Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 13
AÐ UTAN DAGUR ÞORLEIFSSON ugt klúður Með því að senda hluta hers síns inn í Namibíu lagði S WAPO Suður-Afríku vopn í hendur. Samtökin hafa orðið fyrir verulegum álitshnekki, bæði á alþjóðavettvangi og í Namibíu sjálfri Sama daginn og 23 ára stríði Suður-Afríku og Þjóðarsam- taka Suðvcstur-Afrík'u (South West African People's Organisat- ion, SWAPO) átti formlega að vera lokið, blossaði það upp af endurnýjaðri heift nyrst í því landi, sein lengi var nefnt Suðvestur-Afríka er heitir nú Namibía. Þegar þetta er ritað er enn ekki fullvíst að sú viðureign sé á enda, og þótt svo kunni að reynast getur hún átt eftir að hafa óheillavænlegar afleiðingar fyrir bæði SWAPO og Namibíu. Flestir virðast vera á nokk- urnveginn einu máli um að SWAPO sé um að kenna að bar- dagar þessir, sem háðir voru af engri vægð af beggja hálfu, brut- ust út. Sjálfstæði til handa Nami- bíu er annað tveggja meginatriða í samningi þeim, sem Angóla, Kúba og Suður-Afríka gerðu með sér, að nokkru fyrir áeggjan og tilstuðlan risaveldanna, í þeim tilgangi að koma á friði í Angólu og Namibíu. (Hitt meginatriðið er brottkvaðning kúbanskra her- sveita frá Angólu.) En samningur þessi tókst fyrst eftir mikinn barning og ýmis atriði í honum eru ekki sem ljóslegast orðuð. Samningsaðilar, risaveldin sem á bakvið þá standa og Sameinuðu þjóðirnar leggja þann skilning í samninginn að SWAPO- skæruherinn skyldi, er vopnahlé gengi í gildi, safnast saman í bækistöðvum í Angólu, 150-160 km norðan landamæra þess ríkis og Namibíu. En forusta SWAPO, sem fyrir sitt leyti hafði samþykkt samninginn, mun hafa talið sig geta komist upp með að túlka viss óljóst orðuð atriði hans svo, að henni væri heimilt að senda nokkurn hluta liðs síns vopnaðan suður yfir landamærin, þar sem liðsmenn græfu vopn sín, kæmu sér upp bækistöðvum og gæfu sig síðan undir eftirlit Sam- einuðu þjóðanna. Fyrirætlanir SWAPO Fyrir S WAPO mun haf a vakað með þessu bæði að auka mögu- leika sína á að hafa áhrif á lands- fólkið fyrir kosningar þær til stjórnlagaþings, er fram eiga að fara í haust, og að styrkja hernað- arlega stöðu sína í landinu. Hún er ekki sterk, þar eð hernaður SWAPO hefur lengi fyrst og fremst byggst á því að liðsmenn þeirra hafa griðland og bæki- stöðvar í Angólu. Þaðan hafa þeir gert árásir inn í nyrstu héruð Namibíu, þar sem þeir hafa mikið fylgi meðal Ovamboþjóðflokks- ins, sem um helmingur lands- manna tilheyrir. Aðrir hlutar landsins hafa sloppið að mestu við stríðið, og SWAPO hefur ekki tekist að ná varanlegri fót- festu, svo heitið geti, innan land- amæra Namibíu, enda við harð- vítugan andstæðing að eiga sem er her og vopnuð lögregla Suður- Afríku. Þar að auki er Namibía að miklu leyti eyðimörk eða því sem næst og án stórskóga, en þar sem þeir eru ekki standa skæru- liðar okkar tíma vel til höggsins ef óvinurinn hefur yfir að ráða góð- um flugher. SWAPO-forustan kann og að hafa hugsað sem svo, að vitn- eskja um marga vígþjálfaða liðs- menn hennar innanlands og fald- ar