Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 4
Guðrún Helgadóttir er á beininu Andstæðingur Ragnars Reykáss Embætti þingforseta var ekki sárabót vegna brostinna ráðherra* drauma. Hef aldrei farið út fyrir þingsköp. Fárán- legt að það sé vítaverð- ara að benda á lygi en Ijúga. Hagsmunarök hvalveiðisinna jafn létt- væg og siðferðisrökin. Það er almælt að þú hafir kraf- ist ráðherraembættis þegar nú- verandi ríkisstjórn var í burðar- liðnum í haust en þegar af því varð ekki sagt sem svo að formað- ur Alþýðubandalagsins gerði bet- ur við andmælendur sína en vini. Fékkstu þingforsetaembættið í sárabætur frá honum? Nei, alls ekki. Það var ekki hugmynd Alþýðubandalagsins að ég yrði forseti. Sú hugmynd kom frá Alþýðuflokknum. Hún hlaut almennt samþykki hér í þinginu. Og þótt þingmenn Sjálf- stæðisflokksins tækju ekki þátt í atkvæðagreiðslu um málið þá tel ég víst að það hafi ekki verið vegna andúðar á mér heldur staf- að af því að þetta var fyrsta at- kvæðagreiðsla þingsins og þeir hafi vitaskuld viljað láta reyna á þingmeirihluta ríkisstjórnarinn- ar. Þannig að þeir greiddu mér ekki atkvæði en allir aðrir. Þannig að þetta var ekki að frumkvæði formanns Alþýðu- bandalagsins? Nei, ég held mér sé óhætt að fullyrða að svo hafi ekki verið. Nú hefurðu stundum sætt gagnrýni fyrir að fara frjálslega með þingsköp, td. I fyrirspurna- tímum, og að gæta ekki virðingar alþingis sem skyldi. Ég hef verið fremur rýmileg í fyrirspurnatímum en ég hef ekki, einsog þú sagðir, farið frjálslega með þingsköp. Þvert á móti hef ég stjórnað þinginu samkvæmt ýtrustu þingsköpum enda hef ég aldrei heyrt nokkurn mann halda öðru fram. En nú rekur mig minni til þess að Hjörleifur Guttormsson hafi gagnrýnt þig í fyrirspurnatíma einhvern fimmtudagsmorgun fyrir að fara frjálslega með þing- sköp. Já, það var vegna þess að hans mál var nr.14 í röðinni og hann var farinn að óttast að það yrði úti. En það komst á dagskrá! En hvað um virðingu alþingis? Fyrst verð ég nú eiginlega að fá að vita hvað átt er við með „virð- ingu alþingis.“ Ég hef stýrt þing- inu samkvæmt lögum um fundar- sköp. Ég hef margsagt að virðing alþingis felist í því einu að vinna að því að þingið geti gegnt skyldu sinni einsog því ber, verið sú lög- gjafarsamkoma sem það á að vera og hafi aðstöðu til þess. Að þessu hef ég unnið og það tel ég vera að vinna að virðingu alþing- is. En finnist mönnum ég sjálf ekki nógu virðuleg þá er það ann- að mál því ég hef aldrei litið svo á að virðing alþingis sæti í herðun- um á mér. Ég breyttist ekkert við það að verða forseti sameinaðs alþingis og ég hef ekkert það að- hafst sem óvirðir alþingi. Nú er stutt síðan nokkrir þing- menn, með sjálfan sjávarútvegs- ráðherra í fylkingarbrjósti, vildu láta vita þig fyrir ummæli og í einhverjum fjölmiðla hafa menn krafist þess að þú segðir af þér embætti forseta. Þessi orð um að það hefði átt að víta mig hefðu betur verið,, ósögð því það sem ég sagði var að mér fyndist það hæfa að lygi og falsanir væru notaðar til fram- dráttar röngum málstað. Og þar átti ég við hvalveiðideiluna. í þessari umræðu hafði komið fram að það hafði verið logið um styrki hins opinbera til kvik- myndar sem ég þarf ekki að segja