Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 18
Mikil uppsveifla Ágústa Johnson, annar eigenda Stúdíó Jónínu og Ágústu: „Þessi líkamsræktarbylgja hófst í Bandaríkjunum, og aðal- frumkvöðullinn þar var Jane Fonda. Hún hafði verið með megrunarsjúkdóm, en komið sér upp æfingaprógrammi sem hafði hjálpað henni. í framhaldi af því skrifaði hún bók um líkamsrækt og nauðsyn hreyfingar sem seld- ist gífurlega. Og það má segja að þá hafi þetta byrjað. Þessi bylgja barst svo hingað til íslands i kringum 1980 og allir fóru í Jane Fonda-leikfimi og alls- konar líkamsrækt. En málið var að fólkið sem fór að kenna þetta var ekki til þess fallið. Til dæmis ballettdansarar og fimleikafólk sem svo tengdi sínar æfingar inn í prógrömm fyrir almenning. Og þetta bara gekk ekki upp, því þessar æfingar voru hannaðar fyrir keppnisfólk en ekki almenn- ing, sem hreinlega meiddist í þessari líkamsrækt. Þær líkamsræktarstöðvar sem buðu upp á svona þjónustu logn- uðust útaf, en hinar sem voru. með reynda og lærða kennara héldu velli. Og nú geta allir fund- ið eitthvað við sitt hæfi. Það er greinilegt að fólk er orðið meira meðvitað um hvað þetta er hollt og það eru heilu vinnustaðirnir farnir að taka sig saman og koma í líkamsrækt. Þeir segja að af- köstin séu mun meiri og betri. Megrunaræðið er líka, að ég held, í rénun. Þessi pressa á fólk að vera grannt hefur minnkað, nema þá kannski hjá þeim yngri. Eldra fólkið hugsar meira um hvað hreyfingin er holl. Hingað til okkar kemur fólk á öllum aldri, allt frá 13 ára upp í 60 ára. Ágústa Johríson: „Fólk er orðið meðvitaðra um gildi þjálfunar." Myndir: Jim Smart. Eftir því sem meira upplýsinga- verður fólk um sjálft sig. Þróunin ekki bara í eróbik heldur líka í streymi er í þjóðféiaginu um gildi er þvi- mjög jákvæð og það er sundi og skokki.“ þjálfunar, þeim mun meðvitaðra mikil uppsveifla í líkamsrækt, -ns Haldið í heilsuna Líkaminn er eitt það dýrmætasta sem maðurinn á, um það eru flestir sammála. Og andlega heilsan helst oftast nær í hendur við ástand líkamans. Þess vegna er nauðsynlegt að gæta þessarar eignar sem best. Það virðast íslendingar hins vegar ekki hafa uppgötvað fyrr en nú síðustu ár, þegar hin svokallaða heilsubylgja flæddi yfir landið. Líkamsræktarstöðv- ar spruttu upp eins og gorkúlur, náttúrulækningabúðir voru opnaðar og fólk fór almennt að huga að því að það væri þarna með eign sem þyrfti viðhald og umhirðu. í þjóðfélagi hraða, streitu og óhóflegrar vinnu, opnaði fólk augun fyrir því að líkaminn þurfti meira en bara mat og svefn. Hann krafðist meira en magnýltöflu við höfuðverknum, hann vildi róttækar aðgerðir. Margir svöruðu þessu kalli líkamans og þeim fjölgar sífellt. Um það eru þeir sammála sem um þessi mál hafa eitthvað að segja. Nýtt Helgarblað fór á stúfana og forvitnaðist um þá þróun sem hefur átt sér stað í heilsubótarmálum landans. Mannréttindabrot að banna náttúrulækningalyf Örn Svavarsson, eigandi Heilsuhússins: örn Svavarsson: „Það verður að ráðast að sjúkdómnum sjálfum." „Frá því að við stofnuðum Heilsuhúsið fyrir tíu árum hefur þróunin verið heilmikil. Um það leyti var áhugi fólks að vakna á hollu mataræði, líkamsrækt og ai- mennt á andlegu og líkamlegu ástandi sínu. Erlendis hefur þró- unin verið eins, í Bandaríkjunum tekur þriðji hver maður vítamín að staðaldri. í Evrópu er það sama uppi á teningnum, og þar eru náttúrulyf að öðlast meiri viðurkenningu. Til dæmis er breska konungsfjölskyldan með hómópatíska lækna.“ - Hver eru viðhorf lækna til náttúrulyfja? „Það er að smábreytast og læknar eru farnir í auknum mæli að vísa fólki á okkur. Það eru hins vegar margir sem halda að við séum á móti hefðbundnum lækn- ingum, eða höldum því fram að fólk eigi bara að nota náttúrulyf, en það er algerlega rangt. Það besta sem ég get hugsað mér er fólk starfi saman og það virðist ætla að verða þróunin. Það er stundum að fólk kemur og vill fá lyf við einhverjum kvilla og í þeim tilfellum segjum við því að fara til læknis og fá úr því skorið hvað er að. Við erum engir lækn- ar. Aftur á móti skil ég ekki af- stöðu Lyfjanefndar til náttúru- lyfja, þvi mörg þeirra efna sem eru bönnuð hérna eru leyfð á Norðurlöndum, í Evrópu og Am- eríku. Þeir útskýra bannið með því að segja að efnin geti valdið skaða sé þeirra neytt í óhófi. Maður freistast stundum til að halda að einhverjir hagsmunir liggi að baki. En þá er spurningin hvort ekki eigi að banna svo fjöl- margt annað. Lýsi er til dæmis stórhættulegt ef það er notað óhóflega. Þetta er því alveg sárgrætilegt, vegna þess að það eru til efni sem hjálpa fólki og við megum ekki flytja þau inn. Það eru margir sem hafa fengið þessi efni er- Iendis og eru að biðja okkur að útvega þau, vegna þess að það hefur fengið bata. Að mínum dómi eru þetta hreinlega mann- réttindabrot, brot á persónu- frelsi. Ef til dæmis ég, sem sjúkur einstaklingur, veit að það er til efni sem getur hjálpað mér, þá finnst mér mjög grimmt að það sé einhver maður úti í bæ sem getur bannað mér að nota efnið. Eg fæ ekki að kaupa það á íslandi. Þetta er fáránlegt.“ - Hver er í rauninni munurinn á náttúrulyfjum og öðrum lyfj- um? „Venjuleg lyf eru oftast hrein efni, eitthvert eitt efni sem er unnið úr plöntu eða á kemískan hátt. En í plöntu geta verið hundruð efna. Með þessum lyfj- um er oft verið að ráðast á ein- kenni sjúkdómsins, en ekki sjúk- dóminn sjálfan. Segjum til dæmis að það sé eitthvað að þér, og vegna þess færðu höfuðverk. Með töku þessara Iyfja stöðvarðu skilaboðin frá veika staðnum upp í höfuðið og höfuðverkurinn hverfur. En sjúkdómurinn sem slíkur heldur áfram að vera þarna. Ef það er eitthvað að mót- oraum f bílnum þínum og slæm hljóð heyrast, þýðir ekkert að setja á sig eyrnaskjól. Með náttúrulyfjunum er hins vegar reynt að örva ákveðna starfsemi í líkamanum til þess að lækna það sem er að. Auðvitað tekur það lengri tíma, efnin eru 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. |úní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.