Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. aprfl 1989 Myndir frá astralplaninu Leyndar myndir Hiimu af Klint Listasafn fslands 8/4-7/5 Hinar leyndu myndir sænsku listakonunnar Hilmu af Klint eru einhver furðulegasta uppgötvun norrænnar listasögu: á fyrsta og öðrum áratug aldarinnar þegar Hollendingurinn Piet Mondrian og Rússinn Kasimir Malevitsj voru að mála fyrstu óhlutbundnu abstraktmyndirnar, sem áttu eftir að hafa byltingarkennd áhrif á alla listasögu 20. aldarinnar, var þessi lítt þekkta sænska listakona að fást við svipuð vandamál í Stokkhólmi án þess nokkur vissi nema þröngur hópur trúsystra hennar í andatrúnni. Myndir hennar urðu ekki þekktar fyrr en rúmum 60 árum síðar, þegar sænski listfræðingurinn Áke Fant áttaði sig á gildi þeirra. Þær komu fyrst fyrir almenningssjónir á sýn- ingunni The Spiritual in Art, sem haldin var í Los Angeles 1986 og vöktu þá þegar gífurlega athygli. Þótt manni verði ósjálfrátt á að bera hinar leyndu myndir Hilmu af Klint saman við þá Mondrian og Malevitsj, þá er þó einn regin- munur þar á: þeir Malevitsj og Mondrian komust að sínum formrænu niðurstöðum með meðvituðum rannsóknum sem byggðu á forsendum kúbismans. Hilma komst hins vegar að sínum niðurstöðum með ómeðvituðum hætti sem miðill „æðri máttar- valda“. En þrátt fyrir þennan af- gerandi mun á aðferð, þá voru niðurstöðurnar merkilega líkar: í öllum tilfellum áttu hin óhlut- bundnu form að miðla algildum og óumdeilanlegum sannleika. Myndin átti ekki að höfða til til- finninganna, mælikvarði sann- leikans var ekki tilfinningalegur heldur vitrænn, og formin voru staðfesting óumdeilanlegs gildis, sem þau báru í sjálfum sér. Að þessu leyti var skynsemistrú Mondrians nánast trúarleg, og því má segja um alla þessa málara að hver með sínum hætti byggja þeir á þeirri nýplatónsku hug- mynd að formið miðli algildum sannleika er standi handan hlut- veruleikans sem ímynd eða frum- mynd. Hilma af Klint byrjaði að leggja stund á spíritisma 1879, þegar hún var innan við tvítugt, en hún var fædd 1862. Iðkun ÓLAFUR GÍSLASON andatrúarinnar kom henni í mið- ilssamband við framliðna „gúr- úa“, og einn þeirra, sem kallaði sig Ananda, boðaði henni árið 1904, að hún ætti eftir að mála myndir er væru frá astralplaninu og miðluðu óhagganlegum sann- leika. Hilma tók þessum skila- boðum að handan af fullkominni alvöru og eftir mikinn undirbún- ing og andlega iðkun komst hún í það sálarástand að verða verk- færi æðri máttarvalda sem þannig „máluðu í gegnum hana“: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað myndirnar áttu að fyrirstilla, en engu að síður vann ég hratt og af öryggi án þess að breyta pensil- drætti,“ segir hún. Þetta var árið 1907, og í einni röð málaði hún tíu stór málverk sem flest byggja á hringlaga og spírallöguðum formum á flötum einlitum grunni. Formin hafa að vísu oft óbeina tilvísun í jurta- og dýra- ríkið, en seinna átti þetta spírit- íska málverk eftir að leiða til hreinna óhlutbundinna niður- staðna. Hilma sagði um myndirn- ar sem hún málaði 1907 að hulinn vættur að nafni Theosophus hefði stýrt hendi sinni. Eftir nokkurra ára hlé við málarastarfið, þar sem Hilma lagði m.a. mikla stund á guðspeki, tók hún upp þráðinn aftur. Það var á árunum 1912- 1915 sem hún gerði sínar merk- ustu myndir, og þá var hendi hennar ekki lengur stýrt af huld- um vættum, heldur miðlaði hún innri sýnum eða boðskap sem henni barst „að handan“. Þar með var málarastarfið orðið meðvitaðra