Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 21
HELGARMENNIN GIN Annaðkvöld, föstudaginn 14. apríl, verður Ofviðrið eftir William Shakespeare frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu. Þetta er í fyrsta skipti sem verkið er sett á svið í atvinnuleikhúsi hér á landi, en það hefur nú um skeið verið eitt vinsælasta verkefni breskra leikstjóra af leikritum höfuðsnillingsins. Árið 1988 voru til dæmis þrjár uppfærslur á því á fjölunum í Lundúnaborg. í „Skal stritað meir?“ (Aríel: Sigrún I Waage) Þetta vekur margar spurning- ar: Hvers vegna hefur verkið orð- ið vinsælt allt í einu undir lok okkar aldar? Hvers vegna ekki fyrr? Og kviknaði áhugi íslenskra leikhúsmanna af þessum áhuga erlendis? Á æfingu hefur leikstjóri ann- að að gera en svara spurningum biaðamanna, en Þórhallur Sig- urðsson segir okkur þó að „upp- færslusaga" Ofviðrisins sé að ýmsu leyti undarleg. f meira en hundrað ár hafi það til dæmis ekki verið leikið og eiginlega týnst vegna þess að rómantísk uppsuða úr því varð svo vinsæl. Einnig hafi Þjóðverjar verið mun duglegri en Bretar við að leika þetta verk lengi vel. Nú sé þetta breytt. En af hverju vilja allir setja það upp núna? „Ég hef enga séð af þessum út- lendu sýningum undanfarið,“ segir Þórhallur, „en mig hefur lengi langað til að glíma við þetta leikrit, og það er ár síðan sam- þykkt var í Þjóðleikhúsinu að setja það upp. Ástæðan fyrir vinsældunum er eflaust sú að þetta er opið verk og spennandi til túlkunar; sagan er tær, maður þarf ekki að vera inni í flóknum kóngasögum. Þetta er gott leik- húsverk og leiftrandi skáld- skapur." Leikmynd og búninga gerir Una Collins. Þegar Una og Þór- hallur unnu síðast saman settu þau upp eftirminnilega sýningu á Þrettándakvöldi Shakespeares í Nemendaleikhúsinu. Þýðandi verksins er Helgi Hálfdanarson. Ofviðrið er furðulega nútíma- legt verk þó að það sé þrungið göldrum og kynngi. Sá sem kem- ur atburðarás í kring er Prosperó, fyrrum fursti af Mflanó (Gunnar Eyjólfsson) sem sökkti sér í fræði og vísindi uns bróðir hans Antón- íó (Arnar Jónsson) sætti lagi og hrifsaði völdin, gekkst á hönd Napolíkonungi (Erlingur Gísla- son) og hrakti bróður sinn í út- legð. Prosperó settist að á eyju og braut undir sig frumbyggjann Kalíban (Róbert Arnfinnsson) með svipuðum klækjum, þóttist vera vinur hans uns leyndardóm- ar eyjarinnar voru honum kunn- ir, kenndi Kalíban tungu sína en kúgaði hann svo undir sig af miskunnarleysi. „Ég lærði að tala,“ segir Kalíban, „og því á ég að þakka að ég get bölvað.“ Er þetta ekki kunnugleg saga? Og ævinlega er snilld Shake- speares fólgin í því að gefa hverj- um manni rödd og röksemdir. Ekkert verður einfalt. Þegar leikritið hefst hefur Prosperó séð það með hjálp listar sinnar að óvinir hans eru allir á skipi skammt undan strönd eyjar- innar Hann lætur skipið farast en alla komast á land þar sem hann spilar með þá af stakri nautn. Til þess nýtur hann hjálpar hins mikla anda, Aríels (Sigrún Wa- age) og verða mikil undur og fyndin. Eitt af markmiðum hans er að kveikja ástir milli Míröndu dóttur sinnar (María Ellingsen) og Ferdinands sonar Napolíkon- ungs (Helgi Björnsson), en í leiðinni kennir hann stráknum ofurlitla auðmýkt í anda rauðu varðliðanna! Reyndar eru allar persónur betri menn þegar leiknum lýkur. Eða eins og segir þar: Prosperó fann ríki sitt á eyðihólma; og allir ' fundum við okkur sjálfa, þegar síst var tiokkur með sjálfum sér. Síðan þá eru tólf ár að faðir þinn var fursti f Mílanó. (Gunnar Eyjólfsson: Prosperó, María Ellingsen: Míranda). Myndir: Jim Smart Ó hó, ó hó! það hefði farið betur! (Róbert Amfinnsson: Kalíban) Ég hýsti þig, þinn hundur, uns þú reyndir að svívirða mitt barn. (Gunnar Eyjólfsson: Prosperó). Tær saga leiftrandi áldskapur Ofviðri Shakespeares í fyrsta sinn í íslensku leikhúsi s Föstudagur 14. aprfl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.