Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 21
HFI r.ARMFNNÍNr.TN 1 1 JJ.^1 Vjrxl^l „Vorleikur , veggskreyting ur áli i sundlaugarsal Grensásdeildar Borgarspitalans, gerð af Erni Þor- steinssyni 1987 með styrk frá Listskreytingasjóði. MYNDLISTIN honweka í kerfinu Listskreytingasjóður er í fjársvelti og umsömdum verð- launaverkefnum skotið endalaust á frest, segja myndlistar- menn Eru lög þau sem Alþingi setti um Listskreytingasjóð ríkisins árið 1982 einungis upp á punt? Eru opinberar stofnanir að hafa myndlistarmenn að ginn- ingarfíflum með því að efna til verðlaunaveitinga um útilista- verk sem síðan verða aidrei reist? Þetta eru spumingar sem myndlistarmenn eru teknir að spyrja sig af fenginni reynslu undangenginna ára. Lögin frá 1982 um Listskreyt- ingasjóð ríkisins kveða á um að 1% byggingarkostnaðar opin- berra bygginga á A-hluta fjárlaga eigi að renna í sjóðinn. I reynd hafa framlög verið takmörkuð af fjárlögum hvers árs. Samtök ís- lenskra myndlistrarmanna hafa reiknað til nógildandi verðlags hver framlög til Listskreytinga- sjóðs hefðu átt að vera á árunum 1983-88. Sú upphæð er um 103 miljónir króna. í reynd hefur sjóðurinn hins vegar fengið 42,4 miljónir á núgildandi verðlagi á þessu tímabili, eða um 0,4% byggingarkostnaðar í stað 1%. Verðlaunaverk- efnum frestað Á sama tíma hafa opinberir að- ilar efnt til samkeppni um gerð stórra útilistaverka, bæði við Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli, Borgarleikhúsið og nýja útvarps- húsið. Tvennum fyrstu verð- launum var úthlutað með viðhöfn til tillagna, sem reisa átti við Leifsstöð. Þar voru þau Rúrí og Magnús Tómasson hlutskörpust. Ekkert hefur síðan orðið úr fram- kvæmdum. Helgi Gíslason myndhöggvari varð hlutskarpastur í samkeppni um listaverk við útvarpshúsið og Kristinn Eiríkur Hrafnsson myndhöggvari hlaut fyrstu verð- laun fyrir listaverk við Borgar- leikhúsið. Ekkert bólar á fram- kvæmdum þar heldur. í öllum tilvikum höfðu fjöl- margir íslenskir myndlistarmenn lagt fram ómælda vinnu í hug- myndir að listaverkum á um- ræddum stöðum. Nú eru mynd- listarmenn farnir að spyrja í al- vöru, hvort öll þessi vinna þeirra hafi verið unnin fyrir gýg. Ódýrar auglýsingar Einn þeirra er myndlistakonan Rúrí: „Það er óþolandi að halda okkur í fullkominni óvissu um þessi mál árum saman. Ef af framkvæmd verður, þá er um bindandi stórverkefni að ræða, sem mun taka mikinn tíma og orku. Að hafa slíkt yfir höfði sér án þess að vita nokkuð með vissu um tímasetningu gerir það að verkum að við getum ekki skipu- lagt starf okkar og áætlanir fram í tímann. Einhver úr okkar hópi benti á að kostnaður þessara stofnana vegna samkeppni um myndlistar- verk væri ekki nema eins og kostnaður við eina jólaauglýs- ingu í sjónvarpinu. Við spyrjum okkur nú þeirrar spurningar, hvort verðlaunaveitingar fyrir til- lögur að útiverkum séu bara ódýr auglýsing fyrir viðkomandi stofn- anir á hátíðarstundum. Það gleymist gjarnan að á bak við tillögu sem myndlistarmenn leggja fram í slíkri samkeppni liggur a.m.k. tveggja mánaða vinna við útfærslu tillögu, auk allrar hugmyndavinnunnar, sem ekki verður mæld í tíma. Við erum orðin þreytt á því að ríkið líti svo á, að vinna okkar eigi að vera ókeypis. Hafa myndlistarmenn ekki brugðist við þessu með einhverj- um hætti? ,.Rúrí: Við erum þreytt á að bíða eftir efndum frá samkeppnum um listaverk við útvarpshúsið, borgarleikhúsið og Leifsstöð. Ljósm. Jim