Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 19
Frá kjörstað í Moskvu - inn eru felldar myndir af þeim Kúzmín og Sarzhin. vildu starfa sem þingmenn. Þeir ætluðu ekki að hætta sínu aðal- starfi og vildu báðir reiða sig áfram á aðstoð þeirra sem hafa hjálpað þeim í kosningaáróðrin- um - á sjálfboðaliðsgrundvelli að því er virðist. Kúzmín vildi auk þess að ríkið fengi þingmanni nauðsynlegt fé ekki bara til að ráða sér ritara heldur og til að stunda sjálfstæðar athuganir á %nsum málum. Sarzhin hinsveg- ar (flokksmaðurinn sjálfur) taldi, að þingmaðurinn ætti sjálfur að útvega sér peninga hjá fyrirtækj- um og stofnunum sem kæmu við sögu tiltekinna mála. Frambjóðendurnir kvörtuðu báðir yfir framkvæmd kosninga- baráttunnar. Bæði hefði fundum þar sem ákvarðanir voru teknar um framboð einatt verið illa stjómað og síðan hefðu umræður á þeim oft verið á afar lágu plani með framíköllum, ærumeiðing- um og þar fram eftir götum. Hvar eru verkamennirnir? Blaðið Nýi tíminn spurði, hvað frambjóðendum fyndist um þá athugasemd frá mörgum lesend- um, að það væru alltof fáir verka- menn í framboði. Sarzhin sagði: Það ber að játa það að verkamenn gátu ekki keypt við andstæðinga sína á j afnréttisgrund velli. I upphafi kosningabaráttunnar voru marg- ir verkamenn til nefndir, en þeir misstu flugið í umræðunum, vegna þess að þeir voru illa undir- búnir... Kúzmín: Vegna þess að þeir voru ekki við slíkum kappræðum búnir, vildi ég sagt hafa. Ef við færum að „undirbúa“ þá með sama hætti og áður, þá fengjum við aftur það gamla kerfi frá stöðnunartímanum (þ.e.a.s stjórnartíma Brezhnevs) þegar tilnefndir voru í Æðsta ráðið „þekkt andlit“, og þá nokkrir verkamenn sem höfðu fengið orður fyrir afköst f fram- leiðslunni. Sarzhin: Við höfum lengi stagl- ast á því að í landi okkar sé allt gert fyrir verkalýðinn. Samt höf- um við ekki getað komið verka- fólki á nógu hátt stig (hér mun átt við menningarstig, þroska til fé- lagsmála). Verkamennirnir kunna ekki að verja hagsmuni sína með lögmætum hætti eða hagsmuni þeirra sem báru þá fram. Kúzmín: Ég held þetta sé tíma- bundið fyrirbæri. Þegar á allt er litið gætum við sagt, að enn getur landið ekki eignast alminnilegt þing, þar sem þingmenn kunna sitt fag. En það kemur allt með tíð og tíma. Sarzhin: Það kemur ef við ger- um nauðsynlegar ráðstafanir, ef við ölum upp forystumenn, þ.e.a.s. þingmenn. Kúzmín: Hver á að ala slíka foringja upp? Mér finnst að verkamennir sjálfir eigi að skilja sitt hlutverk og svara sjálfir fyrir tillögur sínar og röksemdir og taka forystu fyrir öðrum.... Sarzhin tók undir þetta - nema hvað hann var bersýnilega smeykur við þá verkamenn sem tækju forystu til að koma á verk- falli, sem hann (sem forstjóri) taldi engum að gagni koma eins og á stæði. Hvað um fríðindin? Ýmislegt fleira bar á góma á þessum sérstæða kosningafundi sem haldinn var fyrir lesendur blaðsins Nýi tíminn. Undir lokin var sú spurning lögð fyrir þá Kúz- min og Sarzhín, hvaða afstöðu þeir tækju til fyrirbæris eins og forréttindi í sósíalísku samfélagi. Kúzmín sagði: Ég nýt engra forréttinda og tel þau niðurlægj- andi. Engu