Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 14
Útburðir á 19. öld: Hlutur karla Útburöur barna var ekki getnaðarvörn í þjóðfélagi sem þekkti ekki til þeirra aðferða sem nú tíðkast á hverju heim- ili. Á19. öld kom útburðurfyrir rétt á íslandi um það bil þriðja hvert árog allt bendirtil þess að lítið hafi verið um að fólki tækist að bera út börn án þess að nokkur vissi. Yfirleitt vissi fólk að konan var með barni og lét í sér heyra þegar hún virtist ekki vera það lengur. Útburðir voru því aldrei annað en neyðarúrræði örvingla kvenna eða fólskubragð karla sem ekki vildu að afkvæmið sæi dagsins Ijós. Fram yfir miðja öldina vofði líflátsdómur yfir þeim sem báru út börn. Engir voru þó teknir af lífi fyrir þennan glæp á 19. öld, en margir urðu að sitja fjölda ára í fangelsi. Hræösla við foreidra Þegar íslendingar glöddust yfir því að hafa fengið stjómarskrá sumarið 1874 gekk Kristbjörg Bjömsdóttir um í Reykjavík og hugsaði um það hvað hún ætti að gera. Hún var ólétt eftir Þorlák Kristjánsson vinnumann og höfðu þau tvívegis sofið saman, rétt fyrir jólin og aftur eftir nýár. Kristbjörg bjó hjá fósturforeldr- um sínum í Sauðagerði, þar sem nú em blokkir við Meistaravelii í Reykjavík. Hún var nítján ára og vissi að fósturforeldrar hennar höfðu vanþóknun á Þorláki. Hvað var til ráðs? Engum sagði hún að hún væri með bami og ekki varð hún sér úti um bamaföt eða annað sem með þurfti. Ekk- ert gerði hún þó til þess að leyna því að hún væri ólétt og klæddi ekki af sér þykktina, enda varð hún aldrei meiri en svo að hún gat notað þau föt sem hún átti. Síðla sumars spurði fósturmóðir Kristbjargar hana að því hvort eitthvað gengi að henni, hvort henni væri illt. Hún tók því fjarri og um miðjan september skmppu fósturforeldrar hennar upp í Borgarfjörð. Daginn áður en þau áttu að koma heim aftur var Kristbjörg að þvo gólf. Hún fékk verki og lagðist fyrir uppi á lofti, en gekk síðan niður oglagð- ist í hjónarúmið. Tvær konur komu inn til hennar við og við, en gefum Kristbjörgu orðið: „Hún segist aldrei hafa hljóðað hátt, fyrst hafi hún sagt þeim að hún hefði kveisu, en síðar um kvöldið þegar hún var búin að ala bamið hafi hún sagt að hún hefði haft blóðlát. Þegar hún hafi verið búin að liggja góða stund niðri í hjónarúminu hafi Kristbjörg Þórðardóttir komið inn til sín og fært sér mjókurtevatn og tvíböku og síðan hafi hún sest á rúmið á móti. Meðan hún hafi setið þar hafi bamið verið að fæðast, en um það leyti er það varð viðskila við hana hafi Kristbjörg gengið út. Þá er hún hafi verið komin í dymar hafi bamið hljóðað, en ekki hátt, eða réttara það hafi ekki heyrst mikið af því sæng hafi legið ofaná sér.“ Þegar nafna hennar var farin datt Kristbjörgu fyrst í hug að leyna fæðingunni og hún tók sjálfskeiðing sinn og rak í brjóst barninu: „hve oft hún hafi gjört það man hún ekki, því tals- vert fát hafi á sér verið. Hún kveðst síðan hafa látið líkið undir koddann sinn.“ Skömmu síðar fór hún á fætur og bað vinnukonu að búa um, án þess að gera sér grein fyrir því að lfkið kynni að finnast. Svo fór þó ekki og morg- uninn eftir tók Kristbjörg líkama bamsins og bar það út í mógröf í námunda við Sauðagerði. Þar fannst það eftir tilsögn hennar þegar rannsókn hófst. Lyktir málsins urðu þær að Kristbjörg var dæmd til fimm ára fangelsis- vistar. Barnsfaöir kvæntur Hvergi kemur fram að Þorlák- ur hafi haft minnstu afskipti af gerðum Kristbjargar. Hann var ekki yfirheyrður við rannsókn málsins og virðist ekki hafa vitað að hún var ólétt. Engu að síður var hann óbeint tilefni þess að hún bar bamið út, hún bjóst ekki við öðm en að fósturforeldrar sínir myndu bregðast ókvæða við ef hún eignaðist bam með hon- um. Og ekki hefur gifting komið til greina. Aðrar konur gripu til þess örþrifaráðs að bera út barn vegna þess að faðimn var kvænt- ur. Rannveig Sigurðardóttir fæddi í hlöðu á Brekku í Langa- dal í mars 1844 og faldi líkama bamsins í fatakistu sinni. Þegar sýslumaður spurði hana af hverju enginn mátti vita af því að hún eignaðist barn svaraði hún: „Ég gat ekki látið neinn vita það... af því ég átti það með giftum manni. “ Þetta tvítók hún og hafði ekki einu sinni látið hann vita að hún væri með bami. Sömu ástæðu gaf Kristín Bjartmarsdóttir upp tæpum ára- tug síðar. Hún var 19 ára líkt og Kristbjörg Bjömsdóttir, fædd í Hrísey. Vorið 1853 kom hún í vinnumennsku