Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 16
f í almennum skurðlækningum, og svo æxluðust málin þannig að ég fór út í að læra lýtalækningar sem þá þótti ekki sérlega viturlegt. Þó var þetta ekki tilviljun, ég var búinn að ætla mér í lýtalækningar allan tímann. Ég lenti hjá skemmtilegum yfirlækni í Svíþjóð til að byrja með, og þegar ég var búinn að vera hjá honum í þrjá mánuði þá spyr hann mig einhvern tíma í hádeginu: Hvad tánker du göra, Ami? Ég svaraði: Jag ár intresserad av piastik-kirurgi. Hann segir ekkert við því en labbar sig að símanum, hringir til Stokkhólms og segir: Hör du Karl Johan, jag har en gosse hár som er intresserad av plasik- kirurgi. Vill du ta hand om honum? Þar með var það afráðið!“ Hefurðu séð eftir þessu? „Nei.“ Ólíkar áherslur Svo komstu heim. „Ég var heima í eitt ár fyrst að loknu námi, fór svo út til Skotlands og Englands í ár til að læra meira. Síðan 1961 hef ég verið fastur hér heima þó að ég hafi auðvitað farið oft utan, bæði til að halda tengslum við kennara mína og starfsfélaga og til að viðhalda þekkingu. Þegar verið er að tala um námsferðir lækna þá held ég að menn átti sig ekki á hvers virði þær eru. Menn geta sest niður og lesið bækur, það er gott og blessað, ákveðna hluti má læra af bókum. En persónuleg tengsl skapa trúnað á milli manna, og þegar þú veist að hvaða mönnum þú gengur erlendis geturðu tekið vandamálin með þér í námsferðina. Það er hægt að taka með sér myndir af erfiðum sjúklingi og sjúkrasögu hans og leggja vandamálið fyrir einhvem sem maður treystir og sem hjálpar manni að leysa málið. Þannig getur maður í samtölum komist að lausn sem erfitt var að finna einn. Mín skoðun er sú að það væri mjög miður ef draga ætti úr þessum svokölluðu fríðindum lækna. Það væri nær að veita öðmm stéttum þau líka. Til dæmis kennurum og hjúkrunar- fólki, sem þarf alveg nákvæmlega eins á þeirri andlegu hressingu að halda að nálgast fólk af öðm þjóðerni og með aðrar skoðanir. Annars verða menn alltaf heim- alningar. Heimalningar geta- verið góðir en þeir hafa aldrei sömu yfirsýn og hinir sem sækja aðföng frá mörgum stöðum." Eruð þið hér heima að vinna nákvœmlega sömu verk og starfsfélagarnir erlendis? „Já, þau em í stómm dráttum hin sömu. Munurinn á okkur og öðmm Norðurlandabúum er afskaplega lítill, en strax og við fömm til Bretlands og Bandaríkjanna breytast áhersl- umar þó að vandamálin séu svipuð. Á Norðurlöndum hefur fólk góðan aðgang að mjög góðri læknisþjónustu, þess vegna verða vandamálin sjaldan eins stórfelld og þar sem almenningur veigrar sér við að leita læknisþjónustu vegna þess að hún kostar fé eða er ekki aðgengileg, eins og vill verða í Bretlandi. Þar hefur Margréti Thatcher tekist að eyði- leggja bresku hugmyndina um heilbrigðisþjónustu eins og hún átti að vera, þess vegna er fullt af fólki í Bretlandi sem á að nafninu til kost á læknisþjónustu'en þarf kannski að bíða eftir henni í mörg ár. En ef þú hefur peninga þá færðu einkalækni til að gera það sem gera þarf strax. í Bandaríkjunum em vanda- málin afskaplega breytileg. Þjóð- félagið er afar lagskipt og í efri Svona leit David litli út þegar hann kom til Skotlands 1977. Svona leit hann út 1984 þegar búið var að færa vefi upp eftir líkama hans og upp á höfuð og