Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Eg er að vinna úr kjaradæminu Ég, Skaði, var lengst af lítt hrifinn af verklýðsfélögum, þótti enda lítil ástæða til. Þetta voru gróörarstíur allskonar öfundar og illvilja í garð fólks sem betur mátti sín eftir sínum dugnaði og framtaki í lífinu, þar vældu menn hver upp í annan eitthvað um arðrán og gullbrydduð klósett í húsum betri manna sem höfðu unnið sig upp í tilverunni. Og ekki bætti það úr skák að þessu stjórnuðu kommar og hálfkommar og laumukommar sem vildu drepa niður allt framtak í landinu og manndóm og meydóm með. Lengi vel hélt ég að þetta væru nokkuð pottþétt viðhorf hjá mér. En svo tók ég eftir því að Reagan minn Bandaríkjaforseti fór að berjast fyrir verklýðsfélögum í Póllandi og flokksbróðir minn ágætur, Magnús verslunarmannaformaður, efndi til verkfalls og jafnvel svona glæpa- mennsku (að því ég hólt) eins og verkfallsvörslu, svo ég fór að athuga minn gang betur. Ég fór og spurði að þessu hjá Flokknum og þeir sögðu mér að auðvitað væri allt í lagi með verklýðsfélög. Um að gera að hafa verklýðsfélög, sem allra flest. Best reyndar að hver maður væri sitt verklýðsfélag, sagði einn og hló við, en hann er nú dálítill hundingi inn við beinið. Held ég. Semsagt: ég ákvað að taka bara málefnalega á kjarabaráttunni eins og hún kemur fyrir úr Karphúsinu. Verst bara hvað þessi barátta er dularfull og leyndardómsfull og óskiljanleg. Það segi ég satt og er þó sæmilega greindur og allt það. Til dæmis hitti ég einn frænda minn á dögunum, sem heitir Jósafat. Ég hafði ekki séð hann lengi. En ég vissi að hann hafði verið í kjaradeilu heilmikilli og flókinni og að hún var búin. Svo ég gerði mig sjónvarpshressan í bragði og sagði: Þið voruð að semja. Það getur varla heitið, sagði Jósafat. Voruð þið ekki að semja? spurði ég. Það má kannski segja það. Með nokkrum hætti. Og þó. Annaðhvort semur maður eða ekki, sagði ég. Það skaltu ekki vera viss um, þagði Jósafat og var dularfullur til augnanna. L'm hvað sömduð þið? spurði ég. Um hvað? Já,um hvað, mannskratti? Varstu beðinn að spyrja? spurði Jósafat. Nei, ég vil bara hafa upplýsingastreymi í landinu, sagði ég. Til hvers? spurði Jósafat. Til að maður viti sínu viti, sagði ég, og var nú orðinn dálítið svekktur. Um HVAÐ sömduð þið. Svo sem ekki neitt. Ekki neitt nei. Nei. Þetta voru eymdarsamningar. Innan ramma þeirrarstefnu sem velviljaðir en auralitlir atvinnurekendur og fjandsamlegt ríkisvald hafa mótað. Eitt og hálft prósent hér. Tvö prósent þar. Aftur eitt og hálft. Og svona áfram eins og litlir plástrar á mikið meiddi. Eitthvað hafið þið fengið fleira vænti ég eftir harða baráttu? Ja, hvað er hart og hvað er mjúkt. Ég veit það svei mér ekki, sagði Jósafat. Hvað fenguð þið? Svona smáræði hér og þar. Kvabbuppbót vegna fólks sem til okkar leitar. Tækniuppbót vegna þess að við höfum verið að fá nýjar græjur. Nú, sagði ég, hvers vegna tækniuppbót? Gerir nýja tæknin starfið ekki léttara? Þú skilur þetta ekki, Skaði, sagði Jósafat. Betri tækni er dýrari. Það yrði meira tjón ef við skemmdum hana í misgripum eða þannig. Nokkuð fleira? spurði ég. Ja, ég tel það nokkuð merkilega sálræna nýjung í kjaramálum, að við