Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 30
Hvað á að gera um helgina? Vemharður Linnet barnaútvarpsráðunautur Á laugardaginn verð ég á fullu við að æfa nýtt unglingaleikrit fyrir útvarp unga fólksins og jafnframt vígja nýjan starfsmann sem verður hjá okkur hér í sumar. Nú á laugardagskvöldið fer ég svo út á flugvöll að taka á móti syni mínum sem er að koma frá Danmörku, og ætli hann ráði svo eicki prógramminu á sunnudaginn. Samstarfskona mín SMJ verður í fermingarveislu norður á Akureyri þannig að ég verð mikið á langlínunni því starfsmenn barna- og ung- lingadeildar RÚV eru alltaf í stöðugu sambandi. SPRON, Álfabakka 14, Breiðhoiti, verk eftir Benedikt Gunnarsson, hefst Id. 14.00, opið virka 9.15-16 nema föd. 9.15-18. Lýkur 26.5. Aðalsteinn Ingólfsson talar um tengsl nævisma og nútímalistar í Hafnarborg md. 20.30. SÚM á Kjarvalsstöðum, 100 verk e. 15listamenn,opiðdagl. 11- 18, Iýkur9.4. Harpa Karlsdóttir sýnir tíu olíu- málverk í anddyri Landspítalans (vinstriálmu). Nýlistasafnið: Sólveig Aðal- steinsdóttir sýnir skúlptúra og teikningar, Svala Sigurleifs- dóttir sýnir Ijósmyndir í ef ri sal. Opið virka 16-20, helgar 14-20. Nýhöfn: Grétar Reynisson sýnir olíumálverk og teikningár. Opið virka 10-18, helgar 14-18. Ragnar Stefánsson í FÍM- salnum, opið virka 13-18, helgar 14-18. Síðasta sýningarhelgi, Iýkur4.4. Listasafn Einars Jónssonar, opið Id. sd. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn dagl. 11-17. Listasafn íslands. Salur 1: Jón Stefánsson, Jóhannes Kjarval, GunnlaugurScheving. Salur2: Júlíana Sveinsdóttir. Fyrirlestra- salur: GunnlaugurScheving. Uppi:Nýaðföng. Lokaðfös.,sun. og mán, annars opið 11-17. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar á Laugarnesi, opið helgar 14-17. Sigurþór Hallbjörnsson (Spessi) sýnir á Mokka v/ Skólavörðustíg Ijósmyndir úr ferðum sínum. Gallerí Gangskör, opið virka þd.-föd. 12-18, verk gangskör- ungatilsýnisogsölu. Gallerí Grjót, Sigurður Þórir Sig- urðsson og Kristbergur Péturs- son hafa bæst í hóp þeirra sem sýna þar. Opið 12-18 virka daga. Safn Ásgrims Jónssonar, Bergstaðastræti 74, vatnslita- myndirÁsgrímstil maíloka, dagl. 13.30-16 nema mánu- og miðvd. Ragnar Lár sýnir 20 „karikatúra" af þekktu fólki í Innrömmun Sig- urjóns, Ármúla 22, á verslunar- tíma. Hreinn Friðf innsson í Slunkar- íki ísafirði, síðasta sýningarhelgi, opið 16-18. Lars Emil Árnason íÁsmund- arsal, Freyjugötu, opið virka 16- 20 helgar 14-20, lýkur 27.3. Inga Elín sýnir glerlist í Epal, lýk- urumhelgina. Edwin Kaaber sýnir málverk í Bókasafni Kópavogs, opið virka 10-21, Id. 11-14. Katrín H. Ágústsdóttir sýnir vatnslitamyndir í Jónshúsi í Kaupmannahöfn til 14.4. Sýning á verkum úr safni bæjar- ins í Hafnarborg, Hafnarfirði, opið dagl. 14-19 nema þd. Málverkasýning Menningar- daga herstöðvaandstæðinga í Listasafni ASÍ opin 14-22. TÓNLIST „Tónleikar fyrir alla fjölskylduna" hjá Sinfóníuhljómsveitinni Háskólabíói Id. 15.00: „Hljóm- sveitin kynnirsig" e. Britten, „Barnaleikir" e. Bizet, „Péturog úlfurinn" e. Prokofiev. Sögumað- ur í „Pétri" Þórhallur Sigurðsson, Anthony Hose stjórnar. Einsöngstónleikar ísl. hljóm- sveitarlnnar í Gerðubergi sd. 16.00. Sigurður Bragason (barít- ón) og Þóra Fríða Sæmundsdótt- ir (píanó) flytja verk e. m.a. Árna Thorsteinsson, Björgvin Guð- mundsson, Beethoven, Schu- bert, Verdi. Elísabet Erlingsdóttir (sópran) Gunnar Gunnarsson (flauta), Kjartan Már Kjartansson (lágfiðla), Páll Eyjólfsson (gítar) flytja nýtt verk e. Þorkel Sigur- björnsson, Ballade (frumflutn. hér). Jóhanna Þórhallsdóttir (alt), Gunnar Gunnarsson (flauta), Birkir Þór