Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 6
Almenn reiði og gremja er meðal íbúa í Siglu- firði vegna framferðis fyrrum eigenda og nú- verandi leigutaka þrotabús Sigló hf. Þegar mest var unnu um 50 manns hjá fyrirtækinu en þeim var flestum sparkað snemma í vetur þegar fyrirtækið lokaði vegna endurskipu- lagningar eins og sagt var. I raun og veru var það gjaldþrota þá með neikvæða eiginfjár- stöðu um 160 miljónir króna. ur lagmetis með samtals 8,3 milj- ónir, Útvegsbanki íslands með samtals 14,3 miljónir, Olís hf. með 10,6 miljónir, Ríkissjóður með hvorki meira né minna en 58 miljónir króna og Reykvísk endurtrygging með 3,8 miljónir króna. Allt í allt nema heildarskuldir Sigló hf. um 300 miljónum króna og þar af á Siglufjarðarbæ, fyrir- tæki hans, þjónustufyrirtæki og einstaklingar í bænum um 40-50 miljónir króna. Þá á verkalýðsfé- lagið Vaka inni um 11 miljónir króna sem er vegna vangoldinna greiðslna í lífeyris- og sjúkrasjóð frá 1984 og 1985 auk vaxta frá þeim tíma. Um síðustu áramót þegar fyrst var farið að leita nauðasamninga var eiginfjár- staða fyrirtækisins neikvæð um 160 miljónir. Siglt undir fölsku flaggi Þegar á miðju síðasta ári var stjórnendum Sigló hf. ljóst að það stefndi í gjaldþrot fyrir- tæksins að öllu óbreyttu enda hafði rækjuverksmiðjum stór- fjölgað á sama tíma sem afli hafði minnkað og verðfall orðið á rækj- Skólabókardæmi hvernig einkavæðing Sjálfstæðis- og Framsókn- arf lokks fer fram á kostnað ríkissjóðs. Kaupendur Sigló hafa ekki greitt eyri upp í 18 miljón króna kaupsamning frá 1984. um sölunnar að auglýst hefði ver- uafurðum. í stað þess að sætta sig Fátt hefur vakið meiri furðu al- mennings en þegar fyrrum eigendur Sigló hf. fengu þrotabú fyrirtækisins til leigu samdægurs og það var lýst gjaldþrota í síð- ustu viku hjá skiptaráðandanum í Siglufirði. Svo virðist sem eigcnd- ur gjaldþrota hlutafélaga beri enga ábyrgð á gerðum sínum og geti á samri stundu og fyrirtæki þeirra er úrskurðað gjaldþrota stofnað nýtt eins og ekkert sé. En sjaldan eða aldrei hefur ósvífni einkaframtaksins komið jafn ber- lega í Ijós og í Sigló-hneykslinu. Á meðan kröfuhöfum var sagt að verið væri að leita nauðasamn- inga var leynt og ljóst unnið að því bak við tjöldin að stofnun nýs fyrirtækis með það í huga að taka þrotabúið á leigu jafnframt sem samið var við norrænt kaupleigufyrirtæki um yfirráð yfir framleiðslutækjum Sigló hf. Með þann samning í höndunum var skiparáðanda í Siglufirði í raun og veru stillt upp við vegg þar sem þrotabúið hafði þá ekk- ert í höndunum annað en hús- skrokkinn utan um verksmiðj- una. Hann varð því nauðugur og viljugur og taka tilboði fyrrum eigenda Sigló hf. og hafna með öllu viðræðum við heimamenn sem höfðu lýst yfír áhuga að leigja þrotabúið til að efla atvinnulífið í Siglufirði. Þegar fyrri ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar var mynd- uð eftir alþingiskosningarnar 1983 varð Albert Guðmundsson fjármálaráðherra eins og frægt er orðið. Eitt af fyrstu verkum hans var að setja saman lista yfír þau ríkisfyrirtæki sem frjálshyggju- liðið í Sjálfstæðisflokknum taldi brýna nauðsyn á að selja í hendur einkaframtaksins og þar á meðal var lagmetisiðjan Síglósfld. Frumvarp þess efnis var síðan lagt fyrir Alþingi í byrjun árs 1984 og samþykkt gegn atkvæðum þingmanna Alþýðubandalagsins sem mótmæltu sölunni harðlega. En veturinn áður 1983 hafði verið unnið í málefnum Siglósfldar undir stjórn þáverandi fjármála- ráðherra Ragnars Arnalds og m.a. hafði fyrirtækið verið leigt Þormóði ramma hf. í Siglufirði með það í huga seinna meir að það yfirtæki rekstur Siglósfldar. Við ríkisstjórnarskiptin var hætt við þau áform og fyrirtækið boðið einkaframtakinu til sölu. Þorsteinn gaf 5 ára gjaldfrest