hver er. Ef það er vítavert og víta- verðara að segja að eitthvað sé lygi, þegar það er ljóst, heldur en að ljúga þá eru ákvæði um víti orðin æði skrítin. Sannleikurinn er auðvitað sá að margsinnis hefur verið kveðið mörgum sinnum fastar að orði í umræðum hér á alþingi en þarna var um mikið ágreiningsmál að ræða. Skoðanir mínar á því hafa ætíð sætt mikilli andstöðu hér á þinginu, það fer ekki á milli mála, og einnig meðal þjóðarinnar. Akveðnum hópi landsmanna finnst líka ljótara að benda á lygi en ljúga einsog fram hefur komið í upphringingum í „þjóðarsálir" ríkisfjölmiðlanna. En ég staðhæfi að Ragnar Reykás, bræður hans og systur og mágkonur og mágar og fjölskyldan öll, hefur ævinlega verið andstæðingur minn og verður það alltaf. Það hindrar það hinsvegar ekki að það fólk hefur allt leyfi til þess að hafa sínar skoðanir. Það væri búið að víta þing- menn nokkuð oft ef meira þyrfti ekki til en að segja einsog í þessu tilfelli að þarna hæfði skel kjafti. Ég vil minna á að þegar við erum rómantísk syngjum við „okkur mun sambúðin endast vel/ úr því að hæfir kjafti skel.“ Ég hef aldrei heyrt að þetta kæmi neinum í uppnám enda gegn og góð íslenska. En hitt kann svo að vera að það fari í taugarnar á karlmönnum að kona sé forseti sameinaðs alþing- is. Það fer a.m.k.í taugamar á karlmönnum að kona segi að þeir ljúgi. Og það fer almennt í taugarnar á karlmönnum að kona hafi skoðanir. Og ég kann þau viðbrögð utanbókar. í öllum þeim viðtölum sem tekin hafa verið við mig er alveg um tvenns kona viðbrögð að ræða. Sé ekki verið að ræða nein ágreinings- mál, og ég segi fátt athyglisvert, þá hafa menn á orði að ég hafi „tekið mig vel út“ og verið „indæl oggóð." Hafiég hinsvegar viðrað skoðun á einhverju sem styr stendur um ætlar allt vitlaust að verða. Og það verður að hafa það, mér stendur hjartanlega á sama, ég skipti ekki um skoðun eftir óskum annarra! Finnst þér þú sem sé finna fyrir mótlæti í forsetaembætti vegna þess að þú ert kona? Nei, það get ég nefnilega alls ekki sagt. Og það stafar ósköp einfaldlega af því að þinghaldið hefur gengið prýðilega. Samstarf mitt og þingmanna hefur verið með miklum ágætum. Jafnvel stjórnarandstaðan hefur verið mér sæmilega mild. Ég er ekki fyrsti forsetinn sem orðið hefur að sæta ágengum upphlaupum stjórnarandstöðu. Nú er lokið einhverju afkasta- mesta þingi sem starfað hefur. Ríkisstjómin, með nær engan meirihluta, kom fram öllum þeim málum sem hún lagði áherslu á. Töluverðar umbætur hafa verið gerðar á starfsmannahaldi al- þingis, sem enginn neitar að hafi verið til góðs, og er unnið að endurskipulagningu þess í sam- ráði við starfsfólkið sjálft og hef- ur mælst mjög vel fyrir. Og síðast en ekki síst hef ég átt prýðilegt samstarf við samforseta mína. Ég held að allir séu sæmilega sáttir við þinghaldið í vetur. En hefur embættiserill þing- forseta ekki staðið þingmannin- um Guðrúnu Helgadóttur fyrir þrifum í vetur? Jú, vissulega hef ég ekki flutt jafn mörg mál og oft áður. En það er alkunn staðreynd að stjórnarþingmenn flytja ætíð færri mál en þingmenn stjórnar- andstöðu því það er sterkara að ríkisstjómin standi að þeim. En ég hef tekið töluverðan þátt í þingstörfum þrátt fyrir það. Ég tók þátt