Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 31.03.1989, Blaðsíða 23
Friðarsafnið s Avarp Svövu Jakobsdóttur rithöfundar við upphaf Menn- ingardaga herstöðvaandstæðinga Við erum samankomin í lista- safni til að minna okkur á að við íslendingar eigum verðmæti sem við viljum ekki glata. Umhverfis okkur eru málverk, höggmyndir, grafíklist, myndvefnaður, og á næstu dögum fáum við að hlýða á tónlist, upplestur og söng. í heila viku verður þetta safn lifandi vettvangur lista og menningar. Listasöfn eru hvarvetna vitnis- burður um þroskastig hverrar þjóðar, hver heimsókn þangað eins og ferð inn í hið undursam- lega ævintýri um sköpunarþrá mannsins. En það eru til annars konar söfn. Ég heimsótti eitt slíkt í október 1987. Það var safnið í Hiroshima, reist til minningar um fórnarlömb kjamorkusprengj- unnar hinn örlagaríka ágústdag 1945. Það fyrsta sem við blasir í safn- inu þegar inn er komið er líkan af auðninni þar sem áður var milj- ónaborgin Hiroshima. í glerskáp við vegginn rekur maður augun í styttur af fólki í fullri líkams- stærð, það er fjölskylda, hjón með eitt barn, stödd í auðn, um- komulaus líkt og þau séu ein í heiminum en em samt eitthvað á leið, hárið sítt og óreiðulegt, klæðin óhrjáleg og rétt í svip finnst mér sem ég hafi séð þessa fjölskyldu áður, - og svo rifjast það upp fyrir mér að einmitt svona fjölskyldu, stillt upp nák- væmlega eins og þessari, sá ég í einhverju náttúrugripasafni þar sem þróunarskeið mannkynsins var rakið frá upphafi til siðmenn- ingar okkar daga og hin allslausa fjölskylda forsögulegra tíma var sýnd einmitt svona, karl, kona, barn, eitthvað á leið, en þegar ég kom nær sá ég að munur var á, fatalarfarnir vom ekki dýrahúð- ir, heldur slitmr af brunnum fö- tum, jörðin undir fótum þeirra var ekki ósnortið land heldur brennandi auðn. Þessi fjölskylda var ekki á leið inn í framtíð siðm- enningar. Hún var á flótta undan henni. Var framþróunin þá eng- in? Á þessum stað og á þessari stundu var ekki hægt að svara því öðruvísi en neitandi. Þegar sprengjunni var varpað var mannkyni öllu þeytt aftur á steinaldarstig, sumum bókstaf- lega, öðrum siðferðilega. Grimmd villidýrsins í frumskóg- inum hafði tekið sér bólfestu í mennskum líkömum. Japanska þjóðin er háttvís. í þessu safni er hvergi sóst eftir því að túlka sýninguna fyrir gestin- um, engin gróf viðleitni höfð frammi til að vekja slíkan hrylling að maður brynji sig ósjálfrátt gegn þjáningunni eða afneiti henni. Safnið er sjálft látið tala. Ég ætla heldur ekki að lýsa því sem þama bar fyrir augu í ein- stökum atriðum. Slík upptalning kæmi hvort eð er ekki til skila áhrifum þessa safns þar sem gest- ir ganga um hljóðir eins og í kirkju af því að það vekur tilfinn- ingar sem manninum eru þrátt fyrir allt enn heilagar og persónu- legar. Allsráðandi kennd er djúp- ur harmur yfir örlögum okkar allra og ég velti fyrir mér hvernig á því getur staðið að heimsókn í þetta safn orkar sem nokkurs konar skírsla. Ég held að það stafi af því að hefndarhugur er fjarri. Eitt er víst að í andrúms- lofti þessa safns væri hvers konar réttlæting á hörmungunum óhugsandi og mundi láta í eyrum sem annarlegt óráðshjal breng- laðs hugar. Ég geng út úr safninu í garðinn fyrir utan. Það er orðið áliðið dags. Ég sest á bekk andspænis húsaskrokk sem einn hefur verið látinn standa sem menjar um kjarnorkusprenginguna, hálf- hrunið stórhýsi með gapandi gluggatóttum, og ég sit svo lengi að rökkrið sígur yfir og leður- blökur taka sig einhvers staðar upp úr trjálundi og fljúga með veggjum í draugalegum rústun- um. Engu líkara en mér sé kippt inn í hrollvekju í andrúmsloft hrörnunar og hnignunar, og ekk- ert með lífsmarki nema dag- blindar leðurblökumar, sem í okkar vestræna hugmyndaheimi eru tengdar svartagaldri og hefnd, og eru tákn myrkrahöfð- ingjans sem tekið hefur öll völd í heiminum, uns ég kemst að því að leðurblakan táknar annað í japönskum hugarheimi. Hún táknar ástand upplausnar og ósk- apnaðar, en úr óskapnaði má skapa á ný, - og það þarf ekki annað en standa upp af þessum bekk og ganga um garðinn og virða fyrir sér listaverk sem eru órækur vitnisburður um