Þegar Alþingi hafði samþykkt sölu á lagmetisiðjunni Siglósfld var hún síðan seld einkaaðilum í héraði og utanbæjarmönnum á 18 miljónir sem ætluðu sér að stóra hluti með rekstri hennar. Helmingur hinna nýju hluthafa var í byrjun frá Siglufirði en hinn helmingurinn í Kópavogi og ísa- fírði. Hinir síðastnefndu keyptu fljótlega meirihlutann af hluthaf- aeign heimamanna í fyrirtækinu. Iumræðum á Alþingi um söl- una á Siglósfld var það ma. gagnrýnt harðlega af andstæðing- Albert Guðmundsson beitti sér fyrir því í ráðherratíð sinni sem fjármálaráðherra 1984 að færa einkaaðilum ríkisfyrir- tæki á silfurfati og án þess að þeir þyrftu að greiða krónu fyrir. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjár- málaráðherra 1986 í fyrri ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar. Hann gaf upp á sitt einsdæmi eigendum Sigló hf. 5 ára gjaldfrest á kaupsamn- ingnum 1986 og samkvæmt því er fyrsta afborgun ekki fyrr en 1991. ið að ríkisfyrirtæki yrðu seld með 20% útborgun, en síðan gengið til samninga við einkaaðila um útborgunarlaus kjör. Þá hefði engum öðrum en umræddum ein- staklingum gefíst kostur á að ganga inn í kaupin eða bjóða bet- ur sem samrýmdist ekki almennu viðskiptasiðferði. Þegar svo kom að skuldadögum 1986 var Albert orðinn að iðnaðarráðherra og Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins fjármálaráð- herra. í stað þess að ganga hart eftir eigendum fyrirtækisins um samningsbundna greiðslu ákvað Þorsteinn uppá sitt eindæmi að gefa út nýtt skuldabréf fyrir kaupunum og samkvæmt því er fyrsta afborgun ekki fyrr en 1991. Allan þennan tíma og til dags- ins í dag hafa eigendur Sigló hf. ekki enn borgað neitt af kaupverði verksmiðjunnar og er skuld þeirra við ríkissjóð ekki lengur 18 miljónir króna heldur 60 miljónir. Ekki nóg með það heldur hefur ríkissióður með sinni óvenjulegu biðlund sífellt veitt veðheimildir aftur fyrir sig og er núna aðeins með 14. veðrétt í eigum fyrirtækisins. 300 miljóna króna gjaldþrot Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hljóða veðskuldir Sigló hf. uppá 140 miljónir króna og skipt- ast þær eftirfarandi á milli veð- skuldahafa en þó ekki í réttri röð samkvæmt veðrétti. Iðnþróunar- sjóður með 13 miljónir króna, Byggðastofnun með samtals 17,3 miljónir, Sparisjóður Siglufjarð- ar með 15 miljónir, Þróunarsjóð- við orðinn hlut og fara fram á að fyrirtækið yrði gert upp var meiri- hluta starfsfólksins sagt upp á síðari hluta árs 1988 vegna endur- skipulagningar á rekstri þess eins ogþað varorðað. Þávarma. látið í veðri vaka að fyrirtækið væri að vinna að ýmsum framleiðsluný- jungum ss. fiskeldisfóðri úr rækjuskel með því að mylja hana og þurrka. Á ársgrundvelli átti þessi framleiðsla að skapa fyrir- tækinu traustari rekstrargrund- völl að upphæð 25 miljónir króna jafnframt því sem í pípunum væri samningur við danskt fyrirtæki sem sæi alfarið um markaðssetn- ingu framleiðslunnar. Eftir síðustu áramót varð enn bið á því að verksmiðjan hæfí rekstur að nýju og þá var viðbár- an að ekki þætti hagkvæmt að vinna eingöngu rækjuafurðir úr frosinni rækju jafnframt því sem stjórn fyrirtækisins fór að þreifa fyrir með sér nauðasamninga við stærstu kröfuhafa. Slegið á útréttar hendur Frá áramótum og fram til þess tíma að Sigló hf. var úrskurðað gjaldþrota hjá skiptaráðandan- um í Siglufirði höfðu forráða- menn fyrirtækisins leitað eftir í nauðasamningum við kröfuhafa að þeir gæfu eftir allt að 70% af skuldum fyrirtækisins og ma. leitað í því skyni til ríkissjóðs, Byggðastofnunar og bæjarsjóðs Siglufjarðar. Jafnframt var á grundvelli komandi nauðsamn- inga falast eftir viðskiptum við ýmis þjónustufyrirtæki í bænum til að standsetja verksmiðjuna að 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.