Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 27
Þeir sem hafa áhuga á að fræ&ast um eitthvert ákve&ið efni var&andi fjölskylduna geta skrifað. Merkið umslagið: Fjölskyidan; Nýtt Helgarblað, Þjóðviljanum, Síðumúla 6, Reykjavík. FJÖLSKYLDAN SIGTRYGGUR JÓNSSON Samskiptareglur Makaval II í öllum hópum gilda ákveðnar samskiptareglur. Reglur þessar eru ýmist skráðar eða óskráðar og segja okkur hvernig við eigum og megum hegða okkur í viðkom- andi hópi. Margar þessara reglna gilda í öllum hópum, en aðrar eru bundnar við ákveðna hópa. Auðveldast er að eiga við þær, sem eru skráðar, ýmist í lög eða reglur, en erfiðara er að eiga við þær, sem ekki eru skráðar og jafnvel aldrei talað um. Þær verð- ur okkur oft á að brjóta er við komum í nýja hópa. Þess vegna venja flestir sig á að koma hægt og rólega inn í nýja hópa. Kanna einstaklingana og reglurnar, meira eða minna ómeðvitað, til að geta betur vitað hvernig má og á að hegða sér í þessum hópi. A maður að vera alvarlegur, eða má gera að gamni sínu? Eiga allir ákveðin sæti? Er einhver ósk- ráður foringi? Er einhver ósk- ráður tapari? Er hópurinn opinn og auðvelt að komast inn í hann eða er erfitt að fá samþykki inn í hann? Allt segir þetta, og margt fleira, til um þær óskráðu reglur sem hópurinn hefur komið sé upp, oftast án þess að þær séu ræddar. Ég minnist þess ætíð, er ég sem unglingur hóf vinnu á nýjum vinnustað að sumarlagi og fór í fyrsta kaffitímann. Um leið og ég settist við kaffiborðið „fann“ ég á vinnufélögunum, án þess að þeir segðu neitt, að ég var að gera ein- hverja vitleysu. Skömmu síðar kom eldri maður, sem vann á vinnustaðnum, inn í kaffistofuna, gekk að mér aftan frá, stóð þar í smástund án þess að segja nokk- uð, og svo hnussaði í honum er hann strunsaði þegjandi út. Á þessu stigi málsins gerði ég mér grein fyrir að ég hafði sest í sætið „hans“ og færði mig fullur sekt- arkenndar, og í þetta skiptið spurði ég hvort nokkur væri van- ur að sitja í því sæti. Öll þekkjum við svipuð dæmi, en það er ekki oft rætt um þessar reglur. Við verðum bara að læra þær er við komum í nýja hópa. Óskráðar reglur Um leið og við byrjum að vera í föstu „sambandi“ fara að gilda öll þau lögmál, sem gilda um hópa, enda hef ég áður sagt að fjöl- skylda er hópur. í upprunafjöl- skyldu okkar höfum við lært þær reglur sem þar gilda og oft tekið afstöðu til þess hverjar við viljum halda í og hverjum þeirra við vilj- um kasta fyrir róða. Þegar við förum í fast „samband“, kynn- umst við þeim reglum, sem gilt hafa í upprunafjölskyldu hins aðilans, og oft erum við dóm- harðari á þær reglur, en þær sem við eigum að venjast. En hér gild- ir einnig eins og ég sagði áðan, að koma inn í þessa fjöiskyldu á þann hátt, að við áttum okkur á þeim reglum sem þar gilda og