Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 25
Hvítabjöm í Suöurríkjunum Fyrr á þessu ári var á síðum þessa blaðs vakin athygli á safn- plötu með úrvali blúsa Johnny Winter, albinóans frá Suðurríkj- um Bandaríkjanna. Það hefur verið sagt um Jonny Winter í mín eyru, að svartir blúsarar vestan- hafs beri ekki eins mikla virðingu fyrir nokkrum hvítum gítarblús- ara og honum. Skýringin er auðvitað sú að Winter er upplit- aður, eða skaparinn hefur gert hann svo hlutlausan gagnvart lit- arhafti manna, að hann setti eng- ar litarfrumur í kappann. Winter gaf út á síðasta ári fantagóða blússkífu sem hann kallar „The Winter of ‘88“. Hér mætir Hvítabjörn suðursins til leiks mun lífsglaðari og hressari en áður. Winter er greinilega ánægður með lífið og tilveruna um þessar mundir og í þessu glað-1 værðarkasti gerir hann plötu sem er holl heilsu manna. Gamlir blúsar eins og „Rain“ eru fram- reiddir með óaðfinnanlegum hætti og sá gamli situr enn með fullri reisn í lávarðadeild blúss- ins. Gítarleikurinn er með því al- skemmtilegasta sem ég hef heyrt hjá Winter og hann syngur af meiri innlifun en á fyrri plötum. Þessi blúsplata er ólík plötu Hea- leys (sem rætt er um annarsstaðar hér á síðunni) að því leyti að Winter kemur betur út í fjöl- menni. Það tekur því ekki að hressa upp á þann sem ekki kemst á hreyfingu við að hlusta á „Veturinn ‘88“. Samt er að finna á þessari plötu tragíst teygða hljóma í ætt við spangól og fram- kalla ljúfan blúshroll. Aðstoðarmenn Winters eru af betra taginu, bassa- og munn- hörpuleikarinn Jon Paris og sá sem föndrar við trommurnar er Tom Comton. Þeir hjálpa til við að gera „veturinn“ að skotheld- um blús. Hvernig væri að spila þessa plötu í byrjun hvers ríkis- stjórnarfundar og sjá hvort upp- litið á stjórnvöldum breyttist ekki? Á geisladisknum eru tveir aukablúsar sem ekki eru á LP- plötunni. -hmp Gamli Hvítabjörninn frá Suður- ríkjunum, Johnny Winter, er enn að. ALÞÝPIJBANDALA GTF) Alþýðubandalagið Siglufirði Félagsfundur Alþýðubandalagið Siglufirði boðar til fundar í Alþýðuhúsinu laugardaginn 15. apríl kl. 16.00. Dagskrá: Brauðstrit og barátta, til heiðurs höfundinum, Benedikt Sig- urðssyni. Á fundinn koma Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra og Ragnar Arnalds alþingismaður. Stjórnln Alþýðubandalagið í Kópavogi Spilakvöld Alþýðubandalagið í Kópavogi verður með spilakvöld mánudaginn 17. apríl klukkan 20,30 í Þinghól Hamraborg 11 3. hæð. Allir velkomnir. Stjórnln Alþýðubandalagið á Akureyri Bæjarmálaráð Fundur veröur haldinn í bæjarmálaráði Alþýðubandalagsins á Akureyri mánudaginn 17. apríl klukkan 20,30 í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18. Fundarefni: 1. Dagskrá bæjarstjórnarfundar 18. apríl. 2. önnur mál. Stjórnln. Alþýðubandalagið á Akureyri Áður auglýstri árshátíð frestað af óviðráðanlegum orsökum. Stjórnin Alþýðubandalagið í Kópavogi Framhaldsskólarnir Félagsfundur um framhaldsskólamál í Kópavogi verður haldinn laugardag- inn 15. apríl kl. 10-12 í Þinghól, Hamraborg 11. Heiðrún Sverrisdóttir formaður skólanefndar og Heimir Pálsson borgarfulltrúi leiða umræðurnar. Stjórnin. Alþýðubandalagið í Kópavogi Bæjarmála ráð Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 17. apríl kl. 20.30. í Þinghól, Hamra- borg 11. Rætt um stjórnsýslu í Kópavogskaupstað. Alþýðubandalagið Skagafirði Opinn fundur í Skagafirði Steingrímur J. Sigfússon og Ragnar Arnalds mæta til yfirheyrslu um landbúnaðar- og samgöngumál í Miðgarði sunnudaginn 16. apríl kl. 16.00 Stjórnin Risaeðlan, trompið í dag. Langi Seli og Risaeðlan á Borginni Fimmtudaginn í síðustu viku héldu Langi Seli og Skuggarnir tónleika á Hótel Borg í tilefni ný- útkominnar plötu. Risaeðlan hit- aði upp fyrir Langa Sela og stað- festi enn og aftur fyrir undirrit- uðum að Risaeðlan er eins og ferskur gustur í íslensku tónlistar- lífi. Risaeðlan er að gera hluti sem engin hljómsveit hérlend er að fást við eða hefur fengist við að mínu viti. Mest áberandi eru Magga á fiðlu og Dóra á saxa en samleikur þeirra er einn sá skemmtilegasti sem maður verður vitni að. Það er einnig vel til fundið að setja þessi hljóðfæri í forgrunninn og sýna þannig að hægt er að fremja rokk með öðrum hljóðfærum en bara gítar, bassa og trommum. Risaeðlan hefur lokið upptökum á