Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 3
Vatns götur ogblóðs Þorsteinn frá Hamri hefur sent frá sér nýja Ijóðabók sem hann nefnir Vatns götur og blóðs. Hún skiptist í fjóra meginþætti og geymir fjórutíu og eitt ljóð. Tryggvi Ólafsson gerði kápu- mynd. Þorsteinn er eitt þekktasta nú- lifandi skáld íslendinga, og allt frá því hann gaf út fyrstu bók sína, í svörtum kufli, um tvítugt hefur rödd hans veriö persónuleg og ótvíræö. Þetta er tólfta ljóða- bók Þorsteins, af hinum fyrri má nefna Jórvík frá 1967, Fiðrið úr sæng Daladrottningar frá 1977 og Ný Ijóð sem kom út 1985. Þorsteinn hefur líka gefið út þrjár skáldsögur, tvær bækur með ýmsum þáttum og margar þýðingar, ekki síst á efni handa börnum. 62 þúsund skrokkar Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra var á fundi í Mosfellssveit í vikunni og var víða komið við í um- ræðum. Meðal annars fékk hann nokkuð sérstaka fyrir- spurn frá forystumanni úr verkalýðshreyfingunni sem spurði hver viðbrögð forsæt- isráðherra og ríkisstjórnar hefðu orðið ef ASÍ hefði óskað eftir því við gerð síðustu kjara- samninga að fá að kaupa 62 þúsund lambakjötsskrokka á góðum kjörum fyrir félags- menn sína. Steingrímur svaraði að bragði að menn hlytu að ganga að slíku, ríkið ætti svo mikið af lambakjöti og svona stórkaup væru hagkvæm. Þá er bara að bíða og sjá hvort einn eða tveir lambaskrokkar fylgja með í næstu kjarasamning- um.l Ríkið kaupi Álafosshús Á umræddum fundi Stein- gríms Hermannssonar í Mosfellssveit upplýsti forsæt- isráðherra að vel kæmi til greina að ríkið hlypi enn f rekar undir bagga með nýja Ála- fossfyrirtækinu. Eins og kunn- ugt er af fréttum hefur tekist samkomulag um að skera niður skuldir fyrirtækisins um 2 miljarða með margvíslegum aðgerðum. Þar er m.a. um að ræða niðurfellingu skulda, aukið hlutafé og sölu á hús- eignum félagins, einkum norður á Akureyri. Litlar líkur eru hins vegar taldar á því að hægt verði að koma þeim eignum í verð, en Steingrímur sagði að ef það gengi ekki upp þá kæmi vel til greina að ríkið keypti eitthvað af þess- um eignum undir opinberar stofnanir eða fyrirtæki þar ny- rðra. Það er greinilegt að Ála- foss á hauk í horni þar sem Steingrímur er, enda góður og gegn Framsóknarmaður í forstjórastólnum.B Ólafur sá besti Meira af fundi Steingríms í Mosfellssveit. Framsóknar- maður úr sveitinni spurði hvort hægt væri að vinna í rík- isstjórn með Alþýðubanda- laginu. Steingrímur svaraði að bragði að stjórnarsam- starfið gengið vel og bætti við: „Ég hef ekki þekkt betri fjár- málaráðherra en Ólaf Ragn- ar Grímsson og hann er ekki síður harður við sína flokks- bræður en aðra ráðherra í ríkisstjórninni.B Meiri Súskind HmurinneftirPatrickSúsk- I ind hefur vakið mikla athygli á höfundi sínum víöa um lönd undanfarin ár. Hann skrifaði Ifka Kontrabassann sem Frú Emilía setti upp í fyrra. í haust er væntanleg hjá nýju bóka- forlagi, sem ber hið bjartsýna nafn Bjartur, nýjasta bók Suskinds, Dúfan. Það er Ha- fliði Arngrímsson, einn af frændum frú Emilíu, sem þýð- ir verkið. Hann þýddi líka Stóran og smáan fyrir Þjóðl- eikhúsið í vetur, og má segja að hann veiti þýðendum úr þýsku snarpa samkeppni.B Hallmar ekki á förum Það er ekki á rökum reist sem sagði í Nýju Helgarblaði á föstudaginn var að Hallmar Sigurðsson sé búinn að eða hyggist segja starfi sínu lausu sem leikhússtjóri Leikfélags I Reykjavíkur. Þaö er heldur i ekki rétt að Davíð borgarstjóri geti ráðskast með leikhús- stjórastöðuna, eins og gefið var í skyn á sama stað. I gildi er samningur við Reykjavíkur- borg sem ekki stendur til að breyta og samkvæmt honum er það stjórn LR sem kýs leikhússtjóra og skipar einnig leikhúsráð ásamt honum og einum fulltrúa sem borgar- stjóri skipar. Rekstur leik- hússins er á ábyrgð félag- anna sjálfra. Þó að LR fái styrk frá borginni fylgja hon- um engin réttindi til að skipta sér af innri málefnum félags- ins. ■ I LANDSBANKANUM GETUR ÞÚ GREITT REIKNINGA JAFNT Á NÓnU SEM DEGI Einkaþjónusta Landsbankans er greiðsluþjónusta, sem sparar þér bœði tíma og jyrirhöfn. Sérstök - , umslög, merkt Einkaþjónustu, fást á afgreiðslustöðúm Landsbankans. í Einkaþjón- ustuumslagið safnar þú saman þeim gíró- óg greiðslu- seðlum sem greiða skal hverju sinni. Umslaginu má síðan koma á framfœri við afgreiðslufólk Landsbankam eða setja ípóstkassa merkta Einkaþjónustu, sem eru á flestum afgreiðslustöðum Lands- bankans. Strax ncesta virka dag sér Landsbankinn um að ganga frá greiðslunum með millifœrslu af innlánsreikningi viðkomandi viðskiptamanns. Ekki skal setja reiðufé í umslögin, hér er aðeins um millifœrsluviðskipti að rceða. Nýttu þér Einkaþjónustu Landsbankans næst þegar þú þarft að borga reikninga - jafnt á nóttu sem degi. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Síðustu forvöð Nú eru síðustu forvöð að taka ferðatilboðinu semþúbeiðsteftir Flug og bíll í Amsterdam, íviku, frá kr. 12.670 * Hliðstæð tilboð fyrir 2 og 3 vikna ferðir Síðasti söludagur er 31. maí ★ Staðgreiðsluverð. Miðast við tvo fuliorðna og tvö börn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.