Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 6
utangarðsmenn velferðarþjóðfélagsins Við íslendingar stærum okkur af því að búa í velferðar- þjóðfélagi. Með velferðarþjóðfé- lagi eigum við meðal annars við að félagsleg samhjálp eigi að tryggja þau grundvallarmann- réttindi, að sérhver einstaklingur eigi að geta haldið sjálfsvirðingu sinni og búið við örugga afkomu, þótt hann verði fyrir ófyrirsjáan- legum áföllum af völdum sjúk- dóma eða slysa, eða þurfi að búa við iíkamlega eða andlega ör- orku. Furðu lítið virðist þó gert af opinberri hálfu til þess að upplýsa almenninmg um þau réttindi og þau kjör, sem öryrkjum eru búin af íslenska velferðarkerfinu. Má það nokkurri furðu sæta í þeirri hörðu kaupkröfuhríð sem annars ríkir í þjóðfélagi okkar. Hvaða framtíð býður íslenska velferðarkerfið til dœmis fjöl- skylduföður sem misst hefur heilsuna á besta aldri? Hvaða leiðir þarf hann að fara til þess að leita réttar síns? Hversu þéttriðið er velferðar- netið, eru kannski einhverjir sem falla óbœttir t gegnum möskva þess? Þetta eru stórar spurningar, sem ekki er unnt að svara í stuttri blaðaúttekt. En þær vöknuðu með okkur hér á blaðinu vegna kynna af sérstöku tilfelli. Það er saga af fjölskylduföður, sem orð- ið hefur fyrir þeirri sáru reynslu að missa heilsuna á besta aldri, þannig að hann sér nú fram á að verða jafnvel að hætta að vinna. Umræddur maður, sem við getum kallað X, er fjölskyldu- maður um fertugt, faðir tveggja barna, þriggja og sex ára. Hann fór að finna fyrir sjúkdómi sínum fyrir rúmum tveim árum. Lækn- arnir áttuðu sig strax á því að hér var um alvarlegan sjúkdóm að ræða, sem læknavísindin hafa ekki enn fundið ráð til að lækna: parkinsonveiki. Á þessum tveim árum hefur sjúkdómurinn ágerst svo mjög að X sér nú fram á að þurfa að hætta starfi sínu sem bif- vélavirki, sem hann hefur stund- að í 16 ár samfleytt, ef ekki tekst að snúa þróun sjúkdómsins við. Við sjúkdómsgreiningu töldu læknar hugsanlegt að mengað vinnuumhverfi af kolmónoxíði og asbestryki úr bremsuborðum kynni að hafa átt þátt í sýkingu. Sú staðreynd sýnir enn frekar Þjóðviljinn setur sigísporfjöl- skylduföður, sem hefurmisst heilsuna á besta aldri nauðsyn þess að X hætti því starfi sem hann nú vinnur af veikum mætti. Við þessar aðstæður eru ekki margir vegir færir, og ekki nema eðlilegt að leitað sé allra hugsan- legra leiða. X hefur spurnir af viðurkenndum bandarískum lækni og háskólakennara, sem er sérhæfður í kínverskum nála- stungulækningum, og telur sig hafa náð árangri gegn þessum sjúkdómi með þeim aðferðum. Hann fer með þessar fréttir og upplýsingar um viðkomandi lækni til síns sérfræðings hér á landi, sem hvetur hann til þess að freista þessarar lækningar. En segir jafnframt, að hefðbundin læknavísindi viðurkenni ekki að nálastunga geti læknað sjúkdóm- inn. Hins vegar sé ekki útilokað að með nálastungu megi draga úr þeirri truflun á taugakerfinu, sem sjúkdómurinn veldur. Hér sé svo mikið í húfi að einskis skuli látið ófreistað. Læknirinn sendir síðan umsókn til Tryggingastofnunar um ferðastyrk til X til þess að gangast undir eins mánaðar nál- astungukúr í Bandaríkjunum. Á meðan gerir X jafnframt ráðstafanir til þess að fá skipt um starf innan þeirrar stofnunar þar sem hann vinnur, og sækir um léttara starf sem þá var að losna og hann taldi sig hafa vilyrði fyrir. Það gerist svo sama daginn, að hann fær synjun um hvortveggja: sjúkrastyrkinn hjá Trygginga- stofnun og nýtt starf hjá þeirri stofnun, sem hann vinnur fyrir. Þessar niðurstöður urðu X mikið áfall, sem hann mátti illa við, þar sem allt taugaálag eykur á sjúk- dómseinkenni parkinsonveiki. Það var við þessar aðstæður sem X sagði blaðamanni sögu sína, rétt áður en hann hélt út til Bandaríkjanna til þess að gangast undir nálastungukúrinn. Það var honum gott veganesti að vinnufé- lagar hans færðu honum þær fréttir, kvöldið áður en hann fór, að þeir hefðu hafið söfnun til styrktar fararinnar. Sú spurning vaknar óneitan- lega, hvort net velferðarkerfisins