fáum kvíðafé í orlofi. Kvíðafé? Já, það var viðurkennt í samningum, að tilhugsunin um að byrja vinnu aftur eftir orlof ylli kvíða og leiða og öðru sálrænu álagi og skal það bætt. Þetta þarf ég að skoða betur, sagði ég. Já, og svo var eitt, sem ég tel verulega félagslega kjarabót. Við fáum afa- og ömmuuppbót. Þau sem verða afar og ömmur lenda náttúrlega í ýmiskonar aukastússi og álagi og okkur fannst ekki nema sanngjarnt að það væri tekið tillit til þess. Já, en ekki eru allir í því að gerast afar og ömmur, sagði ég. Nei, hin fá þessa uppbót líka. Þau fá uppbót fyrir það að hafa farið á mis við þá andlegu auðlegð sem það er að eignast barnabarn og/eða barnabörn. Þetta er mikill húmanismi, sagði ég. En ekki fær unga fólkið í ykkar stétt þetta líka? Nei, en það er verið að athuga með ókeypis samræmingarnám- skeið í kynlífi fyrir það. Jósafat minn, sagði ég, þú ert mikill upplýsingabanki þrátt fyrir allt. Og segðu mér nú hvað þetta gerir í heild svona í prósentum talað? Mér er eiður sær, Skaði, ég veit það ekki. Þessi prósentureikningur er flókinn og ekki batnar það: það er svo ótal margt að skoða og samræma og hagkvæma og jafna að allur samanburður verður út í hött og meira en það. Þetta er svo mikiö mál að ef allir færu að reikna út hjá öllum þá mundi öll önnur starfsemi leggjast niður í landinu og ekki vilt þú það, Skaði, þessi dugnaðarmaður sem þú ert? Nei, sagði ég. 2 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. maí 1989 EINN RÉTTLÁTUR í SÓDÓMU En betur kom í ljós sfðar, að hugur Alberts stóð til sætta við Sjálfstæðisflokkinn. Albert vildi einungis halda fullri reisn. Það hefur honum tekist. DV EF ÉG FER ÞÁ FER ÉG BER... Gaman að láta kjólklædda frímúrara stjana við sig. Fyrírsögn í DV NÚ ERU GÓÐ RÁÐ DÝR Víkverji á ekki annað ráð fyrir launþega en að draga úr útgjöld- um sem kostur er og reyna að auka tekjurnar. Morgunblaðið HVORT SNÝR HANN FRAM EÐA AFTUR? Einkunnarorð afmælishalda Sjálfstæðisflokksins: „Bakhjarl og brautryðjandi 60 ára“. Morgunblaðið. SORGIN GLEYMIR ENGUM Ég er í vandræðum með strák. Hann er jafngamall og ég, en ég er 10 ára... Hann er mj ög góður í fótbolta, helmingi betri en ég. Hann hleypur líka helmingi hraðar en ég. Vandinn er að hann er ekkert hrifinn af mér. DV FRAMSÓKN MARK- AÐSVITUNDAR Vændi er sölumennska og flestir eru falir á einn eða annan hátt, hvað er þá svona hræðilegt við að selja kynlíf? Alþýðublaðið ENDA HEITIR ÞETTA MUSTERI EINVERUNNAR Ég trúi því illa að arkitektinn í Skaftafelli viti ekki að kamar heitir kamar. DV AF ÞVÍ MENN VILJA VERA HÁTT UPPI Hvernig gat Flugstöðin hækk- að um Þjóðarbókhlöðu? Fyrírsögn í Tímanum TÁP OG FJÖR OG FRÍSKIR MENN Húsráðandanum sem þótti sennilega lítið til Kanans koma, sagði þá: „Annaðhvort drepur maður sig með stæl eða ekki“. Svo losaði hann lappirnar á gæj- anum og lét hann detta.. Víkverji Morgunblaðsins HVAR ER SHAKE- SPEARE NÚ? Samkvæmt áreiðanlegum heimildum eru synir Díönu prins- essu og Karls bretaprins... tölu- verðir grallarar. .. Viðkvæðiðhjá þeim eldri, sem kallaður er, villti Villi“, er ekki félegt: „Égskal drepa þig þegar ég er orðinn kóngur". Morgunblaðið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.