Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 8
Tvíbreitt rúm dugar Næst minnsti þingflokkur á ís- landi, „Smáborgarflokkurinn" sem þeir félagar Ingi Björn Albertsson og Hreggviður Jónsson stofnuðu í gær, þarf að sjálfsögðu sérstaka að- stöðu fyrir þingflokksfundi eins og aðrir alvöru þingflokk- ar. Það mun hins vegar ekki verða stórmál að leysa, ef Al- þingi ákveður að kaupa Hótel Borg, því haft hefur verið eftir Hreggviði að þeir Ingi Björn sætti sig alveg fullkomlega við „eitt herbergi á Borginni, með tvíbreiðu rúmi.“B Ingi Björn hótar Meira um uppákomur fyrrum þingmanna Borgara- flokksins. Það er löngu almælt að Ingi Björn Albertsson sé hugsanlegur kandidat í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Vesturlandskjördæmi en Friðjón Þórðarson mun ætla að láta af þingmennsku eftir þetta kjörtímabil. Mögum kom á óvart að Ingi Björn skyldi ekki ganga beint í Sjálfstæðisflokkinn eftir vin- slitin hjá Borgurum, sem beð- ið hefur verið eftir í allan vetur. Skýringin er einföld. Sjálf- stæðismenn á Vesturlandi eru ekki einhuga um Inga í 1. sætið á sínum lista, og munu m.a. Sturla Böðvarsson sveitarstjóri í Stykkishólmi og Sigríður Þórðardóttir bæjar- fulltrúi á Akranesi hafa lýst yfir andstöðu sinni við slíkar hug- myndir. Með því að stofna sinn eigin þingflokk er Ingi Björn búinn aö stilla íhalds- mönnum á Vesturlandi upp við vegg. Annað hvort 1. sæt- ið hjá ykkur, eöa mótframboð á vegum eigin flokks. Ingi Björn er vinsæll á Vesturlandi og því úr vöndu að ráða fyrir íhaldið.B Ort um Engla- barnskroppinn Á baráttufundi BHMR í Austurbæjarbíói í gær var á milli kraftávarpa sunginn kveðskapur ýmiss, bæði sí- gildur og frumortur. Þar á meðal þessi vísa undir laginu „Hvað er svo glatt..“: Hvar finnast menn sem Indriði og Óli er hýru skammta úr ríkis- kassanum og telja sig nú vera á réttu róli að reyna að grynna á launamass- anum. Vér hirða skulum hundraðkalla fáa og herða löngu strekkta sultaról. Ltoks vill ráðuneytið himinháa hygla oss þúsundkalli um næstu jól. Þá er lagboðinn „í birkilaut hvíldi ég“ nýttur til eftirfarandi óðs til fjármálaráðherra: Að krefjast vors réttar er kvöl oss og raun ei kjaftvaðli undan samt flýjum. Loks, Ólafur, markaðs þú munt bjóða laun í mannúðarumbúðum hlýjum. Ef, Ólafur, verkfall á vilt þú fá stopp og vefja oss réttindum nýjum þig skulum við elska sem englabarnskropp I upphefðargeislabaugsskýjum. Fundaröð Norræna sumarháskólans Evrópa að stokkast upp Staða íslands gagnvart Evrópubandalagi við tilkomu innri markaðar fundarefni á morgun Eg mun í þessu sambandi eink- um fjalla um hið aukna frjálsræði á alþjóðlegum fjár- magnsmörkuðum, frelsi banka, tryggingarfélaga og annarra aðila til að stunda fjármagnsþjónustu milli landa, sagði Yngvi Orn Kristinsson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, er ÞjóðvUjinn spurði hann í gær um erindi, sem hann flytur á morgun í Norræna húsinu. Hér er um að ræða fund- aröð á vegum Norræna sumarhá- skólans „um nýjar aðstæður í samskiptum Evrópuríkja og stöðu Islands gagnvart þeim,“ eins og það er orðað í fréttatil- kynningu frá Norræna sumarhá- skólanum. „Ég mun ennfremur fjalla um aukna „líberalíseringu“ á hrey- fingu fjármagns, aukið frelsi til