Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 7
nýju fyrir komandi út- hafsrækjuvertíð. Mörg fyrirtæki bitu á agnið og sitja uppi með ógreidda reikninga fyrir vikið sem fást vafalaust aldrei borgað- ir. í viðræðum stjórnar Sigló hf. við stærstu kröfuhafana buðust þeir ma. til að slá af kröfum sín- um gegn því að fá hlut í fyrirtæk- inu. Á því var aldrei léð máls. Þá kom það heldur ekki til greina af hálfu eigenda fyrirtækisins að leita aðstoðar Hlutabréfasjóðs af sömu ástæðu. Allar þessar um- leitanir voru því marki brenndar að fá eftirgjöf af skuldum án þess að bjóða nokkuð í staðinn og slegið á allar útréttar hendur til þess eins að halda eignarréttinum óskertum í fyrirtækinu. Jafn- framt sem stjórn fyrirtækisins hafnaði ítrekað öllu samstarfi við heimamenn. Samið við kaup- leigufyrirtækið Án efa er samningur fyrrum eigenda Sigló hf. við norræna kaupleigufyrirtækið Sven Linner einna ósvífnasti leikurinn í flétt- unni á meðan þeir voru að leita nauðasamninga við stærstu kröfuhafana. Jón Guðlaugur Magnússon framkvæmdastjóri Marbakka hf. í Kópavogi og að- alsprautan í stjórn Sigló hf. og aðaleigandi Hrísmar hf. sem á 1960 þúsundir króna af 2. miljóna króna hlutafé í Siglunesi hf., hef- ur staðfest að kaupleigufyrir- tækið hafi sent þeim yfirlýsingu í janúar þess efnis að þeir styddu eigendur Sigló hf. í hverju sem er. Þar með hafði stjórnin tryggt sér yfirráðin yfir framleiðslutækj- um verksmiðjunnar sem vel flest er í eigu kaupleigufyrirtækisins sem síðar átti eftir að reynast sterkasta trompið á hendi þeirra þegar Sigló hf. hafði verið úr- skurðað gjaldþrota hjá skipta- ráðandanum í Siglufirði. Það er síðan bústjóra að meta það þegar 2ja mánaða kröfufrest- ur í þrotabúið rennur út og búið kemur til umfjöllunar í skiptar- étti hvort þessi samningur við kaupleigufyrirtækið hafi rýrt þrotabúið. Hafi svo verið, eins og margir vilja vera láta, jaðrar það við glæp. Með tilbúinn leigusamning Aðeins tveimur dögum áður en Sigló hf. var úrskurðað gjald- þrota stofnuðu þáverandi eigend- ur fyrirtækisins nýtt fyrirtæki Sigluness hf. með það markmið í huga að taka þrotabúið á leigu þegar það færi yfirum. Eigendur þess eru fjórir af fimm fyrrum eigendum Sigló hf. þeir Jón Guð- laugur Magnússon og Magnús Aspelund forstjórar Marbakka hf. Kópavogi, Guðmundur Arn- aldsson sem er stjórnarformaður Sigluness og starfsmaður Mar- bakka hf. og Guðmundur Skarp- héðinsson sem er framkvæmda- stjóri og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sigló hf. Jafnhliða var útbúinn þartilgerður leigu- samningur sem forráðamenn fyrirtækisins höfðu með sér til Siglufjarðar til að leggja fyrir skiparáðanda. Hvort það hafi verið fyrir tilviljun eða ekki voru þeir samferða skipuðum bústjóra þrotabúsins Guðmundi Krist- jánssyni. Til Siglufjarðar komu þeir um hádegisbil og klukkan þrjú sama dag, fimmtudaginn 6. apríl, var Sigló hf. úrskurðað gjaldþrota og aðeins þremur tímum seinna var skiptaráðandi búinn að fallast á leigusamning til 7 mánaða. Að sögn Erlings Óskarssonar skipt- aráðanda og bæjarfógeta í Siglu- firði var það eingöngu ískalt mat skiparéttarins á því hvað væri hagstæðast fyrir búið að gengið var að tilboði fyrrum eigenda Sigló hf. og ekkert annað. Að- spurður afhverju rétturinn hafi ekki gefið sér lengri tíma til þess að kanna leigutilboðið en aðeins í Guðmundur