Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 25
Maðurinn með síðnútíma bláa gítarinn Allt frá því ég byrjaði að hlusta á tónlist með skipulögðum hætti, hef ég beðið eftir því að Kanar eignuðust tónlistarmann sem að minnsta kosti nálgaðist það sem Bob Dylan hefur best gert. Þessu hef ég að sjálfsögðu beðið eftir af tómri umhyggjusemi fyrir menn- ingu þessara rúmlega tvöhund- ruð miljónum afkomenda kúa- smala. Því Dylan hefur verið eitt þeirra dýrasta djásn. Ég ætla alls ekki að fullyrða að nú sé biðin á enda, nýr Dylan sé kominn fram á sjónarsviðið. En Peter Case fer næst því af þeim sem ég hef heyrt, að komast í hjólför meistarans. Peter Case sendi nýlega frá sér gæðagrip sem hann kallar hvorki meira né minna en: „The Man With the Blue Postmodern Fra- gmented Neo-traditonalist Guit- ar“. Til styttingar hefur platan verið kölluð „Blue Guitar". Þetta er önnur sólóplata Case en sú fyr- ri kom út 1986 og hét einfaldlega „Peter Case“. A „Blue Guitar“ er að finna folk-rokk eins og það gerist best. Case nálgast Dylan mest í einföldustu og rólegustu lögum plötunnar; „Porr Old Tom“ og „Rise and Shine“ o.fl.. Samlíkingin við Dylan felst einkum í því að Case flytur tónlist sem er upprunaleg, þjóðleg á bandaríska vísu og virðist koma beint frá sálinni. Sjálfur lætur hann nægja að spila á munnhörpu en kallar til liðs við sig hina og þessa þungavigtarmenn eins og gítarleikarann David Hidalgo, slagverksleikarann Jim Keltner og þúsundþjalasmiðinn Ry Coo- der. Á köflum blúsar Case þræl- skemmtilega og þá þykir mér hann raunar skemmtilegastur. En hann hefur ekki alltaf verið á þeirri tónlistarlínu sem hann er á nú. Árið 1984 sagði hann skilið við hljómsveitina Plimsouls sem gaf út þrjár plötur á sínum ferli: „Zero Hours“ 1980, „The Plims- ouls“ 1981 og „Everywhere at Once“ 1983. Nýlega kom síðan út hljómleikaplata með The Plimso- uls, sem ég veit ekki hvað heitir, , og var tekin upp á tónleikum ! 1981. Peter Case segist hafa verið orðinn þreyttur á hardrokk há- vaðanum sem Plimsouls fram- kallaði og ekki bætti úr skák að áhangendur hljómsveitarinnar misskildu allt saman að mati Case. Eitt laga Plimsouls hét „Sorry". Eftir einhverja tón- leikana kom hópur áheyrenda til Case og sagðist fíla lagið „Party" alveg í tætlur. Ekki kannaðist Case við nafnið á laginu, en þegar hópurinn tók að kyrja viðlagið, uppgötvaði Case sér til skelfingar að „Sorry“ hafði farið fyrir ofan garð og neðan. „Það er ómögu- legt að ná nokkru sambandi við fólk í gegnum hardrokk," segir Case. Fyrsta hljómleikaferð hans sem sólóista fór þannig fram að hann göslaðist á milli plötubúða, götuhorna og útvarpsstöðva með gítarinn og munnhörpuna og spil- aði fyrir gesti og gangandi. Þann- ig þykir honum best að koma fram og þá er bara að hafa augu og éyru opin eigin maður leið um San Francisco þar sem Case á lögheimili. -hmp Les Rita Mitsouko: Catherine Ringer og Fred Chichin. Meira en frönsk lauksúpa Það er ekki oft sem franska rokktónlist rekur á fjörur rokk- unnenda á íslandi, þó föðurland bóhemlifnaðar og listaborgarinn- ar Parísar hljóti að eiga marga frambærilega listamenn í þessari grein eins og öðrum. Nýlega rak hér á land þriðju og nýjustu plötu hljómsveitarinnar Les Rita Mits- ouko, „Mark & Robert". Hljóm- sveit þessi nýtur mikillar virðing- ar í Frakklandi og er sögð hafa haft þar samsvarandi áhrif í tón- listarlífinu og Talking Heads hef- ur haft í Kanalandi, þó tónlistar- gjörningar þessara hljómsveita séu gerólíkir. „Marc & Robert“ er önnur plata Les Rita Mitsouko sem kemur út utan Frakklands en árið 1987 kom út platan „Nocom- brendo“. Þau hjónakorn, Fred Chichin og Catherine Ringer, sem í raun eru Les Rita Mitso- uko, fengu til liðs við sig gamlan og virtan „pródúsent" Tony Visc- onti í þetta skiptið. En Visconti „pródúseraði“ m.a. nokkur af bestu verkum David Bowie hér á árum áður. Tónlist Les Rita Mitsouko er ekki auðskilgreinanleg, súpa dagsins hjá þeim hjónum er