að taka lán og fjárfesta erlendis. íslendingar þekkja þetta þegar nokkuð af aðild sinni að EFTA og úr norrænni samvinnu. Athug- unarefni er t.d. hvaða áhrif það hefur á atvinnulíf hérlendis ef menn hafa frjálst val um viðskipti við innlenda og erlenda banka,“ sagði Yngvi Örn ennfremur. Fundirnir verða allir haldnir í Norræna húsinu og verður sá fyrsti á morgun, 15. apr.,oghefst kl. 2. e.h. Fundarefni verður: Staða íslands gagnvart Evrópu- bandalaginu við tilkomu „innri markaðar". Málshefjendur verða auk Yngva Arnar Kristinssonar Ari Skúlason, hagfræðingur hjá ASÍ og Kristján Jóhannsson frá VSÍ. Horfur í alþjóðastjórnmál- um. Hvert þróast hernaðar- bandalögin? er yfirskrift fundar sem hefst kl. 2 e.h. 30. apr. Máls- hefjendur þá verða Árni Berg- mann, ritstjóri, og Vigfús Geir- dal. Þriðji fundurinn verður 20. maí og hefst á sama tíma og hinir. Fundarefni verður þá: Þjóðernis- hyggja og Evrópuhyggja og með- al málshefjenda verður Gunnar Karlsson, sagnfræðingur. Að framsöguerindum loknum verða frjálsar umræður. í fréttatilkynningu frá Nor- ræna sumarháskólanum er bent á að með opnun innri markaðar Evrópubandalagsins sé stigið stórt skref til að bræða aðildarríki þess saman, en jafnframt séu Austur-Evrópuríki að losa af sér tök Sovétríkjanna og þjóðernis- hreyfingar í Eystrasaltslöndum og Júgóslavíu ógni núverandi „Ég mun m.a. fjalla um aukið frjálsræði á alþjóðlegum fjár- magnsmörkuðum," sagði Yngvi örn Kristinsson um erindi sitt hjá Norræna sumarháskólanum. ríkjaskiptingu. Öll Evrópa sé að stokkast upp. „Ekki er hægt að einskorða ís- lenska Evrópuumræðu við þá spurningu hvernig ísland nær sem bestum viðskiptasamningum við Evrópubandalagið. Líka verður að spyrja um vinnumark- að, félagsleg réttindi, umhverfis- vernd, vinnuvernd, menntun og fjölmörg önnur félagsleg atriði sem öll eru háð hinum efnahags- legu tengslum. Menn hljóta líka að spyrja um það hvort afvopnun og upplausn hernaðarbandalaga muni fylgja breytingum á efna- hagslegum tengslum. Ennfremur hljóta menn að spyrja hvers eðlis vaxandi evrópsk samvitund getur orðið og hvort hún veitir þjóð- menningu smáríkja vaxtarskil- yrði,“ stendur í fréttatilkynning- unni. Á fundinum á morgun verður reynt að skýra hver áhrif opnunar innri markaðar Evrópubanda- lagsins á efnahagsstöðu íslands verði. Segir í fréttatilkynning- unni að þar verði m.a leitast við að svara spurningum eins og hvort íslendingar verði, nauðugir viljugir, að fylgja öðrum Norður- löndum og EFTA-ríkjum inn í Evrópubandalagið og hvort ís- land verði að opna landamæri sín fyrir erlendu fjármagni og vinnu- afli til að geta selt fisk sinn. Þá sé spurning hvort hagsmunir at- vinnurekenda og launamanna fari hér saman eður ei og hvort hinar ýmsu atvinnugreinar hafi ólíkra hagsmuna að gæta í þess- um efnum. Formaður íslandsdeildar Nor- ræna sumarháskólans er Gestur Guðmundsson og ritari Jóhannes Ágústsson. dþ. Fimmtugt ráðuneyti. Viðskiptaráðuneytið átti 50 ára afmæli 17. apríl sl., en það var stofnað árið 1939. Á þessari hálfu öld hafa 15 menn gegnt stöðu viðskiptaráðherra og í tilefni af afmælinu og því að Þórhallur Ásgeirsson lét af ráðuneytisstjórastörfum bauð núverandi viðskiptaráðherra Jón Sigurðsson þeim átta