móta andlit úr þeim þar. Lýtalækningar eru annaö og meira en að snyrta of breitt nef eða slétta úr hrukkum. (Myndirnar eru úr bókinni David eftir Marjorie Jackson, fósturmóðurdrengsins). lögunum em vandamálin svipuð og hjá okkur. En það er hægt að komast svo langt niður að maður finni vandamál sem við sjáum' aldrei hér en rekumst helst á í þróunarlöndunum. “ Hvað tekur mestan tima hjá ykkur í venjulegu starfi? „Meðferð á ýmiskonar meðfæddum lýtum og lýtum eftir slys. Síðan koma hlutir sem eru fólki til óþæginda eins og stór brjóst og þvíumlíkt. Svo koma útvortis æxli .sem em aðallega bundin við húðina, sár sem ekki vilja gróa - þetta em helstu viðfangsefni á venjulegri lýtalækningadeild á Norður- löndum. Við vinnum líka mikið með tannskurðlæknum við að- gerðir á kjálkum og öðmm and- Iitsbeinum." Spurningin um gæði lífsins Eru hlutföllin önnur hér milli „alvöruvandamála" og ,gervi- vandamála“ en í enska heiminum? „Fyrir sjúklinginn em öll hans vandamál alvöruvandamál, þó að manni finnist gmndvallarmunur á því að vera með illkynja æxli og ljótt nef. En krabbamein er alltaf alvarlegt alvöruvandamál og flestum okkar sem fáumst við þessar lækningar finnst meiri alvörulækningar að meðhöndla slík mein. En þetta er spuming um sjónarmið. Ég þekki vel menntaðan lýtalækni sem rekur einkasjúkrahús vestur í Florida og hann er hæstánægður með að fást bara við fegmnarlækningar. - I like to make money, segir hann, and I like to make people happy! Þetta er auðvitað sjónar- mið.“ Það er líka hœgt að gera fólk hamingjusamt með því að losa það við leiðinleg lýti. < 8 Námsgeta og athyglisgáfa skerðast verulega efunglingarfá ekkiholla fæðu reglulega. ímjólkinni eru B vítamín sem eru nauðsynleg til þess að geta myndað nýtt erfðaefni fyrir nýjar frumur hjá ungu fólki í Við eðlilegar aðstæður dregurmjólk úr tannskerhmdum. Hið háa hlutfall kalks, fosfórs og magnium er verndandi fyrir fnnn/ /mor örum vexti. Unglingar þurfa um 1200mgr. afkalkiádag til þess að viðhalda vextibeina og tanna. Mjólk og mjólkurvörur eru langmikilvægustu kalkgjafarnir. í leikog starfi skiptir máli að taugakerfið sé í lagi. í rhjólk eru bætiefni sem eru nauðsynleg fyrirtaugarnar. Kjarkleysi, seinþroski, minni mótstaða gegn sjúkdómum, örlyndi og þunglyndi eruþekktir kvillar (ásamt mörgum fieiri), sem geta orsakast afnæringarskorti. Prótein ernauðsynlegt, m.a. fyrir vöðvauppbyggingu. Strákárþurfa mikið og gottprótein á svo öru vaxtarskeiði. Mjólk inniheldur hágæðaprótein, sem nýtist sérstaklega vel. Hvernig ervörnin? Það þarf trúlega ekki segja þér að góð sókn dugar skámmt ef vörnin er í molum. Sama gildir um uppbyggingu líkamans. Það er ekki nóg að vaxa - það verður að sjá til þess að líkaminn fái rétt efni til þess að vinna úr. 12 ára strákur sem er að hefja mesta vaxtar- skeið líkama síns þarf nauðsynlega að fá úr fæðunni þau efni sem líkami hans þarfnasttil þess að vaxa og þroskast. Mjólk er ein fjölhæfasta fæða sem völ er á f rá næringarlegu sjónarmiði. Hún er ekki aðeins mesti kalkgjafinn í fæðu okkar; í henni erfjöldi annarra bætiefna, sem eru nauðsynleg fyrir eðlilegan vöxt og þroska. 