taka síðan afstöðu til þeirra. En hitt gerist líka, án þess að við tökum eftir og löngu áður en við erum tilbúin til þess að ræða þær reglur, sem við viljum að gildi í okkar nýju fjölskyldu, að þessar óskráðu reglur fara að myndast í „sambandinu". Jafnvel þótt ekki komi til sam- búðar, myndast slíkar óskráðar reglur, og í öllum þeim „sam- böndum“ sem við förum í áður en við förum í sambúð. Þar sem þessar reglur myndast á ómeðvit- aðan hátt, og við meira „finnum" þær en vitum um þær, eru þær hluti af því sem við notum til að ákveða hvort þetta sé það „sam- band“ sem við viljum að leiði til sambúðar eða ekki. Þ.e. hluti af því sem við notum til þess að velja okkur maka. Hér er um að ræða reglur eins og hver ræður og í hvaða tilvik- um. T.d. hver ræður bíómynd- inni? Hver ræður gjöfinni sem kaupa á sameiginlega? Hver ræður í kunningjavali? o.s.frv. Aðrar reglur geta verið t.d. að annar aðilinn eigi alltaf að bíða eftir því að hinn hafi samband, annar aðilinn þarf að passa upp á hinn á skemmtunum, að ekki eigi að tala um erfið tilfinningamál, eða þveröfugt, að alltaf eigi að ræða um þau þegar þau koma upp, að skemmtun sé mikilvægari en skóli eða vinna eða öfugt, að kynlíf sé alltaf að frumkvæði ann- ars aðilans, að kynlíf fari eftir ákveðnum reglum, að kynlífi eigi alls ekki að fara eftir áícveðnum reglum, að börn eigi ekki að fæð- ast strax, eða megi alveg koma strax og svona mætti lengi telja. Flestar þær reglur, sem upp koma í „lausum samböndum“, eru óræddar, og það er ekki fyrr en „sambandið" er orðið nokkuð fast, að farið er að ræða reglurnar og þá oftast aðeins þær praktísku. Hér á ég við reglur um það sem gera þarf á heimilinu, hvernig er haldið upp á jól, afmæli eða jafnvel páska og þar fram eftir götunum. í öllum fjölskyldum eru hins vegar ótal reglur sem aldrei eru ræddar. Þær bara eru. Oft hafa þær engin neikvæð áhrif á samskiptin, en hitt er því miður alltof algengt, að þær orsaki van- líðan, hjá einhverjum eða öllum í fjölskyldunni. Getur þú fundið slíkar reglur í þinni fjölskyldu? Vegna prentvillupúkans i síð- ustu grein: í síðustu grein minni fékk prentvillupúkinn að leika lausum hala sem aldrei fyrr. Mest af skemmdarstarfsemi hans skiptir ekki máli og er ástæðulaust að elta ólar við það, en á einum stað tókst honum svo vel upp, að af- gangur greinarinnar varð ill- skiljanlegur fyrir bragðið. í um- ræðunni um „stöðurnar“ þrjár sagði ég að fimm leiðir væru að þeim og hóf uptalningu á þessum fimm leiðum, en þá greip púkinn til sinna ráða. Ég vil því endur- taka þær nú í von um að púkinn hafi skemmt sér nóg í bili. „Leiðirnar fimm að þessum „stöðum" eru: að tala beint við viðkomandi og á jafnréttisgrund- velli, að hækka sig með því að gera meira úr sjálfum sér, að lækka sig með því að gera lítið úr sjálfum sér, að hækka hinn aði- lann með því að gera meira úr honum og lækka hinn aðilann með því að tala niður til hans.