fjöl- breyttari af hráefnum en venju- leg frönsk lauksúpa, þannig að maður er ekki alveg viss, við fyrstu hlustun, hvort maður vilji klára af diskinum sínum. Eftir að hafa látið mig hafa það að svelgja þessu í mig, ráðlegg ég hins vegar öðrum að smakka. Sum lögin á „Marc & Robert“ myndu fara ágætlega í hátölurum þeirra húsa þar sem ætlast er til að fólk dansi af miklum móð. Ný- bylgjuáhrif eru missterk og hér og hvar eru smellnar uppákomur. Catherine þenur til dæmis radd- böndin öðru hverju með svipuð- um hætti og pönkdrottningin Nina Hagen og syngur um „Les dauðans", ásamt fleiru. Nokkur lög skera sig úr með þeim hætti að þau gætu varia komið annars- staðar frá en Frakklandi. í „Mandoline City“ siglir maður í huganum eftir Signu í fölrauðri þoku, þessari gauðdrullugu á sem ég og fleiri þekkja aðeins af af- spurn. Önnur lög eru alþjóðlegri í yfirbragði, sérstaklega þau lög sem Spark kemur nálægt: „Hip Kit“, „Singin’ in the Shower" og „Live in Las Vegas". En tvö síð- astnefndu lögin sóttu reyndar mest á mig við fyrstu hlustanir ásamt „Mandoline City“. Önnur lög og þyngri vinna sfðan jafnt og þétt á. Eins og áður sagði er margt í þessari frönsku súpu og margt í henni fellur örugglega ekki að smekk allra. En í heildina er „Marc & Robert“ góð súpa. -hmp Tónlist sem morðvopn The Cult: Billy Duffy, lan Astbury og Jamie Stewart. tekningin og flestar þungarokks- best verður á kosið; af öryggi og Ég hef stundum trúað mínum nánustu fyrir því að ef þeir vilji af einhverjum ástæðum koma mér frumlega fyrir kattarnef, skuli þeir læsa mig inni í gluggalausu herbergi og spila annað hvort þungarokk eða kántrý með mikl- um styrk í u.þ.b. hálftíma. Að þeim tíma liðnum verði ég örugg- lega kominn í hóp framliðinna. Sú undantekingarlausa regla hef- ur gilt hjá mér, af heilsufars- ástæðum, að hlusta alls ekki á þessar stórhættulegu tónlistar- tegundir. En sem betur fer eru undantekingar á undantekingar- lausum reglum eins og öðrum reglum. Nýjasta undantekingin sem mín hroka- og fordómafullu eyru gerði er „Sonic Temple“, yngsta afkvæmi The Cult. „Sonic Tem- ple“ er fersk og ákveðin rokk- plata en ekki sama helv. endur- D/íGURMAL smekkvísi. Þegar ég verð kominn á Hrafnistu kem ég örugglega til með að setja lag eins og „Sweet Soul Sister“ á fóninn til hátíða- brigða, gangastúlkum og öðru starfsliði þar á bæ til skapraunar eða skemmtunar, allt eftir smekk. Fleiri góð lög eru á plöt- unni en „Sweet Soul Sister“ og kosturinn við hana sem þunga- rokksplötu er að gítarleikararnir eru ekki endilega að sýna allt sem þeir kunna í íturvöxnum sólóum í hverju einasta lagi. The Cult hét The Southern De- ath Cult þegar hún var stofnuð f Bradbury árið 1982. Árið 1983 „sprakk“ sú útgáfa af grúppunni PÉTURSSON °8 forsprakkinn Ian Astbury réð grúppur hafa þrykkt út um risa- vaxnar Marchall samstæður síðan Led Zeppelin og Deep Purple liðu undir lok (Deep Purple er að vísu enn að). Seinni tíma þungar- okkarar eru nefnilega að mínu mati brenndir sama markinu og diskóliðið, að vera stöðugt að semja sama lagið, bara stöðugt ver og ver. En The Cult fer í aðra deild enda sagt að þeir félagar dái tón- list The Doors og Led Zeppelin. Á „Sonic Temple“ framreiðir hljómsveitin þungarokkið eins og ______ HEIMIR nýja menn á skútuna, meðal ann- arra Billy Duffy, sem áður lék á gítar með framúrstefnuhljóm- sveitinni Theater of Hate. 1984 tóku þeir félagar upp nanfið The Cult en í millitíðinni hafði hljóm- sveitin heitið The Death Cult. Það er rétt að vara fólk við því að bassaleikari The Cult, Jamie Stewart, kann að vera stórvara- samur. Hann ku vera slíkur öfga- fullur stuðningsmaður hryðju- verkasamtakanna hræðilegu, Greenpeace, að hann stökk út úr flugvél í 2000 metra hæð (með hval í fanginu?) til að safna pen- ingum fyrir samtökin. Það fylgir ekki sögunni hvort hann var í fallhlíf eða ekki, hugsi nú hver sitt. -hmp Föstudagur 26. maí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.