þá leið sem fara skal út úr þessum ósk- apnaði: í einu garðshorninu stendur minnismerki umkringt trjám líkt og í rjóðri. Það dregur að sér athygli mína vegna þess að það minnir á hin helgu tré sem eru við hvert Shinto-hof, þar sem Japanir stunda sálufélag við anda sína og hengja á marglitar papp- írsræmur sem áheit eða bæn til þess lífsanda sem í trénu býr. Þetta minnismerki teygist upp af stalli prýddum blómum og litfög- rum pappírsræmum sem vinda sig upp eftir öllum stofni svo engu er líkara en það sé gert úr bænum vegfarenda. í garðinum miðjum logar friðareldur undir steinboga og má sá eldur ekki slokkna fyrr en varanlegur og sannur friður ríkir á jörðinni. Loks er sjálft safnið kennt við frið. Það heitir Friðarsafnið. Allir sem taka þátt í baráttu gegn hervæðingu og styrjöldum, hafa einhvern tíma hugsað út í hvaða form sú barátta ætti að taka til að ná árangri. Hvar á áherslan að liggja? Hvort er væn- legra að vara við þjáningu og tor- tímingu eða freista þess að kveikja væntumþykju til lífsins, beina athyglinni að hinum marg- víslegu birtingarformum þess og þeim leyniþráðum sem liggja milli alls sem lifir? Fyrir skömmu las ég viðtal við kornunga stúlku sem var að skýra blaðamanni frá framtíðaráform- um sínum og unnusta síns. Hún sagði: „Við erum búin að skipu- leggja næstu tíu árin fram í tím- ann og við höfum engar áhyggjur af framtíðinni; allt tal um kjarn- orku og þess háttar venst bara“. Þegar ég las þetta rifjaðist upp fyrir mér hugsun sem hvarflaði að mér þarna í garðinum í Hiros- hima. Mér fannst að þeim pen- ingum yrði vel varið sem færu í að kosta för æskufólks til þessa safns, - að heimsókn þangað væri nauðsynleg til að auka þekkingu þess á þeim heimi sem við byggj- um, og skerpa vitund þess fyrir ábyrgðinni sem á því hvílir. Slæm er réttlæting á vonskuverkum. Örlagahyggja andspænis þeim er bæði sorgleg og hættuleg. Hvorki stríð né friður mega verða svo óraunveruleg hugtök í hugum fólks, að það gleymi því að framtíðin ræðst að miklu leyti af siðferðilegu vali þess sjálfs. Sjálf teflum við þessari lista- og menningarvöku gegn aðild okkar eigin þjóðar að hernaðarbanda- lagi. Én óvíða ef nokkurs staðar blasa andstæðurnar betur við en í Hiroshima og hvergi stendur svarið skrifað með skýrara letri. Sá óskapnaður sem þar er sýndur er ekki goðsögulegt fyrirbæri, ekki eðlilegur hluti af hringrás til- verunnar, fyrirskipað af guðun- um, heldur gerður af mannavöld- um, hörmulegt dæmi um hugvit á villigötum. Reynslan er lifandi: hún er hluti af öllu sem við gerum og má hvorki venjast né getur hún máðst burt fremur en skugg- inn af manninum sem brenndist inn í húsatröppurnar í Hiros- hima; þau þrep eru nú undir gleri í friðarsafninu í Hiroshima. Þessi skuggi fylgir okkur eins og kemur eftirminnilega fram í Ijóði sem japanska skáldið Taguchi Issui hefur ort og bið ég velvirðingar á lauslegri og ófullkominni þýð- ingu minni: í dag. Minningardagur sorgarinnar eftir atómsprengjuna og skugginn á þrepunum stekkur á fætur. Svava Jakobsdóttir Föstudagur 31. mars 1989 NYTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23 GUNNAR GUNNARSSON í séríslenskum taxa Allt sem gerist á íslandi, allt sem gert er á íslandi - hvaðeina það sem íslenskt er: hugsanir, framkvæmdir, almennar athafnir - allt verður sérstætt og öðruvísi og séríslenskt. Það var sænskur kunningi minn sem hélt þessu fram við mig þar sem við stóðum í verslunarmiðstöð sem heitir Kringlan og ég hafði haldið að væri mjög stfluð og öpuð upp á útlandið: Bandaríkin og Evrópu. - Nei, sagði hann, - það er al- veg sama hvað þið gerið ykkur far um að sníða ykkur að menningu miljónaþjóða, þið verðið sem betur fer alltaf íslensk. Auðvitað vissi ég þetta þótt ég hefði af því áhyggjur að við gerð- um okkur um of far um að sam- samast stóra heiminum í hugsun, smekk og umbúnaði. Svíinn sagði mér hins vegar að heima hjá hon- um skryppi allt svo auðveldlega í eitthvert straumlínulagað sörvis sem væri ópersónulegt, lítt á- hugavert, lyktarlaust og ættað úr sjónvarpsheimi sem er í rauninni hvergi til nema í hugarheimi dus- ilmenna. - Þið eruð eins og írar og Bret- ar, allt verður