Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 17
aðargoð Dizzy Gillespie og Louis Armstrong var hans átrúnaðar- goð. Þannig að Roy var á milli þessara tveggja stórmenna. Núna er Roy að verða áttræður og spil- ar ekki lengur. Hann stjórnar upptökum og fleira í þeim dúr en ég veit að það særir hann að geta ekki spilað lengur á hornið sitt. Ég hitti hann fyrst í New York 1964 og við fórum að heimsækja Coleman Hawkins rétt áður en hann dó. Og að eiga þessa menn fyrir félaga gefur lífinu aukið gildi, að þeir skuli viðurkenna það sem maður er að gera. Ég hef hitt fólk eins og ragtime píanist- ana Willy the Lion Smith, Lucky Roberts, Eubie Blake og mér hefur verið boðið heim til þeirra þar sem þeir geyma sín eigin pí- anó vandlega læst og ganga með lykilinn á sér, ef ske kynni að ein- hver kæmi á meðan þeir eru úti og eyðilegðu stillinguna. Þetta eru mennirnir sem sögðu við mig: „Cab, við erum búnir að gera okkar hlut og þú verður að halda áafram þar sem við hætt- um", sem er mikill heiður fyrir mig. Ég hitti Eubie síðast 1982 á festivalinu í Haag sem er stærsta djassfestival í heimi þar sem yfir 600 djassarar koma saman hverju sinni. Eubie náði því að verða hundrað ára, þrátt fyrir allt sukk- ið. Og þegar hann lá banaleguna í New York sagði hann í viðtali við blaðamann: „Ef ég hefði vitað að ég yrði svona gamall hefði ég far- ið betur með mig". En hvenær náði djassinn tökum á Cab Kaye, strax á ung- lingsárum? „Nei, nei. Ég heyrði fyrst tón- list sem hafði áhrif á mig seint á fjórða áratugnum og gekk til liðs við hljómsveit Billie Cottons árið 1936 en það var ekki djasshljóm- sveit. Þá var ég ekki fallinn fyrir djassinum. Ég vissi að ég gat sungið og dansað. En árið 1937 eða 1938 þegar ég bjó í London fór ég venjulega á næturklúbbana að lokinni vinnu. Þessar sam- komur voru kallaðar „flösku- partý" vegna þess að maður gat ekki pantað sér minna magn af áfengi en flösku. Maður varð að vera meðlimur í vínklúbbi og eigandinn sendi einhvern út í vín- búð til að kaupa fyrir þig flösku og hún var merkt þér og geymd ef þú kláraðir hana ekki. Þetta var vegna áfengislöggjafarinnar í Englandi. En þarna kynntist ég djassinum í fyrsta skipti, þarna heyrði ég fyrst í Coleman Hawk- ins og Art Tatum." Á þessum tíma var Tatum pí- anisti hjá söngvaranum Adelaid Hall sem söng mikið með Duke Ellington. Cab segist hafa verið svo lánsamur að vinna með Ade- laid seinna á sínum ferli. En menn sem hann kynntist á sama tíma, 1938, voru Benny Carter, Hot Lips Page og Coleman Hawkins. Hann segir að kynni sín af þessum mönnum hafi ger- breytt lífi sínu. Skotinn niður af kafbáti Kynni hans af tónlist Norð- ur-Ameríku og Suður-Ameríku höfðu líka mikil áhrif. í seinni heimsstyrjöldinni var Cab sjó- maður á vöruflutningaskipi sem silgdi á milli Ameríku og Evrópu. Hann kom til Bandaríkjanna í fyrsta skipti 1940 og á þessum árum heyrði hann tangó í fyrsta skipti í sinni upprunalegu mynd í Argentínu og segist hafa orðið fyrir tónlistarlegri uppljómun í hverri höfn. „Eftir sex daga siglingu í einni ferðinni var skipið okkar síðan skotið niður af kafbáti og ég var einn þeirra sem var bjargað og það var farið með mig á sjúkra- hús á Long Island í New York. Og þar fóru hlutirnir loks að ger- ast. I gegnum alls konar sambönd á sjúkrahúsinu komst ég í sam- bönd við hina og þessa tónlistar- menn. Mér var boðið að syngja með hljómsveit Coody Williams á Savoy. Coody var vinsæll trom- petleikari sem hafði spilað með Duke Ellington og var að reyna að komast áfram á eigin verð- leikum. En honum tókst það aldrei fullkomlega. Þeir hljóðfæraleikarar sem spiluðu með Ellington og Basie áttu oft