plötu sem kemur út í sumar og eru þeir sem heyrt hafa í Risaeðl- unni á tónleikum eflaust famir að bíða spenntir. Langi Seli og skuggarnir brugðust heldur ekki áheyrendum sínum en tónlist þeirra er svo ólík tónlist Risaeðl- unnar, að maður var eiginlega ekki tilbúinn til að taka á móti þeim. Það var ekki fyrr en undir lok tónleikanna sem maður var kominn í sveiflu með Langa Sela. Tónleikarnir voru þokkalega vel sóttir. -hmp Blátt, blátt segir gítarinn Jeff Healey er einn af þeim sem fengið hefur nafnbótina undra- barn. Þessi 22 ára gamli, blindi Kanadamaður þykir nefnilega með eindæmum góður gítar- leikari. Honum hefur verið jafn- að við Hendrix sem er ekki lítið hól fyrir svo ungan gítarleikara. Gamlir lautenantar í bransanum hafa ausið hann lofi og má þar nefna ekki minni menn en B.B. King og Stevie Ray Vaughan. Healey hefur verið blindur frá eins árs aldri. Þegar hann var þriggja ára var honum gefinn gít- ar og síðan þá hafa hann og gítar- inn verið óaðskiljanlegir. Hann hefur spilað flestar tegundir dæg- urtónlistar, djass, raggí, þungar- okk og kántrý, en hefur nú snúið sér að blúsnum. The Jeff Healey Band er tríó og hittust þeir félagar á djamm ses- sjón og komu fyrst fram seint á árinu 1985. Félagar Healeys trommuleikarinn Tom Stephen (örugglega íslendingur, kominn af vesturheimska skáldinu okkar) og bassaleikarinn Joe Rockman áttu báðir fyrir höndum ágætan feril, Stephen í stjómsýslu og Rockman í hljóðverum vestan- hafs. En þegar þeir höfðu heyrt Healey blúsa með gítarinn á hnjánum, kom aldrei annað til greina en skrá sig á skútu hjá hon- um. Sniglar & eðlur í Tunglinu í kvöld klukkan 23 stundvís- lega hefjast tónleikar í Tunglinu. Tónleikarnir hefjast með leik Rokkabillybands Reykjavíkur sem ætlar, samkvæmt tilkynn- ingu, að leika lög frá þeim tíma þegar karlmenn klístmðu hárið, kúluspil voru kúluspil og konur kjömsuðu á kúlutyggjói í krómi slegnum kádiljákum. Að rokka- billyinu loknu mun Sniglabandið stíga á svið og leika nokkur log í anda Glasnost og Perestrojku. En Sniglarnir hafa það á stefn- uskránni að sniglast til Sovét í sumar. Annaðkvöld mun Sniglaband- ið síðan koma fram öðru sinni í Tunglinu en fær þá til liðs við sig hina stórgóðu hljómsveit Risa- eðluna, sem tvímælalaust er að fremja það alforvitnilegasta í tón- listarlífi borgarinnar um þessar mundir. Þessir tónleikar hefjast einnig stundvíslega klukkan 23. Jeff Healey og hljómsveit, kappinn sjálfur er í miðjunni. Fyrsta plata tríósins heitir „See the Light“ sem er væntanlega vís- un í það að Healey sjái ljósið í gegnum tónlistina. En sem hlust- andi er heldur ekki frá því að uSee the Light“ opni augu manns - og eyru. Langflest laganna á plötunni eru blús í hæsta gæða- flokki en nokkur þeirra eru í létt- ari sveiflu. Þetta er þó fágaður blús með sætvælandi gítar sem plokkaður er af list og mikilli færni. Þó Healey sitji nær alltaf með gítarinn á hnjánum þegar hann spilar, á hann það til í hita leiksins að standa upp og naga strengina að hætti Hendrix og lyfta gítarnum aftur fyrir hnakka og plokka án þess að fipast svo mikið sem á einni nótu. Það fer ekki á milli mála að hér er snillingur á ferð og það er ekki oft sem fyrsta plata tónlistar- manns er eins heilsteypt og þroskuð og „See the Light“ er. Healey á flest laganna á plötunni en gamlir blúsar fljóta þó með inn á milli og er farið vel með þá flesta. Öfugt við kollega minn í skrif- um á þessa síðu, er ég ekki eld- heitur gítarleiks aðdáandi. Fátt fer eins í taugarnar á mér og há- vaði framkallaður með rafmagns- gítar, eins skemmtilegt hljóðfæri og hann nú annars getur verið. En Jeff Healey er aldrei með há- vaða. Eins og góðuf blúsari fer hann stundum með tónana á ystu nöf en hann fer aldrei yfir mörk- in. Á bláum síðkvöldum hentar þessi plata vel. i > - 'ætt, -hmP ■ ■ Ýjebai; Frá Grunnskólum Kópavogs mt Innritun 6 ára barna (börn fædd 1983) fer fram í skólum bæjarins mánudaginn 17. apríl og þriöjudaginn 18. apríl frá kl. 13-16. Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytjast milli skólahverfa, flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum, fer fram sömu daga á skólaskrif- stofu Kópavogs, Hamraborg 12, S.fyæö, kl. 10- 12 og 13-15, sími 41988. ^ Skólafulltrúi NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.