sérstætt og með ykkar lagi. Þið getið ekki einu sinni haft venjulega leigubfla- þjónustu nema með því að koma á það fyrirbæri hinu séríslenska sniði. - Hvernig snið er það? spurði ég- - Ef þið komið á fót leigubfla- þjónustu, kaupið fjöldafram- leidda bfla og setjið mannskap í að aka þeim, er þegar í stað sprottin upp einhvers konar aka- demía, kominn hópur alþýðlegra heimspekinga sem hefur skoðun á öllu sem lífsanda dregur, veit allt um stjómmál og hagfræði, bókmenntir og listir. Hjá okkur eru þetta manneskjur í einkenn- isbúningi, fólk með aðmírálshúfu sem ekur í logandi fart um göt- urnar og skilar farþegum á mesta hugsanlegum hraða gegnum flók- ið gatnakerfi. Hér gerist allt hægt og seint: bflferðin sjálf hefur sér- stakt gildi sem að vísu er greitt hátt verð fyrir - en upplifunin er einstök og gleymist seint sé mað- ur vanur hinu einskisverða sörv- isi. Ég skildi svo sem hvað kunn- ingi minn var að fara, en benti honum á að stundum kæmi það sér illa, ætlaði maður að skjótast bæjarleið í leigara að lenda þá á vönum fyrirlesara sem þyrfti nauðsynlega að hella í mann mflulangri frásögn og segja álit sitt á hinu og þessu á meðan gjaldmælirinn tifaði. - Ég hef ekki efni á því að sitja og þykjast vera þolinmóður hlustandi, sagði ég. - Ég vil að ökuferðin gangi hratt fyrir sig og mér leiðist að sitja innilokaður í bfl með ókunn- ugum sem láta dæluna ganga. Þegar ég panta leigubfl vil ég fá hraðskreiðan bfl sem kemst leiðar sinnar en ekki heimspek- ing sem setur fram kenningar byggðar á arfi kynslóðanna. Ég var eitthvað að velta þess- um málum fyrir mér um daginn þegar ég fékk mér bfl til að aka um Reykjavík þvers og langs. Bflstjórinn var á óræðum aldri, þunglamalegur undir stýri, einn þeirra sem virðast vera í þann veginn að breytast í veru sem er sérhönnuð til að stjórna bfl: hendurnar eru griparmar, fæt- urnir stíga þétt á fóistig og munn- urinn gengur án afláts. - Þá er nú sumarið að koma, sagði hann um leið og ég opnaði afturhurðina. - Nú er hann að bresta á með allt að því óbærilega hita. Þetta verður heitt vor og á eftir kemur frekar gott sumar, venjulegt sumar, ekkert sérstakt kannski, en gott sumar miðað við meðalár. En vorið verður alveg óskaplega heitt. - Jæja, sagði ég, - varstu að hlusta á hann Pál Bergþórsson? - Hver er það? sagði leigu- bflstjórinn. - Voru þeir að spá þessu? spurði ég. - Ég hlusta aldrei á veðurspá, sagði hann og var rokinn af stað og spurði ekki hvert ég þyrfti að komast. - Ég geri mína spá sjálf- ur. Ég fylgist með árferði, dreg ályktanir og svo dreymir mig fyrir því sem á vantar. Mig dreymdi fyrir þessum snjóþunga vetri þrem náttum áður en hann skall yfir okkur. - Hvernig draumur var það? spurði ég. - Mig dreymdi hey, sagði hann. - Ósköpin öll af heyi. Það er fyrir snjó. Og svo fékk konan tak í öxlina. Það er fyrir heitu vori í kjölfarið á snjóþungum vetri. - Hvenær reiknarðu með að vorhitarnir dynji yfir okkur? spurði ég. - Einhvern næstu daga, sagði hann, - trúlega viku eftir páska. Ef það gengur ekki eftir þá er ég ekki lengur berdreyminn og það þætti mér skrýtið því ég hef verið berdreyminn alla mína tíð. Mig dreymdi fyrir Heklugosinu 1947. Og í haust dreymdi mig þannig að ég fór þegar í stað og útvegaði mér lauka til að setja niður í garð- inn heima og ég tek það fram að ég hef ekki sett niður lauka árum saman. Það erút af konunni, skil- urðu. - Ég skil það, sagði hann. - Hún var hætt að þola lauka. - Krókusa? spurði ég þVí krók- usar eru eina jurtin sem ég kann að nefna fyrir utan fífil og sóley. - Já, sagði hann, - krókusa og hvaðeina sem flokkast sem laukur. - Þannig að þinn garður verð- ur skrautlegur laukagarður um leið og hitabylgjan dynur yfir? - Já, sagði hann. - Og það get ég sagt þér lagsi að ég hlakka til að sjá framan í konuna þegar garðurinn blússar upp í fullum blóma grænn og rauður og blár og gulur og þetta langa vor framund- an. - Ég óska ykkur hjónum til hamingju, sagði ég. - Óskaðu sjálfum þér til ham- ingju, sagði hann þá, - því svo mikið veit ég, að svona gott veður og svona langt vor gildir fyrir alla jafnt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.