Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 24
Þegar Þórbergur Þórðar- son varð sjötugur kom út samtalsbók þeirra Matthíasar Johannessens, „í kompaníi við allífið". Sú bók þótti furðu sæta: hvað var Morgunblaðs- maður að tala við slíkan erki- kommasem Þórberg, hvað var meistari Þórberguraðtala við auðvaldsblaðið, sem hafði hamast gegn honum fyrir að vilja afklæðast persónu- leikanum, mann frá því blaði sem síst átti heima í ríki sann- leikans og réttlætisins sem boðað er í Bréfi til Láru? Menn voru alveg hlessa. En bókin var skemmtileg og skynugri menn sáu fljótt, að það var einmitt einn af kostum hennar að spyrill og svaramaður voru um flest ólíkir menn, nema sameinaðir í því að vilja hafa annað líf og engar refjar. Nú hefur AB í tilefni aldar- afmælis Þórbergs gefið út aðra prentun þessarar samtalsbókar og heitir hún núna „í komapaníi við Þórberg". Þar við er bætt ýmsu því sem þeim Matthíasi fór á milli eftir 1959, ennfremur skrifar Matthías kafla sem heitir „Að leiðarlokum" þar sem hann veltir sínum vöngum yfir Þór- bergi og rifjar upp ýmislegt um kynni þeirra og smíði kompanís- ins. Þar eru kaflar úr bréfum Þór- Matthías Johannessen róttæklingum (og voru ekki síst mótaðar af Þórbergi) að íhaldið væri svo óendanlega menningars- nautt og þröngsýnt og leiðinlegt og sæji aldrei út fyrir- hagsmun- anaflann á sér. Hann vildi afs- anna orð Þórðar frænda. Ég leyfi mér að styðja þennan þanka með því að vísa á annan stað í bréfi Ragnars til Matthíasar um Þór- bergsmálin: Að ögra borgurunum „Annars er tíðum mikill skyld- leiki með listamönnum og kon- um, viss aðdáun er báðum nauð- syn og þeir hallast að þeim sem sýna þeim traust og meta þá. Kommúnistar hafa þetta á sínu Þórbergur Þórðarson. Berjum á Framsókn! Það er annars fróðlegt að sjá, hve stórar vonir Ragnar í Smára hefur gert sér um það, að sam- talsbók Matthíasar við Þórberg gæti haft bein pólitísk áhrif, jafnvel í kosningum. Hann er af- skaplega glaður yfir því þegar hann les handritið, að „skít er kastað í Framsókn og SÍS“ því - eins og hann segir: „mér finnst þessi fyrirtæki séu orðin hreinar blóðsugur á þjóðfélaginu“. Og' hann heldur áfram um þetta efni: „Þessi kafli er stórkostlegt inn- legg í kosningabaráttuna á kom- andi vori. Hægt er að vinna á Rangar í Smára: „Þórbergur er ákaflega trúgjarn og veikurfyrir þeim sem gera vel til hans“ Ragnar í Smára, Þórbergur og kommarnir bergs og þar eru líka partar úr fróðlegum bréfum útgefenda Þórbergs, Ragnars í Smára, til Matthíasar frá þeim tíma sem hann var að skrá margnefnd samtöl. Þarna er ýmislegt fróðlegt á ferð, sem verður að nokkru rakið í þessum pistli hér. Stríöum kommunum! Þar er til dæmis að finna eins- konar svar við því, hvaða hug- myndir Ragnar útgefandi gerði sér um þá bók sem þeir Matthías og Þórbergur voru að setja sam- an. Það mál hafði frændi Ragn- ars, Þórður Sigtryggsson, reyndar afgreitt á sinn hátt í mín eyru: Jájá, sagði hann, Ragnar er, eini siðaði maðurinn í Sjálfstæð- isflokknum! En Ragnar segir sjálfur í bréfi á þessa leið: „Það er mikill sigur fyrir okkur Morgunblaðsmenn að nafn- kunnur starfsmaður blaðsins skuli verða til þess að gefa Þór- bergi tækifæri til að segja álit sitt á lífinu í kringum okkur, segja það alveg hiklaust sem honum býr í brjósti, líka það sem okkur kemur ekki vel að heyra og