sé svo gisið, að menn þurfi að leita á náðir vinnufélaga sinna til þess að fylla upp í göt þess. Og þegar við settum okkur í spor X og leituðum svara hjá Trygging- astofnun og lífeyrissjóðum um hvers X mætti vænta sín í framtíð- inni sem öryrki, urðu spurning- arnar enn fleiri. Hér á eftir fylgja svör þeirra, sem við leituðum til. -ólg Ávogarskálum tyggingakerfisins Fjölskyldufaðir ogfyrirvinna tveggja ungra barna sem úrskurðast 75 % öryrki er léttvægur fundinn á vogarskálum íslenska trygginga- kerfisins • m Orn Eiðsson upplýsingafulltrúi Tryggingastofnunar ríkisins, ég er um fertugt, fyrirvinna íjög- urra manna fjölskyldu og faðir tveggja ungra barna. Eg er búinn að missa heilsuna og get ekki lengur unnið það starf sem ég hcf menntun til og hef stundað síð- astliðin 16 ár. Hvað getur Trygg- ingastofnun ríkisins gert fyrir mig? Það fyrsta sem þú þarft að gera er að fá örorkumat hjá trygging- arlækni stofnunarinnar. Til þess að fá það þarft þú að sýna vottorð og umsókn um örorkumat frá lækni. Einnig þarftu að leggja fram skattskýrslu þína fyrir síð- asta ár. Ef þú hættir að vinna áður en að þú hefur fengið örorkumat áttu kost á sjúkradagpeningum. Sjúkradagpeningar eru greiddir út af sjúkrasamlagi í allt að 12 mánuði á 24 mánaða tímabili, og þeir nema 413,84 kr. á dag auk 112,30 kr á dag fyrir hvort barn. í þínu tilfelli gerði þetta um 233 þúsund krónur á einu ári. Það verður að viðurkennast að þessir sjúkrapeningar eru smánarlega lágir, og nægja engan veginn til framfærslu. Þeir sem eingöngu eru háðir sjúkradagpeningum verða trúlega að leita á náðir Fé- lagsmálastofnunar. En hafi ég fengið örorkumat, hvað gerist þá? - Segjum að þú hafir fengið 75% örorkumat, sem jafngildir að þú sért óvinnufær. Stundum fara menn líka tímabundið á ör- orku í von um að hvíld frá vinnu geti leitt til bata. Ef þú ert metinn 75% öryrki færð þú fullan örorkulífeyri, sem er 9.697,00 kr. á mánuði. Séu aðrar tekjur undir 10.665 kr. á mánuði getur þú einnig fengið tekjutryggingu, sem er 17.840,00 kr. á mánuði. Þá á öryrki einnig rétt á barnalífeyri, sem er 5.935 kr. á mánuði fyrir hvert barn. Ef þú ert einstaklingur, þá mátt þú hafa 127.980 kr. í árstekj- ur (að meðtöldum lífeyris- greiðslum) án þess að tekjutrygg- ingin skerðist. Ef þú ert giftur, þá skerðist tekjutryggingin þegar sameiginlegar árstekjur þínar og eiginkonu (að meðtöldum líf- eyrisgreiðslum) fara yfir 255.860 kr. Ef sameiginlegar tekjur ykkar hjóna fara fram yfir 1207.486 kr fellur tekjutryggingin niður. Ef þú ert einhleypur, þá fellur tekj- utryggingin niður þegar tekjur þínar (og lífeyrissjóðsgreiðslur) hafa náð 603.713 kr. á ári. Hvaða tekjumöguleika hef ég þá í raun ef ég hætti að vinna og konan heldur áfram að vinna hálfa vinnu eins og hún gerir nú, með um 30 þús. kr. tekjur á mán- uði? Heildartekjurnar fara þá eftir Örn Eiðsson: Ég skil vel að þú getir ekki framfleytt þér og fjölskyldunni af þessu, en... Ljósm. Þóm. því hvaða lífeyrissjóðsréttindi þú hefur unnið þér inn. Þau geta ver- ið mjög misjöfn eftir lífeyrissjóð- um, og eftir því hvernig menn hafa greitt af tekjum sínum í þá. En við getum til dæmis áætlað að þú hafir áunnið þér rétt til 20.000 kr örorkulífeyris úr þínum líf- eyrissjóði á 16 árum. Þá lítur dæmið fyrir fjölskyldu þína út á þessa leið: Tekjur eiginkonu: 30.000, tekjur úr lífeyrissjóði 20.000, tekjutrygging 11.389 kr., örorku- bætur 9.697, barnalífeyrir 2x5.935 kr. Frá Tryggingastofn- un fengir þú því 21.086 kr. á mán- uði auk 11.870 kr. í barnalífeyri. En efeiginkonan myndi núfara að vinna fulla vinnu og fá um 60.000 á mánuði. Hvað fengi ég þá? Með sömu lífeyrissjóðs- greiðslum fengir þú kr. 4.639 í tekjutryggingu og 9.697 kr. í ör- orkulífeyri eða 14.336 kr. samtals auk 11.870 kr. í barnabætur. í fyrra tilfellinu yrðu heildartekjur fjölskyldunnar 82.956 kr. með barnabótum og öllu, en 106.206 kr. í seinna tilfellinu. En ef örorkumatið yrði minna en 75%. Hvað fengi ég þá? 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.