erfitt uppdráttar á eigin vegum vegna þess að Ellington og Basie voru þeir sem voru auglýstir upp. Annað slagið yfir- gáfu þeir hljómsveitina og reyndu að stofna sína eigin en voru alltaf komnir til baka eftir stuttan tíma. Þannig var þetta með Coody, Rex Stewart og Johnny Hodges. En Ellington hvorki rak né réð tónlistarmenn, það var allt gert í gegnum um- boðsskrifstofuna hans og ef ein- hver vildi hætta þá hætti hann bara. En þegar ég heyrði í þess- um mönnum kræktist ég fastur við djassinn og þar hef ég hangið síðan." Djass á heima á íslandi Djassinn tengist svörtu fólki í huga manns og menningu þess. Var Cab Kaye ekkert undrandi að kynnast djössurum norður á íslandi? „Nei, í raun ekki vegna þess að þið höfðuð bandarískar her- sveitir á íslandi á þeim tíma og það eina góða sem kom út úr því var að íslenskir tónlistarmenn, sem kunnu að meta djass, fengu tækifæri til að heyra hann án þess að þurfa að fara til Bandaríkj- anna. Gunnar Ormslev var einn af þeim miklu hæfileikamönnum sem virkilega kunna að meta djass og hafa tónlistina í blóðinu. íslendingar hafa átt og eiga marga góða tónlistarmenn og ég held að íslendingar kunni að meta djass. Fyrir fimm árum var ég að spila á Naustinu og þá kom fólk til mín sem sagðist muna eftir mér síðan ég spilaði með K.K. og þeir ungu virtust einnig hafa gam- an af tónlistinni. Mín skoðun er að það skipti ekki máli hvað þú ert að spila heldur hvernig þú spilar og matreiðir tónlistina fyrir áheyrtendur. Tónlistin getur brotið niður marga múra og hún getur eytt fordómum og það er hægt að ná sambandi við fólk í gegnum hana án þess að skilja tungumál þess. Mér þykir ákaflega sorglegt að þið skylduð missa Gunnar Orms- Íev svona snemma. Ég frétti ekki af andláti hans fyrr en ég kom hingað til að spila á Naustinu fyrir fimm árum. En þcgar ég rak pf- anóbarinn minn í Amsterdam hlotnaðist mér sá heiður að hitta son hans, hann kom inn á barinn eitt kvöldið. Og það skemmtilega var að ég var að spila plötu með Gunnari Ormslev sem Mr. Lin- net hafði sent mér. En það mun- aði minnstu að ég ruglaðist í rím- inu því Pétur lítur alveg eins út og faðir hans, hann talar meira að segja alveg eins og það var mjög gaman að hitta hann. Ég hef líka heyrt í nokkrum öðrum íslenskum tónlistar- mönnum. Ég heyrði fyrst í Guðmundi Ingólfssyni á snældu sem Mummi sendi mér og síðan heyrði ég hann spila „live" í fimmtugsafmælinu sínu um dag- inn. Að mínu mati er Guðmund- ur mikill tónlistarmaður og frum- legur. Mér þótti einnig gaman að píanóleikaranum Ástvaldi Traustasyni og bassaleikaranum Gunnari Hrafnssyni en ég heyrði þá spila nýlega. Eg vil nota tæki- færið og bjóða öllum íslenskum tónlistarmönnum að koma á Borgina." Bólugrafinn unglingurog Heljarengill Cab segist mest hrífast af ten- órsaxafón fyrir utan píanóið. Það sé hins vegar sérkennileg tilviljun að hann kynnist flestum tenór- saxafónleikurum þegar þeir eru ungir að árum. Hann sagði skemmtilega sögu af kynnum sín- um af einum þeirra. „Fyrir nokkrum árum komu feðgar inn á píanóbarinn minn í Amster- dam. Faðir drengsins, sem var rétt rúmlega fimmtán ára, kom til mín og sagði að drenginn langaði til að spila með mér. Ég horfði á þennan langa og slánalega dreng, alsettan unglingabólum og skuggalegan útlits og leist ekki á blikuna. En pabbinn var klæddur í leðurjakka og leit út fyrir að vera einn af „Heljarenglunum" þannig að ég hugsaði með mér, „Cab, vertu rólegur". Ég spurði drenginn hvort hann gæti leikið blús og hann svaraði, hvaða lyk- il? þetta svar var allt sem segja þurfti. Og ég trúði varla mínum eigin eyrum, hann var ótrúlegur. Þessi drengur heitir Boris van De Lek og þegar