Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 24
ÞORFINNUR ÓMARSSON KVIKMYNDIR Blaðamanninum Fletch er tekið með suðrænni gestrisni af lögreglunni í smábæ í Louisiána. Lífs eða liðinn? Fletch Lives (Fletch lifir), sýnd í Laugarásbíói. Leikstjóri: Michael Ritchie. Handrit: Leon Capetanos. Aðalhlutverk: Chevy Chase, Hal Hol- brook, Cleavon Little, Julianne Phill- ips, R. Lee Ermey, Richard Libertini. Eftir að Michael Ritchie gerði Fletch fyrir fjórum árum hefur maður í raun mátt bíða eftir fram- haldinu. Þarna var vinsæl gaman- mynd og hver sleppir slíkum möguleika á framhaldsmynd á þessum síðustu og verstu. Ritchie gerði nokkrar misheppnaðar myndir í millitíðinni áður en ráð- ist var í gerð framhaldsins en nú hefur afraksturinn verið opinber- aður. Sem fyrr leikur Chevy Chase blaðamanninn og spæjarann Fletch með nöfnin óteljandi og gerir það eins og honum einum er lagið. Það er ágætt að segja það strax að aðdáendur sprelligosans munu örugglega skemmta sér vel á myndinni þarsem Fletch lifír en aðrir hljóta að hafa farið í vitlaust bíó, eða amk. vitlausan sal. En nýja myndin er hvað sem öllu líð- Regnboginn Death Wish 4 0 (Auga fyrlr auga 4) Aöeins fyrir allra hörðustu Bronson- aðdáendur. Pumpkinhead * (Uppvakningurinn) Algjör della þarsem tæknibrellumeistar- inn tekur öll völd. Ekkert spennandi, ekkert hrollvekjandi, bara subbuleg. The Naked Gun ★* (Belnt á ská) Stanslaus brandaraskothríð í tæpar tvær klukkustundir. Hittnin er þó misjöfn, oft er hitt I mark en líka er skotið bæði yfirog framhjá. Jafnast kannski ekki á við Air- plane! en það má hlæja að vitleysunni. Babette's gæstebud ★★★★ (Gestaboð Babettu) Þessi gómsæta mynd Gabriels Aksels er uppgjör bókstafstrúarmanna við freistinguna og syndina. Stórgóð persónu- sköpun og veislan í lokin er ógleymanleg. Skugglnn af Emmu ★★★ Besta barnamyndin I borginni er einnig fyrir fullorðna. Skemmtileg mynd á mörk- um fantasíu og veruleika. ur heldur slakari en fyrri myndin þó hún eigi sínar ágætu hliðar. í upphafi myndarinnar fær blaðamaðurinn Fletch óvænta upphringingu um að hann hafi erft heljar stóra jörð og villu í Louisiana. Hann ákveður að gefa blaðamennskuna upp á bátinn en þegar á staðinn er komið kemst hann fljótlega að því að aðrir vilja komast yfir eignina. Hefst þá leit hans að sökudólgnum og kemur hann fram í hinum ýmsu gervum. Myndin á sínar bestu hliðar þegar Chevy Chase virðist allt að því impróvisera textann á staðn- um og nær þannig að koma manni á óvart með furðulegustu athuga- semdum. Hins vegar fannst mér gervinn sem kappinn bregður sér í ansi misjöfn og sum þeirra spilltu fyrir myndinni, sérstak- lega þau sem tengdust sjónvarps- predikaranum. \ fyrri myndinni gerði hann meira af því að breyta nafni sínu eftir aðstæðum en lét að mestu vera að stæla Clouseau lögregluforingja í öllum mögu- legum gervum, enda fer ekki Mlssisslppi Burning ★★★★ (í IJósum logum) Enda þótt Alan Parker fari heldur frjáls- lega með staðreyndir er þetta einhver besta mynd sem gerð hefur verið um kyn- þáttahatur. Leikur er til fyrirmyndar og allt sjónrænt spil áhrifamikið. Brennheit og reið ádeilumynd sem enginn má missa af. Laugarásbíó Fletch Lives ★★ (Fletch lifir) Mynd fyrir aðdáendur Chevy Chase en þeir sem ekki llkar kappinn ættu að sitja heima. Fletch er á köflum mjög fyndin en sum atriðin eru gjörsamlega mislukkuð. Blues Brothers ★★ (Blúsbræóur) Þessi tæplega tíu ára gamla stemmningsmynd er dæmi um hvernig nánast handritalausar kvikmyndir geta verið fyndnar með róttri stjórn. Ein allsherj- ar vitleysa frá upphafi til enda en