Smart. Breyttar reglur Jú, SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna hefur gefið út reglur fyrir samkeppni um skreytiverk. Við teljum að slíkt geti farið fram með þrennum hætti. Við teljum að meginreglan eigi að vera sú, að annað hvort sé um lokaða samkeppni valinna einstaklinga að ræða, eða þá að um svokallaða þrepasamkeppni sé að ræða, þar sem fyrst sé valið úr ákveðnum grunnhugmyndum, og síðan keppi höfundar þeirra um endanlega lausn. Samkeppni ætti ekki að vera opin fyrir alla að mati SÍM, nema þegar um mjög stór verkefni er að ræða. Þessar reglur ættu að draga úr því að menn séu að eyða tíma sínum í þessi verk í of ríkum mæli án þess að nokkur umbun komi fyrir. Er Reykjavík fátæk af útilista- verkum? Á tímabili var sett upp talsvert mikið af listaverkum á almanna- færi, einkum á 7. áratugnum, en nú er eins og dregið hafi úr því. Hins vegar dylst engum að áhugi almennings er mikill, því víða má sjá þess merki að fólk tekur sig til sjálft og skreytir húsgafla eða annað umhverfi með heimagerð- um listaverkum. Listskreytinga- sjóður á hins vegar að hafa það hlutverk að setja upp listaverk á almannafæri, og hann hefur ekki risið undir sínu hlutverki undan- farin ár. Á þessu ári er t.d. ein- ungis varið 6 miljónum til hans. Eru einhverjir ákveðnir staðir t.d. í höfuðborginni, sem hafa verið vanræktir í þessum efnum? Já, ég vildi kannski sérstaklega minnast á nokkra barnaleikvelli borgarinnar, sem hafa verið til vansæmdar og ekki börnum bjóðandi. Þar mætti til dæmis setja upp leikskúlptúra. Þá má minna á það að þótt ýmis einka- fyrirtæki hafi sýnt gott fordæmi í þessum efnum, þá er hitt þó al- gengara. Ef við lítum t.d. á alla þá fjárfestingu sem farið hefur í Hús verslunarinnar og Kringl- una, þá fyndist manni að þessi fyrirtæki ættu að geta séð af fé til útilistaverka, svo dæmi sé tekið. Borgin geri betur Hvernig hefur Reykjavíkur- borg staðið sig í þessum efnum? Mér er kunnugt um að á vegum borgarinnar er nú í undirbúningi að reisa tvö verk eftir Jón Gunnar Ámason. Annað er við Borgar- spítalann, hitt vekið var gjöf frá Vesturbæjarsamtökunum sem á eftir að stækka og velja stað. Að öðru leyti er mér ekki kunnugt um að borgin hafi pantað verk í lengri tíma - fyrir utan verð- launaskúlptúr Kristins Hrafns- sonar við Borgarleikhúsið, sem enn er órisinn. Segja má að mörg sveitarfélög úti á landi hafi staðið sig betur í þessum efnum, staðir eins og Sandgerði, Hornafjörð- ur, Hellissandur og Siglufjörður, svo dæmi séu tekin. Hvers vegna eiga opinberir að- ilar áð standa fyrir gerð útilista- verka? Það er skoðun okkar í SÍM, að allir eigi að hafa tækifæri til þess að njóta lista. Ekki bara þeir sem hafa efni á að kaupa listaverk. Menn þurfa ekki að eiga Esjuna, til þess að geta notið fegurðar hennar. Það sama á við um li- stina. Hún vekur okkur til um- hugsunar um umhverfið og gerir það manneskjulegra. Það væri varla í samræmi við vilja Reykvíkinga ef auglýsingaskilti ættu eftir að setja mestan svip á umhverfið eins og sést víða er- lendis. Við eigum að leggja metn- að okkar í annað og hafa lista- menn með í ráðum við mótun umhverfísins. Það mun skila sér í betra mannlífi. Það er ekki bara hagsmunamál myndlistarmanna að lögunum um Listskreytinga- sjóð sé fullnægt, það er fyrst og fremst hagsmunamál og réttind- amál fólksins í landinu. -ólg Föstudagur 26. maí 19891NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.