Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 11
DAGUR ÞORLEIFSSON Drekinn hefur AÐUTAN Raunar má vera að Kínverjar sjálfir séu ekki miklu nær. Þegar slík ólga grípur risaþjóðfélag með yfir miljarði fólks, hlýtur ótal- margt að vera á gangi í einu og fléttast saman með ýmislegu móti. Og það sem gerst hefur í Kína síðustu áratugina gefur óneitanlega tilefni til þess, að ým- islegt gangi úr skorðum. Verkamenn í mótmælaakstri í Peking-verð- bólgan hefur komið hart niður ámörgum þeirra. skipt um ham Ólgan í Kína leystist úr læðingi er í bakseglin sló í nýsköpun Dengs með verðbólgu, spillingu og auknu harðræði, en ástæður á bakvið eru gífurleg fólksfjölgun, fólksstraumur úr sveitum í borgir og stóraukin áhrif vestrænna hugmynda Stúdentar í mótmælaföstu á Himnesksfriðartorgi (Tiananmen) - meö stórfelldri útþenslu skólakerfisins eru þeir orðnir að máttugu afli í þjóðfélaginu. ir til að mynda öfluga fylkingu innan þjóðfélagsins. Og þeir eru meðal þeirra, sem takmarkaða ástæðu hafa til ánægju með kjör sín. Námslaunin eru svo lág að ungmennum er í raun fyrirmunað að stunda háskólanám án stuðn- ings aukreitis, sem venjulega kemur frá fjölskyldum stúdent- anna. Og að námi loknu eiga þeir flestir ekki kost á nema illa borg- uðum störfum. Kennarar í grunn- og menntaskólum eru svo illa launaðir að þeir reyna að skrimta með því að selja nemendum sín- um gos og sælgæti. Prófessorar lífskjara en þeir og voru þeim fremri á mörgum sviðum. Deng var vinsæll þangað til tók að slá í bakseglin á perestrojku hans með verðbólgu og spillingu. Fyrstu óánægjumerkjum, sem einkum voru af hálfu stúdenta, var svarað með auknu harðræði í stjórnar- fari, en atburðir undanfarinna vikna hafa sýnt, að þróunin í stjórn-, félags-, mennta- og efna- hagsmálum Ríkisins í Miðið undanfarna áratugi hefur vakið upp öfl, sem núverandi ráða- menn, er sjálfir hafa verið með um að hrinda í framkvæmd þeirri Enda þótt Kína haii á þeim rúma áratug, sem liðinn er síðan Deng Xiaoping hófst til æðstu valda þarlendis, verið opn- ara fyrir umheiminum en nokkru sinni fyrr, gengur mönnum í öðr- um heimshlutum furðuilla að átta sig á því sem þar er að gerast. í fréttunum sem þaðan berast rekst eitt á annars horn. Einn daginn er sú skoðun ofan í fréttaflutningn- um að herinn sé í þann veginn að ráðast á stúdenta, annan að hann sé á leið til herbúða. Stundum er hermt að Li Peng sé ofan á í vald- atogstreitunni, stundum Zhao Zi- yang. Deng gamli er samkvæmt surnum fréttum heillum horfinn, samkvæmt öðrum mun hann enn sem fyrr betur hafa en allir hans óvinir. blómstruðu hver í kapp við önnur. Hin nýja stétt En víst er um það að umskiptin urðu miklu meiri í efnahagslífinu. Einkarekstur jókst stórum í mörgum greinum iðnaðar og einkum verslunar og utanríkis- viðskipta, auk þess sem hann í istastétt og mikill hluti forustuliðs kommúnistaflokksins í einum anda. Verðbólga slær launafólk í ríkisgeira Þrengsli í sveitum vegna gífur- legrar fólksfjölgunar hafa leitt af sér stórfelldan fólksstraum til Þeiryngstu eru líkameð-tak- markaðarvonir stúdenta um sæmilega launuð störf að námi loknu eiga drjúgan þátt í óánægju þeirra. 