að síður ætti þing- maður að hafa nokkur fríðindi, eins og að geta keypt miða með járnbraut eða flugvél án þess að standa í biðröð og hann á að hafa rétt til að fá tafarlausar upplýs- ingar um mál. Sarzhin: Ég er hlynntur forr- éttindum þeim til handa sem hafa í raun og veru til þeirra unnið. Á vísindamaður eins og Líkhatsjov til dæmis ekki rétt á að búa í betra húsnæði en ég? (Líkhatsjov er sérfræðingur í fornrússneskum bókmenntum og nú atkvæða- mikill formaður Rússneska menningarsjóðsins). Hitt er svo rétt, að þjónusta á sjúkrastofnun- um fyrir almenning verður að komast upp á það stig sem er í bestu heilsugæslustofnunum (Sarzhin á við það að ekki megi mismuna fólki í heilsugæslu eftir því hvar það er í þjóðfélagsstig- anum). Að lokum hétu keppinautanir því að hvernig sem kosningarnar færu þá myndu þeir skiljast mestu mátar. Á.B. Hverjir ná í úrslit? Undanrásir íslandsmótsins í tvímenning eru spilaðar um þessa helgi í Gerðubergi í Breiðholti. Þátttaka er opin og komast efstu pörin í úrslit, sem verða spiluð um næstu helgi á Loftleiðum. Búast má við því næstu daga að auglýsingar um 8 stórmót frá maí til september, verði kynntar bridgeáhugamönnum. Undir- búningur er vel á veg kominn, en of snemmt er að segja til um hvernig mótin verða sett upp. Talað hefur verið um samstöðu verðlauna allt að 2 miljónum króna (jafnvirði), sem þýðir að þessi 8 raðmót yrðu einn mesti bridgeviðburður sem um getur. Nánar síðar. Hjördís Eyþórsdóttir og Ant- on R. Gunnarsson sigruðu á Reykjanesmótinu í tvímenning, sem spilað var um síðustu helgi. 21 par tók þátt í mótinu. Eigin- legir meistarar svæðisins urðu hins vegar þeir Þröstur Ingimars- son og Ragnar Jónsson úr Kópa- vogi, sem höfnuðu í 2. sæti (þar- sem Hjördís og Anton eru ekki ' félagar á svæðinu). f 3. sæti urðu Karl Einarsson og Sigurjón Jóns- son úr Sandgerði. Evrópumeistarar í tvímenning urðu Pólverjarnir Lesniewski og Przybora (sem hefur komið á Bridgehátíð). 4 íslensk pör tóku þátt í mótinu og komust 2 af þeim í úrslit, þeir Bragi Hauksson og Sigtryggur Sigurðsson og Guðni Sigur- bjarnason og Jón Þorvarðarson. Þeir fyrmefndu höfnuðu í 80. sæti BRIDGE en þeir síðarnefndu í 63. sæti. Hin 2 pörin náðu ekki í úrslit, þau Hermann og Ólafur Lárussynir (sem náðu 30. sæti í B-hlutanum) og Jakob Kristinsson og Magnús Olafsson. Gífurlegur fjöldi sterkra spil- ara tók þátt í mótinu. Alls hófu 220 pör keppni og komust 84 af þeim í úrslit. Meðal para sem voru í efstu sætum má nefna: Chemla/Perron, Martens/Szy- manowski, Stoppa/De Ste- Marie, Senior/Boland, Berger/ Jadali. í B-hlutanum voru einnig fræg- ir kappar á ferð. Fucik/Kubak í 4. sæti, Terraneo/Kadlec í 5. sæti, Forquet/Omar Sharif í 15. sæti. Spilað var með skermum á öllum borðum og aðstaða öll til fyrirmyndar á spilastað, sem var í Salsomaggiore á Ítalíu. Hjá Skagfirðingum eru eins kvölds tvímenningar á dagskrá þessa dagana. Spilað á þriðju- dögum að Síðumúla 35 og hefst kl. 19.30. Valið á Jónasi P. Erlingssyni í landsliðið í Opnum flokki, hefur farið fyrir brjóstið á stórum hópi spilara. Fyrir umsjónarmanni, eins og málið liggur