vopnabirgðir þeirra, sem hægt yrði að grafa upp er fram liðu stundir, kynni að hafa þau áhrif á hugarfar allmargra Namibíu- manna, sem væru eitthvað beggja blands í afstöðu sinni til SWAPO, að þeir teldu vissara sjálfra sín vegna að halla sér að samtökum þessum. Líklegt er að SWAPO hafi haft í huga þessu viðvíkjandi gang mála í Zimba- bwe 1979-80, er friður tókst þar eftir margra ára skæruhernað og skæruliðahreyfing undir forustu Roberts Mugabe náði völdum að undangengnum miklum kosn- ingasigri. Fyrir kosningarnar flykktust skæruliðar Mugabes, sem haft höfðu griðland í Mó- sambik, inn í föðurland sitt og tóku með sér vopn sín. Sumra mál er að þetta innstreymi skæru- liða og vopna hafi leitt til þess að ýmsir kjósendur, sem áður hefðu ekki fyllilega gert upp hug sinn, hafi talið það affærasælast fyrir af stað frá bækistöðvum sínum í Angólu, og lögðu sannanir um þetta fyrir stjórnvöld Angólu, Kúbu og Bandaríkjanna. Niður- staðan varð að ekki aðeins vest- ræn ríki fordæmdu SWAPO fyrir tiltækið, heldur og sáu S.þ. sér ekki annað fært en að taka skýr- ingar Suður-Afríku á upptökum bardaganna góðar og gildar. Og Angólustjórn, helsti bakhjarl SWAPO, brást reið við þessu frumhlaupi skjólstæðings síns. Angólskir ráðamenn hafa skiljanlegar áhyggjur af að þetta geti orðið til að gera að engu samninginn við Suður-Afríku, en líkur eru á að í framhaldi af hon- um takist þeim að ganga milli bols og höfuðs á UNITA- skæruliðum Jónasar Savimbi, er í 14 ár hafa verið Angólustjórn meiriháttar höfuðverkur. Eins og sakir standa stendur Suður-Afríkustjórn, að því er Vopnað namibískt lögreglulið, sem er undir suðurafrískri stjórn, vígstöðvunum nyrst í landinu. Bardögum í Norður-Namibíu er að vísu lokið að sinni, er friður- inn er vægast sagt ótryggur. Nu- joma sá um síðir sitt óvænna og leiðingar þeirra hafa þegar orðið verulegur álitshnekkir fyrir SWAPO á alþjóðavettvangi og í Namibíu. Sagt er að mennta- menn í höfuðborginni Windho- ek, sem áður voru hlynntir sam- tökunum, gerist nú beggja blands í afstöðu sinni til þeirra. Svo kynni einnig að fara um fólk af ýmsum þjóðfiokkum, sem ekki eru eins eindregnir í stuðningi við SWAPO og Ovambomenn eru. Fyrir Namibíu sem heild, land sem er á stærð við Frakkland og Vestur-Þýskaland samanlögð en hefur aðeins rúma miljón íbúa, boðar ástandið ekkert gott. Hvít- ir landsmenn, um 80.000 talsins og flestir suðurafrískrar og þý- skrar ættar, báru að líkindum takmarkað traust til SWAPO fyrir, og ekki hefur það aukist við nýafstaðna atburði. Líkur aukast því á að þeir flytji úr landinu, af ótta við að þeim yrði ekki vært þar undir SWAPO-yfirráðum. Þetta er fólk, sem Namibía hefur mikla þörf fyrir, vegna þekkingar þess og mikilvægis í atvinnurek- stri. Foringjar friðargæsluliös S.