Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 30
Hvað á að gera um helgina? Siguriaugur Elíasson myndlistarmaður Ég opna sýningu á morgun klukkan 2 í galleríinu Undir pilsfaldinum aö Vesturgötu 3. Þetta eru grafíkmyndir, mestmegnis af lítt þekktum draugum við ýmis skyldustörf. Ég tek fram að ég stunda ekki portrett- gerð af frægum draugum heldur kýs ég að gera myndir af þeim óþek- ktu. Á sunnudaginn klukkan 4 ætla svo nokkur skáld að lesa ljóð á sýningunni, Gyrðir, ísak, Geirlaugur og Óskar Árni - auk mín. Ég held ég geti lofað að við lesum mestmegnis óbirt ljóð. Allir velkomnir. Halldór Árni Stefánsson (málverk) í Listasafni ASÍ Grensásv., hefst ld., virka 16-20, helgar 14-20. Samsýning í nýju gallerí, Art-Hún, Stangarhyl 7 Artúnsholti, Elínborg Guðmundsdóttir (leirlist). Erla B. Ax- elsdóttir (málun), HelgaÁrmanns (grafík), Margrét Salome Gunnars- dóttir (leirlist), Sigrún Gunnarsdóttir (leirlist), hefstld., virka 14-18, helgar 13— 18, lýkur 1.5. Ragna Ingimundarsdóttir (leir) á Kjarvalsstöðum, hefst Id. 14.00, dagl. 11—18, Iýkur30.4. Elnar Hákonarson (emaléruð myndverk) á Kjarvalsstöðum, hefst Id. 14.00, dagl. 11-18. Slgurlaugur Elíasson (grafík) Undir pllsfaldinum, Hlaövarpanum Vest- urg., hefst ld., virka 14-19, helgar 14- 22, lýkur 1.5. Ijóðsd. 16.00. Jón Gunnarsson (málverk) í Hafn- arborg Hfirði, hefst Id. 15.00, dagl. 14-19nemaþd., Iýkur7.5. Slgríður Ásgeirsdóttir (glermyndir) ÍNorræna h., hefst ld., 11-18, lýkur 1.5. Ljósmyndir af bandarískum vegg- málverkum úr kreppunni: „A Culture of Democracy: The New Deal Mural Programs", Mennst. Bríkjanna Nes- haga, virka 11.30-17, lýkur 27.4. Sjötíu verk fimmtán málara úr Listmálarafélaginu á Kjarvalsstöð- um.hefst ld.,dagl. 11-18. Samsýning í Nýlistasafninu Vatns- stíg:ÁstaOlafsdóttir, Finnbogi Pét- ursson, Hannes Lárusson, Jón Sig- urpálsson, Kees Visser, Ólafur Sveinn Gíslason, PéturMagnússon, Ráðhildur Ingadóttir, Svava Björns- dóttir, Þór Vigfússon, hefst ld., virka 16-20, helgar 14-20, lýkur 30.4. Síð- asta sýning á Vatnsstígnum. SPRON, Alfabakka 14, Breiðholti, verk eftir Benedikt Gunnarsson, virka 9.15-16 nema föd. 9.15-18, Iýkur26.5. Ingibjörg Jónsdóttir (lágmyndir) í Nýhöfn Hafnarstræti, virka 10-18, helgar 14-18, lýkur 26.4. Matthea Jónsdóttir (olía og vatns- litir) í FÍM-salnum Garðastræti, virka 13-18, helgar 14-18, lýkur 25.4. Listasafn Einars Jónssonar, ld., sd. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn dagl.11-17. Llstasafn íslands. Salur 1: Jón Stef- ánsson, Jóhannes Kjarval, Gunn- laugur Scheving. Salur 2: Verk átta ísl. listamanna í safneigu, Björg Þor- steinsdóttir, Bragi Ásgeirsson, Einar Hákonarson, Erró, Guðbergur Auðunsson, GunnarÖrn Gunnars- son, Tryggvi Ólafsson, Vilhjálmur Bergsson. Salur 3 og 4: Hilma af Klint, farandsýning frá Svíþjóð. Mynd mánaðarins: Mosi við Vífilsfell e. Kjarval, kynntfid. 13.30.. Dagl. 11- 17nemamád. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi, helgar 14-17. Sigrid Valtingojersýnirgrafíkog teikningar í Gallerí Borg Pósthússtr., opið virka 10-18, helgar 14-18, síð- asta sýnh. „Frá Hornströndum til Havana". Eiríkur Guðjónsson (Ijósmyndir) á Mokka Skólavörðustíg. Björn H. Jóhannesson sýnir í Ásm- undarsal, opið virka 15-22, helgar 14-22, síðasta sýnh. Gallerí Gangskör, virka 12-18 nema mád., gangskörungar sýna. Gallerí Grjót, Skólavst., virka 12-18. Safn Ásgríms Jónssonar Bergstað- astr., vatnslitamyndirÁsgrímstil maí- loka.dagl. 13.30-16 nemamád., mid. Tuml Magnússon í Slunkaríki (sa- firði, dagl. 16-18, lýkur 29.4. Edwin Kaaber sýnir málverk í Bóka- safni Kópavogs, virka 10-21, Id. 11- 14. TÓNLIST Barokk í Háteigskirkju sd. 17.00, verk e. Bach, Monteverdi, Scarlatti, Purcell o.fl., tíu einsöngvarar: Anna SigríðurHelgadóttir, Dóra Reyndal.Elísabet Waage, Halldór Vilhelmsson, John Speight, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kristín Sædal Sig- tryggsdóttir, Sigríður Gröndal, Sigrún V. Gestsdóttir, T ristin Tergesen. Undirleikur: Haukur Hannesson (selló), Robyn Koh (semball). LokaprófstónleikarTónlistarskól- ans í Rvík, föd. 18.00 í Langholt- skirkju, einleikari Jógvan Zachari- assen (fagott), verk e. Bloch, Lars- son, og Báru GrímsdótturTR-nema (frumflutningur). Burtfarartónleikar hjá Tónskóla Sig- ursveins, Soffía Halldórsdóttir (sópran), í Norræna h. mád. 20.30, verk e. Atla Heimi Sveinsson, De- bussy, Schönberg, Schumann, Sat- ie, undirl. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir. Sinnhoffer-kvartettinn frá Munchen í Bústaðakirkju á vegum Kammer- mússíkklúbbsins mád. 20.30, verk e. Schumann, Sinnhoffer, Beethoven (síðari tónleikar kvartettsins á föd. e. viku). Gunnar Guðbjörnsson (tenór) í Hafnarborg Hfirði mád. 20.30, antík-, óperu- og óperettuaríur, undirl. Guð- björg Sigurjónsdóttir. Vortónleikar Lúðrasv. Svans í Lang- holtskirkju Id. 13.30, stj. Robert Dar- ling, verk e. m.a. Sigvalda Kaldalóns, Pachebel, Jón Ásgeirsson, Cacavas. Gítartónleikar í Tónskóla Sigur- sveins Hraunbergi 2 Id. 17.00, ellefu nemar á framhaldsskólastigi leika. Tríó Kristjáns Magnússonar og Þorleifur Gísason á saxófón í Heita pottinum Duushúsi sdkvöld frá 21.30, sving og bop. LEIKLIST Ofviðrið e. Shakespeare í Þjlh., leikstj. ÞórhallurSigurðsson, aðall. Gunnar Eyjólfsson, María Ellingsen, Sigrún Waage, Róbert Arnfinnsson, ErlingurGíslason, Helgi Björnsson, Sigurður Skúlason, Arnar Jónsson, Árni T ryggvason, Sigurður Sigur- jónsson, Bessi Bjarnason, föd. 20.00 (frumsýning),sd. 17.00. Sólarferð e. Guðmund Steinsson hjá Leikf. Akureyrar, leikstj. Hlín Agn- arsdóttir, aðall. Sigríður Einarsdóttir, Theodór Júlíusson, Kristbjörg Kjeld, Þráinn Karlsson, Sigurveig Jónsdótt- ir, föd. 20.30 (frumsýning). I morfars hus (Heima hjá afa) e. Per Olov Enquist, gestal. frá Borgarlh. í Álaborg í Þjlh., litlasv., föd., Id. 21.00. Hvað gerðist i gær? í Alþlh., Hlað- varpanum Vesturg., einl. Guðlaug María Bjarnadóttir, Id. 20.30 og fid. - sumardaginnfyrstaog 100. afmælis- dag Hitlers-20.30. Heimurán karlmannae. Philip Johnson og Saga úr dýragarðinum e. Edward Albee hjá Ljóra, leikfélag MH, leikstj. Árni Blandon, í hátíðasal MHföd., Id., sd. 20.30. Aðeins þessar sýningar. Haustbruður í Þjlh. Id. 20.00. Ing- veldur á Iðavöllum hjá Hugleik á Galdraloftinu, Hafnarstræti 9, föd„ Id. 20.30. Óvitarí Þjlh. Id. 14.00, sd. 14.00. Brúðkaup Fígarósföd., Id„ sd. 20.00 íóperunni. Sveitasinfónían í Iðnóföd., sd. 20.30. Sjang og Eng í Iðnó Id. 20.00. Ferðin á heimsenda í Iðnó Id. sd. 14.00. Sál mín er hirðfíf I í kvöld, Egg- leikhúsið Hlaðvarpanum Vesturg, föd.,sd. 20.00. HITT OG ÞETTA Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi 10.00 frá Digranesv. 