Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 17
Ögmundur Jónasson formaður BSRB segir frá samningunum, Sigtúnshópnum, störfum sínum á fréttastofu Sjónvarps, leiðtogafundinum, „innilegri vináttu“ við fj ármálar áðherr a, verkfallinu 1984 og skipulagsmálum BSRB Mynd: Jim Smart sólarhringum skiptir án mikilla hvflda. Samt held ég að mér sé óhætt að fullyrða að þessi sam- skipti hafi verið hrein, bein og heiðarleg. En menn verða að hafa í huga að tugir, ef ekki hundruð manna, vöktu yfir, unnu og gerðu þessa samninga af okkar hálfu. Áráttan er alltaf sú, að per- sónugera alla hluti og þegar póli- tíkin er komin í spilið er reynt að búa til túlkun sem þjónar við- komandi." Við höfum hér talað um verk- fallið 1984 og Sigtúnshópinn. Parna virtist vera komin fram ný kynslóð sem vildi reyna nýjar leiðir. Þróunin síðan virðist hafa verið nýr doði. „Ég er ekki sammála þessu. Pessi hreyfing er aftur að magn- ast upp núna og ýmsar hreyfingar hafa sprottið upp að undanförnu, t.d. Tjörnin lifi, og viðbrögð við yfirgangi í ráðningarmálum af ýmsu tagi. Ég hygg að ráðamenn séu að byrja að læra sína lexíu. Ég held t.d. að þegar borgarstjórinn í Reykjavík ákveður að losa Ár- bæinga við ruslageymslurnar, sé það ekki bara vegna þess að Kóka Kóla fyrirtækið bað hann um það, heldur einnig vegna þess að hann sá sér ekki annað fært en að virða vilja almennings. Flug- leiðamálið er enn eitt dæmið. Ég held að landslagið sé að breytast að þessu leyti.“ Leiðtoga- fundurinn Nú breytum við til og viljum fá að heyra eitthvað um veru Ög- mundar á fréttastofunni undir stjórn þriggja fréttastjóra, þeirra séra Emils Björnssonar, Ingva Hrafns Jónssonar og Boga Ag- ústssonar. „Svona bersöglismál hafa færst mjög í tísku í seinni tíð. Ég er ekkert mjög gefinn fyrir slíkt. Þetta voru mjög ólíkir samstarfs- menn hjá Sjónvarpinu, ekki bara fréttastjórar heldur einnig frétta- menn. Þegar á heildina er litið þá á ég ágætar minningar frá þessum tíma, bæði tengdar stjórunum og öðru samstarfsfólki. Hápunktur fréttaferils þíns var að margra mati þegar þú varpaðir fram spur'ningu á rússnesku til Gorbatsjofs þegar hann sté út úr flugvélinni á Keflavíkurflugvelli vegna leiðtogafundarins. „Svona er heimurinn yfir- borðskenndur. Ég gerði ekki annað en reka hljóðnemann uppí andlitið á blessuðum manninum. Annars var þetta svolítið skondið og það er rétt hjá þér, að ég bauð hann velkominn á rússnesku og þetta vakti athygli. Ég kann ekki orð í rússnesku en rússneskir leyniþjónustumenn, að ég held, hjálpuðu mér við að móta spurn- inguna. Leiðtogafundurinn var mjög skemmtileg lífsreynsla. Á þeim tíma vöktu menn allan sólar- hringinn og unnu mikið. í kring- um leiðtogafundinn skapaðist ótrúleg samstaða mjög víða, ekki bara hjá ríkisútvarpinu heldur líka hjá símanum og fjölmörgum öðrum hópum sem unnu að undirbúningi fundarins. Við höfðum fengið leyfi til þess að fara þrír að taka á móti Gor- batsjof; ég, myndatökumaður og hljóðmaður, og við áttum að standa inni í lítilli girðingu með öðrum fréttamönnum. Við mætt- um hinsvegar með 20 manna rútu og keyrðum inn á svæðið og kom- umst þangað vegna þess að við bentum á að þetta væri okkar land og að við létum ekki segja okkur fyrir verkum. Síðan tókum við ekki í mál að standa inni í girðingu með öðrum. Það fór svo að menn fóru að trúa því að þetta væri eðlilegur hlutur, að íslenska Ríkisútvarpið hefði sérstöðu og þyrfti því ekki að vera innan girð- ingarinnar. Við höfðum reyndar beðið um að fá viðtal við Gorbatsjof. Við höfðum farið fram á að fá að senda mann til Moskvu fyrir leiðtogafundinn til að taka viðtal við hann, en það gekk ekki. Rétt fyrir lendingu kom svo boð frá Sovétmönnum úr flugvélinni að hann væri tilbúinn að segja nokk- ur orð og að hann kysi að gera það um hljóðnema íslenska sjón- varpsins. Þá sá ég að ekki var um annað að ræða en bjóða manninn velkominn til landsins á rússnesku. Ég spurði því ein- hvern leyniþjónustulegan mann hvernig maður færi að því að bjóða Teiðtoga Sovétmanna vel- kominn til Islands á rússnesku. Hann sagði mér það en ég bar þetta undir tvo til viðbótar til að fyrirbyggja að ég hefði hitt á mann með gálgahúmor." Nú ertþú ekki lengur í hlutverki fréttamannsins heldur orðinn skotspónn þeirra. Hvernig tilfinn- ing er það og hvernig finnst þér fréttamenn standa sig? „Fréttamennimir standa sig upp og ofan eins og annað fólk í starfi. Hinsvegar eru fréttamenn stundum líka skotspænir þannig að þetta er ekki alveg ný reynsla fyrir mig.“ Velferðarkerfið Samningum BSRB fylgdi yfir- lýsing frá ríkisstjórninni um að hún vœri tilbúin að taka upp við- rœður á samningstímanum við samtökin um ýmsar leiðir til að bœta lífskjör almennings og styr- kja velferðarkerfið. Hefur þú trú á því að sú vinnafari af stað? Má ekki allt eins búast við því að menn hummi það fram af sér? „Jú, ég hef trú á því og þess- vegna setjum við ákveðnar tíma- setningar í það ákvæði. Kjör fólks ráðast ekki bara af kaupinu einu heldur einnig af þeim skil- yrðum sem samfélagið býr fólki. Þar má tala um húsaleigu, hvort fólk hefur veikt fólk á framfæri sínu, hvort það býr við vaxtaokur og þar fram eftir götunum. Ef það fer saman að kaupið er lágt og aðstæðurnar erfiðar þá gengur dæmið ekki upp. Þessvegna þarf að taka á hvorutveggja. Það þarf að bæta launin og taka á þessum atriðum einnig. Því viljum við núna í samvinnu við önnur samtök launamanna þrýsta á um aðgerðir í þessum málum og við höfum sett tímamörk Að lokum Ögmundur. Framtíð BSRB. Má búast við miklum skipulagsbreytingum hjá samtök- unum? „Það er ekki rétt að búast við neinum kollhnísum eða heljar- stökkum þótt ný forysta hafi tekið við í BSRB. Það á við um þessi samtök einsog önnur að ef þeir sem mynda þau vilja að þau lifi, þá lifa þau og eiga framtíð fyrir sér. Ég held að BSRB eigi bjarta framtíð. Mér finnst að vinnubrögðin við gerð samning- anna nú lofi mjög góðu um fram- tíðina.“ -Sáf Föstudagur 14. aprfl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.