Bragason (saxófónn), Páll Eyjólfsson (gítar), Eggert Pálsson (slagverk) flytja nýtt verk e. Atla Heimi Sveinsson, Karin Mánsdatters vaggvisa för Erik XIV. (frumflutn. hér). Kammersveit Rvíkur í Áskirkju sd. 17.00,19 hljóðfæraleikarar flytjaverke. Milhaud, Ibert, Joli- vet, Debussy (einleikur Elísabet- ar Wáage á hörpu) og „Eldar" e. Martial Nardeau (frumflutningur). Símon H. ívarsson og Orthulf Prunner leika á gítar og klaví- kord verk e. m.a. Bach, Beethov- en, Boccherini, de Falla, á Hellu Id. 15.00, grunnskólanum Húsa- vík sd.21.00. Tríó Guðmundar Ingólfssonar og Reynir Sigurðsson í heita pottinum Duushúsi sdkvöld. Ruth Slenczynska á píanótón- leikum EPTA ío Óperunni mád. 20.30, verk e. Beethoven, Luto- slawski, Chopin, Ravel, Schu- mann. LEIKLIST Gestaleikur London City Ballet I Þjlh. föd. 20.30, Id. 14.30 og 20.00. Ingveldur á Iðavöllum hjá Hug- leik á Galdraloftinu, Hafnarstræti 9, Id. 20.30 (frumsýning). Óvitar í Þjlh. sd. 14.00. Brúðkaup Fígarós e. Mozart í Óperunni Id. 20.00 (frumsýning), sd. 20.00. Leikstj. Þórhildur Þor- leifsdóttir, hljsvstj. Anthony Hose. Sveitasinfónían í Iðnó sd. 20.30. Sjang og Eng í Iðnó föd., Id. 20.00. Ferðin á heimsenda í Iðnó Id. sd. 14.00. Sál mín er hirðfífl í kvöld, Egg- leikhúsið Hlaðvarpanum Vestur- götu.sd.mád. 20.00. Brestir í Þjlh., litlasviði, föd., Id. 20.00. HITT OG ÞETTA Samt mun ég vaka'. Baráttudag- skrá Samtaka herstöðvaand- stæðinga Háskólabtói sd. frá 14.00. Ávörp, leikþættir, tónlist, gagnoggaman. Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi 10.00 frá Digra- nesv. Röltog hugað að vorinu, molakaffiáeftir. Útivist. Sd. Rauðavatn- Laugavatn-Hafravatn, göngu- skíði, verð 500 kr. börn ókeypis, brottförvestan Umfmst. Ferðafélagið. Sd. 10.30skíða- ganga á Hellisheiöi, verð 800- 13.00 Gengið á Skarðsmýrarfjall, verð 800, brottföraustan Umfmst. Síðustu dagar Víkingasýning- arinnar í Norræna húsinu og Þjóðminjasafni, opin 11-18. Fyrirlestur Anthony Faulkes frá Birmingham-háskóla um „The Viking rnind" sd. 17.00 í NH (á ensku). Kvikmyndaklúbburinn Id. 15.00: Jules et Jim, f rönsk f rá ‘62 e. FrangoisTruffaut. Félag eldri borgara. Opið hús í Tónabæ á Id. frá 13.30, göngu- ferðþaðan 14.00. Danskennslan í Ármúla 1714.30-16. Opið hús sd. í Goðheimum, Sigtúni 3, spjall, spil og tafl frá 14, dansað 20-23.30. OpiðhúsTónabæ md. frá 13.30, félagsvist f rá 14.00. Ath.i Skemmtun íTónabae Id. frá 20.00, fjölbreytt dagskrá. Síðastispiladagurvetrarins hjá Breiðfirðingafélaginusd. 14.30 Sóknarsalnum Skipholti 50A. MÍR-bíó Vatnsstíg 10 sd. 16.00. „Mússorgskí" frá 1950, leikstj. Grígorí Roshal, aðall. Áleksand- erBorisov. Epskurtexti. Ókeypis. Málþing um byggðasögu á veg- um Sagnfræðingafélagsins, Odda Id. frá 14.00. Framsögu- menn:ÁsgeirÁsgeirsson, Eiríkur Guðmundsson, Hrefna Róberts- dóttir, HalldórBjarnason, Þór- hallurVilmundarson, Friðrikól- geirsson. Stórdansleikur á Hótel Selfossl Id. með 15 manna „bigbandi" Karls Jónatanssonar, söngkona Mjöll Hólm. Danstónlistaf öllum gerðum-enginngaddavír. Uppboð á Hótel Borg á vegum GallerísBorgarsd. 16.30. Nýjar kenningar um kvenna- sögu í Idkaffi Kvennalistans Laugavegi 17 frá 11.00, Kristín Ástgeirsdóttirtalar. rnimri Ar(JgH| ^HARALDSSON Valdið yfir pyngjunni í drögum þeim að nýjum út- varpslögum sem eru nú til um- fjöllunar í ríkisstjórninni og hjá þingmönnum er gert ráð fyrir því að Ríkisútvarpinu verði áfram heimilt að birta auglýsingar og fjármagna þannig starfsemi sína. Einnig er lagt til að afnotagjöld verði innheimt áfram en gjalds- tofni þeirra breytt þannig að mið- að verði við íbúðir og atvinnufyr- irtæki f stað einstakra