“ Feitletraða hlutann át prentvill- upúkinn síðast. Heimsbikarmótið í Barcelona Short, Ljubojevic og Kasparov Á heimsbikarmótinu í Barce- lona á Spáni hafa þeir Nigel Short og heimsmeistarinn Garrí Kasp- arov bankað á dyr hjá forystu- sauðunum Lubomir Ljubojevic sem fór mikinn í upphafi mótsins en hefur í síðustu umferðum gert hvert jafnteflið á fætur öðru. Vegna þess að keppendur standa á stöku er staðan í mótinu dálítið óljós því Ljubojevic og Short hafa teflt einni skák meira en Kasparov og hafa hlotið IV2 vinn- ing úr 11 skákum, en Kasparov er með 6V2 vinning úr 10 skákum. Þá stendur Ljubojevic betur að vígi en Short hvað varðar heimsbikarstigin en hann gerði jafntefli við „gestinn“ Illescas sem Short vann hinsvegar. Fjórði maður, - Þjóðverjinn Robert Hubner er með 6 vinninga úr 10 skákum en er að mínu mati ekki líklegur til að hreppa efsta sætið. Salov gæti hinsvegar blandað sér í baráttuna en hann á vænlega bið- skák gegn Illescas. Jóhann Hjart- arson hóf mótið af miklum krafti með sigrum yfir Salov og Vagani- an en hefur tapað tveim síðustu skákum sínum gegn Seirawan og Kortsnoj og er um mitt mót. Mótið vakti mikla athygli í byrjun fyrir fádæma slakt gengi Garrí Kasparov sem tapaði fyrir landa sínum Jusupov og var að- eins með einn vinning úr fyrstu þrem skákunum. Þrátt fyrir að hafa fengið einni skák frestað vegna veikinda lasleika er heimsmeistarinn kominn á fljúg- andi ferð og er afar sennilegt að berjast um 1. sætið honum takist að hreppa efsta sæti. Hann á tiltölulega þægilegt prógramm eftir: Illescas, Noru- eiras, Nikolic, Spasskí, Vaganian og Hubner. Saðan að loknum 11 umferð- um er þessi: 1.-2. Short og Ljubojevic IVi v. 3. Kasparov 6V2 v. 4. Hubner 6 v. 5.-6. Kortsnoj og Jusupov 5Vi v. 7. Salov 5 v. + biðskák. 8. Seirawan 5 v. 9.-10. Spasskí og Jó- hann 5 v. 11.-13. Nikolic, Bcljav- skí og Vaganian 4‘/2 v. 14. Illescas 4 v. + biðskák. 15.-16. Speehnan og Ribli 4 v. 17. Nogueiras 3 v. Ljubojevic, Spasskí, Short, Jó- hann, Illescas og Norueiras hafa teflt í öllum umferðunum. Jóhann Hjartaraon getur stát- að af frábærum árangri gegn Viktor Kortsnoj en gamli maður- inn náði fram hefndum í 11. um- ferð og komst þar með í hóp efstu manna. Hann teflir af ótrúlegum krafti þrátt fyrir að vera kominn fast að sextugu. Sigurskák hans yfir Bandaríkjamanninum Yass- er Seirawan er þar gott dæmi. í hinu hárbeittu Meran-afbrigði, kennt við Merano á Ítalíu þar sem einvígi Kasparovs og Korts- nojs fór fram 1981 kom Seirawan fram með nýstárlega hugmynd, 12. exf7+ í stað hefðbundna 18. 19. 20. 21. .. Dxe5! fxe5 Bc5+ Be3 Bxe3+ Kfl Rh5 39. 40. 41. 