44% f jölgun á aldarfjórðungi Kínaveldi er yfir 9,560,000 ferkílómetra að stærð, en í vest- urhelmingi þess búa aðeins fimm af hundraði íbúanna. Allur þorri þess gríðarfjölda hefst við á lág- lendi og í fljótsdölum austanvert í ríkinu. Síðan árið 1964 hefur landsfólki fjölgað um næstum 44 af hundraði. Á síðustu fjórum áratugum hefur mikill meirihluti landsmanna orðið læs og skóla- kerfið þanist út margfaldlega. Þótt ekki hefði annað komið til en þetta tvennt, felur það í sér ærnar ástæður til víðtækra hrær- inga í þjóðfélaginu. I fréttum frá Kína er oft komist að orði eitthvað á þá leið, að þar hafi Deng komið á perestrojku (þ.e. verulegum breytingum í efnahagslífi) en engu glasnosti. Sé samanburður við Sovétríkin hafður í huga, er nokkuð til í þessu, er eigi að síður er þetta svo mikil einföldun að við rangfærslu jaðrar. Á ríkisárum Dengs hafa Kínverjar, þrátt fyrir allar tak- markanir, búið við meira tjáning- arfrelsi en nokkru sinni fyrr. Vestrænir menntamenn og náms- menn, sem ferðuðust til Kína á fyrri hluta yfirstandandi áratugs, dvöldust þar um hríð eða hittu að máli kínverska mennta- og náms- menn erlendis, urðu furðulostnir á þeirri breytingu, sem orðin var á Kínverjunum á svo að segja einni svipstund. f staðinn fyrir klisjur Maóstímans létu Kínverj- arnir í ljós skoðanir vítt og breitt um allt mögulegt, eins og tján- ingarfrelsi hefði alltaf verið sjálf- sagður hlutur þarlendis. Höftum var létt af trúarbrögðum, sem landbúnaðinum hefur tekið við af kommúnunum, sem nutu ró- mantískrar frægðar á sinni tíð. Þessum umskiptum hafa fylgt stórbætt lífskjör verulegs hluta landsmanna, og eitt gáfnaljósið í fréttamannastétt komst meira að segja svo að orði, að vissulega væri sorglegt, hve Deng væri mikið skammaður, þar eð aldrei í sögunni hefðu svo margir átt svo mikið einum manni að þakka. En þessi nýsköpun var ekki án sinna skuggahliða. í þéttbýli spratt upp ný stétt atvinnurekenda og kauphölda, sem rökuðu saman fé og tileinkuðu sér svipaðan við- skiptamóral og ríkjandi var hjá þesskonar fólki þarlendis fyrir tíð kommúnista og er enn ríkjandi í hugarfari iðju- og fjármálahölda í öðrum Austur-Asíulöndum. Þessi nýja stétt kapítalista óx og dafnaði með velþóknun forustu- liðs kommúnistaflokksins, sem ekki þurfti að kvarta yfir fram- gangi hennar, því að drjúgur hluti gróðans rann til þess eftir ýmis- legum leiðum, auk þess sem ekki er óalgengt að flokksbroddar hafi notfært sér tækifæri breyttra tíma og gerst atvinnurekendur og einkafjáraflamenn sjálfir. Jafnframt þessu hefur gosið upp umfangsmikil fjármálaspill- ing með mútufargani og beinlínis glæpastarfsemi, er skipulögð er af einskonar mafíum, sem byg- gjast á gamalli hefð kínverskri, er sumir telja að eigi sér rætur í andspyrnuhreyfingu þarlands- manna gegn Ching, mansjúrsku keisaraættinni er tók völd um miðja 17. öld. Er margra mál að í spillingunni séu hin nýja kapítal- borganna. Kommúnukerfinu munu hafa verið samfara eins- konar átthagafjötrar, en þeim hefur verið aflétt og hagnaðar- sjónarmiðið, sem nú er ríkjandi í landbúnaðinum, hefur leitt til þess að bændum, sem stunda ein- hvern búrekstur svo heitið geti, hefur stórfækkað, samkvæmt einni heimild úr um 330 miljón- um í 180 miljónir á ríkisárum Dengs. Þessi nýju skilyrði stuðla auðvitað auk fólksfjölgunarinnar að fólksflutningum til borganna, þar sem opinber þjónusta af ýmsu tagi er að sligast undir því hraðvaxandi álagi, sem þessu fylgir. Efnahagsundri Dengs hefur aukheldur fylgt verðbólga, sem sagt er að komin sé yfir 30 eða jafnvel 50% á ársgrundvelli. Margar miljónir borgabúa eru atvinnulausar. Þótt margir hafi það betra eða jafnvel stórum betra en fyrr, eru hinir enn fleiri, sem