Skarphéðins- son núverandi framkvæmda- stjóri Sigluness hf. og fyrrver- andi framkvæmdastjóri Sigló hf. Hann er eini Siglfirðingur- inn í stjórn Sigluness hf. Við síðustu sveitarstjórnakosn- ingar skipaði hann 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og situr í bæjarstjórn Siglufjarð- ar. Áður en hann varð fram- kvæmdastjóri var hann verk- smiðjustjóri Siglósíldar þegar ríkissjóður seldi fyrirtækið einkaaðilum 1984. Jón Guðlaugur Magnússon er forstjóri Marbakka hf. í Kóp- avogi ásamt Magnúsi Aspe- lund. Báðir eru í stjórn Siglun- ess hf. auk þess sem Jón er stjórnarmaður í Niðursuðu- verksmiðjunni hf. á ísafirði. Starfaði m.a. áðursem bæjar- stjóri á ísafirði og bæjarritari í Kópavogi. Jón er aðaleigandi Hrísmarar hf. sem á 1960 þúsund króna af 2 miljóna hlutafé í Siglunesi hf. Hefur setið kjördæmisþing Fram- sóknarflokksins í Reykjanesi. Stjórnarformaður Sigluness hf. er Guðmundur Arnalds- son viðskiptafræðingur. Hann var ráðinn til Marbakka hf. í Kópavogi í nóvember 1988 með aðaláherslu á fjármál og tengsl við sam- starfsfyrirtæki félagsins. Guð- mundur hefur m.a. starfað hjá Bankaeftirliti Seðlabankans, verið hagfræðingur hjá Versl- unarráði íslands og síðar hjá Plastprent hf. og Nesco Man- ufacturing hf. þrjá tíma frá gjaldþrotasúrskurði sagði Erlingur að tilboðsfrestur- inn hafi nánast verið enginn. Jafnframt hafi það verið gefið fyllilega í skyn af hálfu tilboðs- hafa að ef ekki yrði gengið að tilboðinu strax væri það úr sög- unni. Þá hafi fyrrum eigendur Sigló hf. lagt fram pottþéttar tryggingar og veð fyrir leigu- samningnum en hverjar þær eru og hver leigan er hefur skiptaráð- andi ekki viljað gefa uppi ein- hverra orsaka vegna. Aðspurður afhverju ekki hafi verið rætt við stærstu kröfuhafa í búið áður en gengið var frá leigusamningnum sagði Erlingur þess ekki þurfa þar sem eftir er að fjalla um kröfurnar. Það verður hins vegar ekki gert fyrr en að loknum þeim fresti sem kröfuhaf- ar hafa til að gera kröfu í búið sem eru 2 mánuði frá því það er aug- lýstí Lögbirtingarblaðinu. Vegna hefðbundins réttarhlés í sumar má búast við að fyrsti skiptafund- ur þrotabúsins verði ekki fyrr en seint í sumar eða í haust. Ekki hlustað á heimamenn Þessi hraða atburðarás kom heimamönnum algjörlega í opna skjöldu en nokkrir einstaklingar í bænum höfðu hug á að taka þrot- abú Sigló hf. á leigu þegar sýnt var að gjaldþrot blasti við. Engu að síður brugðust þeir hart við og lögðu fram bréf til skiptaráðanda þar sem þeir óskuðu eftir við- ræðum um leigu og barst það honum kf. 18.25 um daginn, en um seinan. Þegar heimamönnum varð ljóst hvernig allt var í pottinn greip um sig mikil reiði og gremja meðal íbúanna sem töldu sig hafa verið hlunnfarna að ósekju, minnugir þess þegar stjórn Sigló seldi burt úr bænum gaffalbita- framleiðsluna til Hafnar í Horna- firði í sumar með tilheyrandi ein- kaleyfum. Þegar ljóst varð hvernig í pottinn var búið var bæjarfógeti kallaður á fyrir bæjarráð þar sem hann var beð- inn að gera grein fyrir málavöxt- um sem hann og gerði þá um kvöldið. Á þessum sama fundi var full samstaða um það í bæjar- ráðinu að taka þátt í stofnun fé- lags um rækjuvinnslu í bænum sem hefði það að markmiði að taka rekstur Sigló hf. yfir þegar þess væri kostur til eflingar at- vinnulífsins í bænum. Á mánudagskvöldið komu svo sarnan til undirbúningsfundar