Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 7
i si«§#*§#i§§*? T§í§w<S««íd §§ A<§*ftj«Sí§<í«<?«í $?§*«- ö§ *itt§ra?f§§§ms3*d««iá Lií#ýr>s*?**}«S NQASTOFNUN BlKlSINS S?#rá#«r*r ?§?«§s«=í*}s- o§ «s>plýa«fígsr{«s?íí Umsóknin rökstudd af mannúðarástæðum segir Sverrir Bergman lœknir r Eg sótti um utanfararstyrk fyrir X af mannúðarástæðum, sagði Sverrir Bergman læknir, þegar við spurðum hann um þetta tilfelli, og hvers vegna umsókn- inni hefði verið hafnað. Mér var kunnugt um að sam- kvæmt strangri túlkun á reglu- gerð Tryggingastofnunar ríkis- ins, þá var utanfararnefnd ekki skylt að veita þennan styrk. Það byggist á því, að ekki er hægt að sýna fram á það með læknisfræði- legum rökum, að þessi lækning muni bera árangur. Sverrir sagði að hér væri um sérstakt og alvarlegt tilfelli að ræða: meðalaldur sjúklinga sem fengju þennan sjúkdóm væri um sextugt, og í þessu tilfelli hefði þróun sjúkdómsins verið óvenju hröð. X væri allt of ungur til þess að fá þennan sjúkdóm, og auk þess þyldi hann illa lyfin sem ættu að lina áhrif hans. Því væri eðli- legt að leita allra hugsanlegra lækninga, er gæfu minnstu von um betri líðan. -Ég sagði X jafnframt að óvíst væri hvort Iækningin myndi hafa nokkur áhrif, segir Sverrir. Læknisfræðin hefur ekki kunnað lækningu við parkinsonsveiki til þessa. Hins vegar gæti meðferðin ekki gert skaða, og vel er hugsan- legt að nálastunguaðferðin geti skapað góða slökun og vellíðan, er dregið geti úr þörf fyrir lyfja- notkun. Ef svo reynist er um tví- mælalausan ávinning að ræða. Mér er kunnugt um að læknar þeir sem afstöðu tóku til umsókn- ar minnar í utanfararnefnd Tryggingastofnunar eru fullir vel- vilja gagnvart X. Þeir hafa hins vegar fylgt reglugerðinni bókstaf- lega. Nefndin er því ekki að brjóta reglur með synjun, en hins vegar koma óneitanlega upp í hugann dæmi um einstaklinga, sem hafa átt málsmetandi bak- hjarla og hafa fengið fyrirgreiðslu hliðstæða þessari orðalaust. Þá hafa öflugir þrýstihópar, eins og áfengissjúklingar, fengið slíka fyrirgreiðslu í ríkum mæli á hlið- stæðum forsendum og hér er um að ræða. íslendingar eru ekki þannig hugsandi, sagði Sverrir, að þeir myndu fetta fingur út í það þótt utanfaramefndin hefði túlkað málið þannig að rétt væri að sinna þessari umsókn af mann- úðarástæðum. Sverrir Bergman sagði jafn- framt að samkvæmt sínu mati ætti X að hætta að vinna. Vinnan hefði slæm áhrif á sjúkdóminn, og hann liti svo á að X væri í raun að pína sig áfram í vinnunni. Sú trygging sem þá tæki við væri hins vegar undir lágmarkslaunum í dag, og dygði X engan veginn til framfærslu. Og þar væri kannski stærsti vandi þessa máls. Hins vegar væru líkur sem bentu til þess að heilsuspillandi vinnuum- hverfi á bílaverkstæði í 16 ár ættu sök á sjúkdómnum, a.m.k. að hluta til. Ef hægt væri að sýna fram á að kolmónoxíð og asbest- ryk hefði orsakað sjúkdóminn ætti X rétt á skaðabótum. Hins vegar væri alltaf erfitt að sanna slíkt orsakasamhengi með ótví- ræðum hætti. -ólg Björn Önundarson tryggingayfirlæknir: Örorkubæturnar eru fyrir neðan allt velsæmi. Ljósm Þóm. Örorkul ífeyrir til vansæmdar Tryggingastofnunin getur ekki styrkt sjúklinga til lœkninga erlendis ef lítil sem engin von um lœkningu er að ræða, segir Björn Onundarson tryggingayfirlæknir Þá fengir þú einungis örorku- styrk, sem getur í hæsta lagi orðið 75% af örorkulífeyri, eða 7.273 kr. á mánuði. Þá fellur réttur til tekjutryggingar og barnalífeyris niður. Telur þú að ég muni getafram- fleytt fjölskyldu minni og staðið undir lánum af húsnœði með þessum tekjurn sem Trygginga- stofnunin býður uppá? Nei, ég sé það í hendi minni að það er ekki hægt. Hvaða rök eru fyrir því að Tryggingastofnunin leggur auka- lega skatt, ekki bara á mig, heldur líka á konu mína fyrir það að reyna að afla þeirra tekna sem við þrátt fyrir allt þurfum, til þess að geta lifað? Þú hlýtur að sjá að þessar tekjur duga ekki fjögurra manna fjölskyldu til þess að greiða niður lán af húsnœði, borga fæði, fatnað og það sem nauðsynlega þarf til uppeldis og skólagöngu barna? Hvers vegna á minn sjúkdómur að skerða tekju- möguleika konu minnar? Hvaða rétt hefur Tryggingastofnunin til' þess að gera mig óbeint ábyrgan fyrir því? Þetta