12. Samvera, súrefni, hreyfing. Útivist. Sd. 13.00 Bessastaðanes- Álftanes, strandganga, verð 500. Brottför vestan Umfmst, böm m.f. frítt. Ferðafélagið. Sd. 10.30 Bláfjöll— Kistufell-Grindaskörð, skíðaganga, verð 800.13.00 Gengið á Helgafell sunnan Hafnarfjarðar, verð 600 kr. Gengið á Esju sumard. fyrsta. Brott- föraustan Umfmst, börn m.f. frítt Félag eldri borgara. Göngu-Hrólfur legguraf staðfrá Nóatúni Id. 10.00. Opið hús ÍTónabæ Id. frá 13.30, kl.20 dansleikur og skemmtiatriði. Síðasti danstími Id. í Ármúla 1714.30-16. Opið hús sd. í Goðheimum, Sigtúni 3, spjall, spil og tafl frá 14, dansað 20- 23.30. Opið hús Tónabæ md. frá 13.30, félagsvist frá 14.00. MÍR-bíó Vatnsstíg 10 sd. 16.00. „Grimmileg ástarsaga" frá ‘84, leikstj. Eldar Rjazanov. Byggtá leikriti Ostrovskís. Ókeypis. Enskur texti. Félagsvist Húnvetningafélagsins Id. 14.00 í Húnabúð Skeifunni 17. Morgunkaffi Kvennalistans í Hlað- varpanum Id. 11.00, Helga Sigur- jónsdóttir talar um kvennabaráttu á tímamótum. Ný hljómsveit í Þórscafé: Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar og Björgvin Halldórsson allar helgar í sumar. Fimm skáld sletta Ijóðum á sýningu Sigurlaugs Elíassonar Undir pilsfaldinum Hlaðvarpanum Vest- urg„ sd. 16.00: Geirlaugur Magnús- son, Sigurlaugur Elíasson, Óskar Árni Óskarsson, Gyrðir Elíasson, ísak Harðarson. ísland og innri markaður EB. Fund- ur á vegum Norræna sumarhásk., málshefjendur Yngvi Örn Kristins- son, Ari Skúlason, Kristján Jóhanns- son, Norræna h. Id. 14.00. Norræna h. sd. 16.00, Karl-ivar Hild- eman talar um sænska skáldið Erik Axei Karlfeldt, Hjörtur Pálsson les Ijóðe. hann íþýð. MagnúsarÁsgeirs- sonar. Kökubasar Lúðrasveitar verka- lýðsins Id. frá 11, tertur, kleinur pog smákökur í Blómavali við Sigtún. Borgf irðingavaka f rá föstud.: mynd- listarsýn. Samkomuhúsinu Borgar- nesi, f rá föd., opin 16-22. Söng- skemmtun Logalandi Id. 16.00, Björk úr A.-Hún. og samkór Hvanneyrar, Kvöldvaka Hlöðum sd. 21.00. ÍÞRÓTTIR íslandsmót fatlaðra 1989 í Selja- skóla og Sundhöll, 165 keppendur í sundi, boccia, borðtennis og lyfting- um. Föd. 19.15, Id. 9.30 og sd. 9.00. Lokahóf á Hótel Sögu sd. 19.30. Norðurlandarmót í Olympískum lyftingum á Akureyri. 27 erl. kepp- endur og 7 ísl. Ld. 14.00 og sd. 13.00. Reykjavíkurmótífótbolta. Mfl. karla sd. 20.30 KR-Þróttur á gervi- grasinu. Bein úts. í Sjónvarpi, Id. 14.00 Liverpool-Nott.Forest í undanúrsl. bikarkeppninnar. (sl. mót í öllum flokkum karla og kvenna í borðtennis. Laugardals- höll, ld„ og sd. frá 10.00. Ursl. sd. frá 16.30 FJÖLMIÐLAR ÞRÖSTUR HARALDSSON Dularfullt fréttabréf Margvísleg er hún, miðlunin, dettur mér stundum í hug þegar ég blaða í gegnum póstinn sem berst á Pjóðviljann á hverjum degi. Parna ægir öllu saman. Það er verið að boða fundi eða aug- lýsa tónleika eða skemmtanir, þarna eru tilkynningar um mynd- listarsýningar, fréttatilkynningar frá öllum mögulegum og ómögu- legum samtökum, fyrirtækjum og einstaklingum, fundargerðir bæjarstjórna, glansandi árs- skýrslur banka og stórfyrirtækja að ógleymdum lesendabréfunum og öllum kveðskapnum. Þá hef ég ekki minnst á blöðin og bæklingana sem snjóar inn á ritstjórnina. Það eru landsmála- blöð og óháð héraðsfréttablöð, félagsblöð og málgögn, auglýs- ingablöð sem halda uppi alíra handa málefnum, öllum góðum að sjálfsögðu, og svo tímarit sem eru gefin út án nokkurs sérstaks tilgangs annars en að skaffa fólki lesefni, blaðamönnum atvinnu og útgefendum jafnvel einhvern arð. Af og til detta svo inn á borð dularfullar sendingar sem erfitt er að henda reiður á. Oftast er þar um að ræða misvel dulbúin áróðursrit fyrir pólitísk jaðar- samtök, trúarhópa eða félög sér- vitringa. Með því að rýna í smáa- letrið og ráða í stílinn má yfirleitt finna út hver stendur að útgáf- unni. Nema núna á miðvikudaginn, þá lá á borði fréttastjórans lítið rit sem nefnist Fréttabréf Al- heimsgóðvilja - Ársfjórðungsrit sem fjallar um heimsmálin og einstaka þætti í starfsemi Al- heimsgóðvilja. Enginn er nefnd- ur til ábyrgðar sem er þó skylt að lögum eins og Úlfar Pormóðsson fékk að reyna hér um árið. Einu upplýsingarnar um íslenskan ábyrgðarmann þessa rits var smá- letur á baksíðunni sem sagði að dreifingu annaðist Vatnsberinn með pósthólf en ekkert heimilis- fang. Við þetta vaknaði rannsóknar- blaðamaðurinn í mér og ég lagði það á mig að lesa allt blaðið, 8 síður með engum myndum, án þess að verða nokkru nær. Efni blaðsins virðist allt vera þýtt og að mestu á prýðisgóðri íslensku sem oft vill nú vanta upp á í ritum af þessari sort. Það sem vakti einkum forvitni mína var aðalfyrirsögn á forsíðu sem hljóðaði svo: Boðmiðlun og fjölmiðlarnir, og undirfyrirsögn- in: Samræður mannkynsins. Stundum heyrast þær raddir að margnefnt upplýsingaþjóðfélag sé mikið rangnefni, upplýsinga- flóðið sem tölvurnar hafa innleitt sé svo yfirþyrmandi að það veki helst gagnsefjun hjá öllum al- menningi. Ekki eru höfundar efnis í þessu merka fréttabréfi þeirrar skoðunar. Hjá þeim ríkir fölskvalaus trú á mátt upplýsing- arinnar sem dregur úr fjar- lægðum milli heimsálfa og þjóða svo við verðum „rétt eins og frumur í hnattrænum heila, frum- ur sem nú eru að komast í sam- band hver við aðra“. Margt er sagt af skynsemi í þessu riti og ljóst á öllu að það eru ekki bláeygir einfeldningar sem standa að útgáfunni. Til dæmis er bent á að því fari fjarri að fjöl- miðlarnir stuðli mjög að bættu siðferði í veröldinni. „Þeir sem stjórna blöðunum, hljóðvarps- og sjónvarpsstöðvunum halda áfram að framleiða efni þar sem æsingalöngun og yfirborðs- mennska eru allsráðandi.“ A einum stað er vitnað í þekkt- an blaðamann og fyrrum framá- mann hjá Bamahjálp SÞ, Tarzie Vittachi. Hann flytur ágæta hug- vekju um hlutverk blaðamanna andspænis þeim ógnum kjam- orku, mengunar, ofbeldis og stríðshættu sem steðja að mannkyninu. „Höldum við áfram að skáka í skjóli þess að við séum ekki þátttakendur í hildar- leiknum sem verið er að leika „þarna úti“ og að hlutverk okkar sé að vera hlutlausir áhorfendur og halda uppi spegli fyrir samfé- lagið?“ Gegn þessu sjónarmiði bendir Vittachi blaðamönnum á þann möguleika að taka siðferðilega afstöðu í starfi sínu, rétt eins og 150.000 læknar gegn kjarnorkuvá gerðu á sínum tíma. Virðist ekki vera vanþörf á þessari ábendingu í ljósi þess áhugaleysis sem ís- lenskir blaðamenn sýna áformum um varaflugvöll og kjarnorkukaf- bátunum sem sveima í kringum ísland. En ég er samt enn að velta því fyrir mér hver skyldi vera fulltrúi Alheimsgóðviljans á íslandi. 30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.