og þróaðist út í hreina geómetríu sem átti að miðla kosmískum sannleika. í þessum myndum er hringformið áberandi, en athyglisvert er að um sama leyti gerði Frakkinn Ro- bert Delaunay einmitt sínar fyrstu óhlutbundnu myndir þar sem hann reyndi að ná fram kosmískum áhrifum með hring- laga formum. Forsendur hans voru þó allt aðrar, þar sem hrynj- andi og litasamsetning í myndum hans höfðaði frekar til tilfinning- anna eins og hjá fútúristunum, á meðan myndir Hilmu eru sem „opinberun að handan“, þar sem mannlegri tilfinningasemi hefur verið úthýst. Með hjálp vinkvenna sinna byggði Hilma síðan musteri yfir þessi verk sín, þar sem þeim var fyrir komið. Það var árin 1916- 17, og að því loknu taldi hún sig hafa framkvæmt það verkefni sem „Ananda" hafði lagt fyrir hana árið 1904. Þar með var merkasta hluta ævistarfs hennar lokið. Hún hélt að vísu áfram að mála, en myndir hennar höfðu ekki lengur þann kraft sem er að finna í miðilsmyndunum. And- lega tók hún að hneigjast að ant- roposofisma og fylgdi þar kenn- ingum Rudolfs Steiners. Árið 1917 gerir hún vatnslitamyndir sem eiga að sýna hugmyndir hennar um frumeind efnisins, atómið. Þær myndir, sem eru á sýningunni í Listasafninu, eru ifW' „Aðeins dauðinn er banvænn" Alþýðuleikhúsið í Hlaðvarpanum HVAÐ GERÐIST í GÆR? eftir Isa- bellu Leitner. Þýðing: Guðrún Bachmann Leikstjóri: Gerla Tónlist: Lárus H. Grímsson Lýsing: Egill Örn Árnason Leikmynd og búningar: Viðar Egg- ertsson Leikandi: Guðlaug María Bjarna- dóttir Hver skapaði þessa fögru skepnu? spyr Isabella í minning- arbrotum sínum frá Auschwitz og á við Irmu Grese, einn böðlanna úr kvennabúðunum. Og enn einu sinni spyr maður þess sama. Minningar ungversks gyðings úr stríðinu mikla sem er um þessar mundir að eflast í iðnaði og kaup- mennsku svo engan órar fyrir umfanginu: framundan er afmæli stríðsins og fjölmiðlaiðnaðurinn ætlar að maka krókinn á þessum snögga, svarta bletti þjóðanna. Og enn spyr maður hversu gild og holl sú upprifjun er þegar enda- laust er tönnlast á afmörkuðum flötum í miskunnarlausum stríðs- rekstrinum. Maður, líttu þér nær. Ekki sjáum við leikrit um stúlkukindur í styrjöldum okkar daga, og ekki er þessi leiksýning tilefni til upp- lýsinga um fangabúðir okkar tíma hvar sem þær standa. Hver var það annars sem stóð upp út- Guðlaug María Bjarnadóttir í hlutverki Isabellu. Mynd: Eiríkur Guðjónsson. ich Fried, þýska skáldið góð- kunna, og var ekki röksemd hans sú að Grese væri afsprengi sjúks samfélags, brjálaðs kerfis, hún þyrfti hjálp en ekki hegningu? Sýning Alþýðuleikhússins er býsna máttug og áhrifamikil þótt ekki sé hún gallalaus. Guðrún Erla vinnur í fyrsta sinn að leik- stjórn eftir margra ára afskipti af leiksýningum. Hún skipar skynsamlega í eina hlutverkið í sýningunni, velur nýgræðing í leikmyndina sem tekst afbragðs vel, og heldur í mörgu ágætlega BALDVINSSON lagi í Bretlandi og bað írmu Grese vægðar? Var það ekki Er- vel um sýninguna. En einleikur er gjarna prófraun sem reynir á þanþol leikarans, gífurlega tæknilega getu og fjölbreytileika. Guðlaug María hefur það, en nýtur ekki stjórnar sem hrindir henni alla leið að grátmúrnum þar sem allt er gefið og öllu fórn- að. Mér sýnist texti Isabellu og reynsla hennar krefjast mun sterkari leiks, grimmari og frum- stæðari. Guðlaug fer ágætlega með hlutverkið og í túlkun henn- ar má finna djúpa kvöl og óhugn- anleg hræðslugæði, en það hljóð- færi sem henni er gefið er ekki nýtt til fulls og þar álasa