Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 24
Hvað á að gera við þessi hemaðarbandalög? EftirinnrásinaíTékkóslóv- akíu 1968 orti Jóhannes úr Kötlum ágætt níðkvæði um skrýmsli tvö sem sitja yfir hlut okkar, Nató og Varsjárbanda- lagið. Mikið var ég honum innilega sammála. Jóhannes var í kvæðinu á svipuðum brautum og margir róttæk- lingar um þær mundir. Þeir litu ekki svo á að Varsjárbanda- lag og Nató væru fyrst og síð- astvarnarbandalög hvortfyrir öðru. Þeir leituðu ekki skjóls í þeim þankagangiað hernaðarbandalögin væru ill nauðsyn sem hefðu þó haft það gott í för með sér að ekki hefði komið til stríðs í Evrópu umn alllanga hríð. Nei. Menn bentu á annað: bandalögin stóðu að vísu ekki í stríði í Evr- ópu (enda gat hvorugt drepið hitt). En þau áttu samt í stað- genglastríði um allan heim, vígvæddu óspart þriðja heim- inn í þrotlausri viðleitni sinni til að skáka mótaðilanum út í horn á heimstaflinu. Banda- ríkjamenn háðu mikla styrjöld í Víetnam og Nató skrifaði upp á siðferðisvíxla sem á þá féllu íþeimhernaði. Rússartóku nokkrar táknrænar hersveitir frá nágrönnum Tékka í Austur-Evrópu með sér inn í Tékkóslóvakíu til að Brézhn- efkenningin fengi á sig ögn fallegri samstöðusvip (með öðrum orðum: hræsnisfyllri). Og við vorum illir og reiðir út í hernaðarbandalögin og sögðum sem svo: þau eru ekki til að vernda vestrið fyrir austrinu eða öfugt. f>au hafa í raun fengið það hlutverk helst að halda uppi pól- itískum aga í eigin röðum. Passa upp á það, að taumstirðir tagi- hnýtingar og sérvitringar stígi ekki pólitísk víxlspor, fari ekki að brydda upp á sjálfstæðum við- horfum til afvopnunar og her- stöðva og kjarnorkuvopna eða þá til umbóta á stjórnkerfum. Þörf fyrir óvin Umræðan um hernaðarbanda- lögin hefur náttúrlega ekki alltaf verið sú sama í fjörtíu ár. Fyrst. varð Nató til og hafði sér það til réttlætingar að Stalín hefði stung- ið Austur-Evrópu í vasann með grimmu ofbeldi og ætlaði að skálma vestur að Ermarsundi. Aðrir efuðust stórlega og sögðu: Stalín er að framkvæma Jalta- samkomulag stórveldanna um skiptingu álfunnar í áhrifasvæði - eins og hann túlkar það. Sjáið bara því til sönnunar Grikkland, sem hann gefur upp á bátinn þótt grískir kommúnistar hefðu þar sterka stöðu í borgarastríði. Nema hvað: nógu var atgangur Stalíns í Asutur-Evrópu hrotta- legur ( með pólitískum réttar- höldum í Prag, Búdapest og Sof- íu) til að hræða mikinn hluta al- mennings til fylgis við Nató og spilla röksemdum þeirra sem til annarra lausna horfðu. Og Var- sjárbandalagið varð til með þeirri réttlætingu að byrjað var að endurhervæða Þýskaland: ekkert var líklegra til að koma upp ein- hverri lágmarkssamstöðu milli þjóða um austanverða álfuna en ótti við þýskan her. Sovéskur áróður lifði góðu lífi á yfirlýsing- um hinna og þessara herforingja, sem eitt sinn þjónuðu Hitler en voru nú orðnir vestrænar lýðræð- ishetjur í Nató og létu að því liggja, að það þyrfti að breyta landamærum í álfunni í það horf sem verið hafði fyrir stríð. Það er margt til í því, að Nató og Varsjárbandalagið hafi þrifist á óvinarímyndinni. Menn þurftu á óvini, grýlu að halda (stalínsk- um kommúnisma, bandarískum atómvopnaimperíalisma, þýskri hefndarhyggju) til þess að breiða yfir eigin vandamál, sambúðar- örðugleika, andstæða hagsmuni. Sá sem er ekki með mér er á móti mér. Syndir bandalaganna Svo hafa liðið fjörtíu ár. Það hefur