kommúnistar munu áreiðanlega telja þetta mikið áfall fyrir sig og Þjóðviljann". Semsagt: Ragnar ætlaði að stríða kommum með bókinni, með þessari óvæntu brúarsmíð. Ekki kannski með því að ergja þá rauðliða sem husguðu : VIÐ eigum Þórberg. Menn skuli ekki vera að kássast upp á annarra manna jússur hér! Öilu heldur sýnist mér að Ragnar hafi viljað kveða niður þá hugmyndir hjá prógrammi en hinn kapítalíski heimur hefir fram á þennan dag keppst við að fyrirlíta listamenn, og við eigum það mikið Rússum að þakka, að á þessu hefur orðið nokkur breyting síðustu áratug- ina“. Hér kemur það glöggt fram sem Ragnar lét stundum ýja að í samtölum: Hann vildi nota virð- ingu sósíalista fyrir listum og jafnvel það mikla stáss sem sjálf- ur Rússinn gerði með ýmsa af- reksmenn í listum sem svipu á borgaralega nágranna sína. Á þá hundpraktísku menn sem ekki skilja, að það fer illa ef listin er látin éta það sem úti frýs í mark- aðsbyljunum. Við borgararnir, hugsar Ragnar, verðum að sýna listamönnum sóma, annars gleypir byltingin þá alla. Og því gerist hann með sínum hætti for- göngumaður í því sem Herbert Marcuse kallaði „bælandi um- burðarlyndi“ - það eru dregnar tennurnar úr hættulegum skoð- unum með því að hamast ekki gegn þeim, útiloka þær ekki - svo framarlega sem þær koma úr munni einhvers Þórbergs, ein- hvers sem á skilið að vera kallað- ur meistari í sinni list. (Allt í lagi svo að berja áfram á hinum nafn- lausu og stirðmæltu). Það er meira en fróðlegt að skoða tilurð bókarinnar „í kompaníi við al- lífið“ einmitt í þessu samhengi. Að vísu er ekki beint fallegt að sjá til þeirra Ragnars og Matthí- asar, þegar þeir eru að bræða það með sér hvernig þeir geti spilað á hégómaskap Þórbergs og að- dáunarþörf, á það að hann sé (orð Ragnars) „veikur fyrir þeim sem gera vel til hans“. En látum svo vera. Menn hafa víst brallað annað eins honum nokkur kjördæmi frá Framsókn.... Eftir að bókin þín er komin út mun mikið rofa til“. Hér kemur líka að öðru: Ragn- ar í Smára er í hópi þeirra Sjálf- stæðismanna sem finnst að Fram- sóknarmenn og Kratar séu miklu lakari pólitískir og mannlegir pappírar en kommaskrattarnir. Um þetta efni má lesa fróðlega klausu í bréfi til Matthíasar: Við erum bestir „Þú veist að mér er alltaf dá- lítið hlýtt til kommanna, ekki vegna þess að ég ekki fyrirlíti kommúnismann. Ég álít hann í svipinn höfuðvandamál mann- kynsins og alheimsböl af líku tagi og katólisminn var þegar hann var djöfullegastur, en ég held upp á marga komma sem ein- staklinga. Þeir eru miklu nær okkur að skapferli en fram- sóknarhyskið og þeir eru ekki nærri eins siðlausir og kratarnir. Ýmsir þeirra munu reynast okkur hinir bestu bandamenn er augu þeirra opnast, en hinir aldrei nema hálfir". Nú er gaman. Taki menn fyrst eftir einu: Ragnar er mjög bundinn við trú á sinn flokk, sem virðist engu minni en sú sem við sósíalistar höfum Iengst af verið sakaðir um. VIÐ erum bestir, líklega erum við betra fólk en hinir (siðlaust miðjuhyski!). Ragnar notar á þá flokka, sem hann hefur óbeit á ósköp svipaða sleggjudóma og Þórbergur um íhaldið í Lárubréfi og víðar. Það fylgir og með, að pólitískum andstæðingum er raðað í mannvirðingar eftir því hvort Okkur er sæmandi að um- gangast þá eða ekki: kommarnir, segir Ragnar, eru miklu skárri bandamenn en hinir. Góðu vondu kommarnir En hvers