3 mjólkurglös á dag fullnægja dagsþörf unglinga af kalki. „Já, en það er raunverulega hægt að fara yfir strikið í hvoru tveggja. í okkar siðareglum segir að við eigum að varðveita lífið umfram allt. En það er ekki bara lífið sem gildir, spurningin er líka um gæði lífsins. Maður verður að taka með í reikninginn hvort lífið sem við erum að framlengja er þess virði að lifa því. Það er ekki nóg að taka stóran hluta af andliti manns vegna illkynja æxlis, hann er litlu betur settur ef þú getur ekki gert hann þannig úr garði að hann geti haldið áfram að vera manneskja. Lýtalækningar eru að sumu leyti í því fólgnar að taka burtu ákveðnar meinsemdir, en um leið erum við skyldug til að skilja sjúklinginn eftir sem manneskju sem getur lifað áfram í mannlegu samfélagi.“ Leysa lýtalœkningar sálrœn vandamál? „Já, þær gera það ef þú velur sjúklingana vel. Það er ekki hægt að taka alla alvarlega sem koma og segja: ég er óánægður með þetta eða hitt - ég vil láta laga það. Það er ekki góð læknisfræði að hlýða sjúklingum undantekn- ingarlaust. Þú verður að reyna að átta þig á hvað liggur á bak við óskir sjúklingsins um að láta breyta sér. I vissum tilvikum getur þetta verið andlega truflaður einstaklingur sem leitar að einhverju í útliti sínu til að kenna um vanlíðan sína. Hann ímyndar sér að allt muni breytast til batnaðar ef þetta eina atriði verði lagað. Verði læknir við ósk hans getur hann orðið fyrir því að sjúklingurinn komi aftur eftir einhvern tíma og segi: Ég er óánægður með þetta, ég vil láta breyta þessu aftur, jafnvel verða aftur eins og ég var. Eða þá að hann vill láta breyta einhverju öðru. Það má ekki taka „glæpinn" frá þessu fólki. Þess vegna er þýðingarmikið að greina sjúklingana og reyna að velja þá sem maður heldur að líði raunverulega betur eftir aðgerð." Vinnið þið þá með geðlækn- um? „Stundum senda geðlæknar sjúklinga til okkar. Og ef okkur grunar að sjúklingur sé með geðsjúkdóm þá sendum við hann til geðlæknis áður en við metum hvað við getum gert fyrir hann. Samvinna lýtalækna, geðlækna og sálfræðinga er æskileg í ákveðnum tilvikum. En lýtalækningar bæta oft andlega líðan fólks og gera það hæfara til að virka í samfélaginu. Það á ekki síst við núna, í þessu þjóðfélagi þar sem allt er lagt upp úr því að vera slétturog felldur.“ Gera lýtalœkningar ekki œ erfiðara að vera svolítið afbrigðilegur í útliti? „Þar sem góður aðgangur er að lýtalæknum fær fleira fólk þær óskir uppfylltar að líkjast hinum.“ Hvernig hljóðar siðfrœði lýta- lœkninga - hvað má og hvað má ekki? „Siðfræði lýtalækninga er náttúrlega á engan hátt frábrugðin siðfræði annarrar læknisfræði. Þú reynir að gera sjúklingi þínum gagn án þess að skaða hann. Hins vegar hefur sú grein lýtalækninga sem kölluð hefur verið fegrunarskurðlækn- ingar sums staðar losnað úr tengslum við eðlilegar lækningar og orðið að verslunarvöru. Sums staðar, til dæmis í Banda- ríkjunum, geta menn stofnað fyrirtæki og auglýst lýta- lækningar. Hér á Norðurlöndum er óleyfilegt að auglýsa lækninga- starf, og á íslandi greiða menn ekki fyrir fegrunarskurðlækning- ar. Að minnsta kosti ekki hingað til. Ég vona að ekki verði breyting þar á áður en ég hætti. Mér þykir afskaplega þægilegt að geta sagt nei á þeim grundvelli að ég sé ekki bundinn af neinum fjárhagslegum hvötum, ég vil einungis vinna læknisverk á fólki. Víða erlendis eru háar greiðslur fyrir þessar aðgerðir og þar koma inn fjárhagsleg sjónarmið sem ég er mótfallinn. Auðvitað koma fjárhagsleg sjónarmið inn með ýmsu móti alls staðar í okkar þjóðfélagi. Menn geta til dæmis skammtað sér vinnu. Sá sem vantar peninga skammtar sér þá meiri vinnu en hinn sem þarf ekki eða finnst hann ekki þurfa á þeim að halda.