær krefjast að vísu ekki fulls sjálf- stæðis fyrir lönd sín, en allvíð- tækrar sjálfstjórnar. Hætt er við að vöxtur þessara hreyfinga hafi vakið með mörgum háttsettum Rússum ótta við Sovétríkin kunni að leysast upp í þjóðríki, ef slík- um samtökum verði gefinn laus taumur áfram. Varla fer hjá því að úrslit kosn- inga þessara hafi veruleg áhrif í Austur-Evrópuríkjum. í Austur- Þýskalandi og Rúmeníu birta fjölmiðlar lítið sem ekkert af fréttum af úrslitunum, og sýnir það hug valdhafa þar til nýskip- 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 31. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.