fýrir, er þetta val ákaflega einfalt í sjálfu sér. Nauðsyn þess að nýta Val Sig- urðsson til spilamennsku í liðinu upphefur þetta val á Jónasi. Valkostir einvalds (Hjalta) voru þó ýmsir, en málin drógust hins vegar mjög á langinn. í lokin var ÓLAFUR LÁRUSSON pressan orðin það mikil, að of seint var að beita skynsamlegum aðferðum (sem ef til vill var meiningin í upphafi, af ótta við „óhagstæð“ úrslit með þeirri að- ferð). Allt þetta klúður rennur enn frekar stoðum undir það mál, sem mestu skiptir. Það er hagsmunagæsla sú, sem ástunduð hefur verið í yfirstjórn Bridge- sambandsins frá ómunatíð. Við hvað eru menn hræddir? í lokin er hér ákaflega skemmtilegt spil frá Sálsomaggi- ore, þar sem frændur okkar frá Finnlandi, þeir Leino/Nieminen eru í aðalhlutverki: Á5 KD ÁK105 G109632 DG9743 8753 86 D96 K65 G2 73 Á104 874 2 ÁK104 DG982 Þeir finnsku voru í vörninni í 3 gröndum Norðurs. Útspil A var spaðatía (Rusinov, sem lofaði gosa). Norður las stöðuna rétt og drap strax á spaðaás og spilaði laufi. Lítið, drottning og meira lauf upp á kóng og enn lítið frá A/V. Nú spilaði sagnhafi þriðja laufinu, drepið á ás og Leino var ekki ýkja seinn að henda spaða- kóng. Tveir niður gaf afbragðs skor til félaganna. Skemmtilegi þátturinn í spilinu er hins vegar sá, að ef sagnhafi hættir við laufið eftir 2 slagi þar, tekur ás/kóng og meiri tígul, lendir Vestur inni. Og 9 slagir eru „upplagðir". Sjá spil. Hermann og Ólafur lentu einn- ig í 3 gröndum á þetta spil, út kom spaðagosi, sem var látinn eiga sig. Og þarmeð var það búð. Bl LASTÆÐASJOÐU R Velkomin á Ðakkastæði Bakkastæði er tölvustýrt. Gjaldskylda er frá 09:30-19:00 mánud. og föstud. Ókeypis er frá kl. 19:00-07:30 og um helgar, ýta verður þó á hnapp og taka segulmiða til að opna innhlið og nota síðar við úthlið. Gjaldið er 30 kr. fyrir fyrstu klukkustundina, en síðan 10 kr. fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur. Miðaaflesari við varðskýli tekur við þrem myntstærðum, 5 kr., 10 kr., og 50 kr. og getur gefið til baka. Týnist segulmiði skal ýtt á hnappinn „týndur miði“ og verður þá að greiða 450 kr. til að fá nýtt segulkort og til að komast út sé vörður ekki á stæðinu. 1 Mánaðarkort eru seld í varðskýli á 3000 kr., og verður hægt að kaupa þau til fleiri mánaða í senn. Skilatrygging mánaðarkorts er 1000 kr. Aðeins er ekið inn á stæðið frá Kalkofnsvegi og út í Tryggvagötu. Leiðarvísir um gang mála XI. Ökumaður ýtir á hnapp við innaksturshiiðið og tekur segulmiða. \Hliðið opnast, ökumaður velur sér stæði og geymir miðann á sér. 2. Okumaður kemur til baka að sækja bílinn, gengur að miðaaflesar- anum við varðskýlið og setur miðann í miðaraufina. Aflesarinn stimplar áfallið gjald. Ökumaður greiðir gjaldið í sjálfsalann og fær þá segulmiðann sinn aftur. Ef kvittun óskast skal ýtt á viðeigandi hnapp. Hefur ökumaður þá 10 mínútur til að komast út. Segulmið- inn er settur í opnunarraufina sem gleypir hann og hliðið opnast. Verði menn lengur en 10 mínútur, þarf að greiða 10 kr. viðbótar- gjald. Gatnamálastjóri Föstudagur 14. apríl 1989 nÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.