þ. í Windhoek - báðir stríðsaðilar kenna því um að átökin brutust út, en í raun voru möguleikar þess takmarkaðir. sig að draga ekki af sér í stuðningi við hreyfingu Mugabes. Nujoma lék illilega af sér Þetta var látið óátalið, enda hafði þá náðst alþjóðleg sam- staða um að sættast á Mugabe og hans fólk sem stjórnendur Zimb- abwe. Raunar er einnig fyrir hendi þesskonar samstaða um að SWAPO taki við völdum í Nami- bíu, þegar hún verður sjálfstæð. En munurinn er sá, að Suður- Afríkmenn voru ekki í aðstöðu til að hafa teljandi áhrif á gang mála í Zimbabwe, þegar nýumtöluð stjórnarskipti þar voru á dagskrá, en í Namibíu eru þeir síður en svo búnir að vera og staðráðnir í að láta einskis ófreistað til að hindra að erkifjandi þeirra SWAPO nái völdum. í bráðina að minnsta kosti er allt útlit fyrir að Sam Nujoma, sem annars er talinn sleipur stjórnmálamaður, hafi hér leikið illilega af sér. Her hans hefur fengið slæman skell af namibíska öryggisliðinu, sem stjórnað er að Suður-Afríkumönnum. Þeir hafa snjalla leyniþjónustu, sem vissi af suðurgöngu SWAPO-liða, svo að segja jafnsnemma og þeir héldu best verður séð, með pálmann í höndunum í þessu máli. Af henn- ar hálfu kom aldrei til greina að SWAPO-liðið fengi að koma sér upp bækistöðvum í Namibíu. S.þ. voru á sömu skoðun um það, en höfðu ekki nema sárafáa menn til taks í Norður-Namibíu og þótt þeir hefðu verið fleiri, hefði það varla miklu breytt, því að friðargæsluliðsmönnum al- þjóðasamtakanna er harðbannað að taka þátt í bardögum. Perú- maðurinn Pérez de Cuéllar, aðal- ritari S.þ., og sérlegur sendifull- trúi hans í Namibíu, Finninn Martti Ahtisaari, áttu því vart annars kost en að fara að „tilmæl- um" Suður-Afríkustjórnar, er hún krafðist þess að fá að hafa sína hentisemi við að brjóta SWAPO-liðið á bak aftur. Suður-Afríka hótaði að öðrum kosti brottrekstri starfsmanna S.þ. og að binda endi á starf þeirra með það fyrir augum að gera Namibíu sjálfstæða. S.þ. lentu því í þeirri neyðarlegu að- stöðu að her Suður-Afríku, ríkis þess er lengi hefur sætt mestri for- dæmingu allra á alþjóðavettvangi og í fleiri áratugi stjórnað Nami- bíu í fullu trássi við alþjóðasam- tökin, varð að einskonar liðstyrk þeirra. sendi liði sínu fyrirskipun um að snúa aftur til Angólu. Angóla, Kúba og Suður-Áfríka skutu á skyndifundi um málið að fulltrú- um risaveldanna viðstöddum, og náðist þar samkomulag um að undanhaldið færi fram undir eft- irliti liðs S.þ. En þegar til kom, kröfðust Suður-Afríkumenn hlutdeildar í eftirlitinu og það tekur SWAPO ekki í mál. For- usta hreyfingarinnar segir sína menn að vísu vera á leið til bæki- stöðva sinna í Angólu, en þeir muni halda þangað án þess að hafa nokkurt samband við liðs- menn S.þ. Suður-Afríkumenn hafa nú raunar afturkallað kröfu sína um eftirlitshlutdeild, en þeir hafa hvarvetna í grennd við eftir- litsstöðvar S.þ. mikið lið og grátt fyrir járnum. Aðeins örfáir SWAPO-liðar hafa enn sem komið er gefið sig fram við menn S.þ. Líkur á land- flótta hvítra Ljóst er að eftir atburði unda- nfarinna daga er fjandskapurinn milli stríðsaðila í hámarki og má því áreiðanlega lítið út af bera, til þess að bardagar hef jist á ný. Af- 'zÉr te Zenith 12xPreflex 35 mm, kr. 5.900,- Linsur! margar gerðir. Föstudagur 14. apríl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.