Þjóðviljinn - 14.04.1989, Side 20

Þjóðviljinn - 14.04.1989, Side 20
BARNAKOMPAN Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON Ljóni Sandbíll, sjúkrabíll og fugl. Skarphéðinn 6 ára teiknaði myndina. Einu sinni var Ijónatemjari sem átti gamalt, gott og fallegt Ijón. En þegar Ijónið átti 20 ára afmæli sagði temjarinn við konuna sína fyrir utan búr Ljóna: - Nú þegar okkar trygga Ijón sem hefur séð okkur fyrir mat svo lengi er orðið svo gamalt er víst best að fara að skjóta það. Við þessi orð varð Ljóni mjög skelfdur, en konan sem kenndi í brjósti um Ljóna sagði við manninn: - Þú verður víst að leyfa Ljóna að fá eina gleðistund áður en þú skýtur hann. - Já það verð ég víst að gera. Best að ég fari með hann út í skóg á morgun og skjóti hann þegar ég kem heim. En Ljóna varð órótt að eiga aðeins einn dag eftir ólifaðan. Um kvöldið þegar besti vinur Ljóna kom til hans sagði hann Tígra alla söguna. Þá sagði Tígri: - Vertu ekki hryggur, á morgun þegar þú ferð út úr búrinu þá verður temjarinn þinn væntanlega með barnið sitt því að hann er að fara út í skóg. Ég skal biðja refinn að koma og láta hann hrifsa barnið til sín og þú stekkur á eftir honum, klórar í hann og rebbi þykist missa barnið. Þú tekur það mjúklega upp og labbar með það til temjarans þíns og lætur hann fá barnið og hann verður þér ætíð þakklátur og þú heldur lífi. - En kannski tekur temjarinn minn ekki barnið með sér. Treystu mér, þetta mun ganga. Næsta dag kom temjarinn að ná í Ljóna til að fara með hann út í skóg og hann kom með barnið með sér og um leið og Ljóni var kominn út úr búrinu stökk rebbi út úr runna skammt frá og hrifsaði barnið til sín. Þá kom Ljóni, hljóp á eftir rebba og klóraði laust í hann. Rebbi þóttist missa barnið og Ljóni tók það mjúk- lega upp og labbaði með það til temjarans sem hafði horft á allt og var mjög feginn að Ljóni skyldi ná litla barninu hans. Og Ljóni fékk að lifa og svo kann ég þessa sögu ekki lengri. Þorbjörg Helga Ólafsdóttir 12 ára Ljóðið um Einbúann Einbúi er oft kátur, en stundum lítillátur. Sjáöu hann nú hann er næstum eins og þú. Er hann ekki sætur? Sjáðu hvernig hann lætur. Hildur Elín 10 ára 50 53 «51 •52 54* 11 49 48 • 47 ►46 •12 .45 •44 •32 33* 31 ► 30 •29 • 13 Hver skyldi vera í næsta báti? Þú kemst að því með því að draga línu milli punktanna. Stelpa úti að sippa. Harpa 6 ára. B C D 2 5 1 1 14 1 5 9 13 3 6 9 15 4 9 19 79 6 10 22 Talnaþraut í hverri línu er tölunum raðað eftir reglu. Reyndu að ráða í regluna og bæta tölunum inn í. 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. apríl 1989 WJUi

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.