ég leikstjórninni, einkum fyrir ónóga áherslu á raddbeitingu sem þýðing Guðrúnar gaf fulla ástæðu til. Þá er ég ekki til fulls sáttur við það val úr textunum sem áhorf- andinn getur keypt í snotru hefti. Umgjörðin, forsagan að dvölinni í Auschwitz og eftirleikurinn í Ameríku, dregur úr styrk text- ans. Þungamiðjan ein mátti ríkja - fangabúðareynslan nakin og grimm. Guðlaug á ekki að spara sig í þessari sýningu, hún á að taka túlkun sína lengra, alla leið í gegnum virki, varnir, boð og bönn. Efni sýningarinnar þykir mér krefjast þess og aðeins þann- ig uppsker hún sína uppskeru. Hilma af Klint: Myndaröð nr. 10, Altarismynd nr. 1, olía og þekjulitur á léreft 185x152 sm málað 1915. og Ólafur Kvaran hefur sýnt fram á í doktorsritgerð sinni, þá urðu guðspekilegar hugmyndir grund- völlur formhugsunar Einars. En í stað þess að miðla sannleikanum í óhlutbundnu formi notaðist Einar við allegóríur og táknfræði sem þarf að túlka. Einar var í andstöðu við klassíska myndsýn í höggmyndum sínum, og var þar á sama báti og Sezessíónistarnir (Jugendlistamennirnir) í Vínar- borg og symbólistarnir. Myndlist hans var í senn uppreisn gegn ak- ademískri hefð samtímans og um leið full af táknrænu myndmáli um baráttu góðs og ills. Átökin og uppreisnin sem við sjáum hjá Einari eru víðs fjarri í verkum Hilmu af Klint. Þótt myndir hennar brytu í bága við allt sem var að gerast í sænskri myndlist á 1. og 2. áratug aldarinnar, þá tók hún engan þátt í baráttu lista- manna á borð við Erland Jos- ephsson gegn akademíunni. Hún leit á sjálfa sig sem auðmjúkan miðil óhagganlegs sannleika að handan. Hún stóð sjálf utan við myndverk sín sem íhugull áhorf- andi. Mannleg tilfinningasemi kom þar hvergi nærri. En þrátt fyrir það hversu ólík þau voru í myndsköpun sinni, þá reistu þau Hilma og Einar bæði musteri yfir verk sín. Það eru musteri þess sannleika, sem kemur „að hand- an“. ekki síst athyglisverðar fyrir text- ann, sem fylgir með, því þar gefur hún atóminu bæði vitund, vilja og siðferði: „atómið ber í sér bæði takmörkun og þróunarmögu- leika. Þegar atómið víkkar út á eterplaninu myndast glóð í efn- ishluta hins jarðneska atóms“, segir hún meðal annars á einum stað. Tilvist frumeindarinnar á „eterplaninu" verður í þessu til- felli eins konar hliðstæða við frummynd eða ímynd Platós, sem býr handan efnisheimsins eins og við skynjum hann. Það var þessi tilvist sem Hilma vildi miðla. Athyglisvert er að bera Hilmu af Klint saman við Einar Jónsson myndhöggvara. Ekki vegna þess að verk þeirra séu lík, heldur þvert á móti vegna þess hve ólík þau eru, þótt þau eigi sér bæði sameiginlegar forsendur í hug- myndaheimi guðspekinnar. Ein- ar var 12 árum yngri en Hilma, fædur 1874. Einar komst í kynni við guðspekina árið 1910 og eins Líf og list í Hafnarborg Mikil gróska er í starfi Hafnar- borgar, menningar- og listastofn- unar Hafnarfjarðar. Á laugar- daginn kl. 15.00 opnarjón Gunn- arsson sýningu á málverkum. Á mánudagskvöldið kl. 20.30 held- ur Gunnar Guðbjörnsson tenór- söngvari einsöngstónleika við undirleik Guðbjargar Sigurjóns- dóttur. Á efnisskránni verða óperu- og óperettuaríur og söng- lög eftir ýmis tónskáld. Á miðvikudagskvöldið kl. 20.30 verða svo jazztónleikar trí- ós Guðmundar Ingólfssonar, en með honum í tríóinu eru Guð- mundur Steingrímsson sem leikur á trommur og Þórður Högnason á bassa. Sjálfur leikur Guðmundur Ingólfsson að sjálf- sögðu á píanó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.