Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 15
skammt frá bænum. Mikil launung hvfldi þó yfir fæðingunni og Grímur lét ekki senda eftir yfirsetukonu. Þremur dögum áður en hún fæddi bamið vék Lís- ibeth úr rúmi fyrir gestum og svaf í kofa sem tengdist baðstofu með löngum og krókóttum göngum. í kofanum var geymd hákarlslifur og lýsi, og dagana fyrir fæðinguna var verið að verka sel. Menn sem skoðuðu kofann í tengslum við réttarhöldin vitnuðu að hann væri „viðbjóðslegt hýbýli mönn- um.“ Þangað fór Lísibeth þegar hún tók léttasóttina úti á hlaði: „en því segist hún hafa lagst þar fyrir að föt hennar vom þar áður, hver hún við bamsburðinn vildi láta óhreinkast, en ei annarra.“ Fæðingin tók skamma stund. Grímur sat yfir henni og skildi á milli. Ekki varð hún þess vör að bamið hreyfði sig eða hljóðaði. Grímur lagði það hjá henni stundarkom, en bar það síðan burt. Sjálfur sagði hann svo frá að hann hefði fundið lífsmark með því strax eftir fæðinguna, en þeg- ar hann skildi á milli hefðu aðeins hrokkið nokkrir blóðdropar úr naflastrengnum og hann taldi því ekki þörf á því að binda fyrir: „Af hræðslu ætlaði hann af hylma yfir fæðingu þess, þegar dautt var, en þykist ei í hasti hafa getað leitað því lífsbjargar, þá svo stutta stund lifði. Hann vissi að líf sitt lá við ef bamið hefði dáið af völdum sínum... Líka lífleysi við fjórða hórdómsbrot.“ Þegar Lísibet kom til rænu sagði hann henni að bamið hefði dáið og þau komu sér saman um að hún héldi kyrru fyrir í kofanum. Lýsingar á útburði bama í dómabókum em skelfilegar af- lestrar, en sumar em hryllilegri en aðrar. Sumarið 1724 var Jón Eyjólfsson frá Seyðisfirði höggv- inn á háls fyrir að hafa nauðgað dóttur sinni, tekið við bami hennar og grafið það í hús án vit- undar hennar. Að öllum lflrind- um var henni drekkt fjómm ámm síðar. Rétt rúmri öld síðar gerðist svipaður atburður í sömu sýslu, þó ekki væri foreldrar bamsins feðgin, heldur húsbóndi og vinnukona, allshendis óskyld. Ekki mun Skúli Hermannsson bóndi á Krossi í Mjóafirði heldur hafa nauðgað Svanhildi Eiríks- dóttur, en barnið virðist hann hafa drepið með köldu blóði. Málið er reyndar allt hið undarlegasta, næstum því dular- fullt. Síðla árs 1829 leyndi það sér ekki að Svanhildur var ólétt. Hún var þá í vist á Krossi. Bóndi á Búðum í Fáskrúðsfirði sem ætl- aði að ráða hana til vistar um haustið hætti við þegar hann sá að hún var þunguð. Þá hafði hún ferðast langa leið og alls staðar þar sem hún kom sá fólk að hún var með bami. Sjálf leyndi hún því ekki, nefndi Árna nokkum til verksins, en hann neitaði. Enn- fremur bað hún konu í Reyðar- firði að gefa sér rýju og flóka til að hafa utan um bamið þegar það fæddist. Ætla má að Skúli hafi viljað losna við hana af bænum, enda sagði hún að hann hefði hót- að því „að hann skyldi drepa mig hvenær sem ég lýsti sig föður.“ Hann losnaði þó ekki við hana, því að Krossi kom hún aftur í lok Þorra 1830. Fáeinum dögum síð- ar, 17. febrúar, varð hún léttari og lá þá í rúmi undir glugga á lægri palli baðstofunnar. Skúh og Vilhelmína kona hans vom hjá henni. Strax að fæðingu lokinni bar Skúli bamið í burtu og bann- aði Svanhildi að segja frá því að hún hefði fætt, „hótaði að drepa mig ef ég gjörði það.“ Þegar hún síðan spurði hann hvað hefði orð- ið um bamið, svaraði hann að henni kæmi það ekki við, en fjórtán ára stúlka sem var á bæn- um sagði henni að Skúli hefði kastað því í læk sem rennur hjá bænum og fellur í háum fossi fram af klettum við sjávarmál. Næstu vikur fullyrti Svanhildur að hún hefði aldrei verið ólétt. Eitthvað hefur hún þótt gran- samleg, því skömmu fyrir páska báðu hreppstjórar yfirsetukonu fjarðarins að athuga hvort hún fyndi nokkur merki þess að Svan- hildur hefði eignast barn. Yfirset- ukonan lét sér nægja að skoða brjóst hennar og fann hvorki mjólk né vætu í þeim. Þá var Svanhildur ráðin til vistar að Grænanesi í Norðfirði og þegar hún kom þangað fór hún að hafa það á orði við fólk „að sér væri það fyrir hugskotssjónum að heyra hrinumar í baminu þegar það hafi verið borið út.