notenda. Um þessar leiðir til tekju- öflunar er ekki eining í nefndinni og ágreiningurinn reyndar af ýmsum rótum sprottinn. f ein- hverjum drögum að núverandi drögum var gert ráð fyrir að banna auglýsingar í RÚV og þá skoðun henda þau Jón Ottar Ragnarsson, Þorgeir Ástvalds- son og Arnþrúður Karlsdóttir á lofti í séráliti sem fylgir frum- varpsdrögunúm. Þremenningarnir líkja núver- andi ástandi við það að ríkið gæfi út dagblað sem keppti á auglýs- ingamarkaði við blöðin sem fyrir eru auk þess sem allir landsmenn væru skyldaðir til að vera áskrif- endur að því. Þessi samlíking er villandi. Markaður fyrir dagblöð og tímarit er rótgróinn og fast- mótaður á íslandi. Um hann gilda ákveðnar reglur sem hafa lítið breyst um áratuga skeið. Ljósvakamarkaðurinn er alit öðruvísi. Þar hefur RÚV haft einokun um hálfrar aldar skeið og það er einmitt tilgangurinn með nefndarstarfinu að móta þær reglur sem framvegis eiga að gilda um samskipti RÚV og ný- græðinganna. Markaðurinn er óskrifað blað og á eftir að finna það jafnvægi sem fyrir löngu er náð á blaðamarkaði. Málflutning þremenninganna (eða amk. karl- anna tveggja) ber því fyrst og fremst að skoða sem lið í baráttu þeirra fyrir því að bola RÚV út af auglýsingamarkaðnum - baráttu sem staðið hefur æði lengi. Ein málsgrein í málflutningi þremenninganna fannst mér dá- lítið kúnstug: „Hættan sem stafar af núverandi ástandi er einnig veruleg fyrir Ríkisútvarp- ið. Það er að dómi margra orðið of háð hagsmunaaðilum á sama tíma og margir telja að mikilvægt sé að það sé sem óháðast.“ Þarna skyldi maður ætla að mælt sé af reynslu. En mér er spurn: hvenær hafa þeir tímar verið uppi að ekki hafi verið mikilvægt að RÚV væri sem óháðast? Þremenningarnir mæla með því til vara að auglýsingaverð RÚV verði stórhækkað, um 70- 100%, og telja það nauðsynlegt til að jafnvægi náist. Þennan tón hefur maður lengi heyrt frá auglýsendum og auglýsingastof- um og eflaust er margt til í hon- um. Röksemdir þeirra þriggja eru þær að með þessu myndi sjónvarps- og útvarpsauglýsing- um fækka og straumurinn sem legið hefur til ljósvakamiðlanna frá blöðunum stöðvast. „Jafn- framt myndi hlutfall auglýsinga í dagskrá ljósvakamiðlanna drag- ast verulega saman til hagsbóta fyrir notendur og dagskráin yrði þar af leiðandi betri.“ Undir þetta má vissulega taka. Af öðrum toga eru athuga- semdir tveggja innanhússmanna, þeirra Ernu Indriðadóttur og Harðar Vilhjálmssonar. Þau fetta fingur út í þá grein frum- varpsins sem leggur ákvörðunar- vald um verð auglýsinga í hendur menntamálráðuneytisins. Með þessu sé verið að skerða fjárhags- legt sjálfstæði stofnunarinnar enn meir en nú er. Ekki sé nóg að ráðherra ákveði afnotagjald, nú eigi hann líka að ráða auglýsinga- verði. Með tilvísun til þess að RÚV var svipt einum tekjustofni sínum, aðflutningsgjöldum af viðtækjum, segja þau að þarna sé vegið að sjálfstæði stofnunarinn- ar. f ljósi þessara ummæla sýnist mér lausnin Iiggja beint við. Ríkisútvarpið heldur áfram að birta auglýsingar og tilkynningar (nema á stórhátíðum) og fær fullt vald til þess að verðleggja þjón- ustu sína, hvort sem um er að ræða afnotagjald eða auglýsinga- verð. Með þessu móti ætti að ríkja fullt jafnræði á markaðnum. Eða eru frjálsu stöðvarnar háðar ein- hverjum þegar þær ákvarða auglýsingaverð sitt? Lítur nokkur yfir öxlina á Jóni Óttari þegar hann hækkar afnotagjaldið á Stöð 2? Og er hann ekki alltaf að segja okkur að Stöð 2 nái til allra þeirra landsmanna sem borgar sig að ná til? 30 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 31. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.