eru spurningar sem þú verður að beina til alþingismann- anna. Það eru þeir sem sett hafa reglumar. Við erum hér ein- göngu til þess að fylgja þeim lögum og reglugerðum sem lög- gjafinn hefur sett. Ýmsir hafa þó bent á að vægi tekjutryggingar- innar sé of mikið í þessu kerfi, en vægi hennar hefur farið hlutfalls- lega hraðvaxandi á undanförnum árum. Þar með aukast skerðin- garáhrifin af tekjum konu þinn- ar. Það sem þið eruð að segja mér hér er einfaldlega að þótt ég megi ekki vinna að dómi lœknis, þá megi ég ekki heldur hœtta, vilji ég halda sjálfsvirðingu minni gagnvart fjölskyldu minni og börnum. Er þetta velferðarkerfið á íslandi í hnotskurn? -ólg Eg var ekki á þeim fundi utan- fararnefndar Tryggingastofn- unar sem afgreiddi umrædda um- sókn um styrk til lækninga í Bandaríkjunum. Ég hef hins veg- ar ekkert við afgreiðslu nefndar- innar að athuga, segir Björn Önundarson tryggingayflrlækn- ir. - Hér er um að ræða erlendan lækni, sem telur sig geta bætt fólki parkinsonveiki í 60% til- fella. Slíkt er ekki þekkt, og verð- ur að teljast ólíklegt. Parkinson- veiki er sjúkdómur sem læknis- fræðin kann ekki ráð við, og mér finnst þetta lykta af peningum. Við höfum reynslu af því að fólk hefur orðið fyrir sárum vonbrigð- um eftir lækningaferðir til út- landa, og ég hef oft haft uppi efa- semdir um hvort við værum að gera rétt, þegar við höfum styrkt fólk til slíkra utanferða, þegar næstum er fullvíst að ekki getur orðið um neinn bata að ræða. En nú höfum við fordæmi þess að t.d. drykkjusjúklingar voru í eina tíð sendir í ríkum mœli til Bandaríkjanna á kostnað trygg- inganna. Voru stærri lœknis- fræðileg rök fyrir bata þar? Nei, þetta var gert illu heilli og gegn mínum vilja. Ég beitti mér gegn því að þetta væri kostað af Tryggingastofnuninni. Drykkju- sýki verður ekki læknuð í eitt skipti fyrir öll, heldur er um sf- lækningu að ræða: viðkomandi getur haldið sér þurrum ákveðinn tíma en fái hann sér í glas þarf hann á nýrri meðferð að halda. Það er spurning hvort trygging- akerfið eigi að standa undir með- ferð, sem fram fer með þessum hætti. En utanfararstyrkir vegna drykkjusýki eru ekki veittir lengur. Hins vegar eru nokkur dæmi þess að við höfum styrkt eiturlyfjasjúklinga til lækninga erlendis ef sérfræðingar mæla með því. í þeim tilfellum er ekki um meðferðaraðstöðu að ræða hér heima. Þetta hafa verið um 1-2 tilfelli á ári. En svo við snúum okkur að öðru: hvernig fer mat á örorku fram hjá Tryggingastofnuninni? Menn senda einfaldlega inn umsókn um örorkumat ásamt með læknisvottorði og ljósriti af skattaframtali - eða koma til við- tals. Sé fólk óánægt með niður- stöðuna þá fer málið fyrir nefnd þar sem allir læknar stofnunar- innar ásamt félagsmálafulltrúa sitja. Ef nefndin finnur galla á því mati sem liggur fyrir er það leiðrétt. f þessu sambandi er rétt að geta þess að ef um vafaatriði er að ræða er sjúklingur ávallt látinn njóta vafans. Það er rétt að geta þess að frummat er alltaf gert af sérfræðingum í viðkomandi sjúk- dómi, eða þeim læknum stofnun- arinnar, sem gleggst þekkja til. Tryggingayfirlæknir fer síðan yfir matið, en hann metur yfirleitt ekki sjálfur. Getur þú lagt mat á það tilfelli sem hér liggur fyrir? Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef yfir að ráða er enginn vafi á að hér er um 75% örorku að ræða. Nú hefég kynnt mér hvaða fyr- irgreiðslu Tryggingakerfið veitir í tilfelli sem þessu. Telur þú hana vera fullnægjandi? Nei, því fer víðs fjarri. Ég tel að þær bætur sem öryrkjum er gert að lifa af séu allt of lágar og langt frá raunverulegum þörfum. Þetta á ekki síst við um ungt fólk sem er enn að borga niður skuldir eða koma undir sig fótunum. Það þarf ekki að láta sér koma til hug- ar að það geti lifað af örorkulíf- eyri. En þar er ekki við Trygging- astofnunina að sakast sem slíka. Það er hið háa Alþingi sem setur lögin, og samkvæmt þeim er út- koman reiknuð. Að mínu mati á örorkulífeyrir að fylgja launum. Hann er þau laun sem þjóðfélagið greiðir ör- yrkjanum. Og örorkulífeyrir ætti að byggjast á grunnlífeyri en ekki tengdum bótum, sem háðar eru skerðingarákvæðum eins og nú er. -ólg Föstudagur 26. maí 1989 |NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.