Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 13
FJOLSKYLDAN SIGTRYGGUR JÓNSSON Þéir sem haf a áhuga á aö f ræðast um eitthvert ákveðiö eff ni varðandi fjölsky Iduna geta skrif að. Merkið umslagið: Fjölskyldan; Nýtt Helgarblað, Þjóðviljanum, Síðumúla 6, Reykjavík. Hápunktur kynlífs Flestír munu hallast að því að hápunktur góðs kynlífs séu sam- farirnar. Samfarir eru hins vegar það sem vefst fyrir mörgum, og þrátt fyrir það að flestir stefni að þeim með kynlífi, og líti á þær sem hápunkt, eru það einmitt þær, sem valda erfiðleikum og flestir spyrja út í. Vandamálin eru mörg, t.d. of lítil eða engin löngun til samfara, fullnæging næst ekki, of brátt eða seinkað sáðlát eða að manninum rís ekki hold, eru algeng vandamál í sam- förum. Vangaveltur um eðlilega tíðni og eðlilega lengd *samfara eru einnig algengar. Hvað er eðli- legt kynlíf?, er einnig algeng spurning. Ég hef ekki fyrirhitt neina manneskju, sem treystir sér til þess að gefa forskrift að eðlilegu kynlífi, sem gilt gæti fyrir alla. Flestir munu hallast að mjög opinni skilgreiningu á borð við þá, að allt, sem báðir einstak- lingar eru fullkomlega sáttir við að gera í kynlífi, sé eðlilegt fyrir þá. Aðalatriðið varðandi kynlíf, og þá jafnframt fyrir samfarir, er að slaka á og njóta þess. Megin- orsakir fyrir erfiðleikum í kynlífi og samförum eru þær, að við- komandi getur ekki'af einhverj- um ástæðum slakaö á eða kann ekki að njóta. AstStsður fyrir þessu geta verið margvíslegar óg oftast það rótgrónar með éin-y staklingnum, að hann gétur ilra eða ekki tekist á við þær án utan- aðkomandi aðstoðar. Það er mik- ill og útbreiddur misskilningur að hægt sé að kenna slíkt með ein- hverjum tækniráðum eða hjálp- artækjum. Slíkt gildir éiriungis í örfáum tilvikum. Hitt er svo ann- að og mikilvægara mál, að með- ferð sérfræðings í kynlífsvanda- málum gefur yfirleitt góðan ár- angur, og batahorfur eíjjroftast tiltölulega góðar. í langflestum tilvikum tengjast kynlífsvandam- ál öðrum þáttum í persónuleika einstaklingsins og því er oftast nauðsynlegt að sinna þeim þátt-. um einnig í meðferðinni. Að „standa" sig ekki Öll sú feimni og bannfæring varðandi opnar umræður um kynlíf, sem ríkt hefur í gegnum aldirnar, hefur orsakað mörg vandamál, en hinu er heldur ekki að leyna, að of mikil umræða get- ur líka skapað vandamál, þótt þau sé auðveldara að leysa, ein- mitt vegna þess að umræðan hef- ur opnast. Það er u.þ.b. að verða leyfilegt að ræða um kynlíf og kynlífsvandamál. Þau vandamál, sem ég hef einkum rekist á sem beina afleiðingu af aukinni og opnari umræðu um kynlíf og tengjast reyndar einnig opnari umræðu um rétt kvenna, eru þau vandamál sumra karlmanna að geta ekki notið samfara eða kyn- lífs almennt, vegna þess að þeir eru svo hræddir við að „standa" sig ekki. Þ.e. hræddir við að geta ekki „séð til þess að konan fái fullnægingu". Þeir hafa sem sé tekið umræðuna þannig, að það sé þeirra vandamál að konan fái notið kynlífsins og því gleyma þeir að huga að sjálfum sér og verða stressaðir yfir því að „nú skal mér loksins takast að fullnægja henni". Afleiðingin verður sú, að þeir fara að fá of brátt sáðlát, hættir að langa eða hættir að standa, svo eitthvað sé nefht. Oftast er hér um að ræða karlmenn, sem af ýmsum öðrum ástæðum eru óöruggi með sjálfa sig og birtist það óöryggis þá einnig í öðrum samskiptum þeirra við fólk almennt. Stað- reyndin er hins vegar sú, að það er alveg sama hversu mikið mað- urinn leggur á sig eða heldur lengi út í samförum, honum mun ekki takast að fullnægja konunni, ef hún getur ekki notið þeirra og slakað á og séð til þess sjálf að fá fullnægingu. Kynlíf og samfarir eru hæfileg blanda af því að gefa af sér og taka til sín. Ef annað atriðið yfir- gnæfir hitt eða ef annað atriðið vantar alveg verður kynlífið ekki fullnægjandi fyrir viðkomandi einstakling. Harin má aldrei gleyma sjálfum sér á sama hátt og hann má ekki gleyma hinum aðil- anum. Þess vegna er mikilvægt að þekkja sjálfan sig og viðbrögð sín. Vita hvað manni finnst gott og hvað ekki og geta gert kröfur um að fá það út úr kynlffinu, sem leitt getur til kynferðislegrar fullnægingar. Eðlilegt kynlíf er því það að geta slakað á og notið og séð til þess að kynferðisleg fullnæging sé hápunktur þess kynlífs, sem maður lifir dags dag- lega með maka sínum. Þótt kyn- ferðisleg fullnæging sé hápunktur og einstakur atburður útaf fyrir sig, felst hún í því að annar hluti kynlífsins, sem ég hef áður gert að umræðuefni, sé góður og full- nægjandi, og á því ekki endilega að vera takmark í sjálfu sér, held- ur hluti af kynlífinu í heild sinni. Kynlíf og samfarir eru hæfileg blanda af því að gefa af sér og taka til sin. Júníhefti komið út INNLENT HEILBRIGÐISMAL Ég vi.l Davíð á þing........