í samningu nýju þjóð- minjalaganna, ég flutti frumvarp um almannatryggingar um áfrýj- unarnefnd fyrir þá sem em ó- ánægðir með örorkumat og ég átti töluverðan þátt í því að nýju erfðalögin urðu að veruleika með þeirri megin réttarbót að nú á fólk rétt til setu í óskiptu búi. Svo hef ég flutt fyrirspurnir og tekið þátt í nefndastörfum. Þú hefur verið sökuð um ást á grænfriðungum og andúð á mál- stað ríkisstjórnarinnar í hval- veiðimálinu, þér er borið á brýn að hafa rætt það af lítilli þekkingu í sjónvarpsþætti... Það þekkingarleysi fólst í því að ég sagðist ekki vita hve margir hvalir væru í sjónum. Ég stend við það hvar og hvenær sem er. Ef ég byggi yfir þeirri vitneskju myndu færustu hvalveiðisérfræð- ingar heimsins öfunda mig stór- lega af þekkingunni. En hún er sem sé ekki fyrir hendi. Afstaða mín til þessarar hval- veiðideilu er ósköp einföld og al- gjörlega pólitísks eðlis. Græn- friðunga þekki ég ekkert þótt ég beri virðingu fyrir hverskyns störfum þeirra fyrir bættu um- hverfisástandi í heiminum. En ís- lendingar undirrituðu hafrétta- sáttmála þar sem þrjár greinar eru sérstök ákvæði um vemdun hvalveiðistofna. Síðan mótmælti alþingi fslendinga ekki hvalveiði- banni í fjögur ár en efnt var til þess svo ráðrúm gæfist til þess að rannsaka hvalastofnana vegna þess að færustu vísindamenn heimsins töldu þá vera í útrým- ingarhættu. íslendingar ákváðu sem sé að doka við og veita leyfi til þessa með Halldór Ásgríms- son í broddi fylkingar. Einsog fjöldi annarra þjóða. Það sem íslendingar gerðu síð- an, þegar sýnt var að hagsmunir ákveðinna aðila fóm ekki alveg saman við þessa ákvörðun, var að búa til margumrædda „vísinda- áætlun" og það tók mánuð. Ég hef aldrei haft trú á henni og á eftir að sjá að hún hafi gildi. Ég tel að þær rannsóknir sem fram hafa farið hafi mestanpart verið gerðar fyrir löngu og að hér hafi aðeins verið um smá Krýsuvíkur- leið að ræða framhjá því sem búið var að lofa. Þetta hefur orðið okkur til mikillar skammar er- lendis og stórskaðað helsta út- flutningsatvinnuveg þjóðarinnar. Mér þætti gaman að heyra hvað Ragnar Reykás og fjöl- skylda segðu í Þjóðarsálinni ef Guðrún Helgadóttir væri búin að afreka þetta. Ef þetta em voða- legar skoðanir þá verður bara að hafa það! En ég spyr: hver á að ákveða hvaða alþjóðasamninga við íslendingar stöndum við og hverja við svíkjum? Heldurðu ekki að þessi afstaða geti skaðað stjórnmálaferil þinn? Það held ég nú ekki. Það er auðvitað ólíft í pólitfk ef stjórnmálamaður hleypur til og skiptir um skoðun ávallt þegar hann óttast að lenda í minnihluta. En ég held nú að það séu ansi margir í þessu landi sem fyrir löngu eru búnir að sjá hversu fár- ánlega hefur verið farið að í þessu máli, fyrst og fremst vegna þess að þarna vom svo litlir hagsmunir í húfi gegn svo gífurlega miklum hagsmunum. Stj órnmálamaður verður oft að vega og meta hvaða hagsmuni hann á að verja en í þessu máli eru hagsmunarökin jafn léttvæg og siðferðisrökin. Og ég hef aldrei gert annað en að framfyl- gja stefnu Alþýðubandalagsins í þessu máli. Því miður hefur hval- veiðideilan snúist uppí þjóð- rembu sem er andhverfa sannrar þjóðrækni. ks 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.