vegna? Það gæti nú staðið í manni að gera grein fyrir því úr fjarlægð. Kannski finnur Ragnar í Smára til skyldleika með Kristni E. Andréssyni og fleiri góðum sósíalistum vegna þess, að hann er þeirra bróðir í áhuga á listum og bókmenntum? Það kann að vera: að minnsta kosti munum við vel hve ólánleg samskipti Framsóknarflokksins við menninguna hafa lengst af verið : andi Jónasar frá Hriflu hefur þar svifið yfir vötnum. Hvað gætum við fleira týnt inn á þennan líkindareikning? Þegar Ragnar talar um að kratar séu siðspilltari en kommar - á hann þá við hina útbreiddu ímynd krat- ans sem bittlingahetju? Meðan „kommarnir mega þó eiga það að þeir eru einlægir í sinni vitleysu?" (Þetta er ekki ívitnun í Ragnar) Spyr sá sem ekki veit. Nú eru ummæli Ragnars í Smára í innanbæjarbréfi ekki nein fræðileg úttekt á pólitískri stöðu. Þar eftir kannski hæpið að draga af þeim alltof víðtækar ályktanir. Til dæmis er það ráð- gáta nokkur, hvernig ýmsir kommar munu reynast „okkar bestu bandamenn“. Um hvað? Kannske er hér ávæningur af þeirri eftirsjá eftir Nýsköpunar- stjórninni frægu, sem lengi brá fyrir hjá ýmsum sósíalistum og Sjálfstæðismönnum - m.a. Ólafi Thors og Einari Olgeirssyni? Pólitík Þórbergs Þegar þeir Matthías og Ragnar í Smára eru, hver með sínum hætti, að tala um pólitík Þór- bergs, hafa þeir sterka hneigð til að gera lítið úr henni. Hún risti ekki djúpt. Ragnar segir m.a. í bréfi: „Hugmyndir Þórbergs um vonda og góða menn, peninga- sjúka menn og hugsjónalausa eru mjög mengaðar af kommúnisma. Þær eru dálítið broslegar í aðra röndina". Það er gamalt og nýtt, að les- endur merkilegs höfundar reyna að hirða úr honum það sem þeim best kemur en gera lítið úr öðru. Ragnari ( og Matthíasi) finnst lítið til pólitíkur Þórbergs koma - öðrum leiðast hans eilífðarmál. Allt sé það í lagi. En af því menn eru nú ekki beinlínis í slagsmálum út af Þórbergi eins og stendur, þá er kannski ekki úr vegi að mæla með því að menn blátt áfram taki karlinn eins og hann er. Ég var um daginn að fjasa eitthvað einmitt um þetta: að guðspeki, spíritismi og komm- únismi Þórbergs eru samantvinn- uð í rammt kerfi hjá honum. Kerfi sem er afskaplega rökrétt á sinn hátt - meðan enginn steinn er úr því tekinn. Og það mátti ekki. Þessvegna gat Þórbergur aldrei „bilað í Ungó“ eins og hann sagði: þegar hann var búinn að koma pólitíkinni fyrir í eilífð- inni voru allir atburðir líðandi stundar orðnir svo smáir að þeir skiptu vart máli lengur. Mannúð Þórbergs fór á flakk í eilífðaraf- straksjónum: það sem helst hann varast vann varð nú að koma yfir hann. En nota bene - hugmyndir Þórbergs um hugsjónalausa og peningasjúka kapítalista, þær eru kannski ekki mótaðar af komm- únískri kenningu fyrst og fremst. Það er líkast til rangt hjá Ragn- ari. Miklu heldur eru þær reistar á alþýðlegri jafnaðarstefnu sveitamannsins, sem man það enn, þótt hann sé á mölina kom- inn, að Kristur var lítt hrifinn af auðkýfingum og að bændum var það eðlilegast að vantreysta and- skotans kaupmanninum. Þór- bergur var heldur aldrei gripinn þeirri „eignagleði" sem Ragnar átti til að lofsyngja, meira að segja á prenti, sem nokkuð góða og uppbyggilega tilfinningu. HELGARPISTILb 24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 31. mars 198! ÁRNI BERGMANN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.