*......... 9-15 f ýtarlegu viðtali viðÞorstein I'álsson formann Sjálfstæðisflokksins er víða- komið við. Þorsteinn rekur m.a. endalok síðustu rfkisstjórnar og fer harkalegum orðum um þáverandi samstarfsmenn sína. Hann fjallar einnig um Sjálfstæðisflokkinn, sem fagnar sextugsafmæli sínu á þessu ári. Núverandi ríkisstjórn fær éinnig sinn skammt... íslendingár elska Svía. Goðsögninni um „Svíahatur" íslendinga hrundið. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar um afstö< íslendinga til annarra þjóða...................i^^fc' •" ^^'iát^-^' Friðun Reykjanesskaga .'...-............•j^^^P^-.........^ti& Gífurleg þörf fyrir félagslegar íbúðir .-----^^T^..............^SÉ Sumar í sveit. Hundruð barna og unglinga úrþéttbýli fara til vinnuog leiks í sveitum landsins. Félag fó'S>turmæðra í sveitum hafa milligöngu um sveitadvöl barna....... ... \>?.'.......^^^^P......... 2Q Fer skákin á hausinn? Áskell Örn Kárason skrifar grein um bága fjármáíastöðu í íslensku skákinni.............v-• ••.......•----- 22 ERLENT Reykingar ^^ Et,drekk, reyk ok ver grannr. Óholl aðferð til að halda kjörþyngd . 47 Óbeinar reykingar hættulegar ."....................":.,-.*•,.......". 47 Fósturvefjalækningar. Umdeild grein læknavísinda"..........----- 48. Börn alkóhólista. f þessari grein segir frá samtökum fólks í Bandaríkiunum sem ólst upp við alkóhólisma foreldra sinna...... 50 VlÐSKIPTI Samruni fyrirtækja. Margir telja að árið 1989 verði „ár samrunans" í íslensku atvinnulífi. Hliðstæðar bylgjur hafa gengið yfir fyrirtæki annars staðar á Vesturlöndum. Oft er verr af stað farið en heima setið. Jónas Guðmundsson hagfræðingur skrifar....................... 53 UPPELDISMÁL Kénnaramenntunin mikilvægasta forsenda farsæls skólastarfs. Ásgeir Friðgeirsson ræðir við Jónas Pálsson sálfræðing og rektor Kennaraháskólans...........................................57 Börn eru heimspekingar. Heimsókn á dagvistarheimilið að Marbakka, þar sem uppeldisstarf er byggt upp á skyldum aðferðum og kenndar hafa verið við Reggio Emilia................................. 60 PóIIand Vopnahlé. Tíðindamaður Þjóðlífs var yiðstaddur er Samstaða var lögleyfð og segir frá umdeildu vopnahléi í landinu,.;............... 25 Við tókum áhærtu ..............—í^,- ¦ • • -^^^rfÉi • • • -^rf^^ 26 Hringborðið á sér öfluga andstæðinga .... Bretland Verkamannaflokkur í endurhæfingu...... Noregur Sundrung á hægri vængnum. Framfaraflokkurinn er lfklegur til fylgisaukningar í kosningdnum í haust. Sagt frá stöðu norsku stjórnmálaflokkanna ___.^^^_.......^&.....^^P....... 3(L ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Hitler í hundrað ár....... Hverjir komu Hitler til valda? Úm þessar mundir er öld liðin frá fæðingu hins ^^6 harðsviraða einræðisherra í Þýskalandi. I tilefni af því hafa fjölmiðlar og sagnfræðingar víða um heim rifjað upp söguna og endurmetið hana. Einar Heimisson, sem leggur stund á sagnfræði við háskólann í Freiburg í V—Þýskalandi, skrifar um bakgrunn valdatökunnar og endalok Weimarlýðveldisins.... .... wO~w # MENNING Kvikmyndir Magnús —nýr norðri. Spjallað við Þráin Bertelsson kvikmyndagerðar- mann um nýjustu mynd hans, „Magnús" og íslenska kvikmyndagerð : 39« Kaffileikhúsið í Kvosinni..................................... 43 Karlmenn hafa alltaf verið í skítverkum. Guðrún Túliníus spjallar við Ríkharð Valtingojer, sem opnað hefur gallerf austur á Stöðvarfirði. 44 Að hafa kvenkynið undir........... 65-67 Steinunn Jóhannesdóttir skrifar grein um ofbeldi gagnvart konum, nauðgun. Steinunn vitnar til þrenns konar nauðgara: Sá reiði, sá ráðrfki og sadistinn. Langflestar konur verða fyrir barðinu á „þeim ráðrfka". Steinunn byggir grein sína á umfjöllun um þetta efni erlendis og á íslandi... Saklausir dæmdir í fjölmiðlum...... 68-71 Þegar hið umfangsmikla „Geirfinnsmál" var uppi, lentu fjórir saklausir menn í þeirri raun að sitja í fangelsi. Ualldór Reynisson prestur og fjölmiðlafræðingur rannsakaði umfjöllun fjölmiðla á þessum tíma og hefur unnið þessa grein upp úr ritgerð sem hann skrifaði við bandarískan háskóla... ÝMISLEGT Smáfréttir af fólki ..................................... 32 og 38 Smáfréttir af viðskiptum..................................... 56 Barnalíf................................................... 63 Fordfjölskyldan............................................ 72 Bílar. Ingibergur Elíasson skrifar ............................. 75 Krossgáta.................................................. 78 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13 - Spennandi fré arit-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.