annaðhvort hafa það engu betra en fyrr eða jafnvel ver. Það er ekki hvað síst launafólk í ríkis- geiranum, sem lítið eða ekkert hefur fengið í sinn hlut af gróðan- um af perestrojku Dengs og hins- vegar fengið þeim mun rækilegar að kenna á verðbólgunni, er sigldi í kjölfar hennar. Illa leiknir menntamenn Háskólastúdentar hafa forustu í mótmælaöldunni og með hlið- sjón af kringumstæðum þarf það engum á óvart að koma. Mikil þensla fræðslukerfisins undan- farna áratugi hefur haft í för með sér að þeir eru orðnir nógu marg- þéna að jafnaði sem nemur þriðj- ungi tekna leigubflstjóra. „Fá- tækur eins og prófessor," segja Kínverjar í dag. Léleg kjör náms- og mennta- manna hafa vakið sérstaka heift í þessum stéttum í þessu föður- landi konfúsíanskrar hefðar, sem stjórnað var af menntamönnum (en ekki aðli eða borgarastétt), eða þannig átti það að minnsta kosti að vera. Konfúsíönsk hefð, sem mótað hefur kínverskt hug- arfar öllu öðru fremur, leggur að vísu áherslu á hollustu við yfir- völd, en gerir einnig ráð fyrir því sem rétti og jafnvel skyldu spakra manna og menntaðra að tala yfir hausamótunum á valdhöfum, bregðist þeir skyldum sínum við þegnana. í fullu samræmi við þá hefð er hörð gagnrýni stúdenta á valdhöfum fyrir spillingu þá, sem þróast í skjóli þeirra og margir þeirra taka sjálfír drjúgan þátt í. „Það er rétt að gera uppreisn Stórfelld víkkun fræðslukerfis- ins ásamt með opnuninni til Vest- urlanda á Dengtímanum hefur leitt af sér að ungir kínverskir menntamenn og skólanemar hafa síðustu árin unnvörpum mótast af vestrænum hugmyndum um lýðræði og einstaklingsfrelsi, sem ganga þvert á kínverskar hefðir. Frá því að Bandaríkjamenn og Kínverjar sættust 1972 komst smámsaman í tísku hjá síðar- nefndu þjóðinni að vingast við vesturlandamenn, og sú vinátta varð því meira aðdáunarkennd sem Kínverjar áttuðu sig betur á að Vesturlandamenn nutu skárri þróun, skilja líklega að tak- mörkuðu leyti. Tilraunir vald- hafa til að þröngva stúdentum til hlýðni verkuðu eins og olía á eld og í lið með þeim slóst fjölmargt annað óánægt fólk. Menn krefj- ast lýðræðis að fyrirmyndum frá Vesturlöndum og glasnosti Gor- batsjovs, líklega einkum með það fyrir augum að möguleikar skapist á því að losna með þægi- legu móti við misheppnaða og spillta forustumenn. Sum slagorðin gegn Li Peng og öðrum, sem mótmælafólkið vill losna við, eru ekki beinlínis í virðulegum konfúsíönskum anda og minna fremur á vígorð sem borin voru um götur og hrópuð í menningarbyítingunni svo- nefndu. Þá var eitt meginatriðið „barátta gegn Konfúsíusi“, það er að segja ríkjandi sið í Kína í árþúsundir, sennilega með það fyrir augum að tryggja hinn nýja sið, kommúnisma Maós, í sessi í svaðinn. „Það er rétt að gera upp- reisn,“ var hrópað þá (eins og Ji- ang Qing ekkja formannsins hrópaði í réttarsalnum er dómur var felldur yfir henni) og í kín- verskum eyrum er líklegt að það hafi hljómað sem bein ögrun við meginreglur Konfúsíusarhyggju um hollustu við fornar hefðir, fjölskyldu, eldra fólk og vald- hafa. En einmitt þessi hollustu- hefð átti að líkindum drjúgan hlut að því hve vel kommúnistum tókst að koma ár sinni fyrir borð í löndum Konfúsíusarhyggju - Kína, Kóreu, Víetnam. Með „baráttunni gegn Konfúsíusi“ kunna þau Maóhjón og þeirra fylgismenn því að hafa sagað sundur greinina, sem flokkur þeirra sat á. Föstudagur 26. maí 1989 NýTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.