hann var fimmtán ára fór hann á djasstón- leika þar sem saman var komið gott gengi af tenórsaxafónleikur- um, þeirra á meðal Illinois Jack- et, George Adams og Arnett Cob, sem er einn af þeim sem hafa fallið frá í ár, og James Moo- dy en ég lék einu sinni með hon- um í París. Og Boris sagði við foreldra sína eftir að hafa hlustað á þessa ágætu saxafónleikara: „Þetta er það sem ég vil gera". Pabbi hans keypti handa honum saxafón og innan þriggja mánaða var hann farinn að spila eins og engill og þegar hann kom til mín fannst mér þetta hreint ótrúlegt. Boris hafði ekkert tónlistarnám að baki en honum bauðst styrkur til að læra á hljóðfærið og fór bara einu sinni og kom til baka og sagði að þetta væri ekki fyrir sig." Bandaríski saxafónleikarinn Buddy Tate heyrði í Boris og tók hann að sögn Cab orðalaust í hljómsveit sína. En rétt áður en Cab kom til íslands heyrði hann að Tate væri alvarlega veikur. En hann segir að ef Gunnar Ormslev væri núna á svipuðum aldri og Boris, væri hann ekki í nokkrum vafa um að. Gunnar fengi þá viðurkenningu sem hann átti skilda. Þeir sem hefðu skrifað um Gunnar og fleiri á sínum tíma hefðu ekki vitað hvað þeir voru að skrifa um vegna þess að þessir menn hefðu verið svo langt á undan sinni samtíð. „Og þá erum við aftur komnir að spurningunni um þetta fyrirbæri djass, hvað er það?" Hvernig líkar þér landið mitt? Við Cab höfum setið að spjalli í góða stund þegar eiginkona hans, Jeannette, kemur ogvill fá hann í göngutúr með sér. Eg spyr hann því að lokum hvert hann haldi héðan og hvernig hann horfi til liðinna daga? „Með gleði, miklu meiri gleði en sorg. Ég yrði fyrstur til að saka mig um það leiðinlega sem hefur gerst í mínu lífi, flest þau vandræði sem ég lenti í voru sköpuð af mér sjálf- um. Núna er ég kominn aftur til ís- lands og ég kann vel við fólkið hérna. Mig langar að segja mjög skemmtilega sögu sem er ekki um tónlist heldur um fólk. Hvar sem þú ferð í Afríku spyrja íbúarnir þig: „Hvernig líkar þér Afríka?" Og þú svarar auðvitað kurteis- lega að þér þyki hún falleg og svo framvegis. Ég reyndi svolítið svipað hér. Þegar ég var hérna fyrir fimm árum hitti ég litla' stúlku sem var þá 12 ára. Eg fór að heimsækja pabba hennar í hús afa hennar sem er býli rétt fyrir utan Reykjavík. Og ég komst að því að afi stúlkunnar átti ekki að- eins landið heldur átti hann líka fjallið fyrir ofan bæinn. Þessi fjöl- skylda upplýsti mig aðeins um sögu íslendinga sem mér þykir mjög athyglisverð. En þegar við höfðum verið þarna nokkra stund spurði stúlkan mig: „Hvernig líkar þér landið mitt?" og mér fannst virkilega fallegt að heyra þessa spurningu frá svo ungri manneskju og hugsaði með sjálfum mér að þetta væri sönn föðurlandsást hjá barni. Ég kann mjög vel við mig á íslandi, fólk er bæði opið og heiðarlegt og mér líður vel hérna. Mér finnst gaman að spila á Hótel Borg það kallar fram hlýjar ' endurminningar því ég spilaði á Borginni með K.K. Fólkið hefur tekið mér ákaflega vel og ég vona að mér verði boðið að koma hing- að aftur á næsta ári og vonandi næstu 25 ár. Það stendur til að ég spili á Akureyri og ég á einnig boð norður í Þingeyjarsýslu. En þegar ég fer héðan fer ég til Hol- Íands og í september fer ég til Portúgal og þaðan til Genfar og enda síðan seint á þessu ári eða í byrjun næsta í Kaupmannahöfn. Viðarbúturinn flýtur áfram. -hmp r \ ' ni' ¦\yr _±JJ'_jY_Y , _ SíiinLímíJsiiíislD, iQj'J-jiiSímíJl Símanúmer okkar verður eftir sem áður 688411. % 50ARA ;*_ SAMVINIMU LÍFEYRISSJÓÐURINN Laugalækur 2a - Sími 688411 Verður þú rnillJQnamæringur um helgina? - Nældu þér í Lottóseðla!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.