Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 9
Orðin háð sundinu Ragnheiður Runólfsdóttir kom með sjö verðlaunapeninga frá Kýpur og var stjarna íþróttaleikanna þar - Þessir leikar eru orðnir sannkallað stórmót og miklu meira í þá lagt en áður. Ég hef verið með í öll þrjú skiptin og voru þeir miklu veglegri að þessu sinni en áður, sagði Ragnheiður Runólfsdóttir nýkomin heim frá Kýpur. Þar keppti hún í sundi á íþróttaleikum smáþjóða og var kjörin besti keppandi leikanna. Hún vann til sex gullverðlauna og einna silfurverðlauna og setti sjö Islandsmet. Frábær árangur hjá þessari heillandi sunddrottingu frá Akranesi. Hvernig var annars á Kýpur, Ragnheiður? - Það var auðvitað æðislega gaman. Við vorum í höfuðborg- inni Níkósíu og það sem kom mér mest á óvart var hve fólkið var frábært hvert sem maður fór. Svo er ofsalega fallegt á Kýpur og ég ráðlegg hverjum sem er að fara þangað. Ég keppti alla dagana nema síðasta daginn og þá keyrðum við niður á strönd og slöppuðum af. Þar var jafnvel enn fallegra og sjórinn svo tær að það sást langt út á haf ef maður fór í kaf. - Það má segja að þetta séu mini-ólympíuleikar þótt standar- dinn sé auðvitað miklu hærri þar. Ég var alveg sátt við árangur minn í Seoul en það er óneitan- lega skemmtilegra að vinna svona mörg verðlaun nú. Við sundfólkið tókum þetta mót mjög alvarlega og ég held að það sé aðalástæða þessa góða áran- gurs okkar. Hins vegar hvfldum við okkur ekkert fyrir keppnina og því kom það okkur á óvart hvað við bættum okkur mikið. Þessi árangur gefur manni byr undir báða vængi og ég vonast auðvitað til að bæta mig enn frek- ar. Og má búast við að sjá þig synda á fullu á komandi árum? - Þjálfunin hjá mér miðast nú við Evrópumeistaramótið í ágúst en næsta langtímamarkmið hjá mér er heimsmeistaramótið í jan- úar 1991. Eftir það er svo stutt í ólympíuleikana í Barcelona ‘92 þannig að ég veit ekki alveg hvað ég verð lengi að þessu. En maður verður að sýna árangur. Ég held ekki áfram ef ég get ekki neitt. Þegar ég finn að ég get ekki bætt Ragnheiðúr Runólfsdóttir glaðbeitt með verðlaunapeningana sjö um hálsinn. Mynd: Þóm. mig meira hætti ég að keppa. Getur sundkona í fremstu röð stundað æfingar eins vel og nauðsynlegt er? - Það er nú bára foreldrum mínum að þakka. Ég bý heima hjá þeim á Akranesi og vinn í fyrirtæki pabba míns. Svo kenni ég líka þroskaheftum fyrir há- degi, bæði sérkennslu og starfs- þjálftm, og þjálfa yngri hópa í sundinu. Eg æfi mest í nýju lauginni á Akranesi enda er hún ágæt. En það er nauðsynlegt að æfa í 50 metra laug ef á að keppa í slíkri og því mun ég keyra þrisvar í viku til Reykjavíkur til æfinga. Það er lítið gagnað Akraborginni því hún fer allt of seint af stað á morgnana. En hvað er Ragga Run. annars að sýsla um þessar mundir? - Ég fer í nám til Bandaríkj- anna í haust og fæ styrk út á sund- ið. Þar er borgað undir mig, öll skólagjöld og uppihald, og æf- ingaaðstaðan stórkostleg þannig að ég þarf ekki að kvíða því. Ég ætla að læra íþróttafræði við skólann í Alabama og verð þar vonandi í nokkur ár. Hvað gerir þú síðan eftir að þú hættir að keppa í sundi? Þá finnur maður sér bara eitthvert annað sport. Það yrði að vísu ekki nema bara sem hobbý og því allt öðruvísi. Ég geri mér alveg grein fyrir því að það fer mikill tími í sundið en sá tími er fyllilega þess virði. Ertu ekki orðin leið á sundinu? - Nei, mér finnst þetta alveg æðislega gaman. Það er svo margt í þessu sem heillar mann og nú er ég orðin mjög háð því að synda. Eg finn það ef ég tek mér frí frá sundinu í einhvern tíma þá veit ég varla hvað ég á að gera af mér. Það má því segja að sundið sé mitt dóp! -þóm MÁ ATT ERKi AO GEFA AÍ>ALV<LRV<rAKAR séu OKRARAR é& eR Ap> ^JCRxSKVA V|NN\ FVR\R LUSARLAUNUMV Föstudagur 26. maí 1989 ;NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.