náttúrlega dregið smám saman úr heift manna í garð hern- aðarbandalaganna. Ekki vegna þess að þau hafi farið að haga sér skár (nema nú allra síðast). Held- ur blátt áfram vegna þess, að það er svo erfitt að viðhalda hinni pól- itísku reiði. Það sem ER til lengd- ar breiðir út þá djöfullegu íreistingu, að það hljóti að vera sjálfsagður hlutur. Geti ekki öðruvísi verið. Ýmsir lærisveinar heimspekingsins Hegels orðuðu þetta svo á fyrri öld, að það sem væri raunverulegt væri líka skynsamlegt. Ég segi fyrir mína parta: ég hefi alltaf haft meir hugann við ávirð- ingar hernaðarbandalaganna en einhverja raunverulega eða mögulega kosti þeirra. Mér finnst hér eiga vel við viðlag úr kvæði eftir Bertolt Brecht: „öfunds- verður er sá sem laus er við þau“. Höfuðglæpur þeirra, þegar til lengdar lét, var sá, að á bak við feiknalegt orðaflóð um tryggingu friðar og eflingu öryggis hlóðust upp vopnabirgðir svo miklar og dýrar og háskalegar, að allt mannkyn var margarepið í stríðs- leikjunum og sínum eigin dapur- legum framtíðarhugleiðingum. Vígbúnaðarkapphlaupið, sem sýndist endalaust, fór smám sam- an að breyta sjálfum hugmyndum manna um eðli ófriðarháska. Menn höfðu æ minni áhyggjur af raunverulegum eða ímynduðum árásarvilja herstjóranna - en þeim mun meiri af því, að vígbún- aðarbáknið hátæknivædda færi „að skjóta sjálft" - fyrir sakir mis- skilnings, bilana, mistaka, mis- túlkunar. Öryggið var ekki í vopnunum heldur drápu vopnin öryggiskenndina fyrsta af öllu. Mikil breyting Það er þessi misserin mikið tal- að um að nú séu orðin mikil um- skipti í sambúð risaveldanna og' þá hernaðarbandalaganna sem þau hafa komið sér upp. Það er heldur ekki nema von. Gorbat- sjov sendir ótt og títt frá sér friðartilboð og bauðst ekki alls fyrir löngu til þess að skera so- véskan herafla niður um hálfa miljón manns - og fitjar þá sjálfur upp á þeirri aðferð einhliða af- vopnunar, sem friðarhreyfingar boðuðu áður á Vesturlöndum og fengu bágt fyrir. Fyrir þetta verð- ur aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna svo vinsæll, að Bandaríkjamenn mundu kjósa hann í Hvíta húsið ef þeir mættu. Og sovétmenn taka sjálfa sig til rækilegrar endurskoðunar. Smám saman eru kveðnir í kútinn þeir herforingjar sem eru ekki sáttir við þann nýja hugsunar- hátt, að það eina sem vit sé í sé ekki formlegur jöfnuður í víg- búnaði heldur „skynsamlegar lágmarksvarnir". Tímaritið Kommúnist skrifar lærðar grein- ar sem strika yfir margra áratuga orðaskak um árásareðli banda- rískrar heimsvaldastefnu. Þar stóð snemma árs í fyrra: „Ekki er um neitt það deiluefni að ræða í samskiptum austurs og vesturs sem gæti freistað manna til styrj- aldar... það er erfitt að ímynda sér í hvaða tilgangi vestrænir her- ir gætu ráðist inn á land sósíal - ískra ríkja...nú um stundir eru engin áhrifasterk öfl í Vestur- Evrópu eða Bandaríkjunum sem mundu setja sér slíkt verkefni". Og það var samið um meðal- drægar eldflaugar og um gagn- kvæmt eftirlit með heræfingum og fleira og það er verið að ræða af kappi um niðurskurð á hefð- bundnum vígbúnaði. Talnaleikur, þæfingur Auðvitað er þetta gleðilegt. Svo gleðilegt að það er varla að maður nenni að rífast um útskýr- ingar á þessari þróun. Útbreidd vestræn kenning er sú, að harka Reagans hafi rekið Rússa að samningaborðinu. Sovétmenn vísa á friðarvilja síns forystu- manns. En það er annað sem skiptir máli: blátt áfram