“ Nauðsyn samvinnu Hvaða tilvik eru erfiðust í þessu starfi? „Erfiðustu tilvikin eru alltaf þau þegar maður getur ekki leyst vandamál sem sjúklingur trúir manni fyrir. Þau geta verið með ýmsu móti. Mig langar að taka sem dæmi dreng sem ég hef fylgst með alllengi. Hann heitir David og er ættaður frá Perú, en var ungur tekinn í fóstur af skoskum lýtalækni sem ég þekki vel. David var talinn hafa haft sjúkdóm sem er kallaður noma og er hitabeltissjúkdómur. David var orðinn þannig að það vantaði á hann stóran hluta af andlitinu, munnur og nef voru orðin að einu opi. Sá sem tekur að sér að lækna svona einstakling verður að gera sér grein fyrir því strax frá byrjun að hann getur aldrei náð þeim árangri að hann verði öðruvísi en verulega lýttur. Slík tilvik eru svo erfið vegna þess að væntingarnar sem viðkomandi einstaklingur gerir sér eru miklu meiri en þú veist að þú getur uppfyllt. Það er líka erfitt að fást við fólk með ólæknandi sjúkdóma og þurfa að játa það fyrir sjálfum sér og sjúklingnum að maður ráði ekki við verkefnið og það geti ekki endað nema á einn veg.“ Hefur orðið mikil framþróun í lýtalækningum þessi ár sem þú hefur starfað við þœr? „Já, geysilega mikil. Árangur sem menn gerðu sig ánægða með fyrir þrjátíu árum þætti ekkert til að hrópa húrra fyrir núna. Þá á ég til dæmis við meðferð á meðfæddum lýtum eins og skarði í vör og góm, sem er eitt af því sem við fáumst við. Árangurinn þar hefur batnað mikið og það byggist kannski fyrst og fremst á samvinnu ýmissa heilbrigðis- stétta. Þetta er flókið mál og til þess að leysa það þarf lýtalækni, tannlækni, háls-, nef- og eyrna- lækni og talkennara. Árangurinn byggist mjög á því að samvinna þessara aðila takist vel. Lýtalækningar byggjast að verulegu leyti á því að flytja til vef af einum stað á líkamanum á annan. Það var áður gert með því að færa vefinn stig af stigi þangað sem hann átti að fara. Þetta tók mjög langan tíma, sjúklingurinn þurfti kannski að vera í óþægilegum stellingum vikum saman. Og ef eitthvað misfórst þurfti að byrja upp á nýtt. En núna hafa menn lært að nota sér líffærafræðina, kortlagt blóð- rennsli um hina ýmsu hluta líkamans og geta gert þessa vefja- flutninga miklu markvissari. Lokastig þessarar þróunar er að menn taka einfaldlega vefjar- stykki og tengja það við blóðrás á nýjum stað. Það sem áður tók vikur og mánuði er gert með einni aðgerð. En árangurinn - til dæmis á einstaklingi eins og David - er kannski ekki voðalega miklu betri, vegna þess að þar var vefurinn ekki til. Þar þurfti að búa til andlit úr vef sem náttúran ætlaði ekki í andlit. Slík uppbygging getur í besta falli orðið eftirlíking af náttúrunni. Hún verður aldrei andlit með öllum þeim hárfínu dráttum og svipbrigðum sem fylgja einu lifandi andliti. Lýtalækningar eru bara lækningar, en sérstæðar að því leyti að stundum er verið að breyta eðlilegum vef - minnka, Föstudagur 26. maí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.