Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 15
SANNAR foreldrar stúlkna frumkvæði að töku eiðs, en hvergi kemur nák- væmlega fram hver orðrómurinn var, hvað verið var að kveða nið- ur, hvort tiltekinn maður var í spilinu eða hvort óljóst og al- mennt lauslætisorð fór af stúlk- unni. í einu tilviki kann fyrirhug- aður ráðhagur að hafa orðið til þess að stúlka hélt á þing. Vorið 1676 fór Anna Jónsdóttir, síðar auknefnd Anna digra, á Viðvík- urþing í Skagafirði og hafði þá verið í vist hjá Gísla biskupi Þorl- ákssyni. Einhver hafði vikið orð- um sínum ósæmilega að henni og biskup skrifaði sýslumanni að óhætt væri að leyfa henni eið því hún hefði ávallt hagað sér „sem einni ærlegri, skírlífri og guðhræ- ddri heiðurspíku ber og vel sómir til orða, gjörða og allra sinna at- hafna.“ Fjórum árum síðar var samið um giftingu Önnu og séra Ólafs Porvarðarsonar sem hafði verið á Hólum um svipað leyti og hún. Meydómur glatast Anna var 25 ára, við vitum ekki aldur hinna, en áreiðanlega voru þær ungar að árum, á þeim aldri sem búast mátti við að meydómi þeirra væri ógnað og þær ættu á hættu að finna til líkt og Sedítíana meydrottning þegar hún leit Sig- urð þögla konungsson í fyrsta sinn í sögu frá 15. öld: „en við þessa sýn varð henni svo mjög að hún ruglaðist öll og óróaðist og angraðist og svo undarlegur girndameisti flaug nú í hennar hjarta svo ört og ákaft að hún kenndi sig eigi lifa mega innan lítils tíma ef hún missti elsku og ástar þess hins kurteisa riddara er svo undarlega fagur og fríður var langt um fram alla jarðlega skepnu þá sem hún hafði séð.“ Meydóminn missti drottning með þeim hætti að Sigurður brá sér í líki svínahirðis: „og hér eftir leggst hann niður hjá henni og gjörir hennar líkama réttan og heitan og tók hana nú með afli og undraðist hún það geysi mjög hversu hans líkami var gleðilegur viðkomu og hversu sterklega hún höndluð. Og nú var hún að fullu því rænd sem hún kunni síðan aldrei aftur fá, en það var hennar jungfrúdómur.“ Ekki skal ég segja neitt um kenndir raunveru- legra kvenna, heimildir greina ekki um slíkt. Dæmi um meydómsmissi má þó finna í dómabókum, til dæmis vorið 1604 að Sigríður Gísladóttir sagð- ist vilja sverja eið fyrir alla karl- menn aðra en Björn Erlendsson og hefðu þau fyrst komið saman um miðjan vetur árið áður. Eins skýrði blind stúlka, Valgerður Jónsdóttir, frá því að fimmtudagskvöldið næst fyrir Þorrakomu árið 1667 hefði hún verið stödd í útihúsi á Felli í Bisk- upstungum. Þangað kom maður sem sagðist heita Jörundur „og hafi þeirra samfarir þar þá orð- ið.“ Um haustið ól Valgerður barn og hafði kennt karlmanna fyrr. Helvíti beið ef þær lugu En sögðu þær stúlkur satt sem unnu meydómseiða eða var orð- rómurinn á rökum reistur? Til þess að veita nokkra hugmynd um það sem þær áttu yfir höfði sér ef þær unnu rangan eið er hér klausa frá sfðari hluta 17. aldar: „Ef ég sver falsklega þá straffi mig Guð faðir, Guð sonur og Guð heilagur andi. Að Guðs föður sköpun ... öll hans föðurleg gæska, náð og miskunn komi mér ekki til gagns heldur ég sem einn mótviljanlegur, harðhnakkaður yfirtroðari og syndari verði eilíf- lega straffaður í helvíti... Að Guðs sonar vors herra Jesú Kristi manndóms tekning og hans kostulegi blóðugi sviti og sak- lausra bitra... hjálpi mér ei til sáluhjálpar, heldur að sá sami herra Jesús Kristus veri mér á þeim síðasta degi einn strangur dómari sá mig fyrir minna mis- gjörninga skuld dæmi og fordæmi með sínum stranga dómi til eilífr- ar pínu og afhendi mig helvítis böðli í vald að pínast eilíflega. Einnig... að mínar syndir verði mér aldrei forlátnar og að ég rísi ei upp til þeirra herligheita sem öllum útvöldum er reiðubúið af eilífðinni, heldur að ég verði út- skúfaður með sálu og lífi í eilífa