um stofnun þessa félags fulltrúar frá 10 - 12 fyrirtækjum í Siglufirði ásamt bæjarstjóra og áhuga- sömum einstaklingum. Þar var skipuð 3ja manna nefnd sem falið var að boða til stofnfundar hins nýja rækjuvinnslufélags eins fljótt og auðið er. Siglunes á brauðfótum? Þrátt fyrir að fyrrum eigendur Sigló hf. og núverandi eigendur Sigluness hafi náð að skjóta heimamönnum ref fyrir rass og náð leigusamningi við skiptaráð- anda á þrotabúi fyrirtækisins er óvíst um framhaldið. Að vísu bera þeir sig mannalega og telja að rekstur geti hafist að nýju innan skamms og 10 - 12 út- hafsrækjubátar séu í startholun- um til að byrja að veiða 1500- 1600 tonn af rækju á vertíðinni. Frá því rekstur Sigló hf. hófst 1984 og þangað til það hætti starf- semi seint á síðasta ári hafa bæjaryfirvöld sýnt fyrirtækinu mikla biðlund með greiðslu reikninga og ma. greiddi það enga rafmagnsreikninga fyrstu 2 árin sem það var í rekstri. Vegna framkomu forráðamanna Sigló og Sigluness hefur bæjarstjórinn lýst því yfir að langlundargeð bæjarins sé þrotið og eftirleiðis verði það að greiða sína reikninga á gjalddaga sem og önnur fyrirtæki og einstaklingar í bænum. Og vafalaust gildir það sama hjá hinum mörgu þjónust- ufyrirtækjum í bænum. Þá er með öllu óvíst hvort Þor- móður rammi hf. mun taka Sigl- uness hf. í viðskipti en Sigló hf. hafði afnot af frystigeymslum fyrirtækisins fyrir rækjuafurðir sínar áður en þeim var skipað út. Framkvæmdastjóri Þormóðs, Róbert Guðfinnsson var sá aðili sem fór með bréfið til skiptaráð- anda hinn sögufræga dag og vitað er að hann er ekki ginnkeyptur fyrir frekari samstarfi við nýja fyrirtækið. Um helgina verður aðalfundur hjá Þormóði ramma hf. í Siglufirði en það er á valdi stjórnar fyrirtæksins að ákveða framhaldið. Fari svo að stjórnin neiti Siglunesi um afnot af frysti- geymslum fyrirtækisins mun það verða rekstri þess fjötur um fót. Jafnframt sem alls óvíst er með hvað stærstu kröfuhafar mun að- hafast á næstunni. í fjármála- ráðuneytinu verið að vinna að gagnasöfnun í málinu og þegar því er lokið mun það skýrast hver viðbrögð þess verða. -grh Auglýsing frá Orlofssjóði VR ORLOFSHÚS VR Dvalarleyfi Auglýst er eftir umsóknum um dvalarleyfi í orlofshúsum VR sumarið 1989. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum þurfa að berast skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð í síðasta lagi 21. apríl 1989. Orlofshús eru á eftirtöldum stöðum: að Ölfusborgum að Húsafelli í Borgarfirði að Svignaskarði í Borgarfirði að lllugastöðum i Fnjóskadal í Vatnsfirði, Barðaströnd að Einarsstöðum, Suður-Múlasýslu fbúðir á Akureyri að Fiúðum Aðeins fullgildir félagar hafa rétt til dvalarleyfis. Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofshúsum á tíma- bilinu 28. maí til 17. september sitja fyrir dvalarleyfum. Hafi ekki verið gengið frá leigusamningi fyrir 19. maí n.k. fellur úthlutun úrgildi. Dregið verður milli umsækjenda ef fleiri umsóknir berast en hægt er að verða við. Verður það gert á skrifstofu félagsins laugardaginn 6. maí n.k. kl. 14 og hafa umsækj- endur rétt til að vera viðstaddir. Sérstök athygli er vakin á því að umsókinir verða að berast skrifstofu VR í síðasta lagi föstudaginn 21. april n.k. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis. Föstudagur 14. apríl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.