á heimili prófasts á Þrastarhóli á Galmarströnd og var þá ólétt eftir náfrænda sinn Halldór Sigurðsson, giftan mann í Hrísey. Barnið fæddi hún í eld- húsi aðfaranótt 20. desember 1853. Hún faldi Ukið í fatakistu sinni og upp komst þegar vinnu- konur á bænum tóku eftir því að hún var farin að gæta lyklanna að kistunni betur en hún hafði nokkm sinni gert. Reyndar var öllum það ljóst um haustið að hún var með bami og meðal ann- ars höfðu vinnumenn strítt henni á því. Við yfirheyrslur svaraði hún því að hún hefði skammast sín og viljað hlífa bamsföður sín- um. Við nánari eftirgrennslan kom á daginn að líklega var helsta ástæðan sú að hún óttaðist „að maður sem hún ætlaði að gift- ast mundi yfirgefa sig ef þetta kæmist upp og því hafi hún ætlað að leyna bamsþunganum ef það fæddist andvana.“ Sá maður hét Jónas Jónasson og hófst sam- dráttur á milli þeirra þegar hann var við sjóróðra í Hrísey haustið áður. Um sumarið spurði hann Kristínu hvort eitthvað væri hæft í orðrómi um að hún væri með bami, en hún vildi ekki kannast við það. Hvergi kemur fram hver viðbrögð hans urðu þegar hann frétti að Kristín hefði borið út bam, en vafalítið hefur hann hætt við hana, líkt og aðrir kariar sem urðu þess vísari að annar hafði verið fyrri til. Feður leggja lið í um það bil helmingi tilvika sem mér em kunn frá 19. öld vom konur einar um að bera bömin út. Þær fæddu í einrúmi, fóm með barnið og grófu það í jörð eða köstuðu því í sjóinn. Feður bamsins komu hvergi nærri. Aðrir karlar hvöttu barnsmæð- ur sínar til að fæða á laun. Sigurð- ur Guðmundsson bóndi í Mold- artungu í Rangárvallasýslu bar Margréti Guðmundsdóttur um það árið 1843 að brenna lík bamsins. Tuttugu ámm síðar sagðist Jón Einarsson bóndi á Skárstöðum í Húnavatnssýslu ætla að svipta sig lífi ef Guðbjörg Guðmundsdóttir léti bam þeirra koma í ljós. Jón Snorrason bóndi á Stóra-Nýjabæ í Krísuvík hótaði því aftur á móti haustið 1801 að drepa Steinunni Ámadóttur ef hún lýsti hann föður að bami þeirra og lagði hart að henni að koma fóstrinu leynilega undan. ömurlegust em þó líklega orð Ólafs Gíslasonar árið 1857 þegar Ingibjörg Ámadóttir vinnukona hans og frilla um nokkurra ára skeið reis upp í rúmi sínu og sagði að sér væri illt. Hann vissi að hún var komin að falli, en lét sér nægja að segja „já, já“ þegar hún gekk út í nóttina til að fæða. Eins kom fyrir að karlar hjálp- uðu til við fæðinguna og útburð- inn. Sumarið 1823 ákváðu Ragn- heiður Pálsdóttir og Árni Jóns- son að fyrirfara bami sem þau áttu von á. Hún var gift öðrum manni, en var vinnukona á Fossi í Suðurfjörðum í Barðastrandar- sýslu hjá föður Áma. Undir kvöld 14. ágúst vom þau tvö ein að heyverkum. Hún tók léttcisótt- ina og fór inn í fjárhúskofa á tún- inu. Barnið fæddist lifandi, bæði hreyfði sig og andaði, og Ragn- heiður skildi á milli en batt ekki fyrir naflastrenginn. Ekki hreinsaði hún heldur munn bamsins heldur vafði léreftsdulu um höfuð þess. Þá kom Ámi inn í kofann og hjálpaði henni við að setja bamið í poka. Hann gróf síðan fylgjuna við kofann, en bar pokann upp í annað hús ofar í túninu, þar sem ekki sást til frá bænum. Nokkmm dögum síðar sótti hann líkama barnsins og gróf hann niður í blauta mold fyrir utan túngarð. Ragnheiður skipti sér ekki frekar af þessu. Þegar upp komst og líkami bams- ins var grafinn upp taldi læknir líklegt að bamið hefði verið kyrkt eða kæft. Fyrir vikið vom þau dæmd til dauða í héraði og í Landsyfirrétti, en Hæstiréttur Danmerkur ákvað að hún skyldi sitja ævilangt í fangelsi og hann í fimm ár. Lísibeth Jónsdóttir vildi ekki gera Grím Grímsson ólukku- legan með því að skýra fólki frá því að hann tók bam þeirra ný- fætt og gróf það í jörð. Þetta var fjórða hórdómsbrot hans. Þetta gerðist á Leiðarhöfn í Vopnafirði sumarið 1819. Þar var Grímur bóndi og Lísibeth bústýra hans, því eiginkonan var farin frá hon- um. í júnflok var farið að tala um það í sveitinni að Lísibeth væri komin til heilsu eftir nokkuð sem fólk hafði talið að væri ólétta. Bam sást hvergi og um miðjan júh' gerðu hreppstjóri og prestur sér ferð að Leiðarhöfn til að kanna málið. Grímur og Lísibeth játuðu fúslega að þremur vikum áður hefði hún alið andvana og ófullburða sveinbam. Ekki var það ætlun þeirra að farga barn- inu, en þegar það fæddist ekki á hfi varð úr að Grímur gróf það 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.