“ Skúla kenndi hún um og um svipað leyti kom upp orðrómur um að lík bamsins hefði rekið af sjó í Mjóa- firði. Það reyndist ekki á rökum reist, en varð til þess að sýslu- maður hóf rannsókn málsins í októberbyrjun. Enginn kannast viö neitt Þá brá svo við að heimilisfólk á Krossi kannaðist alls ekki við að Svanhildur hefði eignast bam. Vilhelmína kona Skúla vissi „aldeilis ekkert“ um bamfæðingu Svanhildar, „hvorki um venju- lega fæðingu né að hún hafi átt bam í blóðláti.“ Uppgjafaprestur sem var á heimilinu hafði tekið eftir því einu að Svanhildur kom úr ferð sinni „að útlitum sem ó- léttur kvenmaður, samt annars að sjá mikið holdug, en bráðum virtist sem þykktin hyrfi af henni." Þrír karlar höfðu verið dreifðir við hana, þar á meðal Skúli. Hann neitaði því staðfast- lega að hann hefði nokkra sinni með hana haft, en hún fullyrti að þau hefðu haft „holdlegt sam- ræði“ tvívegis utandyra sumarið 1829. Enn ákafar neitaði hann því að hafa kastað baminu í læk- inn, en eftir strangar yfirheyrslur og eina viku „í myrkvuðu arresti“ í húsakynnum kaupmanns á Eskifirði, gugnaði hann og viður- kenndi. að allt sem Svanhildur segði væri satt og rétt. Nokkram dögum síðar afturkallaði hann játningu sína. Það var ekki tekið til greina og 6. maí 1831 dæmdi sýslumaður hann til lífstíðar refsi- vistar í Kaupmannahöfn, en Svanhildi til 54 vandarhagga hýð- ingar. Vilhelmína var laus allra mála. í september staðfesti Landsyfirréttur dóminn yfir Skúla og fækkaði vandarhöggum Svanhildar um helming. Skömmu eftir áramótin 1832 vora þau enn í varðhaldi á Eski- firði og ef til vill var þeirra gætt þangað til dómur Hæstaréttar barst til landsins. Þar gekk dómur ekki fyrr en í október 1832. Svan- hildur var með öllu sýknuð og Skúli slapp með 54 vandarhögg. Málinu var lokið. Svanhildur var rétt um þrítugt og gerðist vinnu- Már Jónsson skrifar kona á Fáskrúðsfirði. Vilhelmína hafði eignast bam árið 1832 og þau SkúU settust að í Seyðisfirði. Þremur árum síðar var hann for- maður á hákarlaskipi, sagður 32 ára en hún 29 ára. Þannig gátu kvæntir karlar ráðið örlögum ungra kvenna og markað þær fyrir lífstíð með kuldalegum yfirgangi. Fyrst með því að fá þær til að leggjast með sér á milli þúfna eða í útihúsum, jafnvel heima í rúmi; síðan með því að láta þær bera bömin út, eða þeir gerðu það sjálfir. í þjóð- sögum er móðirin í kví kví látin bera ábyrgð á ódæðinu ein. Einu sinni sem oftar var raunvera- leikinn flóknar og margbrotnari, hlutur karlsins ógurlegri og kon- an leiksoppur í veröld sem hún réði ekki við. Heimildir: Prentaðir dómar Landsyfirréttar og dómabækur á Þjóðskjalasafni, eink- um: Reykjavík VII-6. Dómabók 1873-80 (Kristbjörg); Eyjafjarðar- sýsla IV-24. Dómabók 1851-54 (Kristín); Barðastrandarsýsla IV-5. Dómabók 1815-26 (Ragnheiður); Norður-Múlasýsla III-4. Dómabók 1804-29 (Lísibeth); Suður-Múlasýsia V-5. Dómabók 1827-32 (Svanhildur). 99 Strax að fæðingu lokinni bar Skúli barnið í burtu og bannaöi Svanhildiað segja frá því að hún hefði fætt, „hótaðiað drepa mig ef ég gjörði það."... fjórtán ára stelpa sem var á bænum sagði henni að Skúli hefði kastað því í læk sem rennur hjá bænum og fellur í háum fossi fram afkiettum við sjávarmál. Aldurinn eyðileggur ekki kynlrf karla Þaö má víða um þaö lesa að menn séu á hátindi kynorku sinnar átján ára gamlir. Margir draga af þessu þá ályktun að um það bil sem þeirtakastúd- entspróf séu stórveldistímar þeirra á kynlífssviðinu fyrir bí og ríki þeirra skreppi saman uppfráþví. Það er að vísu rétt að ungir menn eru fljótir til kynhrifa, þeir geta haft samfarir tvisvar- þrisvar í rykk, eru fljótir í slaginn á nýjan leik. En athugi nú