samt ágætis skemmtun. Twins ★ (Tvíburar) Einstaklega þunn og ófyndin mynd þar sem áhorfandinn veit alltaf hver næsti brandari verður. Lakasta mynd Ivans Reit- mans til þessa og hefði handritið aldrei átt að fara lengra en í ruslakörfuna. Nightmare on Elm Street 4 ★ (Martröó á Álmstræti 4) Fjórða myndin I þessari hryllings- taeknibrellusyrpu. Efnið er orðið talsvert þreytt og Freddi ekki lengur ógeðslegur. hver sem er föt Peters Sellers. Það eru þó einnig góð atriði með Fletch í dulargervi en Michael Ritchie virðist ekki hafa getað greint þar á milli. Þá skírskotar framhaldsmynd- in nokkrum sinnum til fyrri myndarinnar og tekst ágætlega. Þeir sem misstu af fyrri myndinni fara því nokkuð á mis að þessu sinni. Eitt sem framkallar sama andrúmsloft og var í fyrri mynd- inni er að tónlist Harold Falterm- eyer er nánast óbreytt. í heild má segja að hinn brokk- gengi leikstjóri Michael Ritchie hafi sloppið þolanlega frá þessu verkefni. Það má hins vegar velta því fyrir sér hvort hann eigi heiðurinn af því sem vel fer í myndinni. Það er jú Chevy Chase sem fær mann til að brosa eða hlæja og svo fannst mér gaman að sjá Cleavon Little í hlutverki hús- haldarans með hinu skemmtilega nafni Calculus. Little lék td. á móti Gene Wilder í gamanmynd Mel Brooks, Blazing Saddles, og hefur bara ekkert breyst síðan. Bíóhöllin Tree Fugitives ★★ (Þrjú ó flótta) Ágætis gamanmynd á meðan plottið virkar en dettur niður þess á milli. Martin Short er aðal aðhlátursefnið sem mis- heppnaðasti bankaræningi kvikmyndanna í allt of stórum frakka. Young Guns ★★★ (Ungu byssubófarnlr) Vestrar eru komnir úr tísku en þessi gæti aukið hróður slíkra mynda. Hór höfum við allt sem þarf, átök og tragedíu, hetjudáð og kómidíu, fólsku og jafnvel rómantík. Estev- ez skemmtilegur sem Billi barnungi. Worklng Glrl ★★ (Eln útlvlnnandl) Mjög góður leikur allra aðalleikaranna nær ekki að toga þessa ófrumlegu afþrey- ingarmynd upp úr meðalmennskunni. Mike Nichols fær þó uppreisn æru eftir hina hræðilegu Heartburn. Snotur kvikmynda- taka hjá Ballhaus. Funny Farm ★ (Á síðasta snúning) George Roy Hill má muna fífil sinn fegri en þó má brosa að mörgu I þessari nýju afþreyingarmynd hans. Chase hefur oft verið fyndnari. A Flsh Called Wanda ★★★ (Fiskurlnn Wanda) Nánast fullkomin gamanmynd. Hárflnn húmor I skotheldu handriti og gamlinginn Crichton stýrir af mikilli fimi. Erfitt að gera Klippiborðið Þeir sem sáu sjónvarpsþáttinn um söngleikinn Vesalingana hafa örugglega velt því fyrir sér hver á að leikstýra kvikmyndinni á söng- leiknum vinsæla. Það er sjálfur Alan Parker en hann hefur aldrei verið eins vel metin af gagnrýnendum og nú eftir gerð Mississippi Burning. Parker er enginn nýgræðingur í gerð tónlistarmynda því hann gerði Bugsy Malone, Fame og Pink Floyd-The Wall. Eftir að hafa lokið við þriðju myndina um ævintýramanninn Indiana Jones hefur Steven Spielberg þegar snúið sér að öðru verkefni. Það er að mestu tekið í litlu spönsku þorpi nálægt Cadiz sem kallast Trebe- juna en Spielberg notaði það sem Kína fimmta áratugarins í Empire of the Sun. Handritið að þessari nýju mynd gerði Meiissa Mathison (eiginkona Harrison Ford) en hún skrifaði vinsælustu kvikmynd allra tíma, E.T. Og um hvað skyldi þessi mynd þeirra vera? Jú, ævintýri Tinna! Annað klassískt ævintýri er nú fest á filmu en það er sagan af Heiðu. Michael Douglas erframleiðandi kvikmyndarum Heiðu sem er að sjálfsögðu tekin upp í Ölpunum. Meðal leikenda eru Jason Connery og Yves Montand. Arthur Miller hefur nú loks skrifað kvikmyndahandrit en ekki hefur verið gerð kvikmynd eftir