42. Kortsnoj náði fram hefndum og vann Jóhann í 11. umferð framhaldsins, 12. exd7+. Það er broddur í þessum leik -14... Kg8 strandar á 15. Db3+ og 14... Kg6 á 15. Dxd3+ o.s.frv. - og hrókur Seirawans er ekki beint árenni- legur á el. Eftir langa umhugsun finnur Kortsnoj svarið. Hann gefur drottninguna (sjá stöðu- mynd) og Seirawan neyðist til að bera biskupinn fyrir, 20. Be3 (20. Kfl Hxh2 21. Dxd3 Hhl+ 22. Ke2 Bg4+ 23. Kd2 Hd8 og svart- ur fær gjörunnið endatafl), og niðurstaðan verður sú að Korts- noj fær hrók og tvo létta fyrir drottninguna og vinnur úr yfir- burðum sínum af sannfærandi ör- ygg'- 8. umferð Yassar Seirawan — Viktor Kortsnoj Slavnesk vörn Kf3 Bxe5 h3 Kf6 Ke4 Hc4+ Ke3 Hxb4 Kb8 18. Da5! c5 19. Rb5 með myljandi sókn eða 16... Rxe3 17. Dxe3! c5 18. Rxa7+ Kb8 19. Rb5 Bxal 20. Da3 o.s.frv. 16. .. d5 stoðar lítt. Eftir 19. Db4 standa öll spjót að kóngi Speelmans sem reynir að kaupa sér frið með því að láta drottninguna af hendi. Dugar skammt og eftir aðeins 25 leiki leggur hann niður vopnin. 22. Dxd3 Hf8+ 43. Dc6 Bf4+ 23. Kel Bf2+ 44. Kf2 Hb2+ 24. Kfl Be3+ 45. KH Hxa2 25. Kel Rf4 46. Dxb5 Be3 10. umferð: 26. De4 Ha7 47. Dc6 Hf2+ Garrí Kasparov - 27. g3 Bb7 48. Kel Ke5 Jonathan Spcelman 28. Dh7 Re6 49. Db5+ Rc5 Kóngsindversk vörn 29. Rc4 Bxc4 50. De8+ Kf4 1. d4 (16 9. Be2 f5 30. Dxe4 Bf2+ 51. Db8+ Kf3 2. e4 g6 10. exf5 Rxf5 31. Kfl Bxg3+ 52. Da8+ Kg3 3. c4 e5 11. Rxf5 Bxf5 32. Kg2 Bf4 53. Da3 Hf3 4. Rf3 exd4 12. Dd2 Dd7 33. Hdl Ke7 54. Ke2 Re6 5. Rxd4 Bg7 13. 0-0 0-0-0 34. Hd6 Hd8 55. De7 Rf4+ 6. Rc3 Rc6 14. b4 Rxb4 35. Dd5 Hxd6+ 56. Kdl Rxh3 7. Be3 Rge7 15. Rb5 Rc2 36. Dxd6+ Kf7 57. Dxg7 g4 8. h4 h6 37. b4Hc7 58. Kc2 Rf4 1. d4 d5 10. d5 c4 2. c4 e6 11. dxe6 cxd3 3. Rc3 c6 12. exf7+ Kxf7 4. e3 Rf6 13. e5 De7 5. Rf3 Rbd7 14. Rg5+ Ke8 6. Bd3 dxc4 15. 0-0 Rxe5 7. Bxc4 b5 16. Hel h6 8. Bd3 a6 17. f4 hxg5 9. e4 c5 18. Hxe5 SKÁK HELGI ÓLAFSSON %mmM ■ m m 'M&M 60. Kd3 Hel - og Seirawan gafst upp. Garrí Kasparov fékk uppá- skrift tveggja lækna til staðfest- ingar á lasleika sínum. Á frídeg- inum settust þeir síðan að tafli í tómum keppnissal Kasparov og Jonathan Speelman og það voru engin veikindamerki á tafl- mennsku heimsmeistarans. Hann kastar stríðshanskanum þegar í 8. leik með h2 — h4. Þeir hróka á sinnhvorn vænginn og í 14. leik þeytir Kasparov b-peðinu fram. Speelman hefði betur látið þetta peð ósnert en treystir á að staða sín haldi eftir 15. - Rc2. Þrumuleikur Kasparovs, 16. BO! opnar augu hans fyrir varnarleysi kóngsins. Hann á engra góðra kosta völ: 16. .. Rxal 17. Rxa7+ abcdefgh 16. 17. 18. 19. 20. Bf3 d5 21. Bxd5 Rxal 22. Rxa7+ Kb823. Db4 Dxd5 24. cxd5 Rc2 25. Da5 Rxc3 fxe3 Hhc8 Rb5 Hxd5 Dxc7+ Ka8 Da5+ - og Speelman gafst upp. Föstudagur 14. apríl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.