það að vígbúnaðarkapphlaupið var komið á það stig að næsta skref í því (s.s. Stjörnustríðsáformin) yrðu feikilega dýr um leið og þau myndu ekki efla öryggi nokkurs manns. Nema síður væri: al- menningur hafði, sem fyrr segir, æ meiri áhyggjur af stórslysum og hann lét til sín heyra. í annan stað urðu allir að viðurkenna (ekki síst eftir að rannsóknir á fimbul- vetri eftir kjarnorkustríð komust í hámæli), að það gat enginn sigr- að í kjarnorkustríði. í þriðja lagi gerði mikil efnahagsleg nauðsyn Sovétmanna á því að spara út- gjöld til hermála þá sérlega virka og áræðna í tillögugerð um af- vopnun. Ekki svo að skilj a - það er ekki búið að leysa alla hnúta. Enn eru háðar útsmognar áróðursorrust- ur t.d. um það hvernig telja eigi í herjum og hvernig telja eigi vopn. Nató segir að það sé auðvelt fyrir Gorbatsjov að skera niður hjá sér, Rússar hafi haft svo mikla yfirburði. Sovétmenn - og ýmsir aðrir - segja á móti, að reyndar hafi Varsjárbandalagið yfirburði á ýmsum sviðum (t.d. eigi það fleiri skriðdreka en Nató). En Nató hafi þá yfirburði á öðrum sviðum (t.d. í þyrlu- flotum og skriðdrekavörnum). Og þegar allt kemur til alis sé her- styrkur svipaður: meira magn hér kemur á móti öflugri tækni þar. Hvað svo verður... Á Vesturlöndum hafa menn áhyggjur af því að Gorbatsjov komi alltof vel út úr þessari þróun í almenningsálitinu. Ég segi nú eins og strákurinn við kennslu- konuna, sem þráspurði hann hve þrisvar sinnum fjórir væru mikið: „megi það verða þín stærsta áhyggja!" Hitt er svo leiðinlegra, að Natómenn eru ennþá mikið fyrir að draga lappirnar í þeirri afvopnunarþróun sem allir játa með vörunum að nauðsynleg sé. Þeir hanga í talningaleiknum von úr viti og finna sér ótal smugur til að „halda sínu“ . Eða eins og rak- ið var í Morgunblaðinu á dögun- um í grein um fertugsafmæli Nató: „Þá stendur ekki til að draga neitt að ráði úr útgjöldum til hermála, heldur á að halda áfram að endurnýja herstyrkinn og endurbæta“. Um leið var minnt á ákvörðun Natóríkja um að „endurnýja kjarnorkuvopn eftir þörfum“. Hvernig stendur á þessu? Tja, ástæðurnar geta verið nokkrar. Það er alltaf freistandi að notfæra sér bætta stöðu (nú þegar sovét- menn eru fyrst og síðast upptekn- ir við efnahagsmál heima hjá sér) til að krækja sér í umtalsverða hernaðarlega yfirburði, sem síð- an eru notaðir á hefðbundinn hátt sem pólitísk tromp. f annan stað: maður sér það á sumum hinna minni spámanna (eins og þeim sem fjalla um Natómál á Morgunbiaöinu) að þeim líður blátt áfram illa án þess að hafa sinn óvin, sinn Rússa. í þriðja lagi getum við því miður aldrei gleymt því, að miklir og þungir hagsmunir heimta það að haldið sé áfram að framleiða vopn af öllum tegundum og helst sem mest. Það lekur í margar matar- holur af hergagnaframleiðslunni, ekki síst í Bandaríkjunum. Eitt þýðingarmesta og jafnframt erf- iðasta pólitískt verkefni í heimin- um í dag er tengt því að koma sem mestu af þeirri framleiðslugetu á aðrar brautir, smíða plógjárn úr sverðum eins og segir í fornrí bók. En hvað á að gera við þessi hernaðarbandalög? Leggja þau niður náttúrlega. Róa að því öllum árum. Ég er enn að vona að maður lifi það að sjá þau afgreidd sem heldur en ekki vafasama lykkju á vegferð mannkynsins. v 3 HELGARPISTILL^f^p»iS!I^H 24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. apríl 1989 "

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.