hann síðan The Misfits árið 1961. Hún skartaði þáverandi konu Millers, Marilyn Monroe, og Clark Gable í sínum síðustu kvikmyndahlutverkum. Sonur Gables, John Clark Ga- ble, ieikur í þessari nýju sem kallast Everybody Wins og státar einnig af Debra Winger og Nick Nolte í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Karel Reisz (The French Lieutinants Woman) og framleiðandi Jeremy Thomas (The Last Emperor). Myndin á að setja met í framleiðslu- kostnaði og sagði einhver 120 miljónir dollara! Og meira af öðrum Miller. Einn af forvígismönnum frönsku nýbylgj- unnar á sínum tíma, Claude Chabrol, er nú að hefja tökur á sögu Henrys Millers, Quiet Days in Clichy. Emily Lloyd sem sló í gegn í bresku kvikmyndinni Wish You Were Here hefur nú leikið í tveimur myndum síðan. Brátt sjáum við hana í Cookie og síðan ásamt Cher í Mermaid. Seinni myndin er leikstýrð af Svíanum Lasse Hallström sem gerði einmitt Mit liv som en hund og var sýnd í nokkra mánuði í vetur. Og fyrir hrollvekjuunnendur. Nýja myndin hans Clive Barker (Hellraiser) er væntanleg á þessu ári og kallast hún Nightbreed. Merkilegast við myndina er að annar hrollvekjufrömuður leikur í mynd- inni en það er David Cronenberg, betur þekktur fyrir myndirnar Scann- ers, The Dead Zone, The Fly og nú síðast Dead Ringers. Cronenberg er annars sjálfur að leikstýra. Myndin kallast The Naked Lunch, skrifuð af William Burrough eftir samnefndri skáldsögu. upp á milli aðalleikaranna sem eru hver vafasamur og Barry Levinson hefur áður öðrum betri. Betri skemmtun er vandfund- stýrt betur. in. Who Framed Roger Rabbit ★★★ (Kalli kanína) Vel heppnuð ævintýramynd þar sem áhorfandinn gleymir að hér er notast við teiknifigúrur. Tímamótamynd í klippingum og brellum. Bíóborgin Betrayed ★★ (Setið á svikráðum) Enginn hefur gert betri pólitískar spennumyndir en Costa-Gavras en því miður er þessi ekki ein þeirra. Nokkur átakanleg atriði þarsem rasistarnir eru ó- geðslegri en nokkru sinni fyrr en siðan snýst myndin upp í venjulega, annars flokks spennumynd. Dangerous Llaisons ★★★ (Hættuleg sambönd) Þrungin, en jafnframt hrífandi tragi- kómidfa þar sem allir eru táldregnir. Frá- bær leikur ber myndina uppi, sérstaklega Malkovich og Close sem hástóttarpakkið sjálfselska. Mynd fyrir rómantíkera en endirinn er I hróplegu ósamræmi við þjóð- félagsástandið á þessum tima. Rain Man ★★★ (Regnmaðurinn) Regnmannsins verður minnst fyrir ein- stakan leik Hoffmanns í hlutverki einhverfa ofvitans fremur en sem góðrar kvikmynd- ar. Óskar fyrir handrit og leikstjórn fremur Háskólabíó The Presidio ★★ (Presidio-herstöðin) Buddy-hasar-ástar-mynd með vel film- uðum eltingarleikjum á götum San Franc- isco borgar. Connery og Harmon eru hörkutól af ólíkum uppruna en standa sam- an í „týplsku" og leiðinlegu lokaatriði. Stjörnubíó Who's Harry Chumb? ★ (Harry...hvað?) Billeg gamanmynd með nokkrum aula- bröndurum. John Candy bjargar því sem bjargað verður en hann er enginn Peter Sellers þó hann skipti ört um gervi sem spæjarinn Harry. The Kiss ★ (Kossinn) Dæmigerð hryllingsmynd nlunda ára- tugarins. Reynt er að búa til spennu með blóðslettum og yfirþyrmandi hljóðbrellum en ekki i kringum persónurnar sjálfar og plottið það sama og I flestum myndum af þessum toga. Kristnihald undir Jökll ★★★ Góð, og athyglisverð mynd á fslenskan mælikvarða sem unnin er af fagmennsku. Kristnihaldiö er skemmtileg og fersk á að horfa en ber full mikla virðingu fyrir texta Nóbelsskáldsins. 24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. Júnf 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.