hver sinn gang: Hvernig var þetta þegar þú varst átján ára? Skyldu ekki margir verða að rifja það upp, að mikilli kynorku fylgdu einatt vandræði á borð við alltof skjótt sáðlát og margskonar klaufaskap og erfið- leika á að koma á samræmi við konu ( ef kona þá fannst). Hverjum aldri sínir kostir Það er svo rétt að með aldrin- um verða kynferðisleg viðbrögð karla veikari. Þeir eru ekki eins fljótir að tryggja upprisu holdsins og það líður lengra á milli þess að þeir hafi áhuga á að endurtaka leikinn. Einhverntíma á sextugs- aldri fer og að bera á að stinning er ekki eins mikil og áður ( hér getur ýmislegt annað komið til greina en beinlínis kynorka, um þessar mundir fer t.d. blöðra- hálskirtillinn að standa mörgum karli nokkuð fyrir þrifum með einum hætti eða öðrum). En lögð er líkn með þraut. Menn bregðast ekki eins hratt við konu og áður, en á hinn bóginn gerist það með aldrinum að menn geta betur haft stjórn á sínum samförum. Eða eins og einn kynlífsfræðingurinn segir: menn eru ekki í stakk búnir til að hafa samfarir þrisvar á klukkustund, en þeir geta miklu heldur en áður átt samfarir sem standa í klukkutíma. Heilbrigt líf Eins og fyrr var að nokkru leyti að vikið er það ekki endanlega „gamall búnaður" sem leiðir til kynlífsvandamála hjá körlum á miðjum aldri og upp úr því. Hér skiptir það miklu máli hvort menn lifa sæmilega heilbrigðu lífi. Og hér er ekki aðeins um það að ræða að hreyfingarleysi, drykkjuskapur og reykingar hafa neikvæð áhrif á kynlíf eins og svo -jfr wonir/i VE'L F0RLfclKu*"v7v' SKiPTÍ« p4,'KfcK.e,V/'" margt annað. Matarvenjur skipta hér og miklu máli. Nýlegar rann- sóknir sýna að það er ekki hjart- að eitt sem verður fyrir tjóni vegna of mikils kólesteróls í blóði. Kólesteról getur lokað æðum í og í kringum liminn og þar með dregið úr kyngetu. Þær matarvenjur sem eru best- ar fyrir hjartað og blóðþrýsting- inn era og bestar fyrir kynlífið. Með því að halda sér við kjör- þyngd og með því að halda blóð- þrýstingi innan eðlilegra marka eru menn ekki aðeins að hressa upp á sína heilsu í heild heldur og upp á sitt kynlíf. Bestur matur bæði fyrir hjartað og getuna er sá sem er snauður að fitu. Sund til sælu Þeir sem stunda íþróttir, synda til dæmis reglulega, gera meira en að bæta almennt líkamlegt ástand sitt. Þeir geta aukið verulega framieiðslu sína á testosteron og þar með bæði vilja til kynmaka og ánægju af þeim. Rosknir menn sem synda eru einatt jafnvirkir í kynlífi og þeir sem eru 20 árum yngri en þeir eða enn yngri (og er þá væntanlega átt við þá yngri meðaltalsjóna sem hafa sig lítt í frammi við líkamsrækt). Eins gott að menn haldi í skefjum ýmsum skaðlegum venj- um. Til dæmis er það mjög trufl- andi fyrir kynlíf að reykja fyrir samfarir. Níkótín þrengir æðarn- ar og virkar sem hemill á blóðrás og þá á þá blóðrás til typpis sem nauðsynleg er til upprisu holds- ins. Og áfengi er eins og menn ættu að vera farnir að vita kyn- deyfandi - ekki síst upp úr fer- tugu. Áfengi truflar meðal ann- ars hormónajafnvægi í líkaman- um og hefur m.a. áhrif bæði á magn og gæði testosterons og þar með á vilja og getu til kynmaka. Það sem þú vilt.... Hér mætti því við bæta, að rétt tímasetning skiptir vitanlega miklu máli. Alltof oft geyma menn tilburði til kynlífs þar til seint á kvöldin þegar líkami og sál eru þreytt orðin. Nú og svo leiðir það af sjálfu sér að miklu varðar að aðilar séu samstiga í að gera kynlífið gott - og einn þátturinn í því er þá fólginn í því að menn losi sig loksins við þær hömlur sem margir dragnast með, að áræða ekki að tala saman um það „hvað mér (og þér) finnst gott“. Ef fólki hefur þá ekki tekist að stíga það skref áður. Altént skal hér ein staðhæfing fylgja með: trúið því ekki að kynlíf sé barasta fyrir ungt fólk. Það er ekki rétt. (byggt á Politiken)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.