fýrirdæming." Ein laug, aðrar líklega ekki Þegar haft er í huga að fólk flest trúði slíkum hótunum er ósenni- legt að stúlkur hafi gert það að gamni sínu að ljúga á þingi. Þór- dís Halldórsdóttir í Skagafirði gerði það að vísu vorið 1608, en í apríl vann hún meydómseið og fæddi barn í september sama ár, fimm mánuðum síðar. Hún hélt því til streitu í nokkur ár að hún hefði aldrei verið við karlmann kennd, en viðurkenndi undir pyntingarhótun að mágur hennar ætti það og var drekkt á alþingi 1618. í þessu tilviki vofði aftaka yfir, en hvað um venjulegar stúlkur sem unnu meydómseið? Kirkjubækur eru næstum engar til frá 17. öld og það eina sem gat komið að gagni voru reikningar sýslumanna um sektir fyrir 33 Sú æb sem er fyrír neðan brána á hægra, sem Hggurmeb öndverbrí bránni, efsérá hana þá erhún ekki píka. fifi SÖGUR Már Jónsson skrifar lausaleiksbrot, svonefndir sak- eyrisreikningar. Þá vill svo illa til að þeir eru ekki varðveittir árin 1665-75, þegar meydómseiðarnir eru flestir, og hvað varðar Rang- árvallasýslu í byrjun aldarinnar, þegar dómabókar Gísla Áma- sonar nýtur við, em aðeins skráð nöfn karlsins en konan ýmist sögð frilla hans eða barnsmóðir. Aðeins í einu tilviki þóttist ég finna eitthvað um stúlku sem vann eið. Guðrún Jónsdóttir hét stúlkan sem síðust vann meydómseið. Það gerðist á manntalsþingi á Auðkúlu í Arn- arfirði vorið 1719. Tveimur ámm síðar kom kona með sama nafni fyrir rétt á sama stað, Guðrún Jónsdóttir vinnukona á Lokin- hömrum. Grunur lék á að hún hefði fargað barni sumarið 1720. Heimilisfólk tók eftir þykkt á henni um vorið „eins og þeirri konu er gengur með barn.“ Þykktin óx og í byrjun júní lagðist hún þrjá daga í rúmið. Vinnu- maður á bænum aðstoðaði hana og bar tvisvar alblóðuga rekkju- voð til þvottar. Við rúmið sá hann dall fullan af blóði. Enginn á bænum varð þess hins vegar var að hún fæddi barn eða fóstur. Þegar Guðrún sjálf var yfirheyrð sagði hún að blóð hefði staðið með sér, en runnið þessa þrjá daga og þykktin því horfið. Þama gat hafa orðið fósturlát og Guð- rún þá sofið hjá manni skömmu eftir að hún vann eiðinn. Svo var þó ekki. Undir lok yfirheyrslunn- ar neitaði Guðrún að með blóð- látunum „hafi fylgt nokkurt barn dautt eður lifandi eður nokkurt það efni... sem orðsakast hefði kunnað af manns og konu sam- ræði.“ Hún klykkti síðan út með því að bjóða eið um að ekki nokkur karlmaður „hefði með sér samræði haft er heyra kynni til barngetnaðar síðan hún átti barnið við Snorra Árnasyni. “ Ég gat að vísu ímyndað mér að barn- ið hefði fæðst fáeinum mánuðum eftir meydómseiðinn og Guðrún þá verið sama sinnis og Þórdís Halldórsdóttir, en þegar ég skoðaði sakeyrisreikninga kom í ljós að barn Snorra og Guðrúnar fæddist að minnsta kosti ári áður en nafna hennar kom á þing á Auðkúlu og sór og sárt við lagði að hún væri hrein mey. Líklega hefur hún verið það og allt bendir til þess að á 17. öld hafi stúlkur ekki svarið eið um að þær væru hreinar meyjar nema þær hefðu eitthvað til síns máls og þættust segja satt. Heimildir eru dómbækur frá 17. öld, geymdar á Þjóðskjalasafni og á Stofn- un Árna Magnússonar í Reykjavík. Um Ragnheiði Brynjólfsdóttur má fræðast í grein Guðmundar Kambans í Skírni 1929 og ritinu Úr bréfabókum Bryiyólfs biskups sem Jón Helgason gaf út árið 1942. Um Þórdísi Hall- dórsdóttur birti Einar Arnórsson rit- gerð í Sögu árið 1951 og Guðbrandur Jónsson sama ár í greinasafninu Sjö . dauðasyndir. Tilvitnun í Sigurðar sögu þögla er úr fyrirhugaðri útgáfu Matthews James Driscolls hjá Árna- stofnun. Uppistaða greinarinnar er erindi sem ég flutti á árshátíð sagn- fræðinema við Háskóla íslands föstu- dagskvöldið 17. mars 1989. Föstudagur 31. mars 1989 ^NYTT HELGARBLAÐ - SÍDA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.