fyrirrennurum sínum, sem enn eru á lífi, í boð. Sitjandi frá vinstri Lúðvík Jósepsson, Eysteinn Jónsson, Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, Gylfi Þ. Gíslason og Kjartan Jóhannsson. Standandi frá vinstri Svavar Gestsson, Matthías Bjarnason, Jón Sigurðsson, Tómas Árnason og Matthías Á. Mathiesen. Látnir eru þeir Magnús Jónsson, Björn Ólafsson, Pétur Magnússon, Emil Jónsson, Ingólfur Jónsson og Ólafur Jóhannesson. Heilsufœði Ginseng eða ginseng Samkvœmt suður-kóreönskum rannsóknum er mikill munur á virkni hinna ýmsu tegunda ginsenga Gingseng er eitt af stóru nöfn- unum í heilsuiðnaðinum. I Danmörku er hægt að velja á milli 20 tegunda og samkeppni milli tegunda er mikil. Og hver söluað- ili lofar sína tegund sem þá bestu til að auka þol og einbeitingu, og allra meina bót fyrir taugakerflð og efnaskipti. Það er fyrst og fremst með til- raunum á dýrum sem niðurstöður hafa fengist um eiginleika gins- engsins, en hins vegar er ekki mikið vitað að hve miklu leyti það má yfirfæra þær niðurstöður á manneskjur. I Austurlöndum fjær og þá sérstaklega í Suður- Kóreu sem er aðalframleiðandi ginsengs, þykjast menn fullvissir um jákvæða eiginleika ginseng- rótarinnar. Kóreubúar leggja þó mikla áherslu á að ekki eru allar tegundir ginsenga jafnvirkar og hefur Suður-kórenska ginseng- vísindastofnuríin rannsakað m.a. þær 13 tegundir ginsenga sem mest eru seldar í Danmörku. Flestar þessar tegundir eru einnig seldar hér á landi. Svokölluð ginsengosid eru virk efnasambönd í gingseng-rótinni og er mjög mismunandi eftir teg- undum hversu mörg þau eru. Samkvæmt niðurstöðum Suður- kóreönsku ginsengvísindastofn- unarinnar sem er ríkisstofnun, er aðeins ein af þeim þrettán teg- undum ginsenga sem mest eru seldar í Danmörku, sem inni- heldur öll þekkt ginsengosid. Það er Rauður Kóreanskur Ginseng sem seldur er í hylkjum og Rauður Kóreanskur Ginseng Extrakt en hann er seldur í duft- formi. Þessi tegund inniheldur sem sagt öll þau 13 ginsengosid sem þekkt eru. Hluti ginsengs er framleiddur í Rússlandi og nefnist Síberískur eða Rússneskur Ginseng. Þessi ginseng mun hins vegar vera fenginn af jurt sem er af ginseng- ættinni en er ekki sömu tegundar og japanskur eða kóreanskur gin- seng. Efnisinnihald þessara teg- unda er einnig ólíkt. Það þarf því ekki að koma á óvart að Suður- kóreanska ginsengvísindastofn- unin staðhæfir að í síberískum og rússneskum ginseng finnist engin ginsengosid heldur önnur virk efni. Samkvæmt rannsóknum Suður-Kóreumanna á þeim teg- undumginsengasem seldar eru í Danmörku eru niðurstöðurnar þær sem birtast í eftirfarandi töflu. Talnagildin merkja magn virkra efna mæld í milligrömmum í hverju grammi af gingseng- tegundinni: Slberískur Ginseng, hylki: 1,7 Ekta Panax Ginseng G 1000: 24,2 Kóreanskur Panax Ginseng 1000: 19,2 Síberiskur Ginseng: 14,2 Tai-Ginseng: 13,9 Gericomplex: 20,4 GinsanaG115 5,8 Gerimax 37,6 Panax 600 Ginseng 6,0 Kóreanskur Ginseng, hylki 28,9 „Hreinn sterkur ginseng" 20,3 Rauður kóreanskur ginseng 70,1 Rauður kóreanskur gins. extrakt 167,0 Margar þessara tegunda eru til sölu hérlendis, t